Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Skeggrætt um Don Juan og störf Rimasar Tuminas í Þjóðleikhúskjallaranum
Listín er að
kveikja neista
Það er óhætt að segja að neistinn sem
Rimas Tuminas kveikti með uppsetningu
sinni á Don Juan hafí orðið að báli. Enn var
skeggrætt um Don Juan á mánudagskvöldið
í Þjóðleikhúslgallaranum. Þröstur
Helgason var viðstaddur og segir hér frá
því athyglisverðasta sem fram kom.
Á MÁNUDAGSKVÖLD var haldin
dagskrá á vegum Listaklúbbs
Þjóðleikhúskjallarans tileinkuð
uppsetningu litháíska leikstjórans
Rimasar Tuminas á Don Juan eft-
ir Moliére í Þjóðleikhúsinu. Megin-
efni dagskrárinnar var umræða
um störf Rimasar og þá gagnrýni
sem sýningin hefur fengið. Ásdís
Þórhallsdóttir hafði umsjón með
dagskránni en hún starfaði sem
aðstoðarleikstjóri og túlkur Rim-
asar við uppsetninguna. Ásdís
fékk í lið með sér fímm leikhús-
gesti til að lýsa skoðun sinni á
sýningunni og stjómaði svo al-
mennum umræðum í lok dagskrár-
innar sem urðu fjörugar. Það var
þó galli á dagskránni að fmm-
mælendahópurinn, sem samanstóð
af Elísabetu Jökulsdóttur, rithöf-
undi, Arnóri Benónýssyni, gagn-
rýnanda, Silju Aðalsteinsdóttur,
bókmenntafræðingi og rithöfundi,
Guðmundi Andra Thorssyni, rit-
höfundi, og Eddu Heiðrúnu Bac-
hmann, sem leikur hlutverk Elvíra
í Don Juan, var full einlitur því
allir í honum vora mjög ánægðir
með sýninguna; var oft haft á
orði að þama vantaði gagnrýnis-
rödd Jóns Viðars Jónssonar úr
Dagsljósi en hann var staddur er-
lendis.
Leikstjóraleikhús —
bókmenntaleikhús
Mestar umræður spunnust um
þann greinarmun sem sumt leik-
húsfólk vill gera á leikstjóraleik-
húsi og bókmenntaleikhúsi sem
undirritaður nefndi iðnaðarleikhús
í grein í blaðinu fyrir skömmu þar
sem það orð sem hér er notað virð-
ist geta komið óorði á bókmennt-
irnar eins og var reyndar bent á
í umræðunni á mánudagskvöld.
Sagt hefur verið að sýning Rimas-
ar einkennist af aðferðum leik-
stjóraleikhússins þar sem leikstjóri
leggur mikið upp úr túlkun sinni
á verkinu. Hefur sumum gagnrýn-
endum þótt Rimas ganga of langt
í útleggingu sinni á verki Moliéres
og jafnvel talið að hér væri um
nýtt verk að ræða. Amór Benónýs-
son benti á að gagnrýnendum
bæri að koma til framsýningar
með opnum huga og án fyrirfram-
gerðra hugmynda um það hvemig
Morgunblaðið/Kristinn
í UMRÆÐUM um Don Juan-sýningu Þjóðleikhússins var bent
á að gagnrýnendum bæri að koma til frumsýningar með opnum
huga og án fyrirframgerðra hugmynda um það hvemig „ætti“
að setja upp tiltekið verk, að þeim bæri að rýna í þá leið sem
leikstjórinn velur í hvert skipti en ekki að fjalia um þá leið sem
þeim fyndist að hann hefði átt að fara.
„ætti“ að setja upp tiltekið verk,
að þeim bæri að rýna í þá leið
sem leikstjórinn veldi í hvert
skipti en ekki að ijalla um þá leið
sem þeim fyndist að hann hefði
átt að fara. Sjálfur sagðist Arnór
vera ánægður með þá leið sem
Rimas hefði valið og að honum
hefði tekist með aðdáunarverðum
hætti að útfæra túlkun sína á
verkinu.
Silja tók undir þetta og sagðist
hafa verið mun ánægðari með
þessa sýningu en uppsetningu
Rimasar á Mávi Tsjekhovs í Þjóð-
leikhúsinu fyrir tveimur árum, svo
virtist sem aðferð hans ætti mun
betur við verk Moliéres en Tsjek-
hovs. Mátti skilja af máli Silju að
verk Tsjekhovs væri svo mikið
bókmenntaverk að sýning í stíl
bókmenntaleikhússins, þar sem
leiktextinn leikur aðalhlutverkið
en leikstjóri qg leikarar reyna að
dyljast sem mest, hentaði því bet-
ur.
í framhaldi af þessu var nokkuð
rætt um það hvort til væri einhver
hefðbundin uppfærsla á verkum
eins og Mávinum og Don Juan -
en gagnrýnendur fjölmiðla töluðu
nokkuð um óhefðbundna túlkun á
þessum verkum í sýningum
Rimasar. Bent var á að hefð geti
mótast af mismunandi uppfærsl-
um á sama verki, hefðin sé ekki
endilega hið upphaflega. í raun
sé leikstjóri alltaf að vinna innan
hefðarinnar, hann þarf ávallt að
taka afstöðu til hennar, samsinna
henni eða andmæla. Þannig séu
allar sýningar í eðli sínu leikstjóra-
leikhús, byggðar á afstöðu, innsæi
og túlkun leikstjóra. Aðgreining í
leikstjóraleikhús og bókmennta-
leikhús sé því óþörf.
Er Don Juan listamaður?
Silja sagðist ekki geta sætt sig
við þá hugmynd Rimasar að Don
Juan væri listamaður. Henni þætti
ekki rétt að kalla þann mann lista-
Kjarval: Landið sjálft og fólkið
Jóhannes S.
Kjarval
Helgi Þorgils
Friðjónsson
þar kemur til
skila. Þetta bendir
Helgi Þorgils skil-
merkilega á í
lokaorðunum í
sínu ávarpi:
„Ef við setjum
hvalasöguna,
ljóðin, nokkur
sendibréf, um-
ræður um arki-
tektúr, hraun-
myndir, portrett-
myndir, uppstill-
ingar, hattinn og
furðusögurnar
um hann sjálfan í
einn pott og hrær-
MYNPLIST
Kjarvalsstaðir
MÁLVERK OG
TEIKNINGAR
Jóhannes S. Kjarval. Opið kl. 10-18
alla daga til maíloka. Aðgangur
kr. 300 (gildir á allar sýningar).
ÞAÐ hefur oft komið fram í
myndlistaramræðunni hin síðari
ár að við sýningarhald og kynn-
ingu á myndlist væri það ekki
aðeins listafólkið sem skipti máli,
heldur væri sýningarstjórinn
ekki síður mikilvægur. Einkum
hefur sú skoðun verið áberandi
að ef þeir kæmu utanað, þ.e.
væru ekki fastráðnir á viðkom-
andi sýningarvettvangi, kæmu
þeir gjama fram með ferska sýn
á listina, kynntu til sögunnar
óþekkt sjónarhorn og tengingar,
og nálguðust viðfangsefni sitt
almennt með öðrum og nýstár-
legri hætti en áður hefði verið
gert.
Slík aðfengin sýningarstjórn
hefur ekki verið algeng á ís-
landi, en er nú að verða áber-
andi þáttur í sýningarstarfí
Kjarvalsstaða. Er þar skemmst
að minnast sýningar á verkum
ungra listamanna á nýliðnu
hausti, sem Auður Ólafsdóttir
skipulagði, og á nýbyijuðu ári
hefst starfemi Kjarvalsstaða með
tveimur slíkum sýningum. Ann-
ars vegar er það samstarf Hann-
esar Sigurðssonar við þá Komar
og Melamid, sem hefur vakið
athygli fjölmiðla; hin sýningin
hefur notið minni athygli þótt
hún sé ekki síður nýstárleg, en
þar hefur listamaðurinn Helgi
Þorgils Friðjónsson haft alla
umsjón með nýrri sýningu á
verkum Jóhannesar S. Kjarval.
í ávarpi til sýningargesta
bendir Helgi Þorgils á að hjá
Kjarval sé í raun enginn munur
á hrauninu og veðurbörðu fólk-
inu og hugmyndum um huldu-
heima sem verða til þar á milli;
öllu þessu megi í raun líkja við
fjölbreytni veðursins, sem þó er
allt af einum meið, þ.e. af land-
inu sjálfu. Og sjálfstæði þessa
lands býr örugglega djúpt í lista-
manninum, líkt og í þjóðlista-
mönnum annarra landa.
Vegna þessa hefur Helgi
Þorgils kosið að raða ekki upp
meistaraverkum Kjarvals - þó
nokkur þekkt verk hans séu hér
með, en í góðu samhengi við
annað - heldur að leita fyrst og
fremst fanga í þeim mikla fjár-
sjóði teikninga sem hann gaf
Reykjavíkurborg 1968, og lýsa
betur en nokkuð annað þeirri
vinnugleði og fjölbreyttu mynd-
sýn sem einkenndi Kjarval alla
tíð. En jafnframt valdi sýningar-
stjórinn ekkert af því sem þegar
hefur verið rammað inn og áður
sýnt opinberlega; samt vora þús-
undir mynda eftir til að velja úr.
Árangurinn er afar fjölbreytt
sýning á verkum sem tengjast
öllum helstu viðfangsefnum
meistarans - andlitsmyndir
barna sem fullorðinna, lands-
lagsteikningar, fuglamyndir,
hulduverar og þjóðsagnadýr,
mynstur og vísur, þekkt fjöll og
ókunnar mosaþemur. Þetta er
unnið með bleki, vaxlitum, blý-
anti, tússi eða kúlupenna á papp-
írsbrot, umslög, innkaupapoka,
reikninga, víxileyðublöð, smjör-
pappír og plast - hvað sem hendi
er næst hverju sinni þegar eitt-
hvað þurfti að teikna.
Mikilvægustu skilaboð þessar-
ar sýningar eru ekki fólgin í ein-
stökum verkum hennar, heldur
í heildinni og þeirri mynd af ein-
stökum manni lands og lýðs, sem
um, þá kemur út
einn Kjarval, einskonar mynd
eða skúlptúr, sem skilar boðskap
um samúð og nærgætni gagn-
vart öllu lífí og tilfínningu og
umhyggju fyrir umhverfinu sem
það líf býr í.“
Er nokkru við þetta að bæta?
Aðdáendur Kjarvals fínna hér
enn betur en fyrr þann kraft, sem
list hans býr yfír, og aðrir fá hér
óvenju gott tækifæri til að kynn-
ast listamanninum og fjölbreytt-
um verkum hans. Því það er rétt
ályktun, sem sýningarstjórinn
hefur haft að leiðarljósi: Styrkur
Kjarvals sem listamanns liggur
ekki í fáeinum óumdeildum
meistaraverkum, heldur í litrófi
þeirrar heildar, sem varð til á
langri starfsævi.
Eiríkur Þorláksson
mann sem dregur stúlkur á tálar
og kastar þeim svo í burt með
brostið hjarta þegar hann hefur
fengið það sem hann vill. Jóhann
Sigurðarson, sem fer með hlutverk
Don Juan, sagði að flagarinn mikli
væri sá sem byggi til konur, list
hans væri falin í því að sjá hið
fagra, lýsa því og þar með skapa;
hann kveikir neistann með kon-
unni en hættir svo, þar með er
hlutverki hans lokið. Guðmundur
Andri lýsti svipaðri hugmynd og
sagði að Don Juan væri listamaður
sem væri búinn að skapa allt sem
hann vildi og því sæjum við hann
í raun aldrei að verki í sýningunni.
Bent var á að þetta kallaðist á
við vinnuaðferðir Rimasar en eins
og hann sagði í viðtali við Morgun-
blaðið fer öll sköpun í leikhúsi fram
á æfíngatíma, „í okkar huga er
mótunarvinnan aðalatriðið, þar fer
sköpunin fram; sýningin er í raun
aðeins minnisvarði um hana“.
Þannig er listin falin í því að
kveikja neistann, ekki í bálinu sem
hann veldur.
Rimas setji upp Laxness
Elísabet og Edda Heiðrún sögðu
frá því hvernig þær hefðu upplifað
æfinga- eða sköpunarferlið hjá
Rimasi, Elísabet sem áhorfandi en
Edda Heiðrún sem þátttakandi.
Var augljóst af máli þeirra, sem
og annarra samstarfsmanna Rim-
asar, að hann hefur haft mikil
áhrif en Edda Heiðrún sagði að
vinnan með Rimasi hefði verið eins
og að sitja í kennslustund um
hvernig ætti að setja upp klassískt
verk.
í lok dagskrárinnar var skegg-
rætt um það hvort íslendingar
myndu þola að leikstjóri eins og
Rimas myndi setja upp leikgerð
af einhveijum af sögum Halldórs
Laxness og beygja hana undir sín-
ar hugmyndir. Vora skoðanir
nokkuð skiptar en flestir þó sam-
mála um að hugmyndin væri góð.
Ásdís Þórhallsdóttir lauk því dag-
skránni á því að stinga upp á að
Rimas yrði fenginn hingað til lands
í þriðja sinn til að fylgja eftir þess-
ari hugmynd og setja til dæmis
upp íslandsklukkuna.
Einsöngs-
tónleikar Sig-
ríðar Aðal-
steinsdóttur
SIGRÍÐUR Aðalsteinsdóttir mezzo-
sópran og Iwona Jagla píanóleikari
halda einsöngstónleika í Listasafni
Sigurjóns, Laugar-
nestanga, annað
kvöld, 18. janúar,
kl. 20.30. Aðgang-
ur að tónleikunum
er ókeypis.
Á efnisskránni
eru íslensk sönglög
eftir Markús Krist-
jánsson og Sig-
valda Kaldalóns,
norræn ljóð eftir Sjöberg og Grieg
og Sígaunaljóð op. 103 eftir
Brahms. Ennfremur aria úr Stabat
Mater eftir Pergolesi og óperuaríur
úr Dido and Aaneas eftir Purcell,
La Favorita eftir Donizetti og The
Consul eftir Menotti.
Sigríður lauk fyrri hluta burtf-
ararprófs frá Söngskólanum í
Reykjavík vorið 1995. Tónleikarnir
era lokaáfangi burtfararprófs henn-
ar frá Söngskólanum í Reykjavík.
Sigríður er félagi í Kór íslensku
óperunnar og hlaut í fyrra tvo styrki
til framhaldsnáms; styrk frá Lið-
veislu Sparisjóðsins í Keflavík og
styrk til framhaldsnáms úr sjóði
Einsöngvaradeildar Félags ís-
lenskra leikara. Hún er nú við nám
við óperadeild Tónlistarskóla Vínar-
borgar.
Iwona Jagla píanóleikari er af
pólskum ættum og hefur verið bú-
sett hér á landi síðastliðin 5 ár.
Sigríður
Aðalsteinsdóttir