Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 21 AÐSENDAR GREINAR Háskólasjúkrahúsin í Reykjavík HELSTA markmið heilbrigðisþjónustu er að veita landsmönnum bestu læknismeðferð, hjúkrun og aðra aðstoð sem völ er á hveiju sinni. Mestur hluti há- tækniþjónustu fer fram á sjúkrahúsum, er nú alfarið kostaður af op- inberu fé og tekur til sín veigamikinn hluta útgjalda ríkisins. Eðli- legt er því að stjórnvöld leiti allra leiða til þess að ná fram hagkvæmni í rekstri en kappkosti jafnframt að varðveita gæði þjónustunnar. Jafnframt er eðlilegt að fagfólk láti í ljós skoðanir á því hvernig málum verði best fyrir komið. í þessari grein verður fjallað lítil- lega um háskólasjúkrahúsin í Reykjavík og framtíð sjúkrahús- mála. Á undanförnum árum hef ég átt þess kost að taka þátt í starfi framhaldsmenntunarráðs og þróun- arnefndar læknadeildar. Þá hef ég í starfi mínu einnig fylgst náið með sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala en sú sameining hefur skilað dtjúgum hluta þeirrar hag- ræðingar sem átt hefur sér stað í spítalarekstri á íslandi. Háskólaspítali Það er vel þekkt staðreynd að hágæðalæknisþjónusta, kennsla læknisefna og leit að nýrri þekkingu með rannsóknum fara vel saman. Þessi atriði eru kjarninn í þríþættu hlutverki háskólaspítala. í þeim löndum sem standa fremst í Iæknis- fræði, s.s. Bandaríkjunum og lönd- um Vestur-Evrópu, er þessi skipan mála grundvallaratriði í skipulagi háþróaðra lækninga. Kennsla læknanema er snar þáttur í starf- semi háskólaspítala og samofin dag- legri umönnun sjúklinga. Ungir læknar njóta leiðsagnar færustu sér- fræðinga og taka auk þess þátt í rannsóknastarfsemi með aðstoð þeirra. Gjarnan hafa háskólar er- lendis aðgang að fleiri en einum spítala til að sinna kennslu og þykir það kostur. Á íslandi voru til skamms tíma þrír kennsluspítalar, Landspítali, Borgarspítali og Landakotsspítali, en eru nú tveir eftir sameiningu þeirra síðarnefndu í Sjúkrahús Reykjavíkur. Þessi tvö sjúkrahús sinna nú jöfnum höndum verklegri kennslu læknanema og ungra lækna í kandidatsnámi og á fyrstu árum sérnáms. Nokkur samkeppni hefur skapast milli spítalanna um gæði verklegs náms sem leitt hefur til betri kennslu á báðum stöðum. Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að ungir íslenskir læknar dvelji 3-4 ár hér á landi við nám og störf áður en haldið er til útlanda í frek- ara framhaldsnám. Meðal annars þess vegna setti læknadeild á stofn framhaldsmenntunarráð sem sett hefur gæðastaðla fyrir íslensk sjúkrahús sem þátt taka í menntun ungra lækna. Þessir staðlar fela í sér auknar kröfur til fjölbreytni og gæða í innra starfi sjúkrahúsanna og skapa nauðsynlegt að- hald. Þessi þróun mun styrkja íslenskt heil- brigðiskerfi og framtíð læknanáms hér. Fagleg og rekstrarleg sjónarmið Það má spyija hvort nauðsynlegt sé að hafa tvo hátæknispítala í Reykjavík sem sinna svipuðu hlutverki. Þeg- ar slíkt er skoðað koma til greina bæði fagleg og rekstrarleg sjónar- mið. í dag er talsverð samvinna og verkaskipting milli spítalanna. Hins vegar skortir á virkari samkeppni. Til þess að auka samkeppni getur verið gagnlegt að greiðslur hins op- inbera fylgi sjúklingum til þess að spítalarnir hafi hag af að veita góða þjónustu fyrir sanngjarnt verð frem- ur en að framlög séu ákveðin á föst- um fjárlögum eins og nú er. Fagna ber nýlegum hugmyndum heilbrigð- isráðherra í þessa átt. Frá rekstrarlegu sjónarmiði er fróðlegt að skoða þessa spurningu í ljósi reynslunnar af sameiningu Landakots og Borgarspítala. Sú rekstrarlega hagræðing sem átt hef- ur sér stað við sameininguna hefur orðið við að færa sem mest af sér- hæfðri starfsemi sem krefst vakt- þjónustu og háþróaðra stoðdeilda undir eitt þak í húsnæði Borgarspít- alans í Fossvogi. Þar með féll niður tvöföldun vakta á ýmsum sviðum og tækjakostur og húsnæði nýttist betur. Ef dæma má af rekstrartölum hefur sparnaður í rekstri þegar náð um 380 milljónum á ári miðað við 1991, sem er um 8% af rekstrarum- fangi. Enn á eftir að binda endahnút- inn á sameininguna með því að flytja augndeild og legudeild skurðdeildar Landakots í Fossvog og myndi það enn auka sparnað vegna vaktþjón- ustu sem þessar deildir útheimta á Landakoti. Sameining spítalanna hefur ekki gengið sársaukalaust fyrir sig. Stöðu- gildum við spítalana hefur fækkað um 200 á þessum fjórum árum, aðal- lega vegna uppsagna á Landakoti. Þá hafa húsnæðisþrengingar, óvissa um framtíðina og sífelldur niður- skurður fjárveitinga sett svip sinn á þetta tímabil frá sjónarmiði starfs- fólks. Líklegt er því að starfsfólk SR verði andsnúið því að leggja út í annað slíkt ferli á næstunni. Ef dæma má af ummælum ráða- manna eru áform um enn frekari sparnað í rekstri stóru spítalanna á næstu árum. Þessum sparnaði á að ná með frekari samvinnu án þess að nokkrar ákveðnar tillögur um útfærslu þeirra hafi litið dagsins ljós. Rætt hefur verið um 200 milljóna sparnað 1996, 500 milljónir 1997 og 700 milljónir 1998. Er slíkt mögu- legt og þá hvernig? Áfram ber að hafa tvo spítala, segir Steinn Jónsson, sem veiti hvor öðrum aðhald. Hugmyndir um að spara veruleg- ar fjárhæðir með því að setja sameig- inlega stjórn yfir spítalana og færa verkefni milli Landspítala og Borg- arspítala myndu ekki ná settu marki vegna þess að eftir sem áður þyrfti umfangsmikla stoðdeildastarfsemi og vaktþjónustu á báðum stöðum. Hætt er við að stjórnin myndi verða úr tengslum við fagfólkið og stjórn- unarbákn myndi éta upp ávinning. Athyglisvert er að hafa í huga að á árinu 1995 mistókst að verulegu leyti að ná þeim sparnaði á Ríkisspít- ölum sem stefnt er að. Skyldu Rík- isspítalar með veltu upp á 7,5 millj- arða verða orðnir það stórt fyrirtæki að enginn hafi lengur yfirsýn yfir rekstur þess? Með sameiningu Landakots og Borgarspítala var myndaður spítali með um 450 rúm sem talin er ákjósanleg stærð frá rekstrarlegu sjónarmiði. Háskólaspítali í Fossvogi Umræðan um framtíð stóru sjúkrahúsanna heldur áfram og hug- myndir um sameiningu þeirra hafa verið settar fram. Fyrir nokkrum árum létu Ríkisspítalar hollenska ráðgjafarfyrirtækið Ernst og Young vinna álitsgerð um framtíð sjúkra- húsmála á Islandi. Fyrsti valkostur skýrslunnar var sá að byggja ætti nýjan spítala og sameina háþróaða starfsemi á einum stað. Þetta hefur verið gert víða erlendis með góðum árangri. Gallinn við þessa lausn er að hún kostar líklega tugi milljarða króna. Auk þess yrði sú fjárfesting sem þegar hefur verið lagt í nýlega algerlega unnin fyrir gýg. Miðað við núverandi áform í ríkisfjármálum er þó erfitt að sjá þessa lausn verða að veruleika. Við slíka sameiningu myndi nýi spítalinn hafa einokunar- aðstöðu í okkar litla landi og ástand- ið gæti orðið eins og í fílabeins- turni. Menn geta séð fyrir sér eina deild í hverri sérgrein án aðhalds og viðmiðunar, líklega með langan biðlista. Er það einhver tilviljun að tilkoma einkarekinnar röntgenstofu hefur útrýmt öllum biðlistum í röntg- enþjónustu nema á einu sviði, þ.e. fyrir segulómanir, þar sem Ríkisspít- alar áttu til skamms tíma eina tæk- ið og biðlisti var til margra mánaða? Slík sjónarmið myndu að sjálfsögðu ekki koma upp í stærri löndum þar sem fjölbreytni og valkostir kaup- enda og neytenda eru meiri. Annar valkostur skýrslunnar var að sameina Borgarspítala og Land- spítala en leyfa Landakoti að starfa áfram í svipuðu formi og var. Eins og kunnugt er var þessi leið ekki farin þó svo að hún hefði hugsanlega skilað meiri sparnaði. Sameining Landakots og Borgarspítala byggð- ist á vilja stjórna beggja stofnana Steinn Jónsson og var framkvæmd þrátt fyrir sterka andstöðu starfsfólks Landakots og St. Jósefssystra. Þá var þessi ákvörðun fullkomlega meðvituð af hálfu síðustu ríkisstjórnar og hafði það m.a. að markmiði að koma á tveggja spítala kerfi í landinu. En eru fleiri leiðir færar? Þegar haft er í huga að sparnaður við sam- einingu Landakots og Borgarspítala var að langmestu leyti í því fólginn að færa sérhæfða starfsemi í eitt hús og koma þannig í veg fyrir tvöföldun dýrrar vaktþjónustu og tækjakaupa hlýtur mönnum að vera ljóst að sama grundvallaratriði gildir einnig í stærri sameiningu. Þessi sparnaður myndi þó kreíjast þess að lagt yrði í veruleg- an kostnað við að byggja upp hús- næði sem fullnægði fyrrgreindum markmiðum. Þá þyrfti sú fjárfesting að koma til á stuttum tíma (3-4 árum) svo að tilfærsla verkefna gengi greiðlega fyrir sig. Flestir sem til þekkja viðurkenna að lóð Landspítalaiis er löngú full- nýtt og frekari byggingar þar munu aldrei ná því markmiði að unnt verði að sameina spítalastarfsemina þar. Við Borgarspítalann er stór lóð, gott aðgengi umferðar miðsvæðis í Reykjavík, þyrlupallur sem er í vax- andi notkun með auknum samgöng- um og sjúkraflutningum í lofti og við spltalann er starfrækt aðal slysa- og bráðámóttaka landsins. Ætla má að ef núverandi húsnæði Borgarspít- alans yrði nýtt áfram og byggð við spítalann legudeildarálma, þjónustu- álma með skurðstofum, gjörgæslu, rannsóknastofum og röntgendeild, auk skrifstofubyggingar með að- stöðu fyrir starfsfólk, mætti ná því markmiði að hýsa alla sérhæfða spít- alastarfsemi fyrir líkamleg vanda- mál í Reykjavík undir einu þaki. Kostnaður við þessa uppbyggingu yrði allnokkrir milljarðar og vafa- laust ekki það sem fýsilegast er í viðleitni til að ná hallalausum fjár- lögum. Þá má efast um skynsemi þess að byggja upp á einum stað til að hægt sé að loka á öðrum. Með þessum orðum er ég ekki að mæla með þessari leið en hún er lík- lega fær ef stjórnvöld einsetja sér að hún skuli farin. Ég tel að áfram beri að hafa tvo spítala sem veita hvor öðrum aðhald og að ísland geti borið þann kostnað sem því fylg- ir ef skynsamlega er staðið að fjár- mögnun spítalanna og heilbrigði- skerfisins í heild. Háskólastarfsemin hefur hag af því að nýta báða spítal- ana til kennslu og hefur þegar hagn- ast af þeirri samkeppni í kennslu sem þróast hefur á síðari árum. Lækna- deiid Háskólans á að vera sá vett- vangur samvinnu og uppspretta nýrrar þekkingar sem hvetur alla til dáða. Fjármögnunarvandi sjúkrahús- anna er kreppa ríkisrekstrarins og ættu menn að forðast vanhugsaðar byltingar en snúa sér að því verk- efni að finna skynsamlega framtíð- arlausn á fjármögnun heilbrigðis- kerfisins. Höfundur er dósent í lyflækning- um og kennslustjóri við Sjúkrahús Reykjavíkur. Er eitthvað að fela? ILLA gengur að fá talsmenn Sam- bands íslenskra tryggingafélaga til að veita upplýsingar um meginfor- sendur í könnun þeirri sem þeir sendu allsheijarnefnd Alþingis í des- ember sl. Könnun þessari var ætlað að styðja fullyrðingar þeirra um þörf fyrir 30% hækkun iðgjalda í bílatryggingum ef tillögur Gunn- laugs Claessen og Gests Jónssonar um breytingar á skaðabótalögum verða lögfestar. Bjarni Guðmunds- son tryggingafræðingur teygir enn lopann um könnunina hér í blaðinu í gær án þess að veita svör við spurn- ingum um ýmsar af grundvallarfor- sendum hennar. Hér með skora ég á SÍT að svara hér í blaðinu eftirfarandi spurning- um: 1. í hversu stórum hundraðshluta skráðra líkamstjóna hjá vátrygg- ingafélögunum kemur aldrei til neinna bótagreiðslna? í svarinu verði miðað við þær aðferðir sem félögin hafa nú á því að skrá líkamstjón. í hversu stórum hluta málanna kemur aðeins til smávægilegra greiðslna (kr. 200 þúsund eða lægri fjárhæð- ar)? 2. Af hveiju er kostnaður við munatjónin í bílatryggingunum í könnun SÍT talinn vera 40% af heild- artjónakostnaði síðari hluta árs 1993 (þ.e. kostnaður við líkamstjón 60%)? Er þetta hlutfall reiknað fyrir eða eftir gildistöku skaðabótalaga? Er það miðað við raunverulegan tjóna- kostnað í líkamstjónsmálum eða Þar sem Bjarni Guð- mundsson telur svörin vera trúnaðarmál, beinir Jón Steinar Gunn- laugsson spurningum sínum til SIT. áætlaðan? Hver var samanlögð fjár- hæð munatjóna síðari hluta árs 1993 hjá þeim félögum sem athugun SÍT tók til? 3. í hve mörgum slysanna 119 frá síðari árshelmingi 1993, sem gerð hafa verið upp, voru greiddar bætur fyrir varanlega örorku eða varanlegan miska? Hversu hárri fjár- hæð nam meðaltjónið í þeim málum. 4. Voru meðal málanna 215 í könnuninni (tjón sem starfsmenn tjónadeilda töldu sér fært að skipta áætlun niður á einstaka bótaþætti) einhver mál, þar sem ekki var gert ráð fyrir varanlegri örorku eða var- anlegum miska? Sé svo, hversu mörg voru þau? Þar sem Bjarni Guðmundsson tel- ur svörin við þessum spurningum vera trúnaðarmál, sem hann megi ekki upplýsa, er spurningunum beint til SÍT. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.