Morgunblaðið - 17.01.1996, Qupperneq 25
24 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 25
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAl^KVÆMDASTJÓRL Hallgrípiur B;y.Geirssðií,
RITSTJÓRAR: Matthías Joháhnessen,
Styrmir Gunnarsson.
SÚÐAVÍK ÁRI
EFTIR FLÓÐ
EITT ÁR var í gær liðið frá því snjóflóð féll á
Súðavík rneð þeim afleiðingum að fjórtán manns
biðu bana. í kjölfar flóðsins fór fram endurmat á
snjóflóðahættu á þessum slóðum og varð niðurstaðan
sú að mörg hús voru talin á hættusvæði og því nauð-
synlegt að færa stóran hluta byggðarinnar á nýtt
bæjarstæði. Þetta var reiðarslag fyrir fámennt byggð-
arlag á harðbýlu svæði.
Þrátt, fyrir það er nú ljóst, að Súðvíkingar hafa
ekki látið bugast og eru vel á veg komnir með upp-
byggingu nýrrar Súðavíkur. Ári eftir snjóflóðið búa
290 manns í Súðavík, fjórtán færri en fyrir flóðið.
Nokkrar fjölskyldur er urðu fyrir ástvinamissi í flóð-
inu hafa flutzt á brott en aðrar fyllt í skarðið. Sextíu
íbúðir voru í bænum fyrir flóð en nú hefur verið út-
hlutað lóðum fyrir 57 íbúðir af þeim 67, sem gert
er ráð fyrir.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti á Súðavík, segir
í samtali við Morgunblaðið í gær að hún hafi alla tíð
verið viss um að byggð yrði með svipuðu sniði: „Hér
er gott og vel rekið atvinnufyrirtæki, Frosti hf., og
næg atvinna. Mannlíf er til fyrirmyndar og mjög
góður grunnskóli. Þegar þetta bætist við þær sterku
rætur sem fólk á hér á staðnum er ekki skrítið þótt
fólk vilji búa hér áfram.“
Hún nefnir einnig þá fjárhagslegu aðstoð er Súðvík-
ingar fengu í landssöfnun, frá ríkisstjórninni, sveitar-
félögum, Færeyingum og nágrönnum á Vestfjörðum.
„Við höfum fengið hjálp til að hjálpa okkur sjálf og
ég tel að það hafi riðið baggamuninn að við gátum
ráðizt í að byggja allt upp á nýtt,“ segir Sigríður
Hrönn.
Sá styrkur og sú staðfesta er Súðvíkingar hafa
sýnt við erfiðar aðstæður undanfarið ár eru aðdáunar-
verð. Nýtt og blómlegt samfélag er að rísa við Álfta-
fjörð, sem íbúar binda miklar vonir við.
SKULDASÖFNUN
RÍKISSJÓÐS
SKÝRSLA Ríkisendurskoðunar um skuldastöðu
ríkissjóðs í árslok 1994 sýnir, að það mun taka
langan tíma að grynnka á skuldunum, sem námu
rúmum 195 milljörðum króna fyrir rúmu ári og lætur
nærri að það svari til tekna ríkissjóðs í tvö ár.
Þessi skuldsetning ríkissjóðs kostaði 14,5 milljarða
króna á árinu 1994 en það svarar til þess, að 14.500
skattgreiðendur hafi mátt borga eina milljón hver í
fjármagnskostnað vegna lánanna, eða 29 þúsund
skattgreiðendur hálfa milljón hver. Þessar tölur sýna,
hversu dýrkeypt umframeyðslan er.
Hreinar skuldir ríkissjóðs jukust um 16,8 milljarða
króna á árinu; Verulegur árangur náðist þó þetta
árið miðað við það, að árið 1993 jukust skuldirnar
um 28,6 milljarða. Á fimm árum hafa skuldirnar
aukizt að raungildi um 54%, eða um 78 milljarða
króna, sem svarar til þess að ríkissjóður hafi verið
rekinn með ríflega 14 milljarða króna halla að jafnaði.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
hefur markað þá stefnu að eyða ríkissjóðshallanum
á tveimur árum. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar stóðu
þétt saman um þá stefnu við afgreiðslu fjárlaga fyrir
jól. Hallinn á samkvæmt fjárlögum 1996 að vera 3,9
milljarðar og á næsta ári verða fjárlög hallalaus. Það
verður þrautin þyngri fyrir stjórnarflokkana, en vax-
andi umsvif í efnahagslífinu auka líkur á að unnt
verði að ná settu marki. Það verður mikill áfangi við
stjórn ríkisfjármála, því síðast var ríkissjóður rekinn
hallalaus 1984.
Óhjákvæmilegt er að næsta skref verði niður-
greiðsla skulda, sem safnað hefur verið á annan ára-
tug á ábyrgð skattgreiðenda.
KERTALJÓS voru lögð á grunna húsanna þar sem fólk fórst.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Súðvíkingar minnast þeirra sem fórust í
snjóflóðunum fyrir réttu ári
Dagur mikilla
tilfinninga
Dagurínn í gær var dagur mikilla tilfínninga hjá Súðvíkingum. Ár
var liðið frá því snjóflóð féllu á byggðina, gerðu þorpið óbyggilegt í
þeirrí mynd sem það var og tóku líf fjórtán Súðvíkinga. Var þeirra
sem létust minnst með blysför um snjóflóðasvæðið og bænastund að
henni lokinni. Helgi Bjamason var í blysförinni.
DAGURINN er manni af-
skaplega þungbær,“
sagði fullorðinn Súðvík-
ingur, Garðar Sigur-
geirsson, fyrir athöfnina í gær og
var ekki einn um þessar tilfinning-
ar. Fánar í hálfa stöng voru merki
sorgarinnar víða um þorpið. Vinna
var lögð niður á meðan gangan
og athöfnin fóru fram.
Stór hópur safnaðist saman fyrir
framan kaupfélagið í leiðindaveðri,
roki sem síðar fylgdi rigning. Tölu-
vert á annað hundrað manns tók
þátt í blysförinni, þrátt fyrir veðr-
ið, eða um helmingur bæjarbúa.
Fyrir henni fóru séra Magnús Erl-
ingsson sóknarprestur, séra Baldur
Vilhelmsson prófastur, Sigríður
Hrönn Elíasdóttir oddviti og Agúst
Kr. Björnsson sveitarstjóri. Auk
Súðvíkinga voru mættir til að taka
þátt í athöfninni Einar Kr. Guðf-
innsson alþingismaður og Ólafur
Helgi Kjartansson sýslumaður,
auk nokkurra ísfirðinga og ann-
arra nágranna.
Hópurinn gekk með kyndla eftir
Aðalgötu og út á snjóflóðasvæðið.
Stoppað var við grunn þeirra sjö
húsa þar sem fólk hafði farist í
snjóflóðunum og fólk lagði þar
kertaljós til minningar um hina
látnu.
Voru það tilfinningaþrungnar
stundir þegar menn minntust vina
Morgunblaðið/Þorkell
SÉRA Magnús Erlingsson leiddi Súðvíkinga í bæn
á miðju hamfarasvæðinu.
og ættingja. Barn grét og kona
hjúfraði sig upp að manni sínum.
Minning þeirra lifir
Á auðu svæði á miðju hamfara-
svæðinu var bænastund með
sóknarprestinum. Börn úr grunn-
skólanum tendruðu 14 ljós í minn-
ingu þ’eirra sem létust og létu í
kross sem reistur var á svæðinu.
Jafn mörg blóm voru lögð við
krossinn. Séra Magnús sagði að
fólk væri saman komið til að minn-
ast ástvina: Við vitum að minning
þeirra lifir og þau munu lifa með
Guði.
Séra Baldur Vilhelmsson pró-
fastur sagði að á þessari stundu
leitaði hugurinn aftur um tólf
mánuði, til atburðanna sem vöktu
fólk af hversdagslegum doða.
Minntist hann Súðavíkur eins og
hann sá hana fyrst fyrir fjörutíu
árum og sagði að husanlega yrði
hún aldrei eins.
Djúpur harmur býr undir
Hann ræddi um uppbygginguna
en minntist þess jafnframt að und-
ir byggi djúpur harmur þeirra sem
urðu fyrir þessum voveiflegu at-
burðum. Sagði að þótt hér risi góð
og göfug borg væri það til lítils
ef hjartanu liði ekki vel. Hvatti
hann til sátta í samfélaginu. Loks
var farið með bæn.
í gærkvöldi var síðan helgistund
í Súðavíkurkirkju.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir var
ánægð með þátttökuna. Sagði eftir
bænastundina að hún hefði verið
góð, þrátt fyrir leiðinlegt veður.
Og athöfnin hefði verið látlaus og
virðuleg, eins og til var ætlast.
Gömlu húsin verða áfram andlit Súðavíkur
Eins og að gista
hjá ókunnugum
Fyrstu íbúarnir í nýrri Súðavík
Morgunblaðið/Þorkell
GARÐAR Sigurgeirsson og Ragnhildur Gísladóttir við hús sitt á
Víkurgötu 11. Eins og sjá má er gamla húsnúmerið enn uppi en
ekki hefur komist í verk að skipta um.
„ÞAÐ fer vel um okkur nema okkur
Ieiðist nýjalyktin en hún fer smátt og
smátt,“ segir Garðar Sigurgeirsson
fyrrverandi sjómaður sem hefur flutt
hús sitt frá Aðalstræti 40 að Víkur-
götu 11. Garðar og Ragnheiður Gísla-
dóttir fluttu inn fyrir jól og eru fyrstu
íbúamir í varanlegu húsi í nýrri Súða-
vík.
Andlit Súðavíkur
Lítil timburhús á steyptum kjallara
hafa einkennt Súðavík, flest eru húsin
frá því á þriðja áratug aldarinnar.
Arkitektarnir sem skipulögðu nýja
Súðavík vildu láta einhver einkenni
þorpsins halda sér og völdu þá leið að
óska eftir því að einhver af gömlu
húsunum yrðu flutt á nýja bygginga-
svæðið. Húsin verða sett upp við þjóð-
veginn, bæði innst og yst í þorpinu,
og verða þannig andlit þess hvoru
megin sem inn í það er ekið.
Fyrirhugað er að flytja 10-11 gömul
íbúðarhús og hafa þrjú þeirra þegar
verið sett á steypta kjallara við Vallar-
götu. Ágúst Kr. Bjömsson sveitar-
stjóri segir sveitarfélagið hafa haft
forgöngu um það vegna óvissunnar
sem eigendur þeirra hafí verið í gagn-
vart Ofanflóðasjóði.
Snjóflóðið úr Traðargili féll skammt
frá húsi Garðars og Ragnhildar og
skemmdist það aðeins af loftþrýstingn-
um sem fylgdi flóðinu. Hús í nágrenn-
inu eyðilögðust. Hjónin höfðu yfirgefið
húsið um nóttina að kröfu almanna-
vamanefndar. „Ég hef tvisvar þurft
að rýma húsið og alltaf farið illur og
öfugur út,“ segir Garðar. Þau segja
að þeim hafi aldrei dottið í hug að
þeirra hús væri í hættu þó oft hefði
snjóað mikið í Súðavík.
Eftir snjóflóðið segist Garðar fljótt
hafa fengið áhuga á að flytja húsið,
ekki hafi verið um annað að ræða því
aldrei væri hægt að vera í rónni á
þessum stað úr því sem komið væri.
„Ég held að maður muni kunna vel
við sig hér en við söknum gamla stað-
arins voðalega. Sérstaklega sakna ég
trjánna minna sem mér finnst hafa
mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig,“
segir Garðar. í gamla garðinum standa
falleg ilmreynitré.
„Að sofa hérna fyrstu nóttina var
eins og að gista hjá ókunnugum," seg-
ir Ragnhildur. Hún segist sakna gamla
staðarins en þar bjuggu þau í nítján
ár en segir jafnframt að sá nýi venjist
furðanlega. Nýja lóðin sé á ákaflega
fallegum stað og útsýni gott. Þau sjá
til dæmis vel yfir allt nýja byggingar-
landið og fylgjast með framkvæmdun-
um þar sem alltaf sést eitthvað nýtt
á hveijum degi.
Kraninn sligaðist
Ekki gekk þrautalaust að flytja
húsið þó leiðin sé ekki löng, aðeins
nokkur hundruð metrar úr innsta hluta
gömlu Súðavíkur í ysta hluta þeirrar
nýju. Kraninn sligaðist þegar reynt var
í fyrra skiptið en betur gekk í annarri
tilraun. Húsið er orðið 63 ára gamalt
og varð fyrir einhveiju hnjaskí við
flutninginn. Notuðu þau tækifærið til
að endurnýja allt að innan. Húsið
reyndist hins vegar traustlega byggt
enda viðirnir á sínum tíma fluttir inn
frá Noregi. Þau byggðu hærri kjallara
en var á gamla staðnum og fæst ágæt-
is aðstaða þar. Ofanflóðasjóður greiðir
kostnaðinn við flutninginn og auk þess
fengu þau milljón úr landssöfnuninni
til að koma sér fyrir. Endurnýjunin er
á þeirra eigin kostnað.
Ragnhildur segir að það sé mikið
umstang að flytja og þau séu ekki
búin að komá sér almennilega fyrir.
Hins vegar fái þau mikla aðstoð frá
fjölskyldunni og þetta bjargist allt.
Þau sjá mikið eftir garðinum við
Aðalstræti. Húsið stóð á eignarlóð og
segist Garðar ætla að girða í kringum
trén. Á nýja staðnum er einnig stór
lóð en Garðar segist ekki vita hvað
hann endist til að rækta hana upp. „Ég
held nú samt að maður reyni eftir
bestu getu að laga til í kringum sig,“
segir hann.
Bjartsýn á framtíðina
Ragnhildur og Garðar eru bjartsýn
á að byggðarlagið byggist upp að nýju
og sjá merki þess í kringum sig á
hveijum degi. Þau voru svo lánsöm
að ekkert af bömum þeirra eða barna-
börnum sem bjuggu um allt þorpið
lentu í flóðinu. En þau misstu vini og
kunningja. „Þegar svona atburðir
verða í litlu plássi er það eins og ein
heild. Það er eins og fólk sé að missa
sína nánustu," segir Ragnhildur. Og
Garðar segir að svona atburðir sitji
lengi í fólki og minnist í því sambandi
vina og kunningja sem hann missti
þegar þnr bátar frá Súðavík fórust á
árunum 1967—69.
Þau eru bjartsýn fyrir hönd Súðvík-
inga þrátt fyrir allt. Vonast þó eftir
góðum vetri því slæm veður fari illa
í fólk sem býr í gamla þorpinu. „Það
lá við að maður færi í sama farið þeg-
ar Flateyrarslysið varð. Fólk sem býr
á öruggu svæði á örugglega bágt með
að skilja hvernig svona hlutir verka á
fólk,“ segir Garðar.
Lýs milda ljós
FJÖLMENNT var við minn- Ástríður Thorarensen, og
ingarathöfn um þá sem létust fjölmargir aðrir sem vottuðu
í snjóflóðunum í Súðavík og þeim sem eiga um sárt að
Reykhólasveit í Dómkirkjunni binda hluttekningu sína. Séra
í gærkvöldi. Dagskránni var Karl Matthíasson las úr heil-
valin yfirskriftin Lýs milda agri ritningu og séra Jakob
Ijós og viðstaddir athöfnina Hjálmarsson flutti hugvekju,
voru ástvinir hinna látnu, for- Dómkirkjukórinn söng undir
seti íslands, Vigdís Finnboga- stiórn Marteins H. Friðriks-
dóttir, Ólafur Skúlason bisk- sonar, Inga Backman söng
up, Davíð Oddsson forsætis- einsöng og Guðný Guðmunds-
ráðherra og eiginkona hans, dóttir lék á fiðlu.
Morgunblaðið/Þorkell
FROSTI Gunnarsson, Björg Valdís Hansdóttir og
Elma Dögg Frostadóttir í nýja húsinu í Súðavík.
Byggja heimili í nýrri Súðavík ári eftir
að þau voru grafin úr snjónum
Líður illa í vond-
um veðrum
„VIÐ höfum það gott og höfum náð
okkur að mestu. En okkur hefur liðið
illa í vondum veðrum, finnst heyrast
svo mikið í húsinu en maður er ótrú-
lega viðkvæmur fyrir því,“ segir Frosti
Gunnarsson, starfsmaður Súðavíkur-
hrepps, í samtali við Morgunblaðið en
hann lenti í snjóflóðinu fyrir ári ásamt
konu sinni og dóttur. Frosti og kona
hans, Björg Valdís Hansdóttir, starfs-
maður rækjuvinnslu Frosta hf., voru
grafin upp úr snjónum eftir fimm
klukkutíma og dóttur þeirra, Elmu
Dögg sem nú er fímmtán ára, var
bjargað eftir fimmtán tíma bið undir
snjófarginu.
Fæti bjargað með
skurðaðgerð
Frosti og Elma Dögg voru nokkuð
kalin og þurftu að vera undir læknis-
hendi á sjúkrahúsi í Reykjavík fyrstu
vikurnar eftir slysið. Þau segjast vera
að mestu búin að ná sér. Frosti segist
fínna enn til í tánum en kalið sé smám
saman að hverfa. Elma Dögg segist
ennþá vera dofin í lærinu og segir að
það geti tekið á annað ár að verða
alheil. Gerður var mikil uppskurður á
fæti henni hennar vegna þess hvað
kalið var djúpt og með því tókst að
bjarga honum, að því er hún hefur
eftir læknum.
Þáu komu aftur vestur um miðjan
febrúar og fluttu inn í sumarbústað í
Súðavík 9. mars. Segja þau að það
hafi verið mjög gott að fá bústaðina
og telur Frosti að uppsetning þeirra
hafi ráðið úrslitum um það hve marg-
ir Súðvíkingar hafa snúið aftur heim.
Lagast þegar frá líður
Frosti segir að það virðist ætla að
taka lengri tíma en þau hefðu talið
að ná sér andlega eftir áfallið. Þeim
líði ágætlega í góðu veðri en svo hell-
ist hræðslan yfir þegar veðrið versnar.
„Ég hélt að ég væri alveg komin yfir
erfiðleikana en svo fæ ég stundum
undarlegar tilfinningar, þær koma
ósjálfrátt yfir mann þegar það er
hvasst og leiðinlegt veður. En þetta
gengur yfir og lagast þegar lengra líð-
ur frá,“ segir Björg Valdís. Þau segj-
ast þjappa sér saman í eitt rúm þegar
hræðslutilfinningin kemur yfír þau í
slæmum veðrum.
Annars segir Frosti veturinn hafi
verið svo góðan, fyrir utan vikuna í •
október, að ekki sé hægt að kvarta. .
Snjóflóð á Flateyri í október hafði 1
mikil áhrif á þá sem lentu í snjóflóðinu ’
í Súðavík. „Það var eins og spólað
væri til baka þegar þetta gerðist á
Flateyri. Það var skelfileg upplifun
fyrir flesta hér,“ segir Frosti.
Þau segja að almennt gangi fólki
vel að byggja sig upp að nýju, þótt
auðvitað sé það einstaklingsbundið.
Góður vetur það sem af er hjálpi mik-
ið til og telja þau að margir væru orðn-
ir slæmir á taugum ef veðrið hefði
verið verra. „Ég held að fólkið sé al-
mennt samhent um að byggja sig upp,
enda er það mjög mikilvægt," segir
Björg Valdís. Frosti segir að seina-
gangur stjómvalda við að ákveða regl-
ur um uppkaup á húsum hafi pirrað
fólk og seinkað fyrirætlunum þess.
Gátum ekki beðið lengur
Frosti og Björg Valdís eru að byggja
sér hús í nýrri Súðavík. Keyptu þau
sér einingahús úr timbri frá Selfossi
og vinna við innréttingar. Viðlaga-
trygging íslands bætti hús þeirra sem
eyðilagðist í snjóflóðinu en Frosti seg-
ist hafa ætlað að bíða til vors með að
hefja framkvæmdir við nýtt hús. „En
þegar við sáum að aðrir voru að byija
gátum við ekki beðið lengur og skellt-
um okkur með,“ segir Frosti. Fram-
kvæmdirnar ganga vel enda hefur veð-
ur ekki tafið byggingamenn í vetur.
Húsið kom til Súðavíkur 11. nóvember
og vonast þau til að geta flutt inn 9.
mars, réttu ári eftir að þau fluttu inn
í sumarbústaðinn sem verið hefur
heimili þeirra þetta árið.
Þau eru spennt að flytja í nýja hús- j
ið, segja að þó að það hafi verið mikil-
vægt að komast í sumarbústaðinn á
sínum tíma sé þreytandi að búa í
þrengslunum til lengdar. Og gaman
sé að taka þátt í uppbyggingu nýs
þorps frá upphafi.
„Fólk kann vel við sig hérna, enda
gott að búa í Súðavík,“ segir Frosti,
þegar leitað er eftir skýringum hans
á því hvað margir hafa snúið aftur
heim eftir náttútuhamfarirnar. Hann
segir að veðursæld sé oft mikil við
Álftafjörð, fallegt og stutt í ósnortna
náttúru. Fólk hafi trygga atvinnu þótt
hún sé einhæf. Og hann segir að manió
lífið sé gott og fólki líði almennt vel.
I