Morgunblaðið - 17.01.1996, Page 30

Morgunblaðið - 17.01.1996, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BJARNVEIG HELGADÓTTIR + Bjarnveig Helgadóttir fæddist í Reykjavík 11. janúar 1910. Hún lést í Land- spitalanum 8. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Árnason safnahúsvörður í Reykjavík, frá Mundakoti á Eyrar- hakka, og Þuríður Bjarnadóttir frá Garði á Suðurnesj- um. Systkini Bjarn- veigar voru: Jó- hannes, f. 1905, Margrét, f. 1906, Ellert, f. 1908 og Lovísa, f. 1912. Þau eru öll látin. Hinn 4. nóvember 1933 giftist Bjarn- veig Vilhjálmi Björnssyni, fyrr- verandi framkvæmdastjóra hjá H. Ben., f. 16. sept. 1907, d. 31. okt. 1992. Dóttir þeirra var Helga Þuríður, f. 17. júní 1934, d. 18. júní 1990. Eiginmaður Helgu var Reynir Eyjólfsson, f. 19. mars 1937. Dóttir þeirra er Kristín Bjarnveig, f. 12. júní > 1965. Sambýlismaður hennar er ívar Benediktsson, f. 28. des. 1965, sonur þeirra Axel Helgi, f. 25. jan. 1995. Utför Bjarnveigar fer fram í dag frá Áskirkju og hefst at- höfnin kl. 13.30. En handan við fplin og handan við áttimar og nóttina ris tum ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er fórinni heitið. (Snorri Hjartarson, Ferð). Amma mín, Bjarnveig Helgadótt- ir, var sannkölluð kjarnakona. Hún var jákvæð, full lífsorku og kær- ieika. Atorkusöm var hún og vann sín verk jafnt og þétt alla tíð. Hún var Reykjavíkurdama fram í fingur- góma, alltaf vel til höfð og háttvís. Amma var stolt af bernskuheimili sínu, Safnahúsinu, þaðan átti hún góðar minningar. Leiksvæðin voru m.a. Lindargata, Traðarkotssund, Ingólfsstræti og Arnarhóll þar sem hofsóleyjarnar gylltu tún á sumrin. Þá var líka gott leikpláss í kjallara -Safnahússins þar sem íbúð foreldra hennar var. Snemma komu handlagni og vinnusemi hennar í ljós. Ung hóf hún að skrautskrifa á fermingar- skeyti og kort. Faðir hennar gaf út skeyti og bréfspjöld, en svo köll- uðust tækifæriskort í þá daga. Á tveimur kvöldstundum lærði hún undirstöðuatriði skrautskriftar og fékk forskriftir með sér heim og þar með lagði hún sjálf grunn- inn að aukastarfi sínu næstu 50 - 60 árin, eða þar til hún varð 78 ára gömul og sjónin tók að daprast. Aðalstarf hennar var húsmóðurstarfið. Hún naut sín vel í því og elskaði að undirbúa og halda gestaboð af öllum stærðum og gerðum. En það var ekki aðeins staðið í matargerð og bakstri. Hún saumaði heil ósköp á sjálfa sig, fjölskyldu sína og vini og var einstaklega hugmyndarík og út- sjónarsöm í þeim efnum. Um fimm- tugt lærði hún postulínsmálun og sextug lagði hún bókband fyrir sig. Þá má ekki gleyma garðræktinni á Selvogsgrunni. Niðursetning haust- og vorlauka, ræktun jarðávaxta og uppeldi sumarblóma í herberginu hennar mömmu voru á meðal uppá- haldsverka hennar. Hún gerði það ekki endasleppt 85 ára gömul, er hún fluttist inn í þjónustuíbúð við Dalbraut. Þá lærði hún körfugerð og náði að gera marga fallega muni á því tæpa ári sem hún dvald- ist þar. Amma naut þess að vera í faðmi fjölskyldu sinnar og var manna duglegust að treysta fjölskyldu- böndin með heimboðum. Á meðan börnin voru ung dvöldust þær syst- ur oft í sumarbústað íjölskyldunnar á Helgastöðum í Mosfellssveit. Hún skemmti sér og öðrum oft með sög- um af suinarbústaðalífinu. Ein af uppáhaldssögunum var á þá leið að dag einn á stríðsárunum voru þær systur að rogast með vistir frá Álafossi upp í bústað og krakkarnir voru í eftirdragi. Bar þá að her- mann sem bauðst til að aðstoða þær. Þær þáðu hjálpina með þökk- um en af sinni alkunnu kurteisi bauðst amma til að axla byssu hans í staðinn og leyfðist henni það. Þar með hafði hún afvopnað hermann á augnabliki. Að fara í siglingu var hennar líf og yndi og þau afi ferðuðust saman víða um lönd og amma saumaði á sig morgun- og síðdegisklæðnað af áhuga fyrir margar ferðirnar. Hún naut þess að dveljast í hlýju lofts- lagi og kynnast nýrri menningu og nýju fólki. Sundlaugarnar í Laugar- dal voru uppbót á utanlandsferðir og eftir sundsprett fór hún gjarnan í heitu kerlaugarnar eða í gufubað. í laugunum kynntist hún góðum konum og þær stofnuðu með sér félagsskap sem haldist hefur I a.m.k 15 ár. Amma var langelst vinkvenn- + Útför föður míns, AXELS ÓLAFSSONAR klæðskerameistara, (G. Bjarnason og Fjeldsted), fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 17. janúar, kl. 13.30. Ragnar Ólafur Axelsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við and- lát og útför GUÐRÚNAR INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Ljósheimum 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-4, Borgarspítala. Sigríður Sólrún Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Margrét Sigurðardóttir, Þröstur Hlöðversson, Rakel Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR anna en það kom ekki að sök, fé- lagsskapurinn hélst þótt hún hætti að geta stundað laugarnar fyrir allmörgum árum. Amma Bjarnveig hélt reisn sinni fram á síðasta dag og náði að kveðja langömmubarnið sitt síðdegis mánudaginn 8. janúar. Um kvöldið sofnaði hún vært og kvaddi þennan heim með friði. Ég vil koma á fram- færi kæru þakklæti til alls starfs- fólksins í þjónustuíbúðunum við Dalbraut 27, aðstoð og ósérhlífni þess var ömmu og mér ómetanleg. Guð blessi þig, amma mín, og þakka þér fyrir allt og allt. Kristín Bjarnveig. Bjarnveig Helgadóttir verður jarðsungin í dag frá Áskirkju. Hún lést 8. janúar, þremur dögum fyrir 86 ára afmæli sitt. Bjarnveig eða Veiga, eins og við kölluðum hana oftast, var gift Vil- hjálmi Björnssyni, framkvæmda- stjóra H.Ben. hf., er lést 31. októ- ber 1992, en þeim hjónum tengdust við sterkum og ljúfum vináttubönd- um fyrir um fimmtíu árum. Við áttum ætíð góð og skemmti- leg samskipti hver á annarra heimil- um og á ferðalögum innalands sem utan. Þau hjónin voru alltaf hinir ljúfustu ferðafélagar, létt í lund og fús að leita nýrra pevintýra. Þær minningar sem við eigum um sam- ferð okkar eru okkur mjög kærar. Veiga fylgdist grannt með okkur og gladdist jafnt og við er börnum okkar farnaðist vel og syrgði með okkur þegar á móti blés. Þannig var hún í hjarta sínu, einlæg og elskuleg. Það varð henni og Vilhjálmi mik- ið áfall þegar þau misstu einkadótt- ur sína, Helgu, lyfsala, 18. júní 1990. Eftirlifandi eiginmaður Helgu er Reynir Eyjólfsson lic. pharm. og eignuðust þau eina dótt- ur, Kristínu Bjarnveigu, sjúkra- þjálfara. Þau feðgin, Kristín Bjam- veig og Reynir, hafa reynst Veigu sérlega vel og má það einstakt heita hversu hjálpsöm Kristín Bjarnveig hefur verið ömmu sinni. Kunni Veiga vel að meta það og var henni afar þakklát. Kristín Bjarnveig er sjálf nýstaðin upp frá barnsburði en lét það ekki aftra sér frá að aðstoða ömmu sína á allan hátt og naut til þess aðstoðar manns síns, ívars Benediktssonar. Sannarlega var mikil gleði ríkjandi í huga Veigu þegar litli langömmudrengurinn fæddist. En Veiga naut aðstoðar og for- sjár fleiri en barnabarnsins og má þar m.a. telja frænkur hennar Elínu og Þuríði, sem ætíð voru fúsar til að veita henni aðstoð í stóm sem, smáu og reyndi þá ekki hvað minnst á er Veiga flutti frá Selvogsgrunni að dvalarheimilinu við Dalbraut þar sem hún naut aðhlynningar og góðs aðbúnaðar skammt frá fyrri heim- kynnum Veigu var margt til lista lagt. Hún var mjög listfeng og málaði fagurlega á postulín, bæði matar- og kaffistell, svo nokkuð sé nefnt. Skrautritun hennar á bækur og skjöl var sérlega vel gerð enda var hún eftirsóttur skrautritari. Vil- hjálmur maður hennar átti gott safn bóka og hún handbatt mikið af því. Þannig mætti lengi telja en verður ekki tíundað hér frekar. Hæst og best í hugum okkar stendur minningin um þessa hug- ljúfu konu sem öllum vildi vel, var sátt við lífið og þakklát uns yfír Sérfræðingar í blóinaskreyiingum við öll iirkilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastraetis, sími 19090 lauk. Ástvinum hennar vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning Bjarnveigar Helgadóttur. Þorgerður og Hilmar. Hinn 8. janúar sl. lést Bjarnveig Helgadóttir, þremur dögum fyrir 86. afmælisdag sinn. Bjarnveig hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða, sem oft vill verða fylginautur hárrar elli. Sjónin dapraðist, svo og heyrnin og hjartað ekki sterkt, en hugsun öll vel skýr og minni ótrú- legt. Bjarnveig lést í svefni á Landspít- alanum, án efa vel undirbúin og þakklát hvíldinni. Ég sá Bjarnveigu fyrst fyrir rúmri hálfri öld. Það var í Austurbæjarskólanum, þar sem ég var skólabarn, hún var að fylgja Helgu dóttur sinni sem var að hefja þar nám. Ég viðurkenni, að ég tók í raun betur eftir móðurinni, en dótturinni, þótt þessi rauðhærði hrokkinkollur væri væntanlegur bekkjarfélagi minn. Ástæðan var sú, að þarna fór óvenjuleg glæsi- kona, hárið „uppsett“, skórnir há- hælaðir, andlitið vel og snyrtilega málað og rauðlakkaðar neglur. Minnti hún ekki á neitt minna en Hollywoodstjörnu, en það voru æðstu fyrirmyndir stúlkna á öllum aldri á þeim árum. Ekki tókst þó öllum sem skyldi að líkjast stjörnun- um goðum líku, og olli því m.a. vöruskortur og kannski nokkurt reynsluleysi. Bjarnveigu tókst þó að ná þessum áfanga með útsjónar- semi og smekkvísi. Helga átti fljótlega eftir að verða ein af mínum bestu vinkonum og var ég því heimagangur á heimili fjölskyldunnar, fyrst á Njálsgötu 10, síðan Hagamel 17 og loks Sel- vogsgrunni 31 og tengdist ég henni órjúfandi böndum. Fjölskyldan var ekki stór. Helga var einkabarn for- eldra sinna, Bjarnveigar og Vil- hjálms Bjömssonar framkvæmda- stjóra hjá Hallgrími Benediktssyni & co. Frá upphafi var ljóst, að þær mæðgur voru ekki einungis mæðg- ur, heldur vinkonur og félagar og varð Bjarnveig félagi okkar vin- kvenna Helgu, þegar frá upphafi. Bjarnveig var skemmtileg, skraf- hreifin, létt í lund og áhugasöm um málefni okkar æskulýðsins. Óneit- anlega höfðum við vinkonur jafn- framt matarást á Bjarnveigu, veit- ingar bar hún fram af mikilli.rausn, naut þess að gera vel við okkur og gæða okkur á eftirlætisbakkelsinu, kunnum við vel að meta. Bjarnveig var listfeng, saumaði út, ennfremur fatnað, ekki síst á Helgu dóttur sína, hún málaði post- ulín og er m.a. til 12 muna matar- og kaffistell sem hún málaði ís- lenskum jurtum. Hún batt inn bæk- ur af mikilli list og má sjá raðir sígildra verka og fagurbókmennta í bókahillum fjölskyldunnar, listi- lega innbundnar af Bjarnveigu. Hún var mikil ræktunarkona, blómskrúð mikið allt um kring bæði innan húss og utan. Nafn hennar mun þó sérstaklega tengjast einni list- grein, sem ekki er mjög útbreidd. Hún var afburða skrautritari og tók að sér að skrautrita fyrir fólk. Naut ég margsinnis þessara hæfileika hennar, þegar vel þurfti að vanda vegna gjafa eða annars. Sinnti hún þessari list sinni fram á efri ár, eða þar til sjónin fór að daprast um of. Mun víða að finna skrautrit eftir Bjarnveigu, bæði á bókum, skjölum, myndum o.fl. Þessi litla fjölskykla var samhent og náin, en stundum bættust við fjörugar frænkur, ein er einkum minnisstæð, Lovísa systir Bjarn- veigar, fjörkálfur mikill, fangaði okkur vinkonurnar með ýmiss kon- ar frásögnum og skemmtilegum sögum. Húsbóndinn Vilhjálmur traustur og hægur, húsfreyjan Bjarnveig létt og kát og dóttirin, að sjálfsögðu augasteinn og stolt foreldranna, Helga var í raun sér- stök; hún var afburða greind, vönd- uð, heiðarleg og vel skapi farin. Það geta allir borið um sem hana þekktu. Hún var einstakur náms- maður og lét sig ekki muna um að ljúka stúdentsprófi, bæði úr mála- deild og stærðfræðideild, frá Menntaskólanum í Reykjavík. Helga lærði síðan lyfjafræði og lauk námi frá Háskólanum í Kaup- mannahöfn. Hún var því búsett um árabil í Kaupmannahöfn, en foreldr- ar hennar heimsóttu hana oft og eins kom hún heim I fríum, sam- bandið var því náið bæði við fjöl- skyldu og vini þótt fjarskiptatæknin væri ekki eins fullkomin og nú er. í Kaupmannahöfn kynntist Helga ungum lyfjafræðinema, Reyni Eyj- ólfssyni, sem síðar varð eiginmaður hennar og eignuðust þau dótturina Kristínu Bjarnveigu. Á þessum árum, og það þótt Helga væri fjarverandi, kallaði Bjarnveig okkur bemskuvinkonur Helgu gjarnan saman á heimili sínu og stundum með börnin okkar. Það sýnir að umhyggja hennar einskorð- aðist ekki aðeins við Helgu heldur lét hún sér annt um vini hennar, enda þeir hluti af því samfélagi sem Helga lifði í, það gerði Bjarnveig sér vel ljóst. Þau Helga og Reynir ásamt dótt- urinni Kristínu Bjarnveigu fluttu síðar aftur til íslands. Allt gekk sem best varð á kosið, þau byggðu heim- ili sitt í Mosfellsbæ, fengu starf sem hæfði menntun þeirra og hæfileik- um og stofnaði Helga síðar Mos- fellsapótek, fyrsta apótek í þeim bæ. Én ský dró fyrir sólu, þegar Helga greindist með krabbamein árið 1986. Full af lífsþrótti og bjart- sýni sagði Helga þessum vágesti stríð á hendur studd af eigin- manni, dóttur, foreldrum, og ekki síst móður, en varð að lúta í lægra haldi fjórum árum síðar. Hún lést daginn eftir 56 ára afmælisdaginn sinn, 18. júní 1990. Æðruleysi Bjamveigar, bjartsýni og þolgæði þessi ár var aðdáunarvert. Þarna var reitt hátt til höggs og þarf ekki að hafa mörg orð um þá þungbæru lífsreynslu að missa einkabam sitt, vin og félaga. Ég gleymi ekki þeirri ró og yfirvegun sem Bjamveig sýndi, þegar hún til- kynnti mér lát Helgu örfáum klukku- stundum eftir að hún skildi við. Oft er lögð líkn með þraut. Krist- ín Bjarnveig var sá sólargeisli sem lýsti upp tilveru Bjarnveigar og Yilhjálms og hefur hún verið þeim sá gleðigjafi sem Helga var þeim áður, enda myndarleg stúlka og vel gerð svo sem hún á ættir til. Krist- ín Bjarnveig er sjúkraþjálfari að menntun og starfar við Reykjalund. Enn birti yfir þegar Kristín hóf sambúð með ívari Benediktssyni blaðamanni og þau eignuðust son- inn Axel Helga, sem nú er tæplega eins árs. Bjarnveig lifði þessa ánægjulegu atburði, og naut þeirra í ríkum mæli. En þrátt fyrir þung áföll og þverrandi heilsu áttu þau Vilhjálm- ur góða daga síðasta áfangann, enda andlega vel á sig komin og lífsviðhorf jákvætt. Kristín Bjarn- veig var þeirra stoð og sytta og átti sinn þátt í því, að þau gátu verið heima svo lengi sem raun bar vitni. Þau Bjarnveig og Vilhjálmur höfðu komið sér upp glæsilegu heimili á Selvogsgrunni 31 hér í borg og er okkur vinkonunum minn- isstætt, þegar þau sjálf voru að vinna við byggingu þess. Vilhjálmur lést árið 1992 og höfðu þau þá búið á Selvogsgrunni í u.þ.b. 40 ár og bjó Bjarnveig þar ein eftir lát Vilhjálms, þar til hún fluttist í þjón- ustuíbúð við Dalbraut á síðastliðnu ári, þar sem hún naut umhyggju og öryggis. Nú er komið að leiðar- lokum og er mér kært að minnast Bjarnveigar sem ég kynntist og þekkti, fyrst og fremst sem móður góðrar vinkonu, því er þetta aðeins lítið brot af sögu Bjarnveigar. Við æskuvinkonur Helgu, sem haldið höfum hópinn síðan 1948, Gíslrún Sigurbjörnsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Helga Steffensen og Guðrún Þorbergsdóttir, vottum Bjarnveigu virðingu okkar og biðj- um henni blessunar. Einlægar samúðarkveðjur send- um við Kristínu Bjarnveigu og fjöl- skyldu hennar, og tengdasyninum Reyni. Bergljót Líndal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.