Morgunblaðið - 17.01.1996, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
DJin/\( Y^ll\IC^AR
Söngfólk
Kór Árbæjarkirkju óskar eftir áhugasömu
söngfólki.
Upplýsingar hjá Sigrúnu Steingrímsdóttur,
kórstjóra, í síma 552 8404.
Framreiðslunemi
óskast til starfa sem fyrst.
Upplýsingar hjá veitingastjórum kl. 15 næstu
daga.
HA6KAUP
Skeifunni
óskar eftir að ráða:
Sölumann í herradeild. Starfið er heilsdags-
starf. Viðkomandi verður að geta hafið störf .
fljótlega. í boði er gott vinnuumhverfi og
spennandi starf, þar sem viðkomandi mun
hafa nokkuð frjálsar hendur um mótun síns
starfssviðs.
Eingöngu er um framtíðarstarf að ræða.
Æskilegur aldur umsækjenda er 25 til 40 ára.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Hagkaups, Skeifunni 15, og er umsóknar-
frestur til 22. janúar nk.
(*) (§)
BRIDSSKÓUNN
Námskeið fyrir byrjendur og lengra
komna hefjast eftir helgina.
Nánari upplýsingar og innritun í
síma 564 4247 milli kl. 14 og 18 virka
daga.
BJÖRGUNARSKÓLI Mg
landsbjörc Landsbjargar og Slysavarnafélags tslands V|Io
-- Stangarhyl I, Póathólí 10075. 130 Reykjavík. aími 587 4044. aímbróf 587 4010 '*-**i^3*-J
Námskeið í notkun
GPS staðsetningartækja
Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarna-
félags íslands stendur fyrir námskeiði fyrir
almenning um notkun GPS staðsetningar-
tækja laugardaginn 20. janúar kl. 10.00.
Kennari verður Pálmi Hlöðversson.
Námskeiðið verður haldið í Gróubúð, húsi
björgunarsveitarinnar Ingólfs, Grandavegi 1,
Reykjavík, og er námskeiðið öllum opið, en
gengið er út frá því, að þátttakendur kunni
töluvert fyrir sér í notkun áttavita og landa-
korta og kemur námskeið ekki til með að
nýtast öðrum.
Þátttökugjald er kr. 1.800 og er hámarks-
fjöldi 15 þátttakendur. Væntanlegir þátttak-
endur þurfa að skrá sig í síma 587 4044 í
síðasta lagi föstudaginn 19. janúar.
Fundurinn er liður í fræðsluherferð um for-
varnir í ferðamennsku, sem Björgunarskólinn
stendur fyrir, og munu slíkir fræðslufundir
verða haldnir um land allt.
JdagsbrunI
Verkamannafélagið
DAGSBRÚN
Dagsbrúnarfélagar
Miðvikudaginn 17. janúar kl. 17.00 verður
kjörskrá Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
lo.kað. Á kjörskrá eru allir þeir, sem á félaga-
skrá voru árið 1995 og skuldlausir við félagið;
allir, sem hætt hafa vinnu fyrir aldurssakir
og skuldlausir voru við félagið, og öryrkjar,
sem voru á félagaskrá þegar þeir hættu vinnu.
Kjörstjórn
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjörður
Orðsending
til hafnfirskra ellilífeyris- og örorku-
þega í Hafnarfirði
Fasteignaskattur verður eins og undanfarin
ár lækkaður eða felldur niður af íbúðum elli-
lífeyris- og örorkuþega í Hafnarfirði, séu
þeir innan þeirra tekjumarka sem bæjar-
stjórn hefur sett.
Tekjuviðmiðunin er:
a) Einstaklingar:
Brúttótekjur 1995 allt að 742.000 100%
niðurfelling.
Brúttótekjur 1995 allt að 886.000 70%
niðurfelling.
Brúttótekjur 1995 allt að 1.136.000 30%
niðurfelling.
b) Hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
Brúttótekjur 1995 allt að 1.162.000 100%
niðurfelling.
Brúttótekjur 1995 allt að 1.389.000 70%
niðurfelling.
Brúttótekjur 1995 allt að 1.574.000 30%
niðurfelling.
Skila þarf staðfestu endurriti af skattskýrslu
á bæjarskrifstofurnar, Strandgötu 6.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Styrkir Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs til
námskeiðahalds
fyrir atvinnulausa
Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins
auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki
til námskeiðahalds fyrir atvinnulausa til
skerðingar á biðtíma að afloknu bótatíma-
bili, sbr. reglur um úthlutun styrkja úr At-
vinnuleysistryggingasjóði til endurmenntun-
ar- og starfsþjálfunarnámskeiða fyrir
atvinnulausa frá 28. desember 1995.
Þau námskeið eru styrkhæf, sem skipulögð
eru með þarfir atvinnulausra í huga, annað
hvort atvinnulausra almennt eða ákveðinna
hópa þeirra og hafa að markmiði að auð-
velda atvinnulausum að fá vinnu.
Miðað er við að styrkir séu veittir vegna
námskeiða á tímabilinu 1. febrúar til 1. ágúst
1996.
Umsóknum skal skilað til starfsmennaráðs á
Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytis-
ins á Suðurlandsbraut 24, fyrir 25. janúar
1996.
Féiagsmáiaráðuneytið,
15. janúar 1996.
Er þögnin árangursrík?
Mannréttindi launþega eru forsenda kjara
þeirra. Bókin Skýrsla um samfélag upplýsir
um leyndarbréf Hæstaréttar sem fella uppi-
stöður réttarríkisins. Hvers vegna þegja verk-
lýðsleiðtogar með valdamönnum? Útg.
Kaupi gamla muni
s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir,
málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar,
Ijósakrónur, bollastell, gömul póstkort,
íslensk spil og húsgögn, stór og smá.
Upplýsingar í síma 567 1989.
Geymið auglýsinguna.
Aðalfundur
Skotfélags Reykjavíkur verður haldinn í fund-
arsal ÍBR á 2. hæð íþróttamiðstöðvarinnar
í Laugardal fimmtudaginn 25. janúar 1996
kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Þorrablót
Þorrablót brottfluttra Patreksfirðinga og
Rauðsendinga verður haldið í Húsi iðnaðar-
ins, Hallveigarstíg 1, Gullhömrum, föstudag-
inn 26. janúar kl. 20. Miðar seldir á sama
stað fimmtudaginn 18. janúar milli kl. 17 og
19 og laugardaginn 20. janúar milli kl. 14
og 16. Allir Patreksfirðingar, Rauðsendingar
og aðrir Barðstrendingar velkomnir.
Fjölmennum og styrkjum átthagaböndin.
Aldís, sími 426 8010, Edda Thorl., sími
553 2482, Bryndís, sími 557 4773.
ouglýsingar
□ HELGAFELL 5996011719
IVA/ 2 Frl.
□ GLITNIR 5996011719 III 1
I.O.O.F. 9 = 17711778'/2 = E.I.*
I.O.O.F. 7 = 1770117872 = E.l.
Hörgshh'ð 12
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
FERÐAFELAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Miðvikud. 17. janúar ki. 20.30:
Myndakvöld
Ferðafélagsins
í Fjörðum, Flateyjardal-
ur, Austfirðir o.fl.
Fyrsta myndakvöld ársins í
Mörkinni 6 (stóra sal) er I kvöld
miðvikudagskvöldiö 17. janúar
kl. 20.30. Þetta verður fjölbreytt
og skemmtíleg myndasýning úr
sumarleyfisferðum Ferðafélags-
ins síðastliðið ár, m.a. um eyöi-
byggðir norðanlands og austan.
Fyrir hlé sýnir og segir Valgarður
Egilsson frá ferð um Látra-
strönd, Fjörður og Flateyjardal.
Eftir hlé sýnir Kristján M. Bald-
ursson frá Austfjarðaferð (frá
Borgarfirði eystra, Húsavík og
Loðmundarfirði til Seyðisfjarð-
ar). Þetta eru um margt sérstök
og spennandi svæði til ferðalaga
sem eiga eftir að njóta mikilla
vinsælda ( framtiðinni. Ferðir
pangað verða á ferðaáætlun
næsta sumars.
Allir eru velkomnir, félagar sem
aðrir. Verð 500 kr. (kaffi og með-
læti innifalið).
Laugard. 20. janúar kl. 20.00:
Þorraganga/þorrablót
í Perlunni
Mæting við Mörkina 6 og gengið
um Fossvogsdal upp í Öskuhlíð
(yfir nýju göngubrúna). Áning
(hressing) í Skógræktinni. ( Perl-
unni fræðir Árni Björnsson um
þorrann og síðan verður boðið
upp á þorramat á 4. hæð Perl-
unnar. Verð aðeins 1.800 kr.
Pantanir á skrifstofu Ferða-
félagsins í Mörkinni 6, sími
568 2533 og í Perlunni.
Allir velkomnir.
Ferðafélag (slands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Lofgjörð, bæn og biblíulestur
■ kvöld kl. 20.00.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
ÉSAMBAND ÍSLENZKRA
' KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30
í Kristniboðssalnum. Ræðumað-
ur: Benedikt Arnkelsson.
Allir velkomnir.