Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 33

Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 33 MIIMWIMGAR SIGURLAUG KRISTINSDÓTTIR + Sigurlaug Kristinsdóttir fæddist í Garðaholti í Hóla- hreppi í Skagafirði 22. júlí 1921. Hún lést á heimili sínu á Akur- eyri 3. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvíta- sunnukirkjunni við Skarðshlíð á Akureyri 12. janúar. ELSKULEG vinkona mín, Sigurlaug Kristinsdóttir, er látin eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Það var gott að hún gat verið heima síðustu vikumar, umvafín kærleika og umhyggju ást- vina sinna. Það var lán að Auður systir hennar gat annast heimilið þennan tíma og Asgrímur eiginmaður Sigurlaugar var aldrei langt undan. Mér er sagt að hjúkrunarkonurn- ar, sem komu daglega til hennar, hafi sýnt mikla nærgætni og alúð í umönnun hennar. Þegar hringt var til mín og mér sagt lát hennar, þá var stutt í tárin, þau fengu að renna óhindrað niður vanga mína. Ég átti þó að vera viðbú- in þessari fregn, vissi að hveiju stefndi. En við ráðum sjaldnast tíma okkar á þessari jörð. Hún Lauga var tilbúin, hún hafði falið líf sitt í hendur Drottni sínum og Frelsara, þegar hún var ung stúlka og allar götur síðan. Þar var hún örugg. Hún átti gleðina í Guði og friðinn, sem hann einn getur gefið. Hún átti líka meðaumkun með öllum sem áttu bágt, hvort sem það voru börn eða þeir sem urðu undir í lífsbaráttunni. Kraftar hennar og geta leyfðu ekki alltaf að framkvæma allt það sem hana langaði til að gera. Þegar ég horfi í huga mínum marga áratugi aftur í tímann, þá sé ég tvær ungar konur, þær eiga heima í sama húsi á Akureyri, Uppsölum við Brekkugötu. Við höfðum kynnst dálítið áður og fór strax vel á með okkur. Þau hjón áttu eina litla fóstur- dóttur og eignuðust þarna einkason- inn Kristin. Þau bjuggu í norðurenda hússins en ég og fjölskylda mín bjuggum á sömu hæð í suðurenda + Jón Ágúst Jónsson fæddist að Hrauni í Öxnadal 6. nóv- ember árið 1900. Hann lést 20. desember síðastliðinn á öldrun- ardeild Borgarspítalans eftir stutta en erfiða legu. Eftirlifandi eiginkona hans er Hallfríður Stefanía Axelsdóttir, fædd 26. júlí 1913. Börn þeirra eru Ólaf- ur, Matthildur og Friðfinnur en fyrir átti Stefanía Reyni Heiðdal. Utför Jóns Ágústs fór frám 29. desember frá Kópavogs- kirkju. ER ÉG lít nú um farinn veg er margt sem kemur upp í hugann og allt af því góða, því Ágúst eða Gústi, eins og hann var yfirleitt kallaður, var mannkosta maður, rólegur, hæglát- ur, nægjusamur og með afbrigðum hússins. Okkar megin var stór barna- hópur, en allt blessaðist þetta. Sum bama minna muna enn um- hyggju hennar sem lýsir sér vel í at- viki sem yngsta dóttir mín hafði skrif- að í vetur í bréfi til hennar. Þar minnir hún Laugu á, að eitt sinn þgear þau bömin vom að leika sér úti í snjón- um, hafi Lauga komið með ullarsokka og klætt hana í, utanyfir skóna, en þá kölluðust þeir snjósokkar. Sigurlaug var söngelsk og spilaði á gítar. Oft sungum við saman, einn- ig við störfin okkar á heimilunum og í kirkjunni okkar á sunnudögum, þá voru fleiri með. Veggurinn á milli eldhúsanna okkar var ekki þykkari en svo, að við sungum sama lagið og versin, sitt hvomm megin við vegginn við vinnu okkar, jafnvel tví- raddað. Það var gott að koma við hjá Laugu og Ása í Norðurgötu 32 þeg- ar ég var stödd á Akureyri. Þau vom mjög gestrisin, enda lögðu margir leið sína þangað. Þau tóku vel á móti öllum sem komu. Ég og öll fjölskylaa mín sendum innilegar samúðarkveðjur til Ásgríms og allra í fjölskyldunni. Guð blessi ykkur öll og styrki í söknuðinum eftir yndislega og væna konu. Guðbjörg Guðjónsdóttir. Ég kynntist henni Sigurlaugu er ég var 12 ára. Það var á frídegi verslunarmanna. Hún skaut yfir fjöl- skyldu mína skjólshúsi og sýndi okk- ur mikla gestrisni. Á heirnili hennar stóð hljóðfæri og einn settist við það og hóf að leika „Heims um ból“ af því að hann hafði nýlega lært það lag. Ein er sat með okkur í stofunni gerði athugasemd og sagði: „eru bara komin jól?“ (svona í byrjun ágúst)? Hún fékk svarið: „Hjá frels- uðum manni eru alltaf jól“! Þessi fullyrðing hefur fylgt mér æ síðan og oft spyr ég mig að því hvort hún standist. Sigurlaug sem við kveðjum í dag hefur ekki endilega lifað hvern dag bamgóður. Leiðir okkar lágu saman þegar ég kynntist dóttur hans Matt- hildi og við hófum okkar búskap árið 1962 og byggðum okkar heimili að Hlaðbrekku í Kópavogi, en tveim- ur árum seinna fluttu þau Ágúst og Stefanía suður og keyptu hús við sömu götu. Þau höfðu brugðið búi og selt jörð sína Bás í Hörgárdal, þar sem þau höfðu búið á þriðja ára- tug. Þannig að við höfðum búið í nábýli alllengi og voru börn okkar Matthildar mjög hænd að afa sínum og ömmu, og oft kom hann Ágúst yfir götuna til að fylgjast með hvern- ig gekk á ýmsum sviðum bæði í lærdómi barnanna og í hversdagslíf- inu. Ágúst og Stefanía voru mjög dug- leg og samhent að rækta og gróður- setja í garðinum sínum í Kópavogin- sem jól en margar stundirnar átti hún góðar. Hún var í áratugi helsti sunnudagaskólakennari á Siglufirði þó svo að fáir Siglfirðingar hafi viij- að styðja starfið í Zíon. Eitt atvik stendur mér fyrir hugskotssjónum sem dæmisaga upp á líf Sigurlaugar. Árið var 1974 og íslendingar fögn- uðu 1100 ára afmælis íslandsbyggð- ar, ákváðu hvítasunnumenn að hafa landsmót sitt í Vopnafirði. Hjónin frá Siglufirði, Ásgrímur og Sigurlaug, mættu á staðinn á ljósgrænni VW- bjöllu. Hún leit mjög vel út og allt virtist í stakasta lagi. Eftir vikudvöl í Vopnafirði ætluðu þau að gera sér dagamun og keyra hringveginn, hann var þá nýlega .frágenginn. Er þau voru komin upp í Austari fjall- garð við Möðrudal gafst vélin í bíln- um upp og þau strandaglópar. Þá var hringt til Vopnafjarðar og þau báðu vini sína að hjálpa sér. Umyrða- laust var lagt af stað. Er í Möðrudal var komið settum við band milli bíla og fór Siguriaug í þann fremri en eiginmaðurinn þurfti að sitja undir stýri í sínum. Af því veður var bæði þurrt og sólríkt þá lék rykið um aft- ari bílinn þessa 70 km á fjallveginum og niður í þorpið. Sigurlaug sneri sér oft við og hafði orð á því hvað eiginmaðurinn þurfti að sitja í miklu rykkófi og óþægind- um meðan hún fékk að vera í bílnum þar sem hreina loftið lék um. En einmitt þannig sé ég myndina í lífí þeirra hjóna að þau þurftu að sitja í ryki mannlífsins meðan þau sjálf gáfu tíma sinn til að boða Jesú Krist á þeim stað þar sem vantrú og höfn- un lék um gerði og engi. Þó svo að margur hafi leitað aðstoðar þeirra er skuggar lífsins féllu á þá fengu þau þó ekki endilega þann sóma og stuðning sem þeim bar. Oftar en ekki fá boðberar Jesú Krists rykið af göngunni en hvorki svaladrykkinn né fótaþvottinn. Samt héldu þau áfram og gáfu ekkert eftir því að enginn er frelsari mannanna nema Jesús Kristur. Nú situr Sigurlaug á himnum í hreinleika og friði. Þar nýtur hún hvíldarinnar sem þeir fá er ’deyja í Drottni, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim. (Op. 14: 13) Snorri í Betel. um og eyddu þau ófáum stundum í garðrækt þau 29 ár sem þau bjuggu þar. Árið 1991 fór Stefanía hinsveg- ar á hjúkrunarheimilið í Sunnuhlíð en Ágúst fór ári seinna á sambýli aldraðra við Skjólbraut í Kópavogi þar sem hann dvaldi þar til hann veiktist í nóvember sl. Ég vil þakka þér, Ágúst, allar samverustundirnar og fyrir það sem þú varst okkur öllum. Megir þú hvíla í friði og minningin um þig ætíð lifa með okkur. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu hún brosir 811, I bláma sé ég lífsins fjöll. Ef gleðibros er gefíð mér, sú gjöf er, Drottinn, öll frá þér, og verði’ af sorgum vot mín kinn, ég veit að þú ert faðir minn. (Einar H. Kvaran) Eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu sendi ég samúðarkveðjur. Jakob Matthíasson. JÓNÁGÚST JÓNSSON Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson FRÁ KEPPNI hjá bridsfélaginu Munin í Sandgerði. Þorvaldur Finnsson og Sigurður Daviðsson spila gegn Pétri Steinþórssyni og Þresti Þorlákssyni. Talið frá vinstri: Þorvaldur, Pétur, Sigurð- ur og Þröstur. Síðasta spilakvöld Munins í Samkomuhúsinu er í kvöld en félagið flytur í nýtt félagsheimili hestamanna og brids- félaganna um helgina. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Úrslit í úrtökumóti BSA 1996 ÚRTÖKUMÓT Bridssambands Austurlands fyrir undankeppni ís- landsmótsins í sveitakeppni var haldið á Hótel Höfn, Hornafirði, 12. og 13. janúar sl. Til leiks mættu 15 sveitir víðs vegar að af Austurlandi. Áfram komust 5 efstu sveitirnar, en þær voru: SveitAðalsteinsJónssonar 301 MeðaltalstigaQöldi í leik 20,06 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson ^HHSHNBEX* Alinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda sýningarklefa o.mfl. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Böðvar Þórisson - Þorbergur Hauksson Ásgeir Metúsalemsson - Kristján Kristjánsson SveitKHB 275 Guðmundur Pálsson - Þorvaldur P. Hjarðar Sveinn Heijólfsson - Þorsteinn Bergsson Sveit Lifeyrissjóðs Austurlands 255 Heimir Ásgeirsson - Víglundur Gunnarsson Jóhanna Gísladóttir - Vigfús Vigfússon Jóna A. Kjartansdóttir - Svavar Bjömsson Sveit Landsbanka Egilsstaða 252 Ámi Guðmundsson - Ólafur Þór Jóhannsson Bjami Einarsson - Þórarinn V. Sigurðsson Sveit Landsbanka Seyðisíjarðar 248 Jón Halldór Guðmundsson - Hjörtur Unnarsson Einar H. Guðmundsson - Unnar Jósepsson Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. gggg Einar \Mmm Farestveft & Co hf Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.