Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 35

Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 17, JANÚAR 1996 35 FRÁ gæsluvelli í Reykjavík. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 70 ára Bítlaklúbb- urinn stofnaður AÐDÁENDAKLÚBBUR Bítlanna (The Beatles) verður stofnaður hér á landi en víða um lönd eru starf- ræktir Bítlaklúbbar. Hér á landi eru aðdáendur Bítlanna margir og ákveðið hefur verið að stofna ís- lenskan Bítlaklúbb sem mun vera í tengslum og samstarfi við Bítla- klúbba í öðrum löndum. Stofnfund- urinn verður haldinn á Hard Rock Café fímmtudagskvöidið 18. janúar kl. 21. í bígerð er að stofna öflugan I Bítlaklúbb með margskonar starf- semi og uppákomum s.s. mánaðar- legum fundum, árshátíðum, útgáfu fréttablaðs og Bjtlakvöld í samstarfi við ýmsa aðila. í ágúst verður farin hópferð á hina árlegu Bítlahátíð í Liverpool þar sem Bítlaaðdáendur frá öllum heimshornum hittast og riQa upp Bítlastemminguna. Hátíðin stendur yfir í tæplega viku og verið er að reyna að útvega hagstæð far- gjöld og gistingu fyrir klúbbfélaga. . Gefin verða út númeruð meðlima- kort sem einnig gilda sem fríðinda- j kort í samstarfi við ýmsa aðila. Kort- in kosta 1963 kr. og gilda einnig sem árgjald Bítlaklúbbsins. Á stofnfundinum verður kosið í Bítlaráð sem verður stjórn klúbbs- ins. Þeir sem áhuga hafa á að ger- ast Bítlaráðherrar á íslandi gefi sig fram við Eirík Einarsson í fundar- byijun. Nú þegar hafa boðað komu sína á fundinn þeir Gunnar Þórðar- son, Rúnar Júlíusson og Þorgeir ( Ástvaldsson en þeir munu verða { fyrstu heiðursfélagar Bítlaklúbbsins. Mikið verður um spreli á fundinum og mun m.a. Ómar Ragnarsson koma fram sem og bítlahljómsveitin Sixties. Sólarkaffi ísfirðinga- félagsins ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst fyrir árvissri sólrisuhátíð, Sólarkaffinu, föstudagskvöldið 26. janúar nk. á Hótel íslandi. í fréttatilkynningu segir að dag- skrá kvöldsins, sem hefst kl. 20.30 með kaffi og ijómapönnukökum, verði að nokkru helguð minningu tónskáldsins Jóni Jónssyni frá Hvanná og lögum hans. Dóttir hans, Gunnþórunn Jóns- j dóttir, flytur hátíðarávarp og söngv- ' ararnir, Kolbrún Sveinbjarnardóttir og Grétar Guðmundsson, syngja lög hans við undirleik harmoníkukvart- etts. í boði verða mörg önnur skemmtiatriði og gömlu og nýju dansarnir leiknir þar til ki. 3. Forsala aðgöngumiða verður að Hótel íslandi laugardaginn 19. jan- úar kl. 14-16 en miða- og borða- pantanir á sama stað 22.-26. janúar kl. 13-15 og í síma 568 7111. / Starfsemi ísfirðingafélagsins hef- ur verið blómleg undanfarin ár og í fyrra fagnaði félagið 50 ára afmæli sínu. Auk sólrisuhátíðar að vetri, sólkveðjuhátíðar að hausti, messu- kaffis að vori, gekkst félagið í sam- vinnu við heimamenn fyrir hátíð fyr- ir vestan í fyrrasumar, sem vonandi verður vísir að árvissri ísafjarðarhá- tíð, þar sem fornir atvinnuhættir verða settir á svið. t , Sóltún, orlofshús félagsins á I Isafirði, er orðið eftirsótt til dvalar. Félagsritið Vestanpósturinn kemur út í 10. sinn um þessar mundir. Hlíf vill stækk- un Hafnarfjarð- arhafnar ( FUNDUR haldinn í stjórn Verka- , mannafélagsins Hlífar fimmtudag- inn 11. janúar 1996 ályktar eftirfar- andi: „Hafnarfjarðarhöfn er orðin of lít- SJÖTÍU ár eru liðin 17. janúar frá stofnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Af þvítilefni efnir Starfsmannafélagið til af- mælisfangaðar fyrir félagsmenn í Borgarleikhúsinu milli kl. 17 og 19 miðvikudaginn 17. janúar nk. Á afmælishátíðinni verða flutt stutt ávörp, SVR- og SKÝRR-kór- inn syngja, Einar Ólafsson les ljóð, Bernadell-kvartettinn leikur, starfsmenn á gæsluvöllum og Leiksmiðja Hins hússins sýna leik- atriði, Anna Karen Kristinsdóttir syngur og Halla Soffía Jónasdótt- ir og Fríður Sigurðardóttir frum- flytja kattadúett eftir Skúla Hall- dórsson. Lögð hefur verið áhersla á að allir þátttakendur i hátíða- dagskránni væru félagar í Starfs- mannafélaginu eða tengdust Reykjavíkurborg. Starfsmannafélag Reykjavík- urbæjar var stofnað þann 17. jan- úar 1926. Mörg stéttarfélög voru il og þar vantar bæði viðlegupláss og athafnasvæði. Þrengsli eru farin að hafa mjög neikvæð áhrif á mögu- leika til aukinnar umferðar um höfn- ina og vaxandi hætta á að vísa þurfi skipum frá vegna plássleysis. Til að koma í veg fyrir stöðnun í uppbyggingu hafnarinnar verður nú þegar að hefjast handa við að bæta aðstöðuna þannig að ný athafna- svæði verði tilbúin til notkunar þeg- ar á þarf að halda. Það er of seint að byija á framkvæmdum þegar að því er komið að nota mannvirkin. Fundurinn skorar því á bæjar- stjórn Hafnarfjarðar að hefja sem fyrst framkvæmdir við stækkun hafnarinnar og leggur til að í fyrsta áfanga verði byggður brimvarnar- garður frá Hvaleyri út í Helgasker og síðan verði annar sjóvarnargarð- ur byggður frá Álftanesi suður yfir Valhúsagrunn. Leggja verður áherslu á að framkvæmdum verði lokið fyrir nk. aldamót. stofnuð á þessum áratug og áttu það sammerkt að eiga að mestu leyti upptök sín í þeim þjóðfélags- breytingum er urðu hér á landi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Stofn- félagar voru 68, þar af 2 konur. Baráttumál félagsins í gegnum tíðina hafa verið mörg og stór. Auk beinna launamála, sem eru ætíð mál málanna, hafa náðst stórir áfangasigrar til hagsbóta félagsmönnum. Þar má m.a. nefna: Stofnun lífeyrissjóðs, or- lofsmál, veikindaréttur, stytting vinnutíma, verkfallsréttur, starfs- menntunar/vísindasjóður, bygg- ing orlofshúsa og margt fleira. I dag eru félagsmenn ríflega 3 þúsund að meðtöldum eftirlauna- þegum og er félagið meðal stærstu og öflugustu stéttarfé- laga landsins. Á afmælisárinu verður gefin út saga félagsins, rituð af Lýði Björnssyni sagnfræðingi. Hafnargarðar byggðir á þessum stöðum munu stækka höfnina í Hafnarfirði margfalt, skapa aukið athafnasvæði og viðlegupláss og beina hingað verulega aukinni skipa- umferð og þar með atvinnutækifær- um. Kostnaður við hafnargerðina yrði Hafnarfjarðarbæ ekki þungur í skauti því tekjur af höfninni munu aukast verulega.“ Kjörganga kynnt HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer frá Hafnarhúsinu kl. 20 í miðviku- dagskvöldgöngu sinni og gengur út í Órfirisey og áfram út með strönd- inni. Komið er til baka um kl. 21.30 og verður þá val um að fara í stutta heimsókn á áhugaverðan stað. Við upphaf göngunnar verður bryddað upp á nýjung sem hefur verið að þróast hjá hópnum og nefnd hefur verið kjörganga. í kjörgöngu fara aliir frá sama stað á sama tíma en fljótlega geta myndast hópar með gönguhraða sem hentar hverjum og einum er tekur þátt í göngunni. Hóparnir ljúka þó göngunni á upp- hafsstað gönguferðar á sama tíma. Myndakvöld Ferðafélagsins í FJÖRÐUM, Flateyjardalur og Austfirðir nefnist fyrsta myndakvöld Ferðafélags íslands á árinu og fer það fram að Mörkinni 6 (stóra sal) í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. jan- úar, og hefst kl. 20.30. Þetta verður fjölbreytt myndasýning úr sumar- leyfisferðum Ferðafélagsins, m.a. um eyðibyggðir norðanlands og austan. Fyrir hlé sýnir og segir Valgarður Egilsson frá ferð um Látraströnd, Fjörður og Flateyjardal. Eftir hlé sýnir Kristján M. Baldursson frá Austfjarðaferð (Borgarfirði eystra, Húsavík og Loðmundarfirði). Þetta eru um margt sérstök svæði sem eiga án efa eftir að njóta mikilla vinsælda í framtíðinni. Ferðir þangað verða á ferðaáætlun næsta sumar. Allir eru velkomnir á myndakvöld- ið til að kynna sér ferðir og aðra starfsemi félagsins. Verð 500 kr., kaffi og meðlæti innifalið. Fyrirlestur um mat á snjóflóða- hættu fyrir ferðamenn BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands stendur fyrir fræðslufundi fyrir almenning um mat á snjóflóðahættu fyrir ferða- menn fimmtudaginn 18. janúar kl. 20. Fyrirlesari verður Leifur Örn Svavarsson jarðfræðingur. Fundurinn verður haldinn í Lundi, húsnæði Hjálparsveitar skáta á Ak- ureyri, við Viðjulund og er öllum opinn. Allir þeir sem ferðast um hálendið að vetri til hvort sem er gangandi eða á einhveijum farar- tækjum eru hvattir til að mæta. Þátttökugjald er 1000 kr. og er veglegt fræðslurit um mat á snjó- flóðahættu innifalið í þátttökugjald- inu. Fundurinn er liður í fræðsluher- ferð um forvarnir í ferðamennsku sem Björgunarskólinn stendur fyrir og munu slíkir fræðslufundir verða haldnir um land allt. Árshátíð fyrr- verandi starfs- fólks Hafskips FYRRVERANDI starfsmenn skipa- félagsins Hafskips hafa allt frá árinu 1986 eða í 10 ár komið saman í upphafi hvers árs. Samkomurnar hafa jafnan verið vel sóttar og hafa góð tengsl haldist á milli fyrrum starfsfólks allt frá því að skipafélagið hætti starfsemi í lok árs 1985. Fyrrverandi Hafskipsfólk starfar nú um allt land og sumir koma um langan veg til að taka þátt í þessu árlega hófí, segir í fréttatil- kynningu. í ár kemur Hafskipsfólk saman í tíunda sinn á Café Reykjavík föstu- daginn 19. janúar nk. kl. 17. Blómlegt barnakórastarf við Grensás- kirkju STARFSÖNN Barnakórs Grensás- kirkju hófst nú í vikunni í 14. sinn og hefur kórinn þrefaldast frá því hann var stofnaður. Kórarnir eru nú þrír og er aldursskiptingin 6-9 ára, 10-13 ára og loks kammerkór ungs fólks 14-16 ára. Eftir þann aldur býðst unga fólkinu að syngja með Kirkjukór Grensáskirkju. Fleiri drengi vantar í starfið en stefnt er að því að stofna sérstakan drengjakór nk. vor og segir stofn- andi og stjórnandi kórsins, Margrét Jóhanna Pálmadóttir, að hjá kórnum séu engin sérstök inntökupróf nema í kammerkórinn en starfið sé að sjálfsögðu próf fyrir sig. Kórinn stefnir að árlegum vortón- leikum auk tónleika kammerkórsins í tengslum við nýju kirkjubygginguna en þá mun kórinn flytja verkið Glor- ía eftir A. Vivaldi og þeim til stuðn- ings verður sönghópurinn Vox Fem- inae og einsöngvarar og hljómsveit. SKB fer fram á fjárstuðning al- mennings STYRKTARFÉLAG krabbameins- sjúkra barna, SKB, hefur náð sam- komulagi við útgefanda Gulu bók- arinnar, Líf og sögu ehf., um að fá að nýta dreifingu hennar 1996, sem nú fer í hönd, til að koma á fram- færi ósk um fjárstuðning til íslensku þjóðarinnar. Sú ósk er í formi óútfyllts giróseð- ils ásamt orðsendingu „Vonast er til að sem flestir viðtakendur sjái sér fært að leggja eitthvað af mörkum til ört vaxandi starfsemi SKB sem' fyrst og fremst felst í beinum fjár- stuðningi við fjölskyldur barna með krabbamein, segir í fréttatilkynn- ingu frá styrktarfélaginu. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að banaslysi því sem varð á Miklubrautinni aðfaranótt sunnu- ■ dagsins 7. janúar sl. þar sem tveir bílar, sem báðum var ekið í vestur- átt, lentu saman. Lögreglan biður þá, sem urðu vitni að slysinu, að gefa sig fram. Sér- staklega er bílstjóri dökkgræns Mercedes Benz skutbíls og farþegar, ef einhveijir hafa verið, beðnir að gefa sig fram við lögreglu. Benz- bílnum mun hafa verið ekið á eftir bílunum, sem lentu saman. témmmámskólinn sími: 588 72 22 -leikur að Itera! Vinningstölur 16. jan. 1996 9*11 • 12» 22 »23*25 • 28 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 GETRAUN GULU BÓKARINNAR Vísbending 1. Mest notaði sérhljóði á bls. 222. Vísbending 2. Tíundi stafur, 15. þjónustuaðita, „Ráðgjafarþjónusta". GULA BÓKIN -Yellow pages- lÆUnahækkanlr ýmlssa stétta: ||1 ■ ■___ m ■ | M GULLVAGNINN verður áfram dreginn af gömlu láglauna bikkjunum. TEXTI Sigmundar féll niður í blaðinu í gær og birtist því hér ásamt myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.