Morgunblaðið - 17.01.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 37
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Lionsklúbburinn Fjörgyn og
Barnaspítali Hringsins
FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Fjörgyn afhenda Lego-leikföng.
Frá Þórí Steinarssyni:
1 Á SÍÐASTLIÐINNI jólaföstu hélt
Lionsklúbburinn Fjörgyn skemmt-
un fyrir Barnaspítala Hringsins.
Oft er einmanalegt að dvelja fjarri
heimili sínu þegar undirbúningur
stendur sem hæst fyrir jólahátíðina.
Lionsklúbburinn Fjörgyn naut lið-
sinnis hins landsþekkta jólasveins
Askasleikis foringja jólasveinanna.
Askasleikir gerði sér sérstaka ferð
I úr helli sínum í Skálafelli til að
| heimsækja börnin á spítalanum.
Vegna anna hjá jólasveinum gat
Langminnsti stúfur ekki fylgt
Askasleiki í þessa heimsókn. Aska-
sleikir foringi jólasveinanna er hlust-
endum Rásar 2 að góðu kunnur því
hann ræðir við þá í beinni útsend-
ingu frá Skálafelli fyrir hver jól.
Askasleikir hafði að venju með
sér hinn magnaða lurk sinn sem
nota má til að sjá í gegnum holt
og hæðir. Þrátt fyrir mikið annríki
I dvaldi Askasleikir hátt á annan
tíma á Barnaspítala Hringsins og
skemmti börnunum, söng og sagði
sögur og fékk börnin til að taka
þátt í fjörinu. Félagar úr Lions-
klúbbnum Fjörgyn fengu Aska-
sleiki tit að færa börnunum jólasæl-
gæti frá Nóa og Síríusi og var það
vel þegið.
Eins og hjá jólasveinum er ann-
ríki mikið hjá tónlistarmönnum fyr-
ir jólin. Síðastliðin jól einkenndust
af miklu „diskóflóði“. Bubbi Morth-
ens gaf sér tíma í jólaannríkinu til
að koma og taka þátt í skemmtun-
inni. Lék hann nokkur lög við góð-
ar undirtektir barnanna og fékk
hann þau til að taka þátt í söngnum.
Askasleikir foringi jólasvein-
anna gerði sér aftur ferð á Barn-
aspítala Hringsins á aðfangadag,
og gladdi þar börn sem ekki kom-
ust heim um jólahátíðina.
Lionsklúbburinn Fjörgyn kann
Katli Larsen bestu þakkir fyrir að
ná sambandi við Askasleiki fyrir
hönd klúbbsins. Einnig kann
klúbburinn Bubba Morthens bestu
þakkir fyrir að aðstoða klúbbinn
við þessa skemmtun.
Undanfarin ár hefur Lions-
klúbburinn Fjörgyn m.a. beint
kröftum sínum til styrktar Barna-
spítala Hringsins. Klúbburinn hef-
ur fært Barnaspítalanum LEGO
leikföng sem notuð eru á leikstofu
spítalans. Þeir sem þurfa að dvelja
á spítalanum hafa eins og önnur
börn þörf fyrir að leika með þrosk-
andi leikföng. Starfsfólk leikstofu
Barnaspítala Hringsins segja að
ætíð sé þörf á góðum leikföngum
fyrir sjúklingana.
í starfi sínu fyrir Barnaspítala
Hringsins hefur Lionsklúbburinn
Fjörgyn leitað til fjölmargra aðila
um land allt. Kann klúbburinn
þeim bestu þakkir fyir aðstoðina.
Síðastliðið vor færði klúbburinn
Barnaspítala Hringsins að gjöf
öndunarvél fyrir fyrirbura að verð-
mæti 2,7 millj. króna.
Nú er verið að vinna að kaupum
á heilasírita. Verðmæti þess
búnaðar er um 5 milljónir. Eins
og áður sagði hefur klúbburinn
leitað til margra aðila um stuðning
við sitt verkefni. Einn þessara að-
ila er verslunin Bónus sem á síð-
astliðnu ári tók þá ákvörðun að
styrkja Barnaspítala Hringsins.
Bónus færði Barnaspítalanum
búnað fyrir um 500 þúsund krónur
að gjöf skömmu fyrir jól. Bónus
hf. mun einnig taka þátt í kaupun-
um á heilasíritanum sem rætt var
um hér að framan.
Gaman er að geta þess að þessi
heilasíriti er íslensk hönnun. Tækið
verður afhent Barnaspítalanum á
næstu mánuðum.
ÞÓRIR STEINARSSON,
Hverafold 136, Reykjavík.
i Ljóð eða lausavísur
eftir Leif Haraldsson
frá Háeyri
Frá Daníel Ágústínussyni: urnar á íslenskri tungu sem taka
LEIFUR Haraldsson var fæddur í
Reykjavík 6. júní 1912 en ólst upp
á Eyrarbakka. Hann andaðist í
Reykjavík 2. ágúst 1971 aðeins 59
ára að aldri. Leifur var landskunnur
hagyrðingur og auk þess lét hann
eftir sig nokkurt safn af ágætum
ljóðum.
Það var háttur Leifs að kasta
fram vísum við ýmis tækifæri, í
hópi vina og kunningja á góðri stund
j án þess að festa þær á blað. Ýmsir
vinir hans urðu svo til þess að skrifa
vísurnar niður. Þannig bárust þær
Ioft víða vegu á skömmum tíma.
Leifur var hinsvegar hlédrægur,
miklaðist aldrei af einstæðri hag-
mælsku sinni né hélt vísum sínum
á lofti. Ein af kunnustu vísum hans
er þessi sem kennd er við Ingólfs-
kaffi:
„Ótal fávitar yrkja kvæði
án þess að geta það.
Á Ingólfskaffi ég er í fæði
án þess að éta það.“
Einum vinnufélaga sínum lýsti
I hann eitt sinn þannig:
„Sína iðju hann sækir fast
sýður á keipum níð og brígsl,
veður á súðum lýgi og last,
lymskan og fólskan ganga á víxl.“
Þær eru ekki margar skammarvís-
þessari fram.
Nú er í undirbúningi að gefa út
bók á þessu ári um Leif Haraldsson
og birta þar úrval af ljóðum hans
og lausavísum. Af því tilefni vil ég
beina þeim tilmælum til allra þeirra
sem eiga í fórum sínum lausavísur
eða ljóð eftir Leif að hafa samband
við mig eða senda mér afrit af skáld-
skap hans. Þeir sem að útgáfunni
standa leggja mikla áherslu á að
komast yfir sem mest af yrkingum
hans og taka síðan til birtingar gott
úrval af því sem safnað er saman.
Þá væri vel þegið að fá ýmsar frá-
sagnir af Leifi, því hann var allra
manna orðheppnastur og ýmis tilsvör
hans urðu fleyg á sínum tíma.
Enn eru margir ofar moldu sem
þekktu Leif og unnu með honum.
Þeim mun hann seint gleymast. Ég
tel líklegt að þeir hinir sömu eigi
einhveijar endurminningar um hann
sem vert væri að varðveita. Hver
vísa og hvert atvik þarf að koma til
skoðunar þegar efni er safnað í fyrir-
hugaða bók um Leif.
Eg vil því vinsamlegast ítreka þá
beiðni mína til allra þeirra sem hér
gætu orðið að liði að hafa samband
við mig sem allra fyrst og eigi síðar
en um miðjan febrúar nk.
DANÍEL ÁGÚ STÍNU SSON,
Háholti 7, 300 Akranesi, sími
431-1188.
Aður
aðeins 1 dag og a morgun
Komið og geriö frabær ka
Algjört verðhri
75-80% afsláttu
Dœmi um verö:
V-hálsmalspeysa
Peysa marglit
Bómullarpeysa
Stutt jakkapeysa
Langermabolur
Kjólar + skokkar
Sett: Leggings + bolur
Hvít dömuskyrta
Víðar buxur
Erobikk sokkar
3.790 9
2.490 6
Allir sem kaupa fyrir meira en 2.000 kr.
fá ókeypis hálsfesti meðan birgðir endast.
Einnig úrval af barnafatnaði með 50% afslætti
Komdu og prúttaðu um verð.
Sioumula 13,108 Reykjavik
sími 568-2870.
Opið kl. 10.00-18.00.
Getur þú
ímyndað þér
þá tilfinningu
að taka við
40 milljóna
króna ávísun?
LfflÍ
Til mikils að vinna!
Alla miðvikudaga fyrir kl. 17.00.
aðalútibú
oraumabanki
ÍSLANDS --flfaj
TóWofe*r,ífl9ur — ■
Greiðiðgegntékkaþessum
Krónur
'MALe$P'm
Ím&
Reykjavík
5947338+
hvorKi skrift né stiVnp/un.
J