Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 38

Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 MORGUNBLA.ÐIÐ Góð þátttaka á Skákþingi Reykjavíkur SKÁK S k á k m I ð s t ö ð i n Faxafcni 12 SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 1996 Teflt sunnudaga kl. 14, miðviku- daga og föstudaga kl. 19.30. Aðgangur ókeypis. ÞÁTTTAKENDUR í aðal- keppninni á Skákþingi Reykjavík- ur eru 92 talsins, sem er vel yfir meðallagi. Skáklistin hefur haft góðan meðbyr í vetur, þátttaka hefur aukist hjá öllum félögum á höfuðborg- arsvæðinu. Ungir skákmenn virðast ætla að verða sigur- sælir á Skákþinginu. Þrír eru með fullt hús eftir fjórar umferðir, Bragi Þorfínnsson, Reykjavík, Einar Hjalti Jensson, Kópa- vogi, og Heimir Ás- geirsson, Hafnarfírði. I aðalkeppninni tefla allir í einum flokki, níu umferðir eftir Monrad kerfí. Það eru greinilega margir skákmenn með til að liðka sig fyrir alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótið í mars. Fimmta umferðin verður tefld í kvöld, en staða efstu manna er nú þessi: 1.-3. Bragi Þorfinnsson, Einar Hjalti Jensson og Heimir Ásgeirs- son 4 v. 4.-6. Áskeli Örn Kárason, Júlíus Friðjónsson og Ágúst Ingimundar- son 3 'A v. 7.-9. Sigurður Daði Sigfússon, Óiaf- ur B. Þórsson og Magnús Álexand- ersson 3 v. og frestuð skák 10.-18. Haraldur Baldursson, Bragi Halldórsson, Sævar Bjarnason, Ögmundur Kristinsson, Sverrir Norðfjörð, Sigurjón Sigurbjörns- son, Ólafur tsberg Hannesson, Arn- ar Ingólfsson og Hrannar Baídurs- son 3 v. Jóhann og Hannes í Linares Stórmeistaramir Jóhann Hjart- arson og Hannes Hlífar Stefáns- son tefla nú á sterku opnu móti í Linares á Spáni. Jóhann sigraði með miklum yfírburðum á þessu móti í fyrra, hiaut átta vinninga af níu möguiegum. í ár eru tefldar tíu umferðir og að loknum sjö skákum höfðu þeir Jóhann og Hannes báðir hlotið fímm vinn- inga. Það hafði sett strik í reikn- inginn hjá Jóhanni að hann tapaði fyrir Rússanum Sjekatsjev, sem stóð sig mjög vel á Reykjavíkur- skákmótinu 1994. Engu að síður eru Jóhann og Hannes í toppbar- áttunni á mótinu og allt veltur á endasprettinum. Helgi Áss í Wijk aan Zee Helgi Áss Grétarsson, stór- meistari, hóf í gær taflmennsku í B flokki á Hoogovens stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. B flokk- urinn er mjög öflugur, af tólf keppendum eru átta stórmeistar- ar. í fyrstu umferð tefldi Helgi Áss við stórmeistarann Gildardo Garcia (2.525) frá Kólumbíu. Hin- ir tíu keppinautar hans eru Miles, Englandi (2.635), Bologan, Moldavíu (2.590), Onísjúk, Úkra- ínu (2.580), Antunes, Portúgal (2.545), Van der Wiel, Hollandi (2.535), Stripunsky (2.495), Úkra- ínu, og Hollendingamir Nijboer (2.475), Kuijf (2.470), Delemarre (2.325) og de Mortel (2.315). Gausdal mótinu lokið Opnu móti í Gausdal í Noregi er Iokið. Ástralski stórmeistarinn Ian Rogers tryggði sér sigur með sigri á þýska stórmeistaranum Eckhart Schmittdiel í síðustu um- ferð. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Rogers, Ástralíu, 7 v. 2. Margeir Pétursson 6 'h v. af 9 3. -6. Þröstur Þórhallsson, Gausel, Noregi, Westerinen, Finnlandi og Sokolov, Lettlandi, 6 v. Níu stórmeistarar tóku þátt. Þröstur Þórhallsson þokaðist veru- lega í átt að stórmeistaratitli. Þröstur er nú líklega á bilinu 2.475-2.480 Elo stig og þarf því aðeins 20-25 stig til viðbótar til að hreppa titilinn. Miðað við góðan árangur upp á síðkastið eru allar líkur á að Þröstur nái þessu marki áður en næsti stigalisti Alþjóða- skáksambandsins tekur gildi 1. júlí næstkomandi. Undirritaður byijaði vel, hlaut Qóran og hálfan vinning úr fimm fyrstu skákunum, en gerði jafntefli í fjórum síðustu. Eft- irfarandi viðureign gegn enskum stór- meistara fékk lag- legan endi: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: John Emms, Englandi Enski leikurinn 1. c4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. Rc3 - Rf6 4. g3 - d5 5. cxd5 - Rxd5 6. Bg2 - Rc7 7. d3 - e5 8. Rd2 - Bd7 9. 0-0 - Be7 10. Rc4 - 0-0!? Vel þekkt peðsfóm. Eftir 11. Bxc6 - Bxc6 12. Rxe5 - Be8 hefur svartur vissar bætur, vegna þess að hann hefur biskupaparið og hvítur hefur látið varnarbiskup sinn af hendi. í staðinn vel ég nýtt framhald í stöðunni, sem ég hef reyndar oft notað með skiptum litum. 11. a4!? - b6 Þessi staða kom einnig upp í skákinni John Nunn-Margeir, Wijk aan Zee 1989, en með skipt- um litum. Nunn átti leik á stöðuna sem svartur hefur hér og eftir 12. - Hc8 13. Rb5! var hann í vand- ræðum. Ég vonaðist eftir sama framhaldi og lék rólegum leik. 12. Bd2 - Hb8! 13. f4! - exf4 14. Bxf4 - Hc8 15. a5 15. Rb5!? kom einnig til greina. Þá er 15. - Rxb5?! 16. axb5 - Rd4 17. Hxa7 slæmt á svart. Hvorki gengur þá að leika 17. - Rxb5 18. Hxd7 né heldur 17. - Bxb5 18. Rxb6! Svartur ætti því að svara með 15. - Re6. 15. - Re6 16. Bd2 - Hb8 17. axb6 - axb6 18. Rd5 Hvítur hótar nú 18. Ha6, svo svar svarts virðist þvingað. 18. - b5 19. Ra5 - Rxa5?! Nú fær hvítur öruggt frum- kvæði. Virkara var 19. - Bg5!? 20. Bxa5 - De8 21. Bc3! - Rd4 22. e3 - Rc6 23. Dh5! - b4? Yfírsést glæsilegur vinnings- leikur hvíts. Svartur varð að reyna að skipta upp í lakara endatafl með 23. - f6. 24. Bf6!! - h6 25. Be4 - Be6 26. Hf4! - Hd8 Glæsilegustu lokin sæjust eftir 26. - Bxd5. Þá mátar hvítur í næsta leik með drottningarfórn- inni 27. Dxh6H 27. Bxe7 - Bxd5 28. Bxd8 og svartur gafst upp, hann hefur tap- að skiptamun og staðan er jafn- framt hrunin til grunna. Margeir Pétursson HELGI Áss. IDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags SKÁK llmsjðn Margeir Pétursson SVARTUR á leik. STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Groningen í Hol- landi fyrir áramótin í viður- eign tveggja ungra stór- meistara. Rússinn Sergei Tivjakov (2.625) var með hvítt, en Ivan Sokolov (2.665) var með svart og átti leikinn. 27. - Hd4! 28. Hxc3 (Hvíta drottningin gat ekki haldið valdi á f3 svo eitthvað varð undan að láta. Eftir 28. Rxd4 - Bxg2+ vinnur svart- ur hrókinn til baka með hættulegum sóknar- færum.) 28. - Hxdl 29. Hxdl - Dxa2 30. Kgl - h6 (30. - Bxf3 var e.t.v. ná- kvæmara. Nú hefði hvítur átt að reyna 31. Rd4) 31. h3 - He2 32. Rd3 - Bxf3 33. gxf3 - Dd5 34. Hel - Dxf3 og svartur vann auð- veldlega. Ivan So- kolov hefur búið í Hollandi síðan 1992 þegar stríðið í Bosníu braust út. Hann kom til íslands 1994 og sigraði þá á minningar- mótinu um Ara Guðmunds- son á Akureyri. Ivan Sokolov hefur vegnað nokkuð vel í útlegðinni og er nú kominn upp í 18. sæti á alþjóðlega stigalistanum og hefur aldrei verið hærri. Heiðarlegur finnandi á Leifsstöð ÉG KOM úr ferðalagi vestan um haf hinn 29. desember sl. Lent var á Keflavíkurflugvelli, verslað í Fríhöfninni og tekið við farangri í af- greiðslu áður en haldið var til Reykjavíkur. Á áfangastað kom í Ijós að fríhafnarpokann vantaði. Hringt var til óskilamunadeildar á flugvellinum, en þangað hafði enginn poki borist og var ég satt að segja ekki bjartsýn á að end- urheimta tollvarninginn. Síðar um daginn upp- lýsti óskilamunadeildin þó að hann hefði fundist á bifreiðastæði fyrir utan flugstöðina og ver- ið skilað til tollvarða. Mátti vitja hans á af- greiðslu Flugleiða í Reykjavík þá um kvöld- ið. Engin deili veit ég á þessum heiðarlega fínn- anda, en vil leyfa mér á þessum vettvangi að þakka honum kærlega fyrir skilvísina og óska honum árs og friðar. C.M. Hjaltadóttir Tapað/fundið Slæða tapaðist RAUÐ munstruð silki- slæða tapaðist í Hag- kaup á 2. hæð í Kringl- unni sl. laugardag. Hafi einhver fundið hana er hann beðinn að hringja í síma 551-6321. Armband tapaðist BISMARCK-armband tapaðist 3. í jólum við Breiðholtslaug. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557-7211. Fundarlaun. Úr tapaðist KVENGULLÚR af gerðinni Seiko tapaðist annaðhvort í Kringlunni eða á leiðinni þaðan og út á efra bílaplan síðdeg- is sl. föstudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-0820. Fundarlaun. Gæludýr Páfagaukur fannst LÍTILL páfagaukur fannst við Hörðaland sl. laugardag. Upplýsingar í síma 554-5949. Týndur köttur DÖKKGRÁR gamall, mjög mannelskur köttur tapaðist frá Dunhaga sl. laugardagskvöld. Þegar hann fór var hann með ól. Þeir sem gætu gefíð einhveijar upplýsingar um köttinn eru beðnir að hringja í síma 551-9416. Kettlingur NÍU vikna svartur og hvítur fresskettlingur er í heimilisleit. Upplýs- ingar í síma 555-2298. Farsi Víkveiji skrifar... STÚLKA sem kynnti matvörur í einum stórmarkaðanna fyrir jólin náði eyrum Víkveija með bráðsmellinni setningu: „Verðið hjá okkur er svo lágt í dag, að það heyrist varla.“ Víkveiji fékk hreinlega vatn í munninn og gat vel hugsað sér að fjárfesta í því sem stúlkan hafði upp á að bjóða, en áhuginn minnkaði verulega þegar fljótlega heyrðist úr sömu átt: „Þetta eru minnstu verðin í bænum.“ Það er afar hvimleitt þegar ein- töluorð eru notuð í fleirtölu, eins og í seinna dæminu - jafnvel að slíkt sjáist eða heyrist opinberlega í auglýsingum frá auglýsingastof- um, sem því miður virðist nokkuð algengt. Hreinlega óþolandi. xxx ANNAÐ eintöluorð sem hvað eftir annað heyrist í fleirtölu núorðið er keppni. Svo virðist sem keppnir fari fram út um borg og bý. Og menn eru meira að segja farnir að sigra keppnirnar! Það er afar hvimleitt að heyra slíkt, svo ekki sé meira sagt. xxx OPNUNARTÍMI verslana er annað, sem reyndar hefur verið rætt um á opinberum vett- vangi en Víkveiji getur ekki annað en vegið í sama knérunn. Tímann, sem það tekur að snúa lyklinum í skránni, mætti kalla opnunar- og lokunartíma - en má ekki ein- faldlega segja að verslunin sé opin milli níu og sex? Hvers vegna þyk- ir betra að segja að opnunartími hennar sé milli níu og sex? xxx OG FYRST Víkveiji er byijaður að nöldra yfir nauðgun þess ástkæra, ylhýra getur hann ekki orða bundist yfir orðatiltæki sem íþróttamenn nota sí og æ nú til dags: „Takt’ann á! Takt’ann á!“ kalla þeir hvað eftir annað inn á knattspyrnuvelli Iandsins, að minnsta kosti á suðvesturhorninu. Hvað í ósköpunum skyldi þetta merkja? Jú, með þessu er verið að hvetja þann sem hefur knöttinn til að leika á andstæðing sinn. „Take him on,“ eins og Englend- ingar segja. í gamla daga töluðu menn um að plata mótheijann, leika á hann eða eitthvað í þeim dúr. Þróunin er glæsileg, ekki satt! Víkveiji hvetur alla orðlipra knatt- spyrnuáhugamenn til að finna eitt- hvað nothæft í stað þessa hryllings sem notaður er í dag. xxx ÞETTA er sannkallað Blitzkri- eg, sagði ungur maður sem lýsti knattspyrnuleik á Stöð 3. Ekki einu sinni heldur að minnsta kosti tvisvar í.sama leiknum. Leift- ursókn hefði dugað, að mati Vík- veija. x x x ANNAÐ úr heimi íþróttanna. í lýsingum frá körfubolta- leikjum á Bylgjunni er gjarnan haft á orði að liðin séu að taka tíma eða þjálfarar að biðja um tíma. Víkveiji velti því fyrir sér hvað væri eiginlega um að vera. Kunningi hans, körfuboltaáhuga- maður, upplýsti það snarlega. Það tíðkast í þessari íþróttagrein að þjálfarar stöðvi leikinn um stund til að koma skilaboðum til sinna manna. Þetta er kallað „time out“ á ensku og þar með er skýringin komin. Þjálfararnir voru sem sagt að óska eftir leikhléi þegar þeir báðu um tíma. x x x ISLENDINGAR eru sagðir mik- ið fyrir að spila í happdrætti. Kunningi Víkveija er einn þeirra sem fiktar við slíkt, aðallega til að styrkja góð málefni segir hann (!), en á nú í svolitlum erfiðleik- um. Þannig er mál með vexti að hann fær ekki betur heyrt en leik- ari og söngvari, sem er í miklu uppáhaldi kunningjans, komi fram í ljósvakaauglýsingum tveggja stærstu happdrættanna þessa dagana, og haldi því fram að hvort um sig sé það besta! Kunningjanum finnst umræddur maður afar sannfærandi í báðum tilvikum og segist því eiga í erfið- leikum með að gera upp hug sinn um hvort hann eigi að velja, því hann hafi ekki ráð á að spila í hvorutveggju. Er ekki sérkenni- legt að sami maður skuli notaður í auglýsingum beggja fyrirtækja?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.