Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IDAG MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 47 BRIDS Árnað heilla Umsjón Guðmundur Páll Arnnrson SPIL eru allt mögulegt: létt, erfið, dauf, fjörug, lúmsk og hættuleg. Sum eru fleira en eitt, eins og spilið hér að neðan úr fjórðungsúrslit- um Reykjavíkurmótsins sl. miðvikudag, en það er bæði eitrað og skemmtilegt. Norður gefur, AV á hættu: Norður ♦ 1052 4 76 ♦ D3 ♦ ÁD10973 Vestur Austur ♦ K973 4 ÁDG864 ♦ ÁK10842 IIIIH * G953 ♦ 86 111111 ♦ G102 ♦ 4 ♦ - Suður ♦ - V D ♦ ÁK9754 4 KG8652 Sagnir voru hvergi eins á tveimur borðum. Eins og sést vinnast sex lauf í NS og sjö ef ekki kemur út hjarta. Sem gerðist á tveim- ur borðum. Skoðum nokkur sýnishorn af sögnum. Spilið féll í 6 laufum í leik Landsbréfa og Tímans: Opinn salurr Vestur Norður Austur Suður Pass 2 spaðar 3 tíglar 4 spaðar 5 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður 3 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass í leik Samvinnuferða og VÍB gerðist þetta: Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Ö.A. HJ. G.RJ. BJ. Pass 1 spaði 2 grönd 4 spaðar 5 lauf 5 spaðar 6 lauf Pass Pass 6 spaðar Allir pass Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður K.S. Á.P. B.E. AJ. Pass 1 spaði 4 grond 5 spaðar 6 lauf Pass Pass 6 spaðar Pass Dobl Allir pass Pass 7 lauf í opna salnum passaði Helgi Jóhannsson í byijun og Guðlaugur R. Jóhanns- son vakti á einum spaða. Einar Jónsson sýndi láglit- ina með tveimur gröndum og Örn Arnþórsson stökk í fjóra spaða. Guðlaugur þorði ekki annað en fara í sex spaða með svo veik varnarspil, og hafði rétt fyrir sér. Vörnin tók sína tvo slagi á tígul: einn niður. Björn Eysteinsson vakti líka á einum spaða í lokaða salnum eftir þass Ásmund- ar Pálssonar í byijun. Aðal- steinn Jörgensen sýndi lág- litina á kröftugan máta með fjórum gröndum og Karl Sigurhjartarson studdi spaðann eins ódýrt og hægt var. Aðalsteinn freistaði síðan gæfunnar í sjö lauf- um, enda þóttist hann vit að „allinn" ynnist með spaðaútspili. En Björn kom út með hjarta, svo slemman tapaðist. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um m.a. afmæli, brúð- kaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningamar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, eða sent í bréfsíma 569-1329. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Ljjosmynd. Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. september sl. í Háteigskirkju af sr. Jakobi Hjálmarssyni Agústa Þóra Jónsdóttir og Aðalsteinn Leifsson. Heimili þeirra er á Brávallagötu 46, Reykjavík. Farsi // þetta. ernýjasta, tískan, í skyndbit&fafci,." KYSSTU mig nú meðan enginn sér til okkar. Pennavinir TÉKKNESKUR 38 ára kennari með áhuga á ferða- lögum, útivist, tónlist, leik- list, kvikmyndum og ljós- myndun: Jan Zizkn, Palackeho 2548, 530 02 Pardubice, Czech Republic. SEXTÁN ára austurrísk stúlka með áhuga á tónlist o.fl.. Leikur á flautu: Barbara Linke, Freibacherstr. 18, 9170 Ferlach, Austria. ÞRJÁTÍU og fjögurra ára bandarísk kona með marg- vísleg áhugamál: Shayla Kwiatkowski, P.O. Box 521, North Chicago, Blinois, 60064 U.S.A. ÞRJÁTÍU og eins árs Sló- veni með áhuga á sögu, tónlist og töfrum: Stane Emersic, Pod hrasti 19, 61000 Ljubljana, Slovenia. ÞRJÁTÍU og tveggja ára Þjóðveiji með áhuga á ferðalögum og ljósmyndun auk mikiis íslandsáhuga: Bernhard Döser, Postfach 1426, 88620 Pfullendorf, Germany. FIMMTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og íþróttum: Megumi Suzukawa, 6 Nabuto Himaka-jima, Minamichita-cho, Chita-gun, Aichi 470-35, Japana. TVÍTUG frönsk stúlka, sem nemur ensku, arabísku og félagsfræði í hástkóla í heimabæ sínum, með marg- vísleg áhugamál: Agnes Degras, 2 Square du Com- mandant, Christian Dutertre, 35 200 Rennes, France. ÍTÖLSK kona, 35 ára, með íslandsáhuga, vill eignast pennavini hér á landi: Pina Borzi, Via Catania, 469, Compl. Palano Sc. G Int.70, 98124 Messina, Italy. STJÖRNUSPÁ eftlr Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikill hugsuður og hefur dálæti á góðum bókmenntum. Hrútur (21. mars- 19. aprfl) Þú verður að kanna betur verkefni, sem þú vinnur að, því það er torleystara en þú ætlaðir. Vinur leitar ráða hjá þér í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) ttfö Eitthvað gerist í vinnunni í dag sem getur leitt til óvænts ferðalags. Þú hefur lagt þitt af mörkum og verð- skuldar umbun. Tvíburar (21.maí-20.júní) 5» Láttu ekkert trufla þig við vinnuna í dag. Ef þú einbeit- ir þér getur þú náð mikil- vægum árangri. Slakaðu svo á í kvöld. Krabbi (21.júnf — 22. júlf) Sagt er að viljir þú fá eitt- hvað vel gert sé réttast að treysta á eigið framtak. Það á vel við í vinnunni í dag. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Viðræður við ráðgjafa vísa þér leiðina til bættrar af- komu. Vinur trúir þér fyrir leyndarmáli, sem kemur mjög á óvart. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ef þú átt erfitt með að finna lausn á vandasömu verkefni í vinnunni, er starfsfélagi reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd. Vög (23. sept. - 22. október) Þér tekst vel að koma hug- myndum þínum á framfæri í vinnunni í dag, og þér verð- ur falið að leysa skemmtilegt verkefni. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú átt auðvelt með að ein- beita þér í vinnunni í dag, og með góðri aðstoð starfsfé- laga nærð þú tilætluðum árangri. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú hefur tilhneigingu til að eyða of miklu, og ættir ekki að láta . árlegar útsölur freista þín. Góðar fréttir ber- ast í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Góður andi ríkir á vinnustað í dag, og með sameiginlegu átaki tekst að leysa erfitt verkefni. Fagnaðu með vin- um í kvöld. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) ðh Félagar vinna vel saman í dag og tækifæri gefst til að tryggja fjánnögnun á sam- eiginlegu verkefni. Slakaðu á heima í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) S* Sumir eru að íhuga heim- sókn til vina sem búa í öðru sveitarfélagi. Barn kemur þér ánægjulega á óvart þeg- ar kvöldar. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. XVÖFALDIIR POTTUR i Víkingalottóinu! Hvað mundir þú gera ef þú ynnir 100 milljónir í kvöld? V I K I N G A LfTTt Til mikils að vinna! (íslensk-Á Alla miðvikudaga fyrirkl. 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.