Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
IDAG
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 47
BRIDS
Árnað heilla
Umsjón Guðmundur Páll
Arnnrson
SPIL eru allt mögulegt: létt,
erfið, dauf, fjörug, lúmsk
og hættuleg. Sum eru fleira
en eitt, eins og spilið hér
að neðan úr fjórðungsúrslit-
um Reykjavíkurmótsins sl.
miðvikudag, en það er bæði
eitrað og skemmtilegt.
Norður gefur, AV á
hættu:
Norður
♦ 1052
4 76
♦ D3
♦ ÁD10973
Vestur Austur
♦ K973 4 ÁDG864
♦ ÁK10842 IIIIH * G953
♦ 86 111111 ♦ G102
♦ 4 ♦ -
Suður
♦ -
V D
♦ ÁK9754
4 KG8652
Sagnir voru hvergi eins
á tveimur borðum. Eins og
sést vinnast sex lauf í NS
og sjö ef ekki kemur út
hjarta. Sem gerðist á tveim-
ur borðum. Skoðum nokkur
sýnishorn af sögnum.
Spilið féll í 6 laufum í
leik Landsbréfa og Tímans:
Opinn salurr
Vestur Norður Austur Suður
Pass 2 spaðar 3 tíglar
4 spaðar 5 lauf Pass 6 lauf
Pass Pass Pass
Lokaður salur:
Vestur Norður Austur Suður
3 lauf Pass 6 lauf
Pass Pass Pass
í leik Samvinnuferða og
VÍB gerðist þetta:
Opinn salur:
Vestur Norður Austur Suður
Ö.A. HJ. G.RJ. BJ.
Pass 1 spaði 2 grönd
4 spaðar 5 lauf 5 spaðar 6 lauf
Pass Pass 6 spaðar Allir pass
Lokaður salur:
Vestur Norður Austur Suður
K.S. Á.P. B.E. AJ.
Pass 1 spaði 4 grond
5 spaðar 6 lauf Pass Pass
6 spaðar Pass Dobl Allir pass Pass 7 lauf
í opna salnum passaði
Helgi Jóhannsson í byijun
og Guðlaugur R. Jóhanns-
son vakti á einum spaða.
Einar Jónsson sýndi láglit-
ina með tveimur gröndum
og Örn Arnþórsson stökk í
fjóra spaða. Guðlaugur
þorði ekki annað en fara í
sex spaða með svo veik
varnarspil, og hafði rétt
fyrir sér. Vörnin tók sína
tvo slagi á tígul: einn niður.
Björn Eysteinsson vakti
líka á einum spaða í lokaða
salnum eftir þass Ásmund-
ar Pálssonar í byijun. Aðal-
steinn Jörgensen sýndi lág-
litina á kröftugan máta með
fjórum gröndum og Karl
Sigurhjartarson studdi
spaðann eins ódýrt og hægt
var. Aðalsteinn freistaði
síðan gæfunnar í sjö lauf-
um, enda þóttist hann vit
að „allinn" ynnist með
spaðaútspili. En Björn kom
út með hjarta, svo slemman
tapaðist.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
m.a. afmæli, brúð-
kaup, ættarmót o.fl.
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningamar þurfa
að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir helgar.
Fólk getur hringt í
síma 569-1100, eða
sent í bréfsíma
569-1329. Einnig er
hægt að skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
Ljjosmynd. Lára Long
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 16. september sl. í
Háteigskirkju af sr. Jakobi
Hjálmarssyni Agústa Þóra
Jónsdóttir og Aðalsteinn
Leifsson. Heimili þeirra er á
Brávallagötu 46, Reykjavík.
Farsi
// þetta. ernýjasta, tískan, í skyndbit&fafci,."
KYSSTU mig nú meðan enginn sér til okkar.
Pennavinir
TÉKKNESKUR 38 ára
kennari með áhuga á ferða-
lögum, útivist, tónlist, leik-
list, kvikmyndum og ljós-
myndun:
Jan Zizkn,
Palackeho 2548,
530 02 Pardubice,
Czech Republic.
SEXTÁN ára austurrísk
stúlka með áhuga á tónlist
o.fl.. Leikur á flautu:
Barbara Linke,
Freibacherstr. 18,
9170 Ferlach,
Austria.
ÞRJÁTÍU og fjögurra ára
bandarísk kona með marg-
vísleg áhugamál:
Shayla Kwiatkowski,
P.O. Box 521,
North Chicago,
Blinois,
60064 U.S.A.
ÞRJÁTÍU og eins árs Sló-
veni með áhuga á sögu,
tónlist og töfrum:
Stane Emersic,
Pod hrasti 19,
61000 Ljubljana,
Slovenia.
ÞRJÁTÍU og tveggja ára
Þjóðveiji með áhuga á
ferðalögum og ljósmyndun
auk mikiis íslandsáhuga:
Bernhard Döser,
Postfach 1426,
88620 Pfullendorf,
Germany.
FIMMTÁN ára japönsk
stúlka með áhuga á tónlist
og íþróttum:
Megumi Suzukawa,
6 Nabuto Himaka-jima,
Minamichita-cho,
Chita-gun,
Aichi 470-35,
Japana.
TVÍTUG frönsk stúlka, sem
nemur ensku, arabísku og
félagsfræði í hástkóla í
heimabæ sínum, með marg-
vísleg áhugamál:
Agnes Degras,
2 Square du Com-
mandant,
Christian Dutertre,
35 200 Rennes,
France.
ÍTÖLSK kona, 35 ára, með
íslandsáhuga, vill eignast
pennavini hér á landi:
Pina Borzi,
Via Catania, 469,
Compl. Palano Sc. G
Int.70,
98124 Messina,
Italy.
STJÖRNUSPÁ
eftlr Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert mikill hugsuður
og hefur dálæti á
góðum bókmenntum.
Hrútur
(21. mars- 19. aprfl)
Þú verður að kanna betur
verkefni, sem þú vinnur að,
því það er torleystara en þú
ætlaðir. Vinur leitar ráða hjá
þér í kvöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí) ttfö
Eitthvað gerist í vinnunni í
dag sem getur leitt til
óvænts ferðalags. Þú hefur
lagt þitt af mörkum og verð-
skuldar umbun.
Tvíburar
(21.maí-20.júní) 5»
Láttu ekkert trufla þig við
vinnuna í dag. Ef þú einbeit-
ir þér getur þú náð mikil-
vægum árangri. Slakaðu svo
á í kvöld.
Krabbi
(21.júnf — 22. júlf)
Sagt er að viljir þú fá eitt-
hvað vel gert sé réttast að
treysta á eigið framtak. Það
á vel við í vinnunni í dag.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Viðræður við ráðgjafa vísa
þér leiðina til bættrar af-
komu. Vinur trúir þér fyrir
leyndarmáli, sem kemur
mjög á óvart.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Ef þú átt erfitt með að finna
lausn á vandasömu verkefni
í vinnunni, er starfsfélagi
reiðubúinn að rétta hjálpar-
hönd.
Vög
(23. sept. - 22. október)
Þér tekst vel að koma hug-
myndum þínum á framfæri
í vinnunni í dag, og þér verð-
ur falið að leysa skemmtilegt
verkefni.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú átt auðvelt með að ein-
beita þér í vinnunni í dag,
og með góðri aðstoð starfsfé-
laga nærð þú tilætluðum
árangri.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Þú hefur tilhneigingu til að
eyða of miklu, og ættir ekki
að láta . árlegar útsölur
freista þín. Góðar fréttir ber-
ast í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) &
Góður andi ríkir á vinnustað
í dag, og með sameiginlegu
átaki tekst að leysa erfitt
verkefni. Fagnaðu með vin-
um í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar- 18. febrúar) ðh
Félagar vinna vel saman í
dag og tækifæri gefst til að
tryggja fjánnögnun á sam-
eiginlegu verkefni. Slakaðu
á heima í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) S*
Sumir eru að íhuga heim-
sókn til vina sem búa í öðru
sveitarfélagi. Barn kemur
þér ánægjulega á óvart þeg-
ar kvöldar.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
XVÖFALDIIR
POTTUR
i Víkingalottóinu!
Hvað mundir þú gera
ef þú ynnir 100
milljónir í kvöld?
V I K I N G A
LfTTt
Til mikils að vinna!
(íslensk-Á
Alla miðvikudaga fyrirkl. 17.00.