Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 11 FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKURBORGAR Hámarkshraði lækkaður í Hlíða- og Lækjahverfi RAKEL Adolphsdóttir bíður við gangbraut við Hlíðaskóla. Morgunbiaðið/Ásdts Umferðar- slysum fækkað um 20% fram til aldamóta SAMKVÆMT fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir auknu framlagi til umferðarörygg- ismála, að sögn borgarstjóra. Gert er ráð fyrir að í Hlíða- og Lækja- hverfi verði afmörkuð 30 km svæði með þrengingum, hraðahindrunum og breyttri aðkomu. í undirbúningi er umferðaröryggisáætlun með það að markmiði að fækka umferðar- slysum um 20% fram til aldamóta. Göngustígur frá Grafarvogi í Elliðaárdal í ræðu borgarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun borg- arinnar kom fram að sérstök áhersla yrði lögð á umbætur útivist- arsvæða í nýjum hverfum og í Efra- Breiðholt, sem hafi orðið útundan í áranna rás. Þá verða hafnar fram- kvæmdir við friðlandið í Vatnsmýr- inni með það fyrir augum að vernda þar enn frekar náttúru og fuglalíf. Enn fremur er gert ráð fyrir lagningu göngustíga um borgar- landið og sagði borgarstjóri að áætlað væri að leggja göngustíg úr Grafarvogi og inn í Elliðaárdal, svo að gangandi og hjólandi íbúar i Grafarvogi komist að og frá hverf- inu án þess að fara yfir miklar umferðargötur. Af öðrum gatnaframkvæmdum nefndi borgarstjóri að gerð yrði vinstri beygja af Reykjanesbraut inn í Norður-Mjódd, sem mun gera aðkomu að verslunarmiðstöðinni aðgengilegri en nú er. Borgarstjóri sagði að gert væri ráð fyrir endurbótum í Austur- stræti á árinu. Gatan væri mjög slitin enda hafi verið gert ráð fyrir að Austurstræti yrði göngugata en ekki að bílar færu þar um eins og síðar varð. Jafnframt yrði ráðist í endurbætur í Templarasundi við Dómkirkjuna en kirkjan ætti af- mæli á árinu. Endurbætur yrðu gerðar á Hverfisgötu sem miðuðu að því að gera götuna að tvístefnuaksturs- götu. Samhliða yrði öryggi gang- andi vegfarenda aukið á götunni með gönguleiðum yfir hana til móts við Þjóðleikhúsið, Vitastíg og Vatnsstíg. Til framkvæmda á Skólavörðu- holti verður varið 20 milljónum. Sagði borgarstjóri að það væri mjög brýnt að lagfæra svæðið framan við Hallgrímskirkju. Aukinn stjórnunar- kostnaður Risna lækkar um 50% í SKÝRSLU borgarstjóra með fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar kemur fram að kostn- aður af stjórnun borgarinnar og rekstri borgarskrifstofanna í Ráðhúsinu er áætlaður um 386,2 milljónir á árinu. Er það 27,9 milljón króna hækkun miðað við áætlaða útkomu síð- astliðins árs. Fram kemur að risna borgarinnar lækkaði um 50% miðað við árið 1994. í máli borgarstjóra á fundi borgarstjómar kom fram að á síðasta ári hafi náðst umtals- verður sparnaður í risnu- og ferðakostnaði borgarinnar. Kostnaður vegna risnu á árinu 1995 var rúmar 14 milljónir en var 27 milljónir árið 1993 og rúmar 28 milljónir árið 1994. Halli á rekstri sundstaða HALLI á rekstri sundstaða árið 1996 er áætlaður um 98 milljónir króna, samkvæmt skýrsju borgarstjóra með fjár- hagsáætlun Reykjavíkur. Þar segir ennfremur að heildarkostnaður við rekstur sundstaða á vegum íþrótta- og tómstundarráðs sé áætlað- ur um 322 milljónir árið 1996 en aðgangseyrir og aðrar tekj- ur em áætlaðar um 224 millj. Um 6,3% aukning til menningarmála 1,1 milljarður króna til íþrótta, tómstunda og æskulýðsmálefna S AMANLÖGÐ framlög til menn- ingarmála eru áætluð 567,2 millj- ónir króna að frádregnum endur- greiðslum, segir í skýrslu borgar- stjóra með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Er þetta 6,3% hærri upphæð miðað við áætlun síðasta árs, en þá fóru útgjöld málaflokksins tæplega 29 milljón- ir fram úr áætlun. Fram kemur að verkefni borg- arinnar á sviði menningarmála fari sífellt vaxandi og að nærri láti að borgin sé hálfdrættingur á við ríkissjóð. Reykjavík sem höf- uðborg gegni margþættum skyld- um umfram önnur sveitarfélög og nú hafi hún verið útnefnd sem ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Borgarbókasafnið Þá segir að kostnaður af rekstri Borgarbókasafns að frádregnum endurgreiðslum sé áætlaður 177,1 miljj. Reiknað er með að heim- sóknir í útlánsdeildir safnsins hafi verið tæplega 540 þúsund árið 1995 en það er um 7% aukning frá árinu 1994. Útlánatalning sýni nær 20 þúsund eininga aukningu á útlánum yfir sama tímabil. Safn- ið rekur fimm útibú og tvær bóka- bifreiðar auk þess sem stefnt er að því að opna nýtt útibú í kjall- ara Grafarvogskirkju fyrir lok ársins. Rúmar 46 millj. vegna sýninga Til Kjarvalsstaða, Ásmundar- safns og sýninga erlendis verður varið samtals 46,1 miljj. en Lista- safn Reykjavíkur hefur einnig umsjón með allri listaverkaeign borgarinnar. Auk þess skipulegg- ur safnið sýningar á verkum eftir íslenska og erlenda listamenn. Gert er ráð fyrir 12 sýningum á árinu á Kjarvalsstöðum, þar af einni á íslenskri byggingaiist og tveimur sýningum í Asmundar- safni. Á árinu er gert ráð fyrir kynningu á íslenskri myndlist í Prag, Vilníus og Kaupmannahöfn. Auk þess mun Listasafn Reykja- víkur taka þátt í gerð farandsýn- ingar á verkum eftir Erró í Aust- urríki og Þýskalandi. Óeðlilega stór hluti kostnaðar Fram kemur að Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur á undanförnum árum verið látið bera óeðlilega stóran hluta kostnaðar af sýning- arhaldi annarra borgarstofnana. Á liðnu ári var kostnaður við rekstur safnsins 13,9 millj. í stað 9,5 millj. samkvæmt fjárhagsáætl- un. Standa vonir til að á næsta ári verði unnt að halda kostnaði í lágmarki og eru 7,1 millj. á áætl- un til safnsins. Árbæjarsafn Framlag til reksturs Árbæjar- safns, fornleifarannsókna í Viðey, Vefstofu og Laufásvegar 43 verð- ur 51,6 miRj. Á árinu er fyrirhug- að að ljúka endurbyggingu Lækj- argötu 4 í meginatriðum og opna hana á 40 ára afmæli safnsins árið 1997. Leikfélag Reykjavíkur Framlag til Leikfélags Reykja- víkur er áætlað 140 millj. Fram kemur að sérstökum vinnuhópi hafi verið falið að yfirfara rekstur Borgarleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur. Hópurinn hafi skilað skýrslu, sem byggt verður á og var í fyrra samþykkt aukafjárveit- ing til Leikfélagsins. Til Listahá- tíðar í Reykjavík, sem haldin veð- ur í sumar verður varið 14 millj. og er gert ráð fyrir jafnháu fram- lagi úr ríkissjóði. FJÁRVEITING til æskulýðs-, tóm- stunda og íþróttamála verður 1,1 milljarður árið 1996 samkvæmt fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar. Kostnaður við rekstur æskulýðs-, tómstunda- og atvinnumála fyrir ungt fólk er áætlaður 283,4 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að rekstur íþróttahúsanna við Seljaskóla, Aust- urberg og við Dalhús í Grafarvogi verði í umsjá íþrótta- og tómstunda- ráðs. Kostnaður vegna íþróttahús- anna auk Laugardalshallar, Laugar- dalsvalla og félagavalla er áætlaður 53,7 milljónir. Þar af eru um 20,7 milljónir vegna valla íþróttafélag- anna. 118 millj. vegna félagsmiðstöðva í skýrslu borgarstjóra með fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar, kemur meðal annars fram að á veg- um íþrótta- og tómstundaráðs eru starfræktar átta félagsmiðstöðvar. Áætlaður kostnaður við rekstur þeirra er 118 millj. Rekstur smíða- valla heyrir undir íþrótta- og tóm- stundaráð og að þeim meðtöldum er kostnaður vegna sumamámskeiða á vegum ráðsins í hverfum borgarinnar áætlaður 35,6 millj. Fram kemur að unnið er að endurskipulagningu sum- amámskeiða í samstarfí við Skóla- skrifstofu, með samræmda þjónustu þeirra og iieilsdagskólans í huga. Samstarf við skóla Bent er á að á vegum íþrótta- og tómstundaráðs, fari einnig fram umfangsmikið félags- og tómstunda- starf í samstarfí við grunnskóla borg- arinnar. Áætlaður kostnaður er 27,6 millj, en tæplega 16 millj. greiðast af Skólaskrifstofu. Samtals er því varið um 43,4 millj. til félags- og tómstundastarfs í gmnnskólum. A síðasta ári voru þátttakendur 7.180. Framlag til starfsemi vegna nýbúa er áætlað 8,9 millj. Um er að ræða ýmsa félags- og tómstundastarfsemi og upplýsingamiðlun í samstarfí við Námsflokka Reykjavíkur og mennta- málaráðuneytið, auk sérstakra verk- efna fyrir atvinnulausa nýbúa með stuðningi Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Starfsemi Hins hússins flutti í Geysishúsið á síðasta ári en þar fer fram fjölbreytt starfsemi fyrir ungt fók á aldrinum 16-25 ára. Kostnað- ur af rekstri hússins er áætlaður 24,8 millj. Atvinnumál ungs fólks I skýrslunni kemur fram að íþrótta- og tómstundaráð hafi á und- afömum misserum beitt sér í at- vinnumálum ungs fólks. Fjárveiting vegna þessa var um 112 millj. á síð- asta ári og voi-u um 500 unglingar og aðrir starfsmenn ráðnir í sérstök sumarverkefni auk um 440 sem ráðnir voru í átaksverkefni. Árið 1996 er áætlað að ráða sérstaklega um 200 skólanema til sumarstarfa og er gert ráð fyrir 26 millj. vegna þessara úrræða. Að auki má gera ráð fyrir að hlutur ráðsins í fjárveit- ingum vegna átaksverkefna geti orð- ið allt að 25 millj. Þá hefur Reykja- víkurborg í samvinnu við Iðnskólann staðið fyrir starfsmenntunarnámi yfir sumarmánuðina. Námið nær til atvinnulausra ungmenna á aldrinum 16-20 ára og er miðað við 200 nem- endur í hverri lotu. Á síðasta ári sóttu yfír 500 ungmenni um þau 200 pláss sem fyrir hendi voru. í fjár- hagsáætlun er ráðgert að veija 20 millj. til samskonar verkefnis fyrir allt að 200 nemendur og er gert ráð fyrir að um 200 störf skapist vegna verkefnisins. Skíðað og skautað fyrir 45,7 milljónir KOSTNAÐUR við skautasvell og skíðasvæði á vegum Reykjavíkur- borgar er áætlaður samtals 45,7 milljónir, samkvæmt skýrslu borg- arstjóra með fjárhagsáætlun Reykj avíkurborgar. Skíða- og skautasvæði á vegum borgarinnar heyra undir íþrótta- og tómstundaráð. í skýrslu borgar- stjóra kemur fram að kostnaður við skíðasvæði innan borgarmarkanna, skautasvella í hverfum og við skautasvellið í Laugardal sé áætlað- ur um 20,3 millj. Ennfremur er áætlað að hlutur borgarsjóðs í kostnaði af rekstri skíðasvæðanna í Skálafelli og Hengli og rekstri Bláfjallasvæðisins verði 25,4 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.