Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fyrri hluti einleikaraprófs þriggja nemenda með Sinfóníuhljómsveit Islands í Háskólabíói
Heimunnn
er orðinn
svo lítill
SINFONIUHLJOMSVEIT Is-
lands og Tónlistarskólinn
í Reykjavík efna til tón-
leika í Háskólabíói annað
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Eru
þeir fyrri hluti einleikaraprófs
þriggja nemenda Tónlistarskólans í
Reykjavík, Ásu Briem píanóleikara,
Einars Jónssonar básúnuleikara og
Gústavs Sigurðssonar klarínettu-
leikara. Hljómsveitarstjóri er Bem-
harður Wilkinson.
Tónleikamir hefjast á forleik að
ópemnni Cosi fan tutte eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart en að honum
loknum mun kastljósið beinast að
Gústav Sigurðssyni sem flytja tnun
Klarínettukonsert eftir sama tón-
skáld.
„Þetta er eini konsertinn sem
Mozart skrifaði fyrir klarínettu og
jafnframt síðasta verkið sem hann
kláraði," segir Gústav og bætir við
að hann sé af mörgum álitinn besti
konsert sem skrifaður hefur verið
fyrir hljóðfærið. „Það er mjög
merkilegt fyrir þær sakir að klarín-
ettan var tiltölulega nýkomin fram
á sjónarsviðið þegar konsertinn var
saminn. Sjálfur hef ég þekkt hann
mjög lengi og valið var því tiltölu-
lega auðvelt. Það er alltaf krefjandi
að spila Mozart.“
Jafnframt er á efnisskránni
Konsert fyrir básúnu og hljómsveit
eftir Launy Grondahl. Einleikari
verður Einar Jónsson. „Grondahl
er vissulega ekki eitt af stóm
'nöfnunum í tónbókmenntunum en
í þessu úthverfí tónlistarinnar
fínnast ekki margir bitastæðir kon-
sertar. Mér fannst mikilvægast að
verkið sem ég spilaði gæti höfðað
til fólks sem veit ekki mikil deili á
básúnunni og konsert Grondahls
uppfyllir þau skilyrði. Hann er
hnitmiðaður og grípandi," segir
Einar.
Frumkraftur
og viðkvæmni
Ása Briem mun flytja Píanókons-
ert nr. 2 op. 102 eftir Dmitri Sjost-
akovítsj ásamt sinfóníuhljómsveit-
inni. „Þetta er mjög skemmtilegur
og margþættur konsert. í stóram
dráttum má segja að fyrsti kaflinn
einkennist af miklum frumkrafti,
sá næsti af viðkvæmni og sá síð-
asti af fáránleika og margbreytileg-
um takti. Síðasti kaflinn er nokkuð
sérstakur með hliðsjón af því að
framkoma Sjostakovítsj einkenndist
af gráum húmor en ekki kátínu.
Hann mótaðist mjög af aðstæðum
{ Sovétríkjunum," segir Ása en
konsertinn samdi tónskáldið fyrir
son sinn árið 1957.
Seinni hluti einleikaraprófs þre-
menninganna felst í einleikstónleik-
um í vor. Ekkert þeirra hefur þó
enn ákveðið stað og stund. En hvað
tekur við að því loknu?
„Ég ætla í framhaldsnám erlend-
is,“ segir Gústav sem fyrstur verður
fyrir svömm. „Líklegast til Þýska-
Morgunblaðið/Ásdís
EINAR Jónsson básúnuleikari, Ása Briem píanóleikari og Gústav Sigurðsson klarínettuleikari verða
í sviðsljósinu með Sinfóníuhljómsveit íslands annað kvöld.
lands en þar er rík blásarahefð og
gott að læra. Að öðru leyti er ég
opinn fyrir öllu enda auðvelt að
komast í tæri við fjölbreytt listalíf
í stórborgum Evrópu."
Ása talar í sama anda: „Ég ætla
að halda áfram að læra eins lengi
og ég get. Eftir einleikstónleikana
í vor mun ég hins vegar fara í frí
til Indlands til að búa mig undir
næstu törn.“
Síðan heldur hún áfram: „Ég er
að vinna í umsóknum um þessar
mundir og leiðin Iiggur í nám til
Evrópu næsta haust - helst til
Englands. Annars langar mig til
að kynnast mörgum kennumm og
sem flestum viðhorfum til tónlistar.
En þegar allt kemur til alls byggist
tónlistamám fyrst og fremst á
manni sjálfum.“
Einar gerir ráð fyrir að taka sér
frí frá námi næsta vetur og snúa
sér að kennslu. „Hugmyndin er hins
vegar að fara fljótlega í framhalds-
nám og hef ég þá Bandaríkin, Bret-
land og Norðurlöndin efst í huga.
Ég á mér hins vegar engan drauma-
kennara."
Snýst um einkaframtakið
Þremenningarnir bera ekki kvíð-
boga fyrir framtíðinni - atvinnu-
horfur séu ágætar. „Þetta snýst
alfarið um einkaframtakið," segir
Gústav og heldur áfram, „og þótt
sagt sé að atvinnuhorfur séu ekkert
sérlega góðar í dag getur það verið
fljótt að breytast."
Öll langar þau að starfa hér á
landi í framtíðinni en segja að út-
lönd séu alls ekki fráhrindandi
starfsvettvangur. „Ég hef aldrei
búið erlendis og langar að prófa
það áður en ég tek endanlega
ákvörðun. Síðan er heimurinn orð-
inn svo lítill að stökkið þarf alls
ekki að vera svo stórt,“ segir Ása.
Þau sjá heldur ekki ástæðu til
að óttast hinn harða heim atvinnu-
mennskunnar á þessu stigi málsins.
„Við komumst fijótlega að því hvar
við stöndum og hvernig við erum
undir samkeppnina búin,“ segir
Gústav og bætir við að tónleikarnir
annað kvöld eigi án efa eftir að
skilja eftir sig mikla reynslu og
styrkja þau sem listamenn. „Það
er virkilega ánægjulegt að fá tæki-
færi til að koma fram með atvinnu-
sinfóníuhljómsveit og forréttindi
sem nemendur njóta almennt ekki
erlendis."
Söng-
skemmtun
á Hvolsvelli
SÖNGNEMENDUR frá Tónlistar-
skóla Ámesinga og Tónlistarskóla
Rangæinga halda sameiginlega
söngskemmtun á Hvolsvelli
fímmtudaginn 25. janúar kl. 21.
Mun þetta vera í fyrsta skipti
sem nemendur þessara skóla halda
sameiginlega tónleika.
Fram koma ellefu einsöngsnem-
endur, fímm frá Árnesingum og
sex frá Rangæingum og era Ár-
nesingamir nemendur Ingveldar
Hjaltested en Rangæingarnir nem-
endur Jóns Sigurbjömssonar.
Munu þeir flytja íslensk og er-
lend lög, en einnig munu Rangæ-
ingarnir syngja nokkur lög saman.
Þetta er í annað sinn sem söng-
deild Tónlistarskóla Rangæinga
heldur sjálfstæða tónleika, en þeir
fyrstu voru fyrir ári í sal skólans.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill á meðan húsrúm leyfir.
Hugsaðu vel um húðina þína.
Marja Entrich sér um sína.
Gakktu við í Grænu línunni.
Græna línan
L n u <í a v e g i 4 6
Húðráðyjof - bætiefnaráðgjö/
-kjarni máhins!
SÖGUSVIÐIÐ er braggahverfin vestur á Melum.
Leitað að braggabúum
TÖKUR Á kvikmynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyj-
an, sem byggð er á svokölluð-
um Eyjabókum Einars Kára-
sonar, hefjast um miðjan febr-
úar og munu að líkindum
standa fram í apríl. í aðalhlut-
verkum verða Baltasar Kor-
mákur, sem fer með hlutverk
Badda, Sigurveig Jónsdóttir,
sem leikur Karólínu, Sveinn
Geirsson, sem leikur Danna
bróður Badda, og Halldóra
Geirharðsdóttir, sem fer með
hlutverk Dollíar. Magnús Ól-
afsson mun leika Hreggvið
kúluvarpara og líklegt er að
meðal annarra leikara verði
Eggert Þorleifsson og Sigurð-
ur Sigurjónsson.
Auglýst hefur verið eftir
aukaleikurum í myndina og
segja aðstandendur hennar að
þeim sé ætlað að leika
braggabúana sem verða í hóp-
atriðum myndarinnar, til dæm-
is í senum frá dansleik og brúð-
kaupsveislu. Umsælqendur
mega vera á öllum aldri, af
öllum stærðum og gerðum.
Voff, voff
LEIKLIST
Leikfélag
Hafnarfjarðar
IIINN EINI SANNI SEPPI
Eftir Tom Stoppard. Leikstjóri: Lár-
us Vilþjálmsson. Leikendur: Gunnar
Guðmundsson, Axel Axelsson, Katrín
Þorláksdóttir, Valdimar Valdimars-
son, Eva Sigurðardóttir, Huld Ósk-
arsdóttir, Smári Johnsen, Lárus Vil-
hjálmsson, Bepjamin J. Kline.
Leikmynd og búningar: Allir í Seppa.
Ljós: Gunnar Guðmundsson, Kjartan
Þórisson. Hljóð: Ragnar Unnarsson
Bæjarbíói, Hafnarfirði.
Frumsýning, 20. janúar.
Á ÞESSU ári era liðin sextíu
ár frá stofnun Leikfélags Hafnar-
fjarðar. Og ef dæma má af þess-
ari uppfærslu á Seppa er engin
ellimörk að sjá á félagsmönnum,
því flestir sem taka þátt í sýning-
unni eru ekki einu sinn komnir á
besta aldur. Ánægjulegt er að sjá
að ungt fólk skuli ekki verða sinnu-
leysinu að bráð sem fylgir skjámöt-
unarfaraldrinum sem ríður yfir
þjóðina. Leikfélagið ætlar að fagna
þessum tímamótum með ýmsum
hætti á leikárinu, og er þessi litla,
skemmtilega sýning fyrsti Iiðurinn
í hátíðahöldunum. Anddyrið í Bæj-
arbíói þjónar sýningunni ágætlega
og eru áhorfendur í svo mikilli
nánd við verkið að minnstu munar
að þeir dragist sjálfír inn í atburða-
rás þess, eða hvað: Hveijir voru
þessir gagnrýnendur sem fóru allt
í einu að skipta sér af framvindu
leikritsins?
Texti Stoppards er að venju
ATRIÐI úr Sönnum seppa.
ísmeygilegur eins og svartar
sokkabuxur: Það er alltaf einhvem
veginn hægt að koma meiru í hann
en ætla mætti, slík er margræðnin
og vísanafjöldinn. Áhugaleikararn-
ir fara glettilega vel með hlutverk
sín og maður sá hvernig rennslið
liðkaðist eftir því sem á leið sýning-
una, enda erfitt að leika í svona
miklu návígi við áhorfendur.
Leikmynd er einkar smekkleg
og persónur hæfilega ýktar. Hinn
eini sanni Seppi er góð blanda af
hinu fyndna og furðulega. Leikfé-
lag Hafnarfjarðar býður hana í
upphafi afmælisársins, og hún er
með sanni ágæt klukkutíma
skemmtun. Ekki spillir heldur fyrir
að handan götunnar er eitt af bestu
kaffihúsum landsins.
Guðbrandur Gíslason