Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fólk Nýr trygg- ingayfir- tannlæknir •REYNIR Jónsson tannlæknir hefur verið ráðinn tryggingayfirtannlæknir hjá Tryggingastofnun rikisins frá 1. febrúar nk. en Þorgrímur Jónsson lætur þá af störfum sem tryggingayfír- tannlæknir fyrir aldurs sakir. Ellefu tann- læknar sóttu um stöðuna og var fengin sérstök hæfnisnefnd til að meta umsækjend- ur. Nefndin taldi fimm umsækjendur hæfasta og var Reynir Jónsson þar á meðal. Reynir lauk prófi í tannlækningum frá Háskóla íslands árið 1981. Á árunum 1981-1982 var hann skóla- tannlæknir í Reykjavík. Reynir lauk framhaldsnámi í tannvegsfræðum frá Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada árið 1985 og hlaut sérfræði- leyfi í tannvegslækningum á íslandi sama ár. Frá desember 1985 hefur hann rekið eigin tannlæknastofu í Reykjavík. Reynir kenndi tannvegsfræði við Háskóla íslands frá 1986-1989 og hefur nú kennt þarfrá árinu 1994. Eiginkona Reynis er Ingibjörg Georgsdóttir bamalæknir. Þau eiga fjögur böm. Tunglið hefur mikil áhrif á sjávarföllin ÁSTÆÐAN fyrir mikilli sjávar- hæð við Island í gær og fyrradag er staða tungls, jarðar og sólar. Með vissu árabili er staða tungls og sólar gagnvart jörðu með þeim hætti að flóðahæð verður óvenjulega mikil. Sjávarhæð fór þessa daga upp undir 4,5 metra. Þar sem veður var stillt sköpuð- ust engin vandræði af þessum sökum. Flóð og fjara verða yfirleitt tvisvar hvern sólarhring. Þegar yfirborð sjávar er hæst er sagt að það sé flóð og fjara u.þ.b. 6 tímum síðar þegar yfirborð sjáv- ar er lægst. Hækkun og lækkun sjávar er ekki jöfn frá degi til dags. Vegna snúnings jarðar og tunglsins kringum jörðina seink- ar flóði og fjöru um hér um bil 50 mínútur hvern dag. Aðdrátt- arafl jarðar heldur sjónum við jörðina. Sjávarföllin stafa af meiri áhrifum aðdráttarafls tunglsins á þann helming jarðar- innar sem að því snýr hverju sinni en á hinn helminginn sem frá þvísnýr og einnig af áhrifum sólar. Áhrif tunglsins eru þó lið- lega tvöfalt meiri en áhrif sólar- innar. Margt hefur áhrif á sjávarhæð Fleira kemur til sem eykur á breytileika sjávarfalla. Tungl- brautin er ekki alveg réttur hringur heldur sporbaugur og þess vegna er fjarlægð tungls frá jörðu lítið eitt breytileg. Þetta hefur áhrif á flóðahæðina. Akveðnum tíma eftir að tungl er næst jörðu verður flóðahæðin óvenju mikil og ákveðnum tíma eftir að tungl er fjærst jörðu verður flóðahæðin óvenjulega lít- il. Mest verður flóðahæðin þegar saman fer fullt eða nýtt tungl og lítil fjarlægð tungls frá jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá borgarverkfræðingi í Reykjavík verður sjávarhæð í Reykjavík einu sinni á ári 4,4 metrar. Á 10 ára fresti getur sjávarhæð orðið 4,85 metrar. Á 20 ára fresti get- ur sjávarhæð orðið 4,95 metrar. Á 50 ára fresti getur sjávarhæð orðið 5,1 metri og á 100 ára fresti má búast við að sjávarhæð við Reykjavík verði 5,2 metrar. Loft- þrýstingur og veður hafa mikil áhrif á sjávarhæð. Fari saman há sjávarhæð og vont veður má búast við að tjón verði vegna flóða. Ef veður er gott þegar sjávarflóð eru óvenju mikil eru litlar líkur á að Ijón verði á mannvirkjum vegna flóða. Hæðarmunur milli flóðs og fjöru er breytilegur meðfram stönd landsins. Meðalmunur flóðs og fjöru við ísland er 0,5-4 metrar en mestur verður flóða- munur í Breiðafirði um 6 metr- ar. Landfræðilegar aðstæður hafa þannig áhrif á flóðahæð. Samspil tungl- og sólarflóða, horft niður á norðurskaut i saman. Stórstraumur Sólarflóð € Nýtt tungl SÓI € Tunglflðð Tungl í fyrsta kvartili. Aðdráttarkraftar tungls og sólar vinna hvor gegn öðrum Smástraumur Sólarflóð SÓI Fullttungl. Aðdráttarkraftar tungls ogsólarverkasaman. Stórstraumur Sói Tungl í þriðja kvartili. Aðdrattarkraftar tungls og sólar vinna hvor gegn öðrum Smástraumur Tungl i þriðja kvartili Sól 1994 Læknum voru ekki gefnar réttar upplýsingar eftir líkamsárás Engir áverkar voru sjáanlegir ARI Jóhannesson, yfirlæknir við Sjúkrahús Akraness, segir að þegar stúlkan, sem ráðist var á aðfaranótt laugardags, hafí komið til skoðunar strax eftir árásina hafi ekki komið fram réttar upplýsingar um það fyr- ir hveiju hún hefði orðið. Engir áverkar hafí verið sjáanlegir og hún hafi því verið send heim eftir ræki- lega skoðun. Ari segir að stúlkan og vinkona hennar hafí sagt að stúlkan hefði fengið olnbogaskot í höfuðið. Hún hefði fallið við og staðið upp aftur. Aldrei hafi verið minnst á að um alvarlega líkamsárás hefði verið að ræða. „Sagan sem við fáum er ekki samkvæmt því sem síðar kemur í ljós,“ segir Ari. Hann segir að stúlkan hafi verið skoðuð rækilega, höfð svolitla stund á sjúkrahúsinu og síðan leyft að fara heim. Það hafi ekki verið fyrr en hún kom aftur á sjúkrahúsið um morgun- inn, þá orðin mjög lasin, að augljóst hafí verið hvað gera þurfti og þá hafí engra lýsinga þurft við. „Þá var greinilegt að eitthvað alvarlegt hafði gerst,“ segir hann. Mat alltaf einstaklingsbundið Ari segir að ekki sé óalgengt að fólk komi inn á sjúkrahúsið eftir að hafa lent í ryskingum og gefí lýsing- ar svipaðar þeirri sem stúlkan gaf. „Mat er alltaf einstaklingsbundið og ekki hægt að gefa út neina allsherjar- reglu um hvemig bregðast skuli við. Á svona nóttu getur komið fjöldi manns sem lent hefur í ryskingum, áfengi hefur oft verið með í spilinu, og það er ekki hægt að halda hveij- um og einum eftir hér. Hins vegar verða svona atvik alltaf til þess að menn endurskoða vinnureglur sínar og það munum við gera án þess að ég sé að segja að þama hafí verið staðið rangt að. Það á eftir að skoða það betur,“ segir Ari. Morgunverðarfundur Föstudaginn 26. janúar 1996, Skála, 2. hæð Hótel Sögu frá kl. 8:00 - 9:30 Rétt fólk í réttar stöður Starfsmannagreining - Vinnustaðagreining Larry Hadfield Hér á landi er staddur einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna á sviði starfsmannagreiningar, Larry Hadfield, starfsmaður The Gallup Organization. Af því tilefni boðar Félag viðskipta- fræðinga og hagfræðinga til morgunverðarfundar föstudaginn 26. janúar kl. 8:00-9:30. Á fundinum mun Larry Hadfield fjalla um: Hvetjandi starfsumhverfi. Hvernig má mæla hæfni og frammistööu fyrirtækja á sviði starfsmannastjórnunar. Árangursríkar aðferðir við starfsmannaval. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur-gestir veikomnir Kennarar vilja sérstök lög um réttindamál sín FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Kennarasambands íslands sam- þykkti í fyrradag að setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi aðild sambandsins að vinnu við undirbún- ing flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélága, að sett verði sér- stök lög um réttindi kennara og skólastjóra. Eiríkur Jónsson, formaður KI, segir að fallist stjórnvöld og Alþingi á þetta skilyrði sé_ ekkert því til fyrirstöðu af hálfu KÍ, að flutningur- inn geti átt sér stað 1. ágúst 1996 eins og ráðgert hefur verið. Verði ekki fallist á skilyrðið muni KÍ draga sig út úr viðræðum um flutninginn. Eiríkur sagði að kennarar væru þokkalega sáttir við álit nefndar sem fjallaði um réttindamál grunnskóla- kennara við flutning grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. „En við setjum það sem skilyrði að gengið verði frá þessu í sérstakri löggjöf um kenn- ara og skólastjóra. Astæðan fyrir því að við setjum þetta skilyrði er sú að það er verið að endurskoða lögin um réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna og lög um fæðingaror- lof. Ef við sleppum hendinni af málinu núna í febrúar má allt eins búast við að lögum verði breytt síð- ar á árinu og þar með væri verið að skerða réttindi sem við erum að semja um núna. Tillaga nefndarinnar er að lög og reglugerðir um kennara flytjist yfír og kjarasamningurinn sömuleiðis og við getum ekki sætt okkur við að einn aðili málsins, í þessu tilviki rík- isvaldið, hafí sjálfdæmi um hvernig það breytir réttindum okkar og að við séum bundin af kjarasamningi á móti.“ Ótti við að réttindi verði skert síðar Aðspurður sagði Eiríkur rétt að réttindum opinberra starfsmanna yrði ekki breytt nema Alþingi tæki um það sérstaka ákvörðun. „Ef allir aðilar málsins, ríkið, kennarar og sveitarfélög, ná samkomulagi um réttindamálin núna og um það sett sérstök löggjöf, teljum við að litlar líkur séu á að Alþingi rífí þá lög- gjöf upp einhveijum mánuðum eftir að hún hefur verið sett.“ Eiríkur sagði að talsverðrar tor- tryggni gæti meðal kennara út í þá endurskoðun sem nú stæði yfir á lögum um réttindi og skyidur opin- berra starfsmanna og reglum um fæðingarorlof. Kennarar ættu eng- an fulltrúa í nefndum sem væru að íjalla um þessi mál. Kennarar vildu búa þannig um hnútana að þeim samningi um réttindi kennara, sem verið væri að ganga frá núna, yrði ekki breytt síðar á þessu ári. Ný kröfugerð undirbúin í ályktun fulltrúarráðsfundar KÍ er vakin athygli á því að núgildandi kjarasamningar kennara og ríkisins renna út 1. janúar 1997 og nauðsyn- legt sé að taka tillit til þess við flutn- ing tekjustofna frá ríki til sveitarfé- laga, að verulegar launahækkanir verði með nýjum samningi. Fundur- inn fól stjórn og kjararáði KÍ að hraða undirbúningi að kröfugerð vegna nýs kjarasamnings við sveit- arfélögin. Skattlagning hlunninda jarðar að hámarki 0,5% YFIRFASTEIGNAMATSNEFND hefur kveðið upp úrskurð sem felur í sér að skattlagning hlunninda sem fylgja jörðum sem ejngöngu eru notaðar til landbúnaðár skuli vera að hámarki 0,5% af álagningar- stofni. Iílunnindi sem þessi hafa fram að þessu víða verið skattlögð allt að 1% eða meira af álagningar- stofni. Ábúandi jarðar á Vesturlandi vé- fengdi réttmæti ákvörðunar viðkom- andi sveitastjórnar að leggja 1% fasteignaskatt á hlunnindi jarðarinn- ar. Frá þessu er sagt í Bændablaðinu 17. janúar síðastliðinn. Skatturinn var lagður á eftir að sveitarfélag það sem bóndinn bjó í var sameinað öðrum sveitarfélögum. Áður hafði skattlagningin numið 0,36% af álagningarstofni. Bóndinn kærði skattlagninguna til yfírfast- eignamatsnefndar. Laxveiðiréttindi ekki fasteign í úrskurði nefndarinnar segir m.a. að laxveiðihlunnindi sem fylgi jörð séu ekki fasteign samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna. Hlunnindi séu fasteignaréttindi sem metin eru með jörð og eru hluti henn- ar nema þau hafi löglega verið frá henni skilin. Samkvæmt lögum sé fasteignum skipt í tvo gjaldflokka við álagningu fasteignaskatts. Af fyrri flokknum skuli fasteignaskatt- ur vera allt að 0,5% af álagingar- stofni en allt að 1,12% af seinni flokknum. Undir fýrri gjaldflokk falla íbúðir og íbúðarhús ásamt lóð- arréttindum, erfðafestulönd ogjarð- eignir sem ekki eru nytjaðar til ann- ars en landbúnaðar, útihús og mann- virki á bújörðum sem tengd eru land- búnaði, og sumarbústaðir ásamt lóðaréttindum. í úrskurðinum segir að óumdeilt sé að viðkomandi jörð sé eingöngu nytjuð til landbúnaðar. Jörðinni fylgi veiðiréttindi sem séu hluti jarðeign- arinnar í skilningi ákvæða laga um fyrri gjaldflokkinn. Úrskurðarorð yfirfasteignamatsnefndar er á þá leið að álagður fasteignaskattur á viðkomandi jörð skuli ekki vera hærri en 0,5% af álagningarstofni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.