Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELÍAS KR. _. KRISTJÁNSSON + Elías Kristján Kristjánsson fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1909. Hann lést á hj úkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði 17. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Helga Friðriksdóttir Veld- ing, f. 5. maí 1888, d. 31. ágúst 1941, og Kristján As- mundsson Hall, bakari, f. 17. októ- ber 1886, d. 14. nóv- ember 1918. Elías átti engin alsystkini en níu hálfsystkini. Móðir hans var tvígift, fyrri maður hennar var Guðmundur Jóhannsson, með honum átti hún þrjú börn, Friðriku Petru, Guðmund og Kristin. Síðari maður hennar var Sigurður Sæmundsson, með honum átti hún tvö börn, Karl og Inger Hansínu. Hálfsystkini Elíasar samfeðra voru Gunnar Hall, Anna, Unnur og Karl. Elías kvæntist 6. september 1930 r Ingibjörgu Finnbogadóttur, f. 14. júní 1910, d. 12. mars 1982. Hún var dóttir hjónanna Guð- bjargar Guðmundsdóttur og Finnboga Finnssonar múrara í Reykjavík. Börn Ingibjargar og Elíasar voru fjögur. 1) Helgi, f. 23. nóvember 1930, d. 24. júlí 1993, kvæntur Jakobínu Hermannsdóttur, sem einnig er látin. Þau áttu sex börn. 2) Björgvin, f. 25. júlí 1937, kvænt- ur Ingibjörgu Aðalsteinsdóttur, þau eiga fjögur börn. 3) Pétur, f. 2. maí 1941, kvæntur Guðlaugu Eiríks- dóttur, þau eiga tvo syni, en Pétur átti fyrir eina dóttur. 4) Guðbjörg, f. 4. október 1946, gift- ist Ingjaldi Ásvalds- syni, þau slitu sam- vistir en eiga tvö börn. Sambýlismað- ur Guðbjargar er Gísli Friðfinnsson. Barnabörn Ingi- bjargar og Elíasar eru orðin fimmtán og barna- barnabörnin átján. Elías nam bifvélavirlgun á árunum fyrir 1930, á Bifreiða- verkstæði Sveins og Geira. Að námi loknu vann hann sem vörubílstjóri, fyrstu árin hjá öðrum en síðar á eigin bíl. Árið 1947 hætti hann vörubílaakstri og fór að vinna að iðn sinni. Hann rak lengst af eigið verk- stæði, en hætti því 1973 og fór þá að vinna hjá Berki hf. í Hafnarfirði, þar sem hann átti sín starfslok. Ingibjörg og Elías hófu búskap á Lindargötu 8b 1930, en bjuggu síðan á ýmsum stöðum í Reykjavík. Árið 1953 fluttu þau í Hlégerði 35 í Kópa- vogi og áttu þar heima lengst af. Þaðan fóru þau á Álfaskeið 100, Hafnarfirði, en síðustu árin dvaldi Elías á Hrafnistu í sama bæ. Útför Elíasar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. TRYGGUR og góður vinur er lát- inn. Mig langar að þakka honum í nokkrum orðum fyrir samfylgdina nú þegar leiðir skilja. Hann var mér miklu meira en vinur, hann var hluti fjölskyldu minnar um nær þriggja áratuga skeið, iðnmeistari minn og lærifaðir. Hann kendi mér margt, mótaði starfsferil minn, og ■ með skoðunum sínum, athugasemd- um og hnittnum tilsvörum gat hann oft opnað sýn að kjama umræðunn- ar. Hann var ekki alltaf mjúkur í fasi, en ég vissi að ég átti vináttu hans heila, og fyrir það er ég stolt- ur. j* Ég kynntist honum fyrir rúmum þremur áratugum, þegar ég kom fyrst inn á heimili hans sem verð- andi tengdasonur. Hann var mér framandi í fyrstu. Svolítið hijúfur, og alls ekki hlýr, gat komið með óþægilegar athugasemdir um menn og málefni, og áhugi hans fyrir mér sveitapiltinum stóð aðallega til þess hve mikill væri auður minn í jörðum og laxveiðiám. Þar á ofan var hann ólatur við að tíunda fyrir fólki ýmsa annmarka mína, svo sem að ég væri bæði rauðhærður og æti ósköpin öll af sultu. Það tók mig nokkum tíma að skilja það að honum líkaði alls ekki illa við mig, heldur var þetta hans aðferð til að nálgast mig og kynn- ast. Enda kom það fljótt í ljós eftir að við Guðbjörg dóttir hans hófum t Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og vinur, VALGERÐUR LIUA JÓIMSDÓTTIR, Hæðargarði 36, áður Breiðagerði 21, lést í Borgarspítalanum að morgni 20. janúar. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju föstu- daginn 26. janúar kl. 13.30. Einar Eiríksson, Eiríkur Páll Einarsson, Björg Magnúsdóttir, Valgarður Sigurður Einarssson, Björn Ingi, Þórdís Lilja, Eydfs Valgerður, Sirrey María, Þorbjörg Katarínusdóttir og synir, Ingi Bjarnar. t Minningarathöfn um elskulegan bróður okkar og frænda, TÓMAS EMIL MAGNÚSSON frá (safirði, fer fram í Fossvogskapellu fimmtudag- inn 25. janúar kl. 13.30. Útför frá ísafjarðarkirkju auglýst síðar. Ólafur I. Magnússon, Arnþrúður Aspelund, Halldór Magnússon, Jónas Magnússon, Kristin Högnadóttir. búskap að það var fátt sem þau heiðurshjónin Ingibjörg og Elías vildu ekki fyrir okkur gera. Þau breyttu húsi sínu í Hlégerði 35 þannig að við fengum þar sér íbúð sem við bjuggum í um sex ára skeið. Vafalaust nutum við þess að Guð- björg var þeirra yngsta bam og eina dóttir. Þetta voru góð ár. Heimili þeirra Ingibjargar og Elíasar í Hlégerði var einstaklega myndarlegt. Þau voru samhent í því að hlú svo vel að húsum og garði, að til fyrirmynd- ar var. Þarna lærði ég bifvélavirkjun í bílskúrnum hjá Elíasi. Það var góð- ur skóli. Elías var góður bifvéla- virki, hörkuduglegur og vihnusam- ur. Hann gerði miklar kröfur til þess að það sem gert var væri í góðu lagi. Viðskiptavinirnir komu víða að og áttu það flestir sameigin- legt að vera góðir vinir hans, enda vom þeir tryggir þessu litla verk- stæði. Hann kallaði þá ekkert endi- lega þeim nöfnum sem presturinn hafði gefið þeim, heldur nefndi þá sjálfur, eða í versta tilfelli skeytti einhverju við þeirra eigin nöfn. Þetta var ekki gert í þeim tilgangi að gera lítið úr viðkomandi, heldur var þetta gert til að gefa lífinu aukinn lit. Og verkstæðið, sem stað- sett var inni í miðri íbúðarhúsa- byggð, varð eins og af sjálfu sér menningarmiðstöð fyrir samfélagið. Strákamir í götunni urðu heima- gangar, komu við eftir skóla og sögðu tíðindi, enda var Elías þeim sérstaklega góður og þeim þótti vænt um hann. í sumum tilfellum varð þetta vinátta sem entist til síðustu stundar, og hann mat mik- ils. Þetta var það umhverfi Elíasar sem ég kynntist fyrst. Seinna lærði ég að þekkja manninn sjálfan, kynnast mannkostum hans og veik- leika. Hans lífssýn markaðist af ástandi kreppuáranna og fátæku uppeldi, og hann var alltaf búinn undir að slíkt ástand gæti komið aftur. Hann var hörkuduglegur og vinnusamur maður sem var stað- ráðinn í því að sjá sér og sínum farborða í hörðum heimi, enda gekk honum það vel. Það gafst því lítill tími til að huga að sínum starfslokum og rækta þau áhugamál sem hægt er að sinna í ellinni. Að þurfa að hætta að vinna og „ráfa um og góna“ varð Elíasi ekki létt. Elías var vel gefinn maður sem sá umhverfi sitt og samferðafólk þeim augum að maður þurfti oft ábendingu hans til að eygja það sem augljóst var. Mér datt oft í hug Nóbelsskáldið frá Laxnesi, þegar hann sá persónur manna og um- hverfi sitt frá svo allt annarri hlið en augljós virtist flestum. Tilsvör hans og athugasemdir voru þá oft slík snilld að lifa munu með þeim sem því kynntust. Elías gat átt það til að vera mjög htjúfur í skapi og orðum, en hann var einstaklega raungóður og trygglyndur, sérstaklega ef hann taldi að einhver ætti erfitt uppdrátt- ar. Hinir sem honum fannst lífs- gæðin leika við áttu ekki alltaf skilning hans. Ég held að æska hans hafí mótað þessar tilfinningar mjög sterkt. Hann var barn einstæðrar móður sem vegna erfiðra aðstæðna varð að láta hann frá sér í fóstur til vandalausra. Hann var alinn upp í Hraunsholti í Garðahreppi, hjá hjónunum Helgu Eysteinsdóttur og Jakobi Gunnarssyni, sem hann tal- aði alltaf hlýtt til. En á þessum árum var dreng, sem vistaður hafði verið á heimili hjá óviðkomandi, ætlað að hjálpa til og hann byijaði því mjög ungur að vinna fyrir sér. Fjórtán ára gamall yfirgaf hann Hraunsholtsheimilið og hélt út í líf- ið með eigur sínar á bakinu, hnýtt- ar í koddaver. Það er enginn vafi að þessar aðstæður höfðu mjög sterk áhrif, og urðu til að móta lífsskoðanir hans. Honum var það alltaf ákaf- lega mikið kappsmál að heimilið og Ijolskylduna skyldi ekkert skorta. I hans augum var heimilisföðurnum skylt að sjá konu og bömum far- borða, og ábyrgðartilfinning hans þar um var mjög sterk. Þessar skoð- anir hans breyttust ekkert í tímans rás, enda orðaði hann það oft svo að þjóðfélagserfiðleikarnir hefðu fyrst byijað fyrir alvöru „þegar konunum var hleypt út á vinnu- markaðinn“. Elías nam bifvélavirkjun hjá Bif- reiðaverkstæði Sveins og Geira í Reykjavík og lauk námi um 1930. Að því loknu hóf hann akstur vöru- bíla, fyrst hjá Kornelíusi Sigmunds- syni byggingameistara, en frá 1933-1947 var hann með eigin bíl hjá_ Vörubílastöðinni Þrótti. Á þessum árum var öllu efni handmokað á bílana og í flestum tilfellum af bílstjóranum einum. Þau urðu mörg bílhlössin sem Elías mokaði á þessum árum, enda var hann víkingur duglegur, og ekki á því að gefa eftir sinn hlut. Árið 1947 hætti hann akstri og vann í sínu fagi, bifvélavirkjuninni, til árs- ins 1973, lengst af með eigin verk- stæði. Eftir það starfaði hann hjá Berki hf. í Hafnarfirði uns hann hætti sakir aldurs. Hann missti mikið þegar Ingi- björg féll frá 12. maí 1982. Hún var mjög glæsileg kona og myndar- leg húsmóðir, enda var hún í raun hornsteinninn í lífi Elíasar. Á síðari árum urðu ófáar ferðirnar hans í Fossvogsgarðinn að vitja leiðis hennar, leiðis þar sem ljósið mátti helst aldrei slokkna. Elías bjó á Hrafnistu í Hafnar- firði síðustu sex árin. Þetta voru honum ekki að öllu leyti létt ár, en þar naut hann góðrar umönnunar starfsfólks og barna. Þrátt fyrir ekkert of jákvæða afstöðu til hlut- skiptis síns, sagði hann mér oft undir það síðasta, að hann væri heppinn með hve vel væri hugsað um sig af börnum sínum og starfs- fólki Hrafnistu. Heiðursmaður er genginn, ég þakka honum samfylgdina og allt það sem hann gerði fyrir mig. Að- standendum hans sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Ingjaldur Ásvaldsson. í dag er kvaddur frá Hafnarfjarð- arkirkju elskulegur móðurbróðir minn, Elías Kristjánsson, sem lést að Hrafnistu í Hafnarfirði 17. jan- úar sl. Hann var elstur barna Krist- jáns Hall bakarameistara í Reykja- vík, en hann og kona hans létust í spönsku veikinni frostaveturinn mikla 1918, þá létust einnig tvær hálfsystur Elíasar, Guðlaug og óskírð stúlka, eftir lifðu systkinin Gunnar, Karl, Unnur Valdís og Anna Margrét. Eftir lát foreldra sinna fóru þau í fóstur, Gunnar var hjá Ragnari Blöndal, Karl var hjá Jóni Loftssyni og Unnur Valdís hjá Ingvari Pálssyni og Anna Margrét hjá Jóni Þorlákssyni. Hugsað er til þess tíma, þegar fólk þurfti að varða sinn eigin veg og engan var að spyija, þeir, sem maður trúði mest á horfnir og maður var bara lítill drengur, „munaðarlaus“. Elías lét ekki deigan síga, hann hugsaði hátt,_hann vann af krafti og vann vel. Árið 1930 kvæntist hann sinni yndislegu konu Ingibjörgu Finn- bogadóttur, sem varð hans gæfa í lífinu, saman sköpuðu þau sitt ynd- islega heimili, þar var ekkert yfir- drifið, þar var yndislegt að koma, „alltaf svo hlýtt“. Það var ekki mulið undir hann Elías, hann gerði hlutina sjálfur, af eigin atorku, heiðarleika og drengskap. Hann bjó konu sinni og börnum dásamlegt heimili og þess bera afkomendur merki. Elías var einn af þeim fyrstu, sem lærðu bifvélavirkjun hér á landi, hann þótti með afbrigðum vand- virkur, og það hefir mér verið sagt að margur beið með bifreið sína bilaða og létu engan nema Elías lagfæra, og þá held ég að mikið sé sagt, því að öllum liggur reiðinnar ósköp á. Sjálf kynntist ég ekki þess- um móðurbróður mínum fyrr en 1977. í dag finnst mér það alltof stuttur tími, satt að segja í báða enda, hann var hafsjór af fróðleik, hann þessi hijúfi maður, að mér fannst, fyrst hann átti tár úr auga fyrir hvern þann sem minna mátti sín. Ég minnist svo margs, þegar hann og Ingibjörg kona hans komu í fyrsta sinn til mín og móður minnar að Laufásvegi 58, heim- sóknum okkar til þeirra á Álfaskeið 100, það voru góðir dagar. Móðir mín sagði mér að hún væri svo þakklát fyrir, að fá að kynnast þess- um bróður sínum, það voru einnig orð í tíma töluð, hún lést 21. apríl 1990, því betri vin og frænda er vart hægt að hugsa sér, hvað þá að eiga. Ég sé fyrir mér þennan stolta mann, sem ekki mátti vamm sitt vita í hvívetna er hann stóð yfir moldum lífsförunautar síns, ó hversu erfitt það var! Og við útför elsta sonar síns Helga, þá gat ég ekki annað en grátið, því þá voru tveir bræður mínir nýlátnir. Allir voru þessir frændur á bjartasta skeiði lífsins er þeir kvöddu þetta líf. Um leið og ég þakka yndislegum móðurbróður samferðina og hugg- un mér veitta á erfiðum stundum lífs míns, vil ég votta eftirlifandi börnum Élíasar, Björgvini, Pétri og Guðbjörgu, mína innilegustu sam- úð. Kristín Kristinsdóttir. Kominn er veturinn. Kærastifaðiráhæðum, kvíða vér mættum, ef ei undir v.emd þinni stæðum. Hvað erum vér? Hjálpræði vort er hjá þér, öllum sem útbýtir gæðum. Þúsemgafstvorið, og þú sem gafst sumarið blíða, þú, sem gafst blessun og hjálpræði liðinna tíða, samurertþú. Syrgja hví skyldum vér nú eða því komanda kvíða? (B. Jónsson) Það vetrar ætíð á eftir hausti og með þessum vetri sofnaði afi svefn- inum langa. Haustið í lífi hans var búið að vera langt og kveið hann ekki sínum vetri. Á lífstréi hans byijuðu fyrstu blöðin að falla er amma dó 1982. Hún var hans sól- skin og sumar. Lífshaust hans var milt og fannst afa það stundum fulllangt. Nú hefur síðasta laufblað- ið fallið til jarðar. Elías afi var eini afi minn sem ég kynntist og sem bam var ég mikið hjá afa og ömmu þar sem foreldrar mínir bjuggu undir sama þaki og þau þar til ég var 10 ára. Fyrst í Kópavogi og svo í Hafnarfirði. Mínar fyrstu minningar um afa eru frá verkstæðinu í Auðbrekk- unni. Þegar hann lagði frá sér verk- færin vissi ég að það var komið að því að rölta yfir götuna og kaupa súkkulaðirúsínur. Eg hef ekki verið gömul en þessar ferðir eru minnis- stæðar, sérstaklega fyrir það að ég fékk alltaf að eiga allan pokann. Annars átti afi alltaf sælgætisskál og þegar hann bauð mér sagði hann iðulega að ég skyldi geyma það, sem ég og gerði og átti því alltaf dijúgt í poka. Ég var mikil afastelpa og orð hans „þú hefur það bara eins og þér sýnist“ sögð með áherslu, hljómuðu oft í eyru okkar ömmu en amma hristi bara höfuðið og brosti. En eitt er víst, þessi orð hans giltu alveg. Afi átti tvö áhuga- mál, veiðiskap og hestamennsku. Ég á góðar minningar úr veiðihús- inu í Laxárdal, aðallega með ömmu, þar sem afi var við ána frá morgni til kvölds. Hins vegar tók hann mig með á kastnámskeið og stóð fyrir aftan mig og taldi taktinn í kastinu eins og við værum að stíga dans. Þetta voru ánægjustundir fyrir okk- ur bæði. Hestamennskan tengdi okkur afa ennþá fastar saman. Hestarnir hans, Perla og Máni, voru síðustu reiðskjótar hans. Þegar hann felldi Perlu var hann hættur að fara á bak en folann fékk ég að hafa í tvö ár eftir það. Var það eingöngu gert fyrir mig en nákvæma lýsingu vildi hann fá af hveijum útreiðatúr, end- aði svo iðulega á að hnippa í mig og segja: „Já, hann er gáfaður enda háskólagenginn. Svo er hann líka sjálfskiptur!“ í huga afa var þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.