Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
Guðmundur
Jónsson var
fæddur í Reykjavík
7. des. 1914. Hann
andaðist á Land-
spítalanum 17. jan-
úar sl. Foreldrar
hans voru Ragn-
heiður Kristófers-
dóttir og Jón Guð-
mundsson sjómað-
ur. Guðmundur var
einn af fjórum
;systkinum. Elst er
Guðrún ekkja og
býr í Reykjavík,
Svala sem lést 14
ára gömul, yngst er Kristólína,
en hún býr í Englandi með fjöl-
skyldu sinni. Eftirlifandi eigin-
kona Guðmundar er Olöf Þor-
steinsdóttir frá Langholti í
Flóa, fædd 11. mars 1916. Þau
voru barnlaus.
Guðmundur ólst upp í
Reykjavík og eftir barnaskóla
fór hann að vinna. Fyrst vann
hann hjá Kolaversl-
un Sigurðar Ólafs-
sonar. En um ára-
mótin 1944-1945
fékk hann vinnu hjá
Veiðarfæraverslun
O. Ellingsen og þar
vann hann til starfs-
loka, eða í 40 ár,
lengi sem verslun-
arstjóri. Guðmund-
ur var virkur í VR
og sat í samninga-
nefnd um kjaramál
fyrir félagið og
Landssamband ís-
lenskra verslunar-
manna þar sem hann sat í stjórn
um árabil. Hann hefur hlotið
gullmerki VR fyrir vel unnin
störf. Hann var sömuleiðis virk-
ur í Sósíalistafélaginu og síðar
í Alþýðubandalaginu þar sem
hann sat í miðstjórn um árabil.
Útför Guðmundar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
ÞAÐ ER mér bæði ljúft og skylt
að minnast heiðursmannsins Guð-
mundar Jónssonar. Eg kynntist
Guðmundi stuttu eftir að ég hitti
manninn minn Jón Dalbú Hró-
bjartsson. Guðmundur var þá til-
tölulega nýkvæntur Ólöfu Þor-
steinsdóttur móðprsystur Jóns. En
í lífi Jóns var Óla frænka engin
venjuleg kona. Hún var „frænkan"
og þegar hún giftist Guðmundi fékk
hann sömu tign í virðingarstigan-
um.
Guðmundur og Óla voru jafnan
nefnd bæði í einu og segir það mik-
vjð um hversu náið samband þeirra
var. Þar ríkti gagnkvæm virðing,
þau uppfylltu hvert annað og voru
samtaká í öllu sem gert var. Frá
því ég kom fyrst inn á heimili þeirra
fann ég fyrir þeirri hlýju og gest-
risni sem einkenndi heimilið.
Guðmundur var miklum mann-
kostum gæddur. Hann var ekki
fæddur með silfurskeið í munninum
og varð snemma að fara að vinna
fyrir sér. Formleg skólaganga varð
ekki fyrirferðamikil en í skóla lífsins
öðlaðist hann þá reynslu og vísdóm
sem gagnaðist honum vel allt lífið,
og birtist fyrst og fremst í kærleiks-
ríkri afstöðu til allra þeirra sem
hann umgekkst. Guðmundur aflaði
f^ér þekkingar með lestri bóka og
var gríðarlega vel lesinn og fróður
um hin ýmsu málefni. Hann var
mótaður af lífsbaráttu þriðja og
fjórða áratugarins sem hann fór
ekki varhluta af, og gekk snemma
til liðs við verkalýðshreyfinguna,
og var trúr henni allt sitt líf. Hann
var í raun hinn sanni jafnaðarmað-
ur, starfaði innan vébanda Alþýðu-
bandalagsins og hefur vafalaust
lagt mörgu góðu máli lið. Hann
átti um árabil sæti í stjóm Lands-
sambands verslunarmanna og vann
heilshugar að því að bæta kjör sinn-
ar stéttar.
Guðmundur skipaði stóran sess
í íj'ölskyldu okkar og í þeim ÓIu
Attum við slíkan bakhjarl að því
verður ekki með orðum lýst. Börnin
okkar eignuðust í Guðmundi „afa“
sem þau sakna sárt og verður skarð
hans vandfyllt. Það var gott að setj-
ast inn í stofu til Guðmundar og
ræða við hann. Hann sýndi mikinn
áhuga á þeim viðfangsefnum sem
við vorum að glíma við og var
óþreytandi í að hvetja okkur til
dáða. Guðmundur hafði skemmti-
legt skopskyn, var réttsýnn og ótrú-
lega víðsýnn.
Margar skemmtilegar minningar
koma upp í hugann. Við áttum því
láni að fagna að ferðast með Ólu
og Guðmundi fyrir rúmu einu og
hálfu ári um Mið-Evrópu. Guð-
mundur var orðinn fótafúinn og bar
þess merki að heilsunni var farið
að hraka. En hann kvartaði aldrei
og lét ekki af að dásama fegurð,
veður og sólböð þrátt fyrir að hitinn
hafí stundum verið meiri en góðu
hófi gegndi. Þessi tími var okkur
mjög dýrmætur, sérstaklega þar
sem við höfum ekki haft tækifæri
til náinna samverustunda síðan, þar
sem úthafið hefur skilið okkur að.
Um áramótin hittumst við og þá
var hann nokkuð bjartsýnn á að
geta heimsótt okkur með vorinu til
Gautaborgar. En enginn ræður sín-
um næturstað. Okkur fannst andlát
hans ekki tímabært en þakkarvert
er að fá að halda andlegri reisn til
síðasta dags og það fékk Guðmund-
ur.
Við hjónin þökkum samleiðar-
sporin með Guðmundi. Hann hefur
auðgað líf okkar og verið okkur
ómetanlegur stólpi á lífsleiðinni.
Guð blessi minningu góðs drengs
og styrki Ólu okkar í sorginni.
Inga Þóra Geirlaugsdóttir.
Það kom okkur í opna skjöldu
þegar við systkinin heyrðum þær
fréttir að Guðmundur væri dáinn.
Dauðinn virðist alltaf koma jafn
mikið á óvart, þrátt fyrir að við
vitum öll að einhvern tímann þurfa
allir að mæta honum. Það er erfítt
að lýsa þeim hugsunum sem skjóta
upp kollinum þegar svona fréttir
berast.
Það er fullvíst að okkur systkin-
unum þótti öllum afar vænt um
Guðmund. Við litum á hann sem
eins konar afa okkar. Þau hafa
verið ófá skiptin sem við komum á
Langholtsveginn til Ólu og Guð-
mundar og alltaf var tekið jafn vel
á móti okkur. Þolinmæði Guðmund-
ar virtist aldrei taka enda sama
hversu mikil fyrirferð og læti voru
í okkur. Við gátum ieyft okkur
ýmislegt sem ekki hefði verið mjög
vinsælt heima fyrir. Oft var stofan
eins og vígvöllur eftir leiki okkar.
Öll munum við eftir bíltúrunum
sem hann fór með okkur í. Það var
farið niður á höfn oftar en einu sinni
og í mörgum tilfellum endaði-ferðin
í Ellingsen þar sem að Guðmundur
starfaði stærsta hluta ævi sinnar.
Ekki má gleyma sundferðunum, en
hann var einn af þeim sem stund-
aði laugarnar af miklu kappi. Lík-
lega hefur hann kennt okkur öllum
fyrstu súndtökin.
Guðmundur var alltaf vel meðvit-
aður um allt sem gerðist í kringum
hann. Hann hafði líka fastmótaðar
skoðanir um þau mál sem voru í
brennidepli í þjóðfélaginu. Það var
gaman að ræða við hann um allt
milli himins og jarðar. Hann var
alltaf tilbúinn að hlusta á það sem
við höfðum til málanna að leggja
og hefur eflaust haft gaman af vit-
leysunni sem kom upp úr okkur.
Hann hafði líka alltaf mikinn áhuga
á því sem við vorum að gera hverju
sinni og hvatti okkur til dáða.
Skopskyn Guðmundar var mjög
skemmtilegt. Hann átti það til að
MINNINGAR
Iáta frá sér ýmsar setningar sem
komu okkur til að hlæja án þess
að hann hafi í sjálfu sér verið að
reyna að vera fyndinn. Hann var
sem sagt ekki sá sem hló mest af
sjálfs síns fyndni.
Við eigum öll eftir að sakna
Guðmundar mikið og eigum eftir
að muna eftir honum sem góðum
vini og félaga, manni sem var alltaf
tilbúinn að gefa frekar en að þiggja.
Elsku Óla okkar, við samhryggj-
umst þér innilega og biðjum Guð
að varðveita þig í sorg þinni og
gefa þér kraft og styrk til þess að
takast á við lífið á nýjan hátt.
Árni Geir, Ingibjartur,
Heiðrún Ólöf og Margrét.
Þegar ég kvaddi Guðmund fyrir
rúmum tveimur vikum var hann
glaður í brágði og kátur að vanda.
Honum leið vel, sagði hann og ekki
hvarflaði að mér að ég væri að
kveðja hann í hinsta sinn. Hann var
bjartsýnn þrátt fyrir sjúkdóminn og
ég hafði á tilfínningunni að hann
langaði að njóta lífsins svolítið leng-
ur.
Þótt Guðmundur væri ekki afi
minn upplifði ég hann jafnan sem
slíkan, enda kom hann þannig fram
við mig og mér leið alltaf eins og
ég væri hjá afa og ömmu þegar ég
var hjá Ólu og Guðmundi.
Á stundu sem þessari hrannast
auðvitað upp minningar, en minn-
ingarnar um Guðmund eru aliar
góðar. Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar við bræðurnir fengum
að vera yfir nótt hjá Ólu og Guð-
mundi. Þá voru flestar óskir upp-
fylltar og ósjaldan fórum við í sund
og langa bíltúra um bæinn, sem
gjarnan enduðu heima á Langholts-
veginum með pönnukökum eða öðru
góðgæti. Seinni árin var ómissandi
að fara öðru hvetju í heimsókn til
þeirra, fá í nefíð hjá Guðmundi og
njóta með honum lystisemda lífsins
og spjalla um heima og geima, og
hjá honum kom maður aldrei að
tómum kofunum, því þrátt fyrir
háan aldur fylgdist hann með öllum
málum og var vel að sér. Það voru
líka ánægjulegar stundir sem við
áttum saman sumarið 1994 þegar
þau hjónin komu ásamt foreldrum
mínum og systrum i heimsókn til
mín hingað til Karlsruhe. Þá var
reyndar sjúkdómurinn farinn að
segja til sín hjá Guðmundi, en hann
bar sig vel að vanda og auðséð var
að hann naut þess að vera í góðu
veðri og í öðru umhverfí en venju-
lega. Þau hjónin hafa reyndar gert
víðreist, og borið augum marga
fagra staði, og eiga eftirminnilegar
stundir frá ferðalögum sínum.
Það var alltaf gaman að fylgjast
með þeim hjónúnum, hvernig þau
nutu þess að vera i návist hvor ann-
ars og augljóst var að ástin þeirra
á milli blómstraði. Það er einkenni-
leg tilhugsun að hugsa til þess að
Guðmundur sé dáinn, það mun taka
mig dágóðan tíma'að átta mig á
því að hann er farinn og kemur
ekki aftur. Missirinn er mikill og
ég mun sakna hans mikið. En ég
er þakklátur fyrir allar þær stundir
sem ég fékk að eyða með honum,
þá hvatningu og uppörvun sem hann
gaf mér með þeirri lífsgleði og bjart-
sýni sem einkenndi hann.
Fyrir mína hönd og Helgu Sigríð-
ar sendi ég samúðarkveðjur til Ólu
frænku, og allra þeirra sem Guð-
mundur var kær, og bið þeim öllum
Guðs blessunar.
Ingibjartur Jónsson.
Fallinn er frá mætur maður,
minnisstæður þeim sem kynntust
honum fyrir mannkosti, dugnað og
samviskusemi.
Guðmundur Jónsson hóf störf hjá
Verslun 0. Ellingsen 1945 og naut
strax mikils trausts bæði eigenda
og samstarfsmanna.
Elstu starfsmenn muna þá tíð, í
kringum páska, að Guðmundur lagði
oft nótt við dag til að þjóna Færey-
ingum og var oft erfitt að gera þeim
til geðs. Þá þurfti að útvega öll
veiðarfæri, kost, beitusíld og olíur
ásamt mörgu öðru. Þetta var ákaf-
lega vandasamt starf og ekki á allra
færi að þjóna þeim því, eins og þá
þótti sjálfsagt, voru þeir oft ve! við
skál og hávaðasamir.
Guðmundur varð verslunarstjóri
í veiðarfæradeild þegar hún var
opnuð í Tryggvagötu 1956 og áfram
yfir nýju búðinni þegar fyrirtækið
flutti út á Granda 1974, og allt þar
til hann fór á eftirlaun 1984. Guð-
mundur var ákaflega vinsæll maður
og naut trausts þeirra mörgu við-
skiptavina er versluðu við fyrirtæk-
ið. Hann var hjálpsamur og vildi
allt fyrir alla gera. Hann var mikill
félagshyggjumaður og var meðal
annars í stjórn Landsambands ís-
lenskra verslunarmanna og í samn-
inganefnd fyrir félagið. Ef erfiðleik-
ar steðjuðu að einhveijum vinnufé-
laganna var gott að leita til Guð-
mundar, fá góð ráð og njóta samúð-
ar og vináttu hans.
Eins og áður sagði byijaði Guð-
mundur hjá Verslun 0. Ellingsen
1945 og var þar samfellt í 40 ár
og var alla tíð farsæll í starfi. Hann
stundaði sund af miklu kappi og
varla kom það fyrir að hann færi
ekki í laugarnar í hádeginu.
Um leið og við þökkum Guð-
mundi hið góða samstarf biðjum við
honum Guðs blessunar. Konu hans
og öðrum aðstandendum vottum við
okkar innilegustu samúð.
Samstarfsmenn
hjá Ellingsen.
Einn af mínum bestu vinum úr
baráttu síðustu áratuga, Guðmund-
ur Jónsson, er látinn, en hann var
jafnan kenndur við þann vinnustað,
er naut lengstum starfskrafta hans,
Ellingsen verslunina í Reykjavík.
Hér eru fáein þakkarorð að skilnaði.
Guðmundur var dagfarsprúður
en kátur í vinahópi enda vinmarg-
ur. Hann fór ekki fram með hávaða
eða fyrirgangi og hann setti jafnan
fram skoðanir sínar og vilja áreitn-
islaust, þótt það væri gert með
málefnalegum þunga og festu. Það
eru ekki margir menn, sem ég hef
þekkt um dagana, sem báru virð-
ingu fyrir skoðunum annarra með
jafnfalslausum hætti og Guðmundur
í Ellingsen. Ekki lét hann þó hrekja
sig af leið. Hann fletti hispurslaust
öllum umbúðum burtu í leit að
kjarna hvers máls og var einkar
fundvís. Hógværð hans, félagslyndi
og greind greiddu mjög götu hans
j samskiptum við aðra menn.
Guðmundur var hlýr og ljúfur
persónuleiki. Það var mikil lífsfyll-
ing að vera samferða slíkum manni
og eiga hann að vini. Þegar litið er
til baka, streyma bjartar minningar
upp í hugann, hvort sem það er frá
ferðalögum um landið með öðrum
góðum félögum, þorrablótum og
gleðskap, kappræðufundum eða frá
verkfallsátökum. Fyrir þetta allt ber
mér að þakka.
Guðmundur hafði alltaf mikinn
áhuga á stjómmálum og við vorum
saman í Sósialistaflokknum og Al-
þýðubandalaginu svo áratugum
skipti. Á þeim vettvangi var hann
íhugull og rökfastur, lagði alltaf
gott til mála og var mannasættir.
Hann mætti á alla fundi, sem hann
var boðaður á, hvort sem þeir vom
úti eða inni og tók þátt í flestum
aðgerðum og átökum, sem efnt var
til á vegum flokks eða verkalýðs-
hreyfingar.
Guðmundur var verkalýðssinni í
þess orðs bestu merkingu. Hann
átti aldrei í vandræðum með að sam-
ræma hina faglegu baráttu í sínu
stéttarfélagi, Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur, sem hann sinnti af
heiðarleika og hlutlægni, hinum
pólitísku markmiðum sínum með
heildarhagsmuni launamanna í
landinu fyi-ir augum. Þess vegna var
hann ætíð í verklýðsmálaráði flokks-
ins og þar var hlustað grannt eftir
þvi sem hann sagði. Verður honum
seint þakkað framlag hans í þeim
efnum.
Sár harmur er nú kveðinn að
Ólöfu Þorsteinsdóttur eiginkonu
hans og fjölskyldu. Ég og kona
mín, Ragna, vottum þeim innilega
samúð. . ......
Ingi R. Helgason.
Guðmundur Jónsson, sem andað-
ist 17. þ.m., á áttugasta og öðru
aldursári, var einn af traustustu og
virkustu félagsmönnum Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur um
margra áratuga skeið. Hann gekk í
VR þegar hann hóf störf hjá Veið-
arfæraverslun 0. Ellingsen í Hafn-
arstræti 15, um áramótin 1944/45.
Hann hefur verið mjög virkur félags-
maður allt frá þeim tíma eða í rúm-
lega 51 ár. Þegar breyting var gerð
á VR 1955 og það varð einungis
skipað launþegum, var Guðmundur
kosinn í trúnaðarmannaráð félagsins
og hefur hann verið í því lengst af
síðan og allt til dauðadags. Guð-
mundur hefur setið flest öll þing
Landssambands ísl. verzlunarmanna
frá stofnun þess 1957 og einnig öll
þing ASÍ frá því að verslunarmenn
fengu aðild að ASÍ 1964. Hann hef-
ur um áratuga skeið verið þátttak-
andi í samninganefndum VR og LÍV.
Áður en Guðmundur hóf störf hjá
Ellingsen vann hann um ellefu ára
skeið hjá Sigurði Ólafssyni, kola-
verslun, við að flytja kol til bæj-
arbúa, sem á þeim tíma kyntu hús
sín með kolum. Þá kynntist hann
vel bæjarlífinu og peningaleysinu hjá
almenningi á þessum árum. I starfí
sínu hjá Ellingsen hafði Guðmundur
mikil tengsl við atvinnulífið, bæði í
Reykjavík og úti á landi. Á starfs-
ferli sínum kynntist Guðmundur því
vel athafnalífi þjóðarinnar og hafði
hann mikla og sterka tilfinningu
fyrir lífsafkomu fólks. Það var því
mikill styrkur fyrir verslunarmenn
að njóta þekkingar og reynslu Guð-
mundar, þegar tekist var á í kjara-
samningum. Hann vék sér aldrei
undan að fylgja fast eftir málum sem
hann taldi að hefðu kjaralega þýð-
ingu. Hann var fylginn sér en flutti
mál sitt ætíð af sanngirni, stutt
sterkum rökum mikillar lífsreynslu.
Miklar breytingar hafa orðið á
kjörum fólks frá því að Guðmundur
fór að taka þátt í félagsstarfinu og
leggja baráttunni fyrir bættum kjör-
-um verslunarmanna lið. Sem dæmi
má nefna styttingu dagvinnutímans
úr 48 stundum í 38 stundir, lengingu
orlofs úr tveimur vikum í rúmar
fimm, stofnun Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna, sem nú er einn stærsti og
traustasti lífeyrissjóður landsins,
aðild að atvinnuleysistryggingasjóði,
stofnun orlofssjóðs, sem á 41 orlofs-
hús og íbúðir, stofnun sjúkrasjóðs,
sem m.a. hefur staðið að byggingu
hjúkrunarheimilisins Eirar, þar sem
margir aldraðir félagsmenn VR, sem
misst hafa heilsuna, fá nú aðhlynn-
ingu og umönnun.
Allt hefur þetta kostað mikla bar-
áttu og fórnir og var Guðmundur
Jónsson mjög virkur þátttakandi í
þeirri baráttu. Spor hans liggja í
ferli allra þessara mála. í rúma fjóra
áratugi fórnaði hann miklum tíma
og kröftum í baráttunni fyrir bætt-
um kjörum verslunar- og skrifstofu-
fólks, sem menn njóta í dag og i
framtíðinni. Guðmundur taldi það
eina dýrmætustu kjarabót, sem VR
hafði samið um, þegar það fyrst allra
félaga samdi við vinnuveitendur um
lífeyrissjóð árið 1955. Hann sagði
að sú kjarabót yrði aldrei ofmetin.
Guðmundur sá VR verða stærsta
og öflugasta stéttarfélag landsins.
Honum þótti mjög vænt um stéttar-
félagið sitt og hann mætti á alla
fundi, sem félagið boðaði til, og tók
virkan þátt í öllu starfí þess. Hann
var sæmdur gullmerki VR á 90 ára
afmæli félagsins hinn 27. janúar
1991, fyrir mikil og góð störf í þágu
félagsins.
Nú þegar Guðmundur Jónsson 'er
kvaddur hinstu kveðju flyt ég honum
einlægár þakkir í nafni Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur fyrir allt
hið mikla og góða starf sem hann
innti af hendi í þágu félagsins og
unnið var af mikilli einlægni og trú-
mennsku. Persónulega þakka ég
honum áratuga góð kynni, sem aldr-
ei bar skugga á. Guðmundur var
sérstakt ljúfmenni og hafði góð áhrif
á umhverfí sitt.
Ég sendi eftirlifandi konu hans,
Olöfu Þorsteinsdóttur, einlægar
samúðarkveðjur.
Magnús L. Sveinsson.
0 Fleirí minning-argreinar um
Guðmund Jónsson bíða birtingar
ogmunu birtast í blaðinu næstu
daga.