Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAPIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 35 JÓHANNA ÁRNÝ ING VALDSDÓTTIR + Jóhanna Árný Ingvaldsdóttir var fædd í Selárdal við Arnarfjörð 12. nóvember 1922. Hún lést á Landspít- alanum 16. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristján Ingvaldur Benediktsson og Jónfríður Gísladótt- ir. Bróðir Árnýar var Benedikt, f. 5. maí 1925, d. 8. ág- úst 1989. Árný gift- ist 21. júní 1946 Leifi Halldórssyni, f. 18. októ- ber 1918, d. 22. apríl 1990. Hann var sonur Halldórs Páls- sonar og Hólmfríðar Björns- dóttur. Arný og Leifur eignuð- ust fimm börn, þau eru: Jóna Fríða, f. 27.6. 1947, gift Birgi Guðmanns- syni, Svanhildur, f. 26.11. 1948, gift Þorvaldi S. Hall- grímssyni, Krislján, f. 10.2.1950, kvænt- ur Margréti Björns- dóttur, Halldór, f. 4.3. 1954, kvæntur Onnu Rósu Sigur- geirsdóttur, Ásta Sólrún, f. 8.3. 1958, gift Gesti Ó. Pét- urssyni. Barnaböm þeirra em fimmtán og baraa- barnabörn átta. Árný verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. NÚ hefur Adda tengdamóðir mín gengið á fund skapara síns. Ég kynntist þessari mætu konu fyrir réttum 12 árum en þá lágu leiðir okkar Kristjáns sonar hennar sam- an. Adda var gift Leifi Halldórssyni frá Nesi í Loðmundarfirði. Hún var mjög vel gefin kona, hafði lifað tímana tvenna og var heill hafsjór af fróðleik um allt milli himins og jarðar en hafði þó sérstaklega gam- an af því að segja okkur frá æsku- stöðvum sínum í Arnarfirði. Ég minnist sérstaklega stundanna sem við fjölskyldan áttum með henni í eldhúsinu hennar í Naustahlein en þar sagði hún okkur frá samtíðar- fólki sínu úr Lokinhamradal við Arnarfjörð þar sem hún bjó frá fjög- urra ára aldri til tvítugs. Þvílík var frásagnarhæfni hennar að hún hreif okkur með sér langt aftur í tímann og mér fannst ég stundum vera ein af persónunum. Hún kunni margar vísur sem samsveitungar hennar höfðu ort við hin ýmsu tækifæri, en það var einn af mörgum hæfi- leikum hennar að vera fljót að læra- vísur og ljóð og flytja svo allir hrif- ust af. Adda var ákveðin kona en ávallt réttsýn. Hún trúði á Guð og reyndi að lifa samkvæmt kenningum kristninnar, vildi að allir lifðu í sátt og samlyndi hver við annan og reyndu að stilla saman strengina ef eitthvað bjátaði á. Öll hennar starfsævi snerist um heimili og fjölskyldu, síðan þegar barnabömin komu hvert af öðm lét hún sér afar annt um þau, hlúði að þeim með hlýju sinni og elsku. Næstum því daglega hringdi hún til barnanna sinna til að athuga um líðan og fá fréttir af því sem fólk var að gera þá stundina. Þá spurði hún sérstaklega um barnabörnin sín, hvemig þeim reiddi af í því sem þau vom að gera og gladdist yfir velgengni þeirra. Hún fylgdist einn- ig vel með litlu barnabarnabömun- um sínum, sem nú eru orðin átta. Ömmubömin, sem eldri eru, muna vel samvemstundirnar með afa og ömmu í sumarbústaðnum í Þrastar- skógi þar sem þau nutu þess að leika sér undir vemdarvæng þeirra. Það er hveijum manni hollt að kynnast einstaklingi sem er sannur að einlægni, góðmennsku og trú á hið góða í manninum. En þannig manneskja var tengdamóðir mín. Stundum kom það fyrir að ég velti því fyrir mér hvernig hún færi að því að halda ró sinni vegna allra þeirra veikinda sem hún hefur þurft að ganga í gegnum. Margir hefðu eflaust misst trúna á hið góða í líf- inu, en ekki hún Adda. Hún missti aldrei trúna, var alltaf glöð og bjart yfir henni alveg sama hvað hún var veik. Hér áður fyrr höfðu tengdafor- eldrar mínir mikla ánægju af því að ferðast um landið og njóta ís- lenskrar náttúru en eftir að Leifur dó fór Adda oft með okkur fjöl- skyldunni í stuttar ferðir annað- hvort um nálægar sveitir eða innan- bæjar og hafði hún alltaf jafn gam- an af því að fylgjast með uppvexti byggðar í sveit og bæ. Ávallt vom þessar ferðir með Óddu ömmu mjög dýrmætar fyrir okkur og til- hlökkunarefni, sérstaklega hlökk- uðu börnin okkar til að njóta sam- veru ömmu sinnar. Nú þegar samvemstundum er lokið í bili lifír minningin um já- kvæða og þakkláta konu eins og best sést í orðum hennar sem hún sagði við okkur síðasta kvöldið fyr- ir andlátið þegar börnin hennar fimm og tengdabörn sátu við rúmið hennar: „Þetta hefur verið dýrðleg- ur dagur.“ Nú kveð ég þig, elskuleg tengda- móðir mín, ég veit að þín er sárt saknað og bið algóðan Guð að geyma þig. Margrét Björnsdóttir. 16. janúar sl. lést á Landspítalan- um í Reykjavík tengdamóðir mín Árný Ingvaldsdóttir eftir tveggja vikna dvöl þar að þessu sinni, en margra ára baráttu við erfíðan sjúk- dóm. Adda var borinn og barnfæddur Arnfírðingur, fædd í Selárdal, en flutti bamung með fjölskyldu sinni yfír fjörðinn, að Hrafnabjörgum í Lokinhamradal. Þar bjó fjölskyldan, þar til hún var 18 ára, að þau fiuttu að Hrafnseyri í sömu sveit. Samtímis þeim á Hrafnseyri bjuggu prestshjónin séra Jón Kr. ísfeld og kona hans Auður Hall- dórsdóttir. Þar kynntist Adda manni sínum, bróður prestsfrúar- innar, Leifí Halldórssyni, frum- mótasmið, frá Nesi í Loðmundar- firði. Adda og Leifur giftust árið 1946, og hófu þá búskap í Reykjavík. Þó húsnæði væri þröngt í byijun, stækkaði ijölskyldan fljótt, og var því ærinn starfí á herðum Öddu heima fyrir. Má því nærri geta hve mikið áfall það varð, þegar Adda greindist með berkla og þurfti að yfirgefa mann sinn og fjögur ung böm, það yngsta á fyrsta ári, og dvelja á Vífilsstöðum, í einangrun frá fjölskyldu sinni svo mánuðum skiptí. Én aftur birti til, og árið 1955 flutti fjölskyldan í nýtt og rúmgott hús, sem Leifur hafði sjálfur teikn- að og byggt að mestu leyti i Mel- gerði 12 í Kópavogi. Þar fæddist svo fimmta barnið 1958. Það var vel tekið á móti mér, feimnum og óhörnuðum unglingi, þegar ég fór að leggja leið mína á heimili íjölskyldunnar í Melgerði, með dóttur þeirra Svanhildi. Strax frá fyrstu kynnum var mér tekið sem einum af fjölskyldunni og naut ég þar mikillar ástúðar og vináttu. Hjónin Adda og Leifur voru bæði einstaklega jákvæðar manneskjur, og samstiga í að taka þátt í því sem böm þeirra tóku sér fyrir hendur og ræddu um. Það var algeng sjón að sjá hóp vinkvenna elstu systr- anna sitja í holinu og stiganum í Melgerði, ræða dægurmál líðandi stundar, og „vandamál unglingsár- MIIMNIIMGAR anna“. Tók þá Adda jafnan fullan þátt í umræðunum, og lagði alltaf eitthvað gott til málanna. Ég ferðaðist mikið með fjölskyld- unni sem unglingur, og em margar þær ferðir mér ógleymanlegar. Ég minnist þess hve skemmtileg ferð það var, þegar við fómm um bernskustöðvar Öddu, nutum minn- inga frá gamalli tíð og heimsóttum ættingja hennar og gamla vini. Einnig mun ég geyma með mér minningu frá ógleymanlegum dög- um nú fyrir nokkrum ámm, er okk- ur hjónunum gafst kostur á því að ferðast með Öddu um þær slóðir aftur, Lokinhamra, Hrafnseyri og Selárdal og taka þátt í gleði hennar við að skoða og rifja upp gamlar minningar frá bernsku hennár og unglingsárum. Aldrei getum við hjónin fullþakk- að þá miklu hjálp og aðstoð, sem fjölskyldan veitti okkur alla tíð, allt- af var hún tilbúin að rétta hjálpar- hönd, óg alltaf vom drengirnir okk- ar jafn velkomnir til dvalar á heimil- inu, skemmri eða lengri tíma, hvort sem var vegna vinnu okkar, skemmtana eða ferðalaga, og að sjálfsögðu hvíldi sú dvöl að mestu leyti á herðum elskulegrar ömmu þeirra, sem alltaf var til taks. Skömmu eftir að Adda og Leifur seldu hús sitt í Melgerði og fluttust til Reykjavíkur, festu þau kaup á landspildu austur í Þrastarskógi. Þar komu þau sér upp hlýlegu sum- arhúsi og ræktuðu upp fallega gróð- urvin. Þama leið þeim mjög vel, og reyndu að eyða þar sem flestum frístundum meðan heilsan leyfði. Þarna vildu þau helst alltaf hafa hjá sér sem mest af fjölskyldu sinni og vinum, og voru þær ófáar ánæg- justundirnar sem ég og fjölskylda mín áttum með þeim þar. Eftir að Leifur missti heilsuna, varð hann vistmaður á Hrafnistu í Hafnarfírði og dvaldi þar, þar til hann lést 1990. Um svipað leyti flutti Adda í nýtt þjónustuhús þar í grenndinni og sinnti hún manni sínum af ein- stakri alúð og umhyggju þaðan. Síðustu árin voru þeim hjónum báðum erfíð hvað heilsu snerti. Kom sér þá vel, hve glaðsinna Adda var og hennar bjarta viðhorf til lífsins, sem entist henni til hinsta dags. Og alltaf var Adda jafn glöð þegar við komum til hennar í heimsókn í þjónustuhúsið hennar eða í hlýlega herbergið hennar á Hrafnistu, sem hún dvaldi í síðasta árið. Ég bið góðan guð að styrkja alla ástvini Öddu, sem sakna nú sárt elskulegrar mömmu, tengda- mömmu, ömmu, langömmu og vin- ar. Guð blessi minningu hennar. Þorvaldur S. Hallgrímsson. Mig langar með fáeinum orðum að minnast Árnýjar tengdamóður minnar, en hún lést á Landspítal- anum 16. janúar siðastliðinn. Við Adda, eins og hún var kölluð, kynnt- umst fyrir meira en 30 árum, þegar dóttir hennar, Jóna Fríða, og ég löðuðumst hvort að öðru. Fyrstu sporunum í Melgerðið á heimili Leifs og Öddu fylgdi nokkur kvíði og feimni, en hlýtt og vin- gjarnlegt viðmót Öddu gerði fljótt þann kvíða að engu, og átti ég þar ótal ánægjulegar stundir sem lifa í minningunni. Þegar við ungu hjónakornin stofnuðum svo okkar eigið heimili voru heilræði og hjálp Öddu og Leifs ómetanlegt veganesti. Adda var alltaf tilbúin að ljá okkur eyra og aðstóða okkur á allan hátt sem hugsast gat, og Leifur sem var listamaður til allra verka, gerði allt til að leggja okkur lið. Adda verður ávallt í mínum huga miðpunktur fjölskyldu sinnar, klett- urinn sem allir gátu leitað til jafnt í gleði og sorg. Það eru alltof fáir, sem hafa þann eiginleika að geta hlustað eins og hún gerði, og verið skjólið sem gott var að leita í þegar á bjátaði. Uppeldi barnanna fimm og heimilishaldið hvíldi að miklu leyti á Öddu, því Leifur vann nán- ast myrkrana á milli. Öddu fórst það hlutverk svo vel að börnin litu hana ekki aðeins á hana með virð- ingu sem góða móður, heldur einn- ig sem besta félaga og vin. Þessu kynntist ég svo enn betur þegar mín eigin börn litu heiminn. Elska hennar og umhyggja gerði það að þau sóttust eftir samvistum við hana, og ekkert var þeim ánægjulegra en að fá að gista hjá ömmu og afa. Allt til hins síðasta hafa þau deilt með henni vænting- um sínum og draumum, og því á hún sinn þátt í að móta framtíð þeirra og afstöðu til lífsins. En umhyggja Öddu náði einnig langt út fyrir fjölskylduna og af- komendur, því um langt árabil hef- ur hún eftir bestu getu stutt dreng í fjarlægu landi. Þetta er fósturson- ur minn sagði hún og sýndi okkur mynd af honum, því henni þótti mikilvægt að geta miðlað þangað sem þörfín var stór. Þrátt fyrir langvarandi og erfíð veikindi var Adda alltaf jafn glöð í bragði og tók frekar þátt í áhyggj- um og gleði annarra en að ræða sína erfiðleika. Hún var einnig svo næm á að sjá spaugilegu hliðar mála, þess vegna átti hún kannski svo auðvelt að eignast góða vini. Adda kvaddi þennan heim í faðmi barnanna sinna, sem sakna hennar sárlega eins og við öll. En ef þessi tilvera á jörðinni er aðeins einn áfangi, eins og flestir vilja trúa á, þá er Adda eflaust nú í hópi ástvina sem voru farnir á undan henni, og sú vitneskja gerir okkur söknuðinn léttbærari. Hjartans þökk fyrir samveruna, minningin verður ávallt greypt í hugann um hugljúfa, mæta konu og vin. Birgir. Nú er lokið erfíðum veikindum Öddu ömmu okkar. Okkur bama- börnin langar að minnast hennar og kveðja í þessum orðum. Hún amma var mjög stór þáttur í tilveru okkar. Hún var alltaf tilbúin til að hlusta og fylgjast með því sem var að gerast í lífi okkar. Þolinmæði hennar og hluttekning var ótak- mörkuð, betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Það er eitt máltæki sem lýsir hugarfari Öddu ömmu svo vel, en það er: „Sælla er að gefa en þiggja." Því hún amma var alltaf svo gjaf- mild, bæði á veraldlegar en þó ekki síður á andlegar gjafir, sem virtust vera óþijótandi hjá henni. Allt sem amma gerði fyrir okkur var svo inni- legt og beint frá hjartanu og það eina sem hún vildi í staðinn var að sjá okkur gleðjast. Áður en afí dó, fórum við oft með þeim í sumarbústaðinn og ýmis ferðalög. Það var alltaf svo margt sem þau vildu gera fyrir okkur og það var ætíð mikið tilhlökkunarefnij þegar eitthvað stóð fyrir dyrum. I sumarbústaðnum í Þrastarskógi var skógi vaxið landið okkur sem stór leikvöllur. Við réðum okkur sjálf, byggðum kofa og margt annað með hjálp afa. Alltaf var samt gott að koma inn aftur til ömmu og fá eitt- hvað gott í svanginn. Þar var aldrei komið að tómum kofunum. Fjölskylda okkar er orðin stór, börn ömmu eru 5, barnabörnin 15 og langömmubömin orðin 8. Oft hittist þessi stóri hópur heima hjá ömmu á hátíðisdögum. Þá var mikið ijör. Það að hafa fjölskylduna ná- lægt sér og að geta tekið á móti henni og átt þátt í öllum málum, gleði og sorg, var henni mikils virði. Þegar við heimsóttum ömmu var alltaf sest niður í eldhúsinu eða sjón- varpskróknum og eitthvað lagt á borð fyrir okkur. Eftir að henni varð erfiðara um gang bað hún okkur að ná í sjálf, alltaf varð að gera gott við gestina. Hún hafði alltaf sælgæti í nammiskálinni og það var nauðsynlégt að fá sér mola og svo einn í nesti þegar maður fór. Þótt við séum mörg orðin ríg- fullorðin voru það svona hlutir, að vera ennþá ömmubarnið í huga hennar, sem voru svo greinileg merki um elsku hennar til okkar. Eitt einkenndi allar heimsóknir okkar til ömmu. Hún kom alltaf út í glugga og vinkaði bless um leið og keyrt var úr hlaði. Það breyttist ekkert í veikindum hennar. Þegar við vorum komin langleiðina úr her- bergi hennar á Hrafnistu og síðustu dagana á Landspítalanum veifaði hún okkur á alveg sama máta. Þá sneri maður sér alltaf við í dyra- . ^ gættinni og veifaði til baka. Þrátt fyrir mikil veikindi í langan tíma var hún amma alltaf bjartsýn og kát, þannig minnumst við henn- ar. Nú kveðjum við hana með sökn- uði, en vitum að hennar beið afí, sem var okkur öllum svo kær. Barnabörnin. Dag einn fyrir tæpum sex árum fórum við Guðmann að heimsækja Öddu ömmu hans. Ég var að hitta hana í fyrsta sinn og hálfkveið því. En Guðmann sagði það óþarfa, hún myndi taka mér vel. Hún tók vel á móti okkur og áhyggjur mínar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Eftir nokkrar heimsóknir leið mér líkt og ég væri eitt af barnabörnum hennar. Adda hafði svo mikla ástúð og hlýju að gefa, að þegar við hittum hana var eins og ég hafí alltaf ver- ið hluti af fjölskyldunni. Adda varð mér strax kær og mun ég alltaf minnast hennar með sömu hlýju og hún gaf mér. Guð gefi börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum styrk í sorg þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, df hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Anna Lilja. Með fáeinum línum vil ég minn- ast föðursystur minnar, sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. janúar sl. Jóhanna Ámý, eða Adda eins og hún var alltaf kölluð heima í Vallar- gerði, var eina systkini pabba, en hann lést fyrir rúmum 6 ámm. Adda líktist afa mínum, var ætíð létt og vinsamleg. Ég man enn eftir því þegar ég fór einn í fyrsta skipti, líklega rúmlega þriggja ára, yfir í næstu götu „upp í Melgerði" að spyija eftir Hadda frænda mínum, sem er einu ári yngri en ég. Þá kom Adda til dyra, glaðvær og hlý. Þetta viðmót fann ég ætíð síðan. Hvorki pabbi né Adda bám til- fínningar sínar á torg. Ég fann það þó áþreifanlega hvem hug þau báru hvort til annars systkinin í viðmóti þeirra við börn hins. Hversu vel Adda tók mér undantekingarlaust og hversu innilegur pabbi var við Hadda, þegar hann kom til mín í Vallargerði. Ekki er hægt að minnast Öddu^ án þess að nefna mann hennar Leif, sem lést fyrir rúmum fímm árum. Þau vom mikil fyrirmyndarhjón og var allt heimilislíf einstakt. Bömin þeirra fímm fengu því gott vega- nesti út í lífið og bera foreldram sínum gott vitni. Vinnugleði og reglusemi þeirra hjóna var slík að af bar. Það var eins með Öddu og pabba að þau helguðu líf sitt fjölskyldum sínum og var þeim eins farið og ömmu og afa. Það er eðlilega margs að minnast við fráfall frænku minnar. Minning- ar sem ég mun alltaf geyma og engan skugga bar á og eiga hreint ekki lítinn þátt því hversu vel ég minnist bemskuáranna. Ég votta Nönnu, Diddu, Bóba, Hadda, Ástu og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og ber ykkur innilegar samúðarkveðjur frá móður minni og systkinum. Guðmundur Benediktsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.