Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 2
£ |1 :.p,y 8t H’JP;/if!rJK'/ÍUp ' • - • 2 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sænska hljómsveitin The Cardigans er væntanleg hingað til lands í vikunni til tónleikahalds. Nina Persson, söng- ------------------------------—-----jr-- kona hljómsveitarinnar, sagði Ama Matthíassyni að frægðm, sem fallið hefur henni í skaut, hafi ekki komið ser a ovart ÞAÐ ER ekki á hveijum degi sem sænskar hljómsveitir heimsækja ísland til tón- leikahalds, þrátt fyrir ná- lægðina og frændsemina. Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna jafn lítið samband og samstarf er milli norrænna þjóða í dægurtónlist. Hvað um það er gróska mikil í Svíþjóð um þessar mundir og hver sveitin af annarri slær í gegn utan heimalandsins, þar frægust Ace of Base, en öliu merk- ari sveit er Cardigans, sem nú nýtur hylli víða í Evrópu, þar á meðal hér á landi og því má vænta þess að fólk flykkist á tónleika sveitarinnar hér, sem verða tvennir. Cardigans er ekki ýkja gömul hljómsveit, stofnuð fyrr tæpum fjór- um árum í Jönköping í Svíþjóð. Stofnandi hennar, leiðtogi og laga- smiður er Peter Svensson, en honum til halds og trausts eru söngkonan Nina Persson, Magnus Sveningsson bassaieikari, Lasse Johannson gítar- og hljómborðsleikari og Bent Lager- berg sem leikur á trommur og flaut- ur. Eftir hálft annað ár af æfíngum og lagasmíðum komst sveitin á samning hjá sænska fyrirtækinu Stockholm Records, og snemmsum- ars 1994 kom út fyrsta breiðskífan, Emmerdale. Henni var vel tekið á heimaslóð og meðal annars völdu sænskir gagnrýnendur hana plötu ársins. Eftir þann meðbyr lagðist sveitin í að smíða plötu fyrir erlendan markað, Love, sem kom svo út á síðasta ári, meðal annars með bestu lögunum af Emmerdale. Þeirri plötu var afskaplega vel tekið víða og má geta að breskir gagnrýnendur skip- uðu henni í flokk bestu breiðskífa ársins, aukinheldur sem skífunni var vel tekið vestan hafs. Hér á landi var sveitinni líka vel tekið, lagið Camival komst á vinsældalista og fyrir skemmstu var annað lag, Sick and Tired, vinsælasta lag landsins. Nina Persson söngkona Cardigans segir að vitanlega sé velgengnin ánægjuleg, þó hún kalli á mikla vinnu. „Við höfum varla gert annað en leika á tónleikum víða um Evrópu síðasta árið,“ segir hún, „og þó að vissulega sé gaman að ferðast og afskaplega gaman að leika á tónleik- um, þá er þetta gríðarleg vinna og oft þreytandi. Sem dæmi má nefna að við höfum ekki haft tíma til að æfa okkur allan þennan tíma, og þó að komin séu nokkur lög á næstu plötu, þá hefur ekki verið neinn tími til að vinna að þeim,“ segir hún. Eins og áður er getið semur Peter Svensson lög sveitarinnar, en hún segir að þau hjálpist að við texta- smíðina, leggi ýmist af mörkum textabúta eða hugmyndir eftir því sem við á. „Tónleikarnir á íslandi verða með síðustu tónleikum okkar að sinni, þaðan förum við til Spánar, því næst á dagskrá er að fara í hljóð- ver og taka upp af krafti," segir hún ákveðin. •Ekki er hún á því að nokkuð við frægðina hafi komið sér á óvart; „ég man ekki eftir að hafa velt frægð- inni fyrir mér áður en hamagangur- inn hófst," segir hún hugsi. „Það skiptir öllu máli að tapa ekki áttum, því við breytumst ekkert við það að verða fræg.“ Svíar í sókn Eins og áður er getið er mikið um sænskar hljómsveitir á vinsældalist- um víða um heim um þessar mund- ir, en Nina segir að ekki sé neitt meira á seyði í sænsku tónlistarlífi nú en endranær. „Það hefur alltaf allt verið fullt af góðum hljómsveitum í Svíþjóð, en það er ekki fyrr en nú sem menn taka eftir því utan Svíþjóð- ar. Vonandi verður okkar velgengni til þess að auka enn áhugann á sænskri tónlist," segir hún og hlær við, „við verðum þá að einhveiju gagni fyrr föðurlandið.“ Nina segir að lítið sé um spennu á milli og meting sænskra hljóm- sveita, þær taki frekar á saman, leiki hver á tónleikum annarrar og leggi lið eins og hægt sé. „Það eru bara Bretar sem metast og slást,“ segir hún og hlær við, „við stöndum saman í Svíþjóð," segir hún, þó eðlilega leiki Cardigans lítið heima í Svíþjóð sem stendur vegna anna í öðrum löndum. „Vonandi fáum við tækifæri til að leika eitthvað heima síðar á árinu,“ segir hún, „eftir að plötuupptökum er lokið og þá helst á einhveijum útihátíðum.“ Einskonar popp Tónlist Cardigans er létt og leikandi, einskonar popp, en ekki alltaf eftir formúlunni í hljóma- gangi kaflaskiptingum eða fram- þróun. Textarnir eru líka léttir en um leið ljúfsárir, og Nina segir að þó þau stallsystkini í Cardigans séu létt á bárunni, þá séu þau fráleitt einhveijir froðuhausar. „Við erum ekki glaðlyndari en hver annar, en markmið okkar er að lýsa upp hversdagsleikann hjá þeim sem hlusta. Það getur vissu- lega verið erfitt að standa á sviði og vera kátur og hress kvöld eftir kvöld,“ segir hún, „en maður kemst snemma í þjálfun, þetta er eins og hver önnur vinna sem maður verður að gefa sig allan í í hvert sinn. Það hjálpar þó vissulega að okkur finnst svo gaman að spila á tónleikum og líka hve við erum góðir vinir, því við erum mikið saman utan tónleika- halds, eigum öll heima skammt hvert frá öðru og því eru heimsóknir tíðar.“ Nina segir að í takt við stift tón- leikahald sveitarinnar hafi tónlist hennar orðið eilítið hrárri og líklega eigi það eftir að skila sér að ein- hveiju leyti á væntanlegri breiðskífu. „Ég er ekki að segja að við séum að breytast í rokksveit," segir hún, „en það er ekki bara vegna tónleika- haldsins; við stefndum í þá átt áður en allt fór af stað.“ Nina segist ekki þekkja mikið til Islands og íslenskrar tónlistar utan Sykurmola og Bjarkar, þó hún eigi góðan vin á Islandi, „en við hlökkum öll til að leika á íslandi," segir hún að lokum. Fram fyrir föðurlandið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.