Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 i I W[ og seljum því vörur af eldri lager ásamt BARNAFATNAÐI með miklum afslætti VERSLANIR LAUGAVEGI 51 - S. 551-7717 - SKEIFUNNI19 - S.568-1717 5 1 nlHV a-J E-pillan eyðileggur líffæri London. Reuter. LANGVARANDI fteysla E-pillunn- ar, fíkniefnis sem gengur' undir nafninu alsæla, getur eyðilagt lifr- ina og stórskemmt hjartað og heil- ann, að því er rannsóknir meina- fræðinga við háskólann í Sheffield á Englandi benda til. Áhrif skammtímaneyslu E-pill- unar eru einnig greinileg, sam- kvæmt niðurstöðum krufningar á sjö ungum mönnum sem létust eft- ir neyslu efnisins. Lifrin hafði tekið sláandi breytingum og í hana hlaup- ið drep. í einu tilvikinu var um al- varlega skemmd að ræða. Hjörtun voru einnig skemmd, svo og heili þriggja af sjö. Blæðing hafði átt sér stað í lungum tveggja og skemmdir orðið af blóðleysi í lungum þess þriðja. í blóði allra sjö fórnarlambanna fundust efnasambönd E-pi!lunnar. Þrir mannanna sjö misstu meðvit- und á diskóteki. Að sögn lækna hafa a.m.k. 60 manns dáið af völdum E-pillunnar í Bretlandi. -...♦-"» ♦---- Grísaþjófur gengur laus London. Reuter. NÝ tegund þjófa hefur látið til skarar skríða í landbúnaðarhér- uðum í Norður-Englandi að und- anförnu. Hefur uin 400 grísum verið stolið en verðmæti þeirra er um 20.000 pund, eða tvær milljónir króna. Bændur hafa brugðist við þjófnaðinum og margir gert ráð- stafanir til að hindra frekari stuld. Sjónvarpsmyndavélum hefur verið komið fyrir, einnig hljóðbylgjutækjum sem setja við- vörunarbúnað af stað á heimili bændanna komi óboðinn gestur í heimsókn í svínastíurnar. Lögreglu grunar, að bófahóp- ur sé að verki sem geri sér mat úr því að nú er verðlag á grísum mjög hátt vegna skorts á þeim. Því sé freistandi fyrir bændur að auka við stofn sinn með því að kaupa grísi af bófum á tals- vert lægra verði en þeir þyrftu að borga á markaði. Svínabændurna grunar hins vegar að þjófurinn eða þjófarnir komi jafnvel úr þeirra eigin röð- um. „Það eru örugglega skúrkar í hverri stétt,“ sagði Richard Longthorpe, en 262 grísir hurfu frá honum á einu bretti. -----» » ♦---- Þekkti synina strax aftur Chattanooga. Reuter. LÖGREGLUMAÐURINN Gary Doc- kery vaknaði í vikunni eftir að hafa legið rúmlega sjö ár í dái í kjölfar þess að drukkinn maður réðst að honum og skaut hann í ennið. Athygli vakti að Dockery, sem er 39 ára, þekkti undir eins syni sína tvo, sem voru 5 og 12 ára þegar hann varð fyrir árásinni 1988. Dockery hafði ekki sagt aukatekið orð í rúm sjö ár en strax eftir að hann vaknaði lét hann dæluna óspai-t ganga og flugu brandararnir í allar áttir. Launamunur kynjanna náttúrulögmál - eða mannanna verk? Opið málþing í Hlaðvarpanum á þriðjudag, 20. febrúar, kl. 20:30. Friðrik Sophusson fjármáiaráðherraIngibjörg Sólrún Gísladóttir b.Wrstjóri kynna launastefnu ríkis og borgar til jafnréttis. Þorgerður Einarsdóttir félagsfræðingur flytur erindið „Hvað í veröldinni tefur jafnrétti kynjanna"? Fundarstjóri Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri. íí'ií t» 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.