Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 B 15 LOÐNIR LOFANA P tilhpvrani DANSKA skip- ið Geysir fær loðnu úr Beiti og flytur í bræðslu. AÐ ER mikið líf og fjör í öllum bæjum á Austfjörðum bæði nótt sem dag. Alstaðar er unnið hörðum höndum allan sólarhring- inn, bílar á eilífum þeytingi, fólk á hlaupum og loðnuskipin að koma og fara. Reykinn frá bræðslunum leggur yfir plássin með tilheyrandi lykt, „peningalykt“ segja heimamenn. Útflutnings verðmæti loðnu var í fyrra um átta millj- arðar og nú skal gera betur. Allar vélar og tæki skulu nýtt að fullu til að frysta það geysilega magn sem loðnuskipin bera að landi. Víða er fjárfest í nýjum og betri tækjum og margir frystitogarar eru kallaðir í landI til að nýta frystitæki þeirra í loðnu- frystinguna. í flestum höfnum á Austfjörðum liggja einn til tveir togarar og þar er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Þegar hrognahlutfallið nær ákveðnu hlutfalli í loðn- unni er hægt að byrja að frysta hana fyrir Japans- markað. Þá þarf að flokka kvenloðnuna frá karlloðnuni því Japanir sækjast eftir hrognunum. I flest- um tilfellum er loðn- an flokkuð í landi en fjögur íslensk loðnu- skip eru með flokk- unarvélar um borð. Þar á meðal er íjöl- veiðiskipið Beitir NK frá Neskaupstað. Beitir er fremur gamalt skip, smíðað árið 1958 og var keypt til Neskaup- staðar árið 1981. Skipinu var síðan breytt allmikið í Pól- landi í fyrra og er nú hið glæsilegasta. Beitir hefur verið á loðnuveiðum frá því í nóvember, fyrst með flottroll, og gaf , það góða raun þrátt fyrir efasemdir margra, en skipti yfir á hringnót snemma í febrúar. Við stukkum um borð í Beiti í Nesk'aupstað þegar hann var að fara í sinn þriðja túr með nótina. AA rata hinn gullna meöalveg Þegar við komum um borð í Beiti er verið að dæla flokkaðri loðnu yfir í frystitogarann Gnúp GK en eftir um sólarhrings löndunarstopp er haldið á loðnumiðin á ný. Nú er ögn lengra að fara en í túrnum á undan. Um tveimur sólarhringum áður hafði flotinn verið að veiðum rétt vestan við Horna- fjörð en nú hafði loðnan þokast vestar og skipin að veiðum við Hrolliaugseyjar sem liggja undan Breiðamerkursandi. Frá Neskaupstað er það um tíu klukkustunda stím. Á leiðinni berast fréttir af mik- illi veiði á loðnumiðunum enda veður verið stillt og gott. Fremur fá skip voru því á veiðum þegar við komum á það litla svæði þar sem loðnu er að fá, flest eru skipin á heimleið með fullfermi eða á leið á miðin á ný. Það er heldur ekki að sökum að spyrja, á fisksjánni má strax sjá um 25 faðma þykka loðnu- torfu og dýpið ekki nema 30 faðmar enda aðeins um ein sjómíla í land. Skipveijar segja okkur að þarna sé nóg loðna til að fylla allan loðnuskipaflot- ann hundrað sinnum. Mannskapurinn gerir sig kláran í snarhasti enda ekki eftir-neinu að bíða og nótinni er kastað í hvelli. Þegar verið er að snurpa er ljóst að mikil loðna er í nótinni og menn hafa áhyggjur af að nótin hvolfi úr sér því að korkurinn sé kominn á „svarta kaf“. Sigurjón Valdimarsson skipstjóri gefur sínum mönn- um skipanir til að koma í veg fyrir slíkt óhapp og segir að í svona mikilli veiði sé galdurinn að fara hinn gullna meðalveg, ekki megi fá of mikið. Magn- ið af loðnu sé slíkt að menn geti fengið eins mikið og þeir ráði við. Skilnaöur karls og kerlingar Kastiþ reynist ágætt, um 500 tonn og hafist er handa við að dæla loðnunni úr nótinni í lestar skips- ins. Þaðan er henni dælt á flokkara þar sem „karl- STUND milli stríða. Skipveijar á Beiti virða fyrir sér heillandi umhverfið. SIGURJÓN Valdimarsson skipstjóri fylgist með að allt fari vel fram. ÞAÐ gengur á ýmsu þegar loðnunni er dælt úr nótinni um borð í lestar skipsins. inn“ og smáloðna eru skilinn frá „kerlingunni“. Margur óvanur ætti í erfiðleikum með að þekkja í sundur karl- og kvenloðnu, að minnsta kosti við fyrstu sýn. Mesti munurinn er sá að karlloðnan er stærri og sverari og það gerir flokkun framkvæman- lega. Reglulega eru tekin sýni úr flokkuninni til að athuga hve vel kerlingin flokkast frá karlinum því Japanir vilja hafa mjög takmarkað hlutfall karlloðnu í þeirri framleiðslu sem þeir kaupa. Skipverjar segja að í þessu kasti hafi karlinn verið stór og því flokk- ast vel frá. Þegar flokkun er lokið er kerlingin kom- in í eina lest og karlinn í aðra. Beitismenn kvaddir Við siglum síðan beina leið inn á Fáskrúðsfjörð. Þar bíða íjögur skip, hungruð í loðnu. Kvenloðnu er dælt yfir í þrjá frystitogara, Blæng NK, Gnúp GK og Örfirisey RE. Síldarvinnslan í Neskaupstað leigir einnig danska nótaskipið Geysi sem tekur síðan við „hratinu“, þ.e. karlloðnunni og smáloðnunni og siglir með það í bræðslu í Neskaupstað. Þar kveðjum við skipverjana á Beiti NK enda mega þeir engan tíma missa. Núna er tíminn peningar og þeir þurfa að sækja enn meira af íslenskri loðnu svo hægt sé að kitla ennþá fleiri japanska bragðlauka. LOÐNAN er flokkuð um borð í Beiti og segja skip- verjar að þannig fái þeir mun betra verð fyrir hana. Á LOÐNUMIÐUNUM var mokveiði og hér er Sigurður RE með risa- kast á siðunni. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.