Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLIEÐA EKKIHÁSKÓLI Dýrteðaódýrt háskólanám í KJÖLFAR nýsamþykktra fjár- laga hefur eins og svo oft áður sprottið upp umræða um kostnað og gæði háskólanáms við íslenskar háskólastofnanir. í ágætri grein eftir Hildi Friðriks- dóttur sem birtist í Morgunblaðinu hinn 7. janúar eru m.a. framlög til nokkurra háskólastofnana gerð að umtalsefni, reynt að gera grein fyr- ir kostnaði við stúdenta í einstökum háskólum og hversu dýrt háskóla- námið er við hina ýmsu skóla. Greinin í heild er gott innlegg í þá þörfu umræðu hvemig beri tryggja nauðsynlegt fjármagn til þess að halda uppi viðunandi háskóla- menntun hér á landi. Þótt umfjöllun greinarhöfundar sé i mörgu ágæt kemur augljóslega fram hversu erfitt er að meta kostn- aðinn sem raunverulega tengist beint þeim námsmönnum sem stunda nám við viðkomandi há- skóla. í greininni kemur einnig fram að framsetning í fjárlögum er mis- íiunandi fyrir stofnanimar og að misræmi er í því hvort birtar era kostnaðartölur með eða að frá- dregnum sértekjum. í umfjöllun um kostnað vegna háskólanáms í bú- fræði við búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri vora teknar kostnaðartölur án frádráttar sér- tekna. Þar sem sértekjur skólans nema um helmingi af heildarút- gjöldum koma fram misvísandi töl- ur varðandi samanburð við aðra. I eftirfarandi töflu eru birtar nokkrar stærðir sem gera grein fyrir „sam- bærilegum" tölum íýrir búvísindanámið á Hvanneyri og fyrir nám við aðra þá skóla sem fjallað var um í grein Morgunblaðsins 7. jan. s.l. (SJÁ TÖFLU) Það liðu fáir dagar þar til viðbrögð við grein Morgunblaðsins birtust á síðum blaðs- ins. Virtur prófessor við æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar ritar grein undir nafn- inu „Háskólastefna á villigötum". Það hlýtur að vera forystu Háskóla Islands nokkurt áhyggjuefni að prófessor skólans skuli fjalla um jafnmikil- vægt málefni eins og hér er um að .ræða af þeirri vankunnáttu sem fram kemur í greininni og ekki síð- ur af þeim yfirdrepsskap í garð annarra háskólastofnana sem alls staðar skín í gegnum umíjöllunina. Forysta Háskóla íslands hefur á undanförnum áram lagt sig fram um að efla og auka samstarf há- skólastofnana í landinu, gert margt til að gera það skilvirkara og má í því sambandi nefna starfsemi al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins. Umíjöllun af því tagi sem birtist í grein prófessors Jónasar Elíassonar hlýtur því_ að vera forystuhlutverki Háskóla íslands fremur skaði en gagn. Þegar hefur ýmsum af vafa- sömum fullyrðingum prófessors Jónasar Elíassonar verið svarað í greinum sem birst hafa hér á síðum blaðsins en því alvarlegasta í um- mælum hans er að mínu mati ósvar- að og verður ekki und- an vikist að gera það aðnokkru. í kafla um það sem prófessorinn kallar „lífvænlega háskóla- stefnu“ er m.a. fjallað nokkuð um BS- og BA-nám Háskóla ís- lands, menntunarlega stöðu þess náms og möguleika nemenda til framhaldsnáms að afloknu BS- eða BA- prófi. Að þeirri um- fjöllun lokinni segir orðrétt „Hér á landi virðist hinsvegar búið að stofna 30-40 (eða guð má vita hvað marga) „háskóla" og enginn virðist hafa hugmynd um hvar þeir standa menntunarlega. Framlag samfélagsins til háskólamenntunar er rýrt. Magnús B. Jóns- son skrifar umBúvís- indadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Flestir þessara skóla gætu kennt einhvem hluta undirbúningsnáms við einhverjar deildir Háskóla ís- lands. Þetta virðist ekki gert og alls óvíst hvort nemendur þessara „háskóla" eiga völ á nokkurri fram- haldsmenntun." í þessum orðum felst mikil van- kunnátta um málefnið sem tekið er til umfjöllunar og jafnframt mik- ill hroki og yfirlæti um eigið ágæti. Einhver hefði metið þetta viðhorf sem heimóttarskap fremur en heimsmennsku. Ég ekki nægilega fróður um hvernig þessum málum er háttað varðandi aðra háskólamenntun en þá háskólamenntun í búfræði sem veitt er við Búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri. Ég þykist þó vita að staða í málefnum nemenda ' annarra háskóla en Háskóla íslands er með allt öðram hætti en fram kemur í áðurgreindri tilvitnun. Að þessu gefna tilefni vil ég gera í nokkru grein fyrir háskólamennt- un þeirri sem veitt er við Búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri enda virðist sú starfsemi og um- gjörð hennar oft gleymast í umfjöll- un um háskólanám hér á landi. Háskólanám í búvísindum hefur þróast í gegnum tíðina eins og flest annað hagnýtt háskólanám þ.e. sem viðbótarmenntun við fagmenntun viðkomandi starfsgreinar. Stofnað var til framhaldsnáms í búfræði við Bændaskólann á Hvanneyri árið 1947 og var það að því BS-námi sem boðið er í dag. Markmiðið var að mennta leiðbeinendur fyrir bændur landsins og kennara til að kenna búfræði. Nám þetta var í upphafi einung- is reglugerðabundið en með breyt- ingu á reglugerð við þá gildandi lög um búnaðarfræðslu frá árinu 1975 komu inn allítarleg ákvæði um bú- vísindanámið og m.a. um rannsókn- arskyldu kennara við deildina. Með lögum um búnaðarfræðslu frá árinu 1978 (Nr. 55/1978) var búvísinda- náminu markaður lagarammi. I 19 gr. þeirra laga segir svo „Við Bændaskólann á Hvanneyri skal starfrækt Búvísindadeild sem er Yfírlít um rekstrarkostnað við Bændaskólann á Hvanneyri ári 1990-1995 ásamt fjárla- gatölum ársins 1996. (Upphæðir í m.kr.á verðlagi fjárlaga ársins 1996). Ár 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 tlekstrarkostn. alls (með sért.) 135,7 148,2 137,4 154,7 153,7 148,2 148,3 Netto rektrarkostnaður 77,5 77,1 61,8 76,3 78,8 72,6 69,4 Netto rekstrarkostn. búvísindad. 20,5 20,5 16,4 20,5 21,4 19,0 21,0 Innritaðir nemendur (haustönn) 24 13 26 14 25 15 27 Fyrirtæki og stofnanir Hjá Ræstingaþjónustunni stendur ykkur til boða: / Dagleg ræsting / Hreingerning / Uppleysing á bóni og bónun auk margs annars. Gerum tilboð fljótt og ykkur að kostnaðarlausu. Ræstingaþjónustan sf. sími 587-3111 fax 587-3044 ...þegar þig vantar þrif! Magnús B. Jónsson. vísindaleg fræðslu- og rannsóknar- stofnun. Búvísindadeild veitir nem- endum sínum fræðslu og vísinda- lega þjálfun í búfræði er miðast við það að þeir geti tekið að sér sér- fræðistörf fyrir íslenskan landbún- að og unnið að rannsóknum í þágu hans.“ í 21. gr. sömu laga segir m.a. „Landbúnaðarráðherra skipar fasta kennara, sem skulu fullnægja sömu kröfum og gerðar eru til há- skólakennara og njóta sömu kjara“ og ennfremur í 26. gr. laganna seg- ir svo „Lokapróf frá búvísindadeild er kandidatspróf í búfræði (B.S.- próf)“. í reglugerð með lögunum (nr. 525/1979) er nánar kveðið á um starfsskyldur kennaranna og skyld- ur skólans gagnvart þeim. í þessu sambandi er mikilvægast að benda á ákvæði 33. gr. reglugerðarinnar, en þar segir m.a. „Störf aðalkenn- ara og aðstoðarkennara skuiu skipt- ast milli kennslu, stjórnunar og rannsókna" og síðar í sömu grein kemur fram að rannsóknir skulu að jafnaði vera 30%-40% af starfi kennara við búvísindadeild á Hvan- neyri. Af þessu sem hér er upptalið er ljóst að menntunarleg staða þeirra nemenda er útskrifast frá búvís- indadeild á Hvanneyri er skýr. Þeir hafa lokið BS-gráðu sem er fyllilega sambærileg þeim BS-gráðum sem veittar eru við aðra háskóla hér á landi, enda hvergi dregin í efa nema ef vera skyldi í Háskóla íslands. Það er einnig ljóst að allt frá árinu 1975 hefur skilgreind rannsóknar- skylda verið í verkahring kennara við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Það er því missagt í grein Þorsteins Gunnarssonar, rekt- ors Háskólans á Akureyri, um sama málefni, að einungis þrjár háskóla- stofnanir hafi skilgreinda rann- sóknarskyldu. Þær eru a.m.k. fjórar og í reglugerðum um fleiri háskóla munu vera ákvæði um rannsóknar- skyldu kennara, þó ekki séu þær lögbundnar. Prófessor Jónas Elías- son gerir mikið úr möguleikum nemenda Háskóla íslands til fram- haldsnáms við alla heimsins háskóla og dreg ég það ekki í efa. Hann ber hinsvegar kvíðboga fyrir því að nemendur hinna svokölluðu „há- skóla“ eigi hvergi vísa vist við er- lenda háskóla til framhaldsnáms. Ég veit þó mörg dæmi þess að nem- endur að loknu námi við suma hinna svokölluðu „háskóla“ hafa lokið framhaldsnámi við virta erlenda háskóla. Hvað varðar möguleika nemenda sem útskrifast með BS-próf frá búvísindadeild vil ég nefna eftirfar- andi atriði. Allt frá áranum fyrir og um 1970 hafa norrænir búnað- ar- og dýralæknaháskólar haft með sér samstarf og hefur Bændaskól- inn á Hvanneyri verið fullgildur aðili að þeim samtökum frá árinu 1971. Fjölmargir nemendur hafa að loknu námi við Búvísindadeild sótt framhaldsnám við þessa há- skóla og lokið þaðan masters- og doktorsprófum. Samstarf norrænu búnaðar-og dýralæknaháskólanna hefur nú orð- ið til þess að stofnaður hefur verið sameiginlegur Norrænn búnaðar- háskóli (NOVA). Markmið með stofnun hans er að styrkja og efla samstarf skólanna og standa saman að uppbyggingu grunnmenntunar og sér í lagi rannsóknarmenntunar búvísindamanna á Norðurlöndum og að tryggja flæði stúdenta og starfsmanna milli þeirra. Gagn- kvæm viðurkenning námskeiða og hluta úr námi er eitt af grandvallar- atriðum samstarfsins. Bændaskólinn á Hvanneyri, Bú- vísindadeild, er fullgildur aðili að þessum samstarfssamningi og þar með hinum norræna Búnaðarhá- skóla. Samningurinn tryggir nem- endum okkar greiðan aðgang ekki aðeins til framhaldsnáms á Norður- löndunum heldur einnig til sam- starfsaðila búnaðar- og dýralækna- háskólanna víðsvegar um heim. Ég vil einnig benda á að samstarfsamn- ingur Norrænu búnaðar- og dýra- læknaháskólanna og stofnun NOVA háskólans getur skapað nemendum sem'útskrifast frá öðr- um háskólum möguleika til fram- haldsnáms, með samstarfi háskóla- stofnana hér innanlands. Ég vil því vísa þeim ummælum prófessors Jónasar Elíassonar um óöryggi nemenda Búvísindadeildar á Hvan- neyri hvað varðar menntunarlega stöðu og möguleika til framhalds- náms til föðurhúsanna. Þegar prófessor Jónas Elíasson hefur gert úttekt á viilum háskóla- stefnunnar kveður hann okkur sam- starfsaðila Háskóla Islands um framkvæmd háskólanáms hér á landi með eftirfarandi sendingu „Fleiri og fleiri háskólar eru settir á stofn á æ afskekktari stöðum og tilsvarandi lækkun á fjárveitingum á hvem nemanda í Háskóla íslands sýnir svo ekki verður um villst að Háskóli íslands er látinn borga þessa þróun.“ í fyrri hluta þessarar sendingar er veist að þeim háskólastofnunum sem eru starfræktar utan höfuð- borgarsvæðisins og utan þess ver- aldarnafla sem margir telja Reykjavíkursvæðið vera. Eftir lest- ur greinar prófessors Jónasar El- íassonar kemur hinsvegar ljós að það tryggir ekki víðsýni að búa í alfaraleið. Það er nú einu sinni þannig að svo geta menn búið um sig að þeir nái engum takti við það umhverfi sem þeir hrærast í og heimóttarhyggja hefur ekkert með staðsetningu að gera, hún er lýsing á viðhorfi. Staðsetning háskólastofnanna hefur ekkert með það að gera hvort þær standast samanburð eða ekki. Nútímasamskiptatækni gerir það mögulegt að vera virkur nær óháð staðsetningu. Þannig erum við jafnfjarri, eða nærri, hinum raun- veruiega veraldarnafla hvort heldur við erum staðsett í Reykjavík eða á Hvanneyri. Það sem skiptir máli er sá aðbúnaður sem starfsemi okk- ar býður fram og viðhorf okkar til þess umhverfis sem við hrærumst í. Mér er til efs að hinar ýmsu deild- ir Háskóla íslands, sér í lagi hinar minni, séu nokkuð betur í stakk búnar að veita þá þjónustu sem nemendur þeirra óska eftir en hinir minni háskólar eru í dag. Það er hinsvegar ekki það sem máli skipt- ir heldur hitt að aðilar séu meðvitað- ir um að samstarf og samstaða styrkir og eflir þá stóru ekkert síð- ur en hina minni. Að Háskóli.íslands borgi, beint eða óbeint, fyrir uppbyggingu menntunar annars staðar á landinu er að sjálfsögðu fjarri öllu sanni og ómögulegt að greina nokkurt samhengi milli fjárveitinga til ein- stakra háskólastofnana og kemur það vel fram í grein Hildar Frið- riksdóttur, Það mikilvægasta sem stendur eftir þessa margþættu og ítarlegu umfjöllun um menntun á háskólastigi á síðum Morgunblaðs- ins síðustu vikurnar er að framlag samfélagsins til háskólamenntunar á íslandi er rýrt. Þetta er stað- reynd sem ekki verður á móti mælt. í stað þess að bítast um til- tölulega fánýtar skilgreiningar á því hvað er háskóli og hvað ekki og hver okkar sé best fær um að veita þá þjónustu sem við köllum háskólamenntun ættum við að beina athygli okkar að því sem raunverulega skiptir máli. Það er að sjálfsögu að það fólk sem við sendum frá okkur með þær gráður sem við veitum því standist í sam- keppninni og að það reynist nýtir þegnar þess samfélags sem það er menntað til að þjóna og byggja upp til framtíðar. Háskóli íslands er móðurskip ís- lenskrar háskólamenntunar og ber sem slíkum að hafa forystu um uppbyggingu hennar og þróun. Eigi slíkt að takast í sátt við þann raun- veraleika sem við lifum í, verður stofnunin að taka þetta forystuhlut- verk sitt svo alvarlega að umfjöllun- in um málefnið byggist á meiri þekkingu en fram kemur í títt- nefndri grein sem birtist í Morgun- blaðinu 9. jan. 1996 undir fyrir- sögninni „Háskólastefna á villigöt- um.“ Höfundur er skólastjóri Bænda- skólans á Hvanneyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.