Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 20
20 ' B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU AUGLYSINGAR Ertu sjálfstæð, samviskusöm og þjónustulunduð? Stórt og traust fyrirtæki þarf að bæta við tveimur manneskjum í full störf, til að ráða og stjórna stórum hóp fólks og vera í miklum samskiptum við viðskiptavini fyrirtækisins. Viðkomandi manneskjur þurfa að vera sjálf- stæðar, þjónustulundaðar, skipulagðar, samviskusamar og hafa kurteisa og þægi- lega framkomu. Vinnutími er frá kl. 13.00 virka daga, launin á bilinu 120-140 þúsund á mánuði og boðið verður upp á góða starfsþjálfun. Reynsla okkar sýnir að þessi störf höfða ekki síður til kvenna en karla. Nákvæmum umsóknum skal skilað á af- greiðslu Mbl. merktar: „Hreinlæti 96“ fyrir 23. febrúar. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Verðbréfaviðskipti - fjármálaráðgjöf Kaupþing Norðurlands hf. óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna verðbréfaviðskiptum og fjármálaráðgjöf. Við leitum að starfsmanni með háskólapróf, sem getur unnið sjálfstætt og er tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni. Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsmenntun á sviði fjármála og/eða starfsreynslu af fjár- magnsmarkaði. Umsóknir skulu sendar til Jóns Halls Péturs- sonar, sem jafnframt veitir nánari upplýs- ingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1996. mJ3_ KAUPÞING NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri, sími462-4700, fax461 -1235. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Starfsmaður í mælaprófun Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða starfsmann í mælaprófun. Starfið felst í still- ingu og prófun á rafmagnsmælum og skrán- ingarvinnu því tengdri. Óskað er eftir rafiðnfræðingi eða rafvirkja/ rafvélavirkja með framhaldsmenntun. Leitað er að nákvæmum og samviskusömum aðila sem er reiðubúin(n) til endurmenntunar í mælitækni. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott vald á ensku og grunnþekkingu í þýsku (ekki skilyrði). Reyklaus vinnustaður. Allar nánari upplýsingar um starfið gefa starfsmannastjóri og deildarstjóri mæla- deildar. Umsóknum skal skila til starfs- mannastjóra fyrir 26. febrúar nk. FÍTDN LEITAR TEIKNARA Vegna aukinna verkefna óskar auglýsingastofan Fiton eftir að ráða auglýsingateiknara til starfa. Fíton er nýstofhuð auglýsingastofa sem varð til við sameiningu Grafits og Atómstöðvarinnar. Sendið umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf til Morgunblaðsins merkt FÍTON eða á netfang: atom@printis eða halla(a)grafiLis. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem algjört trúnaðarmál. Fíton - auglýsingastofa IP Forstöðumaður fjölskylduráðgjafar Fjölskylduráðgjöf Mosfellsbæjar og Reykja- víkurborgar auglýsir lausa stöðu forstöðu- manns Fjölskylduráðgjafar. Fjölskylduráðgjöfin er tilraunaverkefni til tveggja ára á vegum sveitarfélaganna. Um er að ræða þjónustu við barnafjölskyld- ur, þar sem lögð verður áhersla á ráðgjöf og fjölskyldumeðferð. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 6 stöðugildum á stofnuninni. Forstöðumaður fjölskylduráðgjafar sér um á eigin ábyrað daglegan rekstur, ræður starfs- fólk og annast stefnumótun í samráði við verkefnisstjórn sem er skipuð fulltrúum sveit- arfélaganna. Krafist er háskólamenntunar og framhalds- náms í fjölskyldumeðferð og víðtækrar reynslu á því sviði. Ennfremur þarf umsækj- andi að hafa reynslu af stjórnunarstörfum, þar með talda reynslu af fjármálaumsýslu. Umsóknum, þar sem getið er menntunar og reynslu, skal skilað til undirritaðra, sem veita frekari upplýsingar í símum 588 8500 og 566 8666. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Lára Björnsdóttir, Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri félagsmálastjóri í Reykjavík, í Mosfellsbæ, sími 588 8500. sími 566 8666. LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... SERFRÆÐINGAR Bæklunarlækningadeild Staða sérfræðings í bæklunarskurðlækning- um (75%) við bæklunarlækningadeild Land- spítalans er laus til umsóknar frá 1. apríl 1996. Umsækjandi skal hafa sérfræðiviður- kenningu í bæklunarskurðlækningum á íslandi. Þess er sérstaklega óskað að umsækjandi hafi sérþekkingu í hryggjarskurðlækningum. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna berist til stjórnarnefndar Ríkisspítala, Rauð- arárstíg 31, 105 Reykjavík fyrir 15. mars 1996. Nánari upplýsingar veitir Halldór Jóns- son jr. forstöðulæknir. AÐSTOÐARLÆKNAR Kvennadeild Landspítalans Stöður aðstoðarlækna á kvennadeild Land- spítalans eru lausar til umsóknar frá 1. júní 1996. Um er að ræða stöður til 6 mánaða eða eins árs í senn með möguleika á fram- lengingu. Einnig verða á sumri komanda lausar stöður eins eða tveggja deildarlækna. Ráðning felur í sér störf á hinum ýmsu skorum kvenna- deildar, þátttöku í vöktum svo og vísinda- störfum samkvæmt nánara samkomulagi við forstöðulækni. Upplýsingar veitir Jón Þ. Hallgrímsson, yfir- læknir á kvennadeild Landspítalans. Rafmagns- verkfræðingur Stórt deildaskipt fyrirtæki í borginni óskar að ráða rafmagnsverkfræðing, með sér- þekkingu á raforkukerfum og helst a.m.k. 2ja-5 ára reynslu við störf á því sviði, til að stýra verkefnum á sviði kerfisrann- sókna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en hægt er að bíða eftir réttum starfsmanni. Starfið felst m.a. í rannsóknum og arðsemis- greiningu, sem leiða til vals á raf- og vélbún- aði í raforkuver og aðveitustöðvar, og umsjón hugbúnaðar, sem notaður er við slíkar kerfis- rannsóknir. Auk þess þarf viðkomandi að vera fús til að taka að sér og sýna frum- kvæði við lausn ýmissa annarra verkfræði- legra úrlausnarefna. Viðkomandi þarf að þekkja vel til tölvuherm- unar á raforkukerfum og hafa undirstöðu- þekkingu á háspennutækni. Viðkomandi þarf að þekkja til verkefnastjórn- unar og geta stýrt vinnu annarra. Viðkom- andi þarf að eiga auðvelt með að vinna með öðrum og geta tjáð sig munnlega og skrif- lega á íslensku, ensku og a.m.k. einu Norður- landamáli. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar. GUÐNI IÓNS.SON RÁDGIÖF & RÁDNÍNGARÞIQNUSTA HATEIGSVEGI 7,105 REYKJAVIK, SÍMI 5-62 13 22 Viltu læro erlent tungumál? VlSE Skifti AuPAIR • MALASKÓLAR • STARFSNÁM ÞÓRSGATA26 101 REYKJAVlK SlMI 562 2362 FAX 562 9662 Au pair í Evrópu Við útvegum au pair vist í Austurríki, Bret- landi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi. Sem au pair býrð þú hjá ljölskyldu í fríu fæði og húsnæði og færð auk þess vasapen- inga. Á móti hjálpar þú til við bamagæslu og létt heimilisstörf 25-35 stundir á viku og gefst tækifæri til að stunda málanám. Mörg hundruð ungmenni fara árlega á okkar vegum til Evrópu og dvelja þar í 6-12 mánuði. Auk þess bjóðum við sumarvist í 2-3 mánuði í nokkrum löndum. Ert þú á aldrinum 18-27 ára? Hafðu þá samband og við veitum allar nánari upplýsingar. Erum að bóka í brottfarir í maí/júní og úgúst/september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.