Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 B 7
MAIMIMLIFSSTRAUMAR
KflRTRRLlST/Údum við í okkur eitrif
Lengi lifi heima-
fhmúeiðslan
einu sviði eru niðurstöður rann-
sókna nokkuð sannfærandi, en það
er varðandi notagildi melatóníns
við svefntruflunum sem stafa af
ferðalögum yfir mörg tímabelti,
vaktavinnu eða háum aldri. Þegar
melatónín er gefið hefur þó reynst
erfitt að finna hæfílega skammta.
Notaðir hafa verið dagskammtar á
bilinu 0,1 til 200 mg en það er
2000 faldur munur!
Talsvert af rannsóknum á mela-
tóníni er í gangi og stöðugt eykst
vitneskja okkar um hugsanlega
kosti þess og galla. Þeir sem stunda
slíkar rannsóknir kvarta þó undan
erfíðleikum við að fjármagna rann-
sóknimar og bera þar einkum við
áhugaleysi lyfjafyrirtækja sem
stafar af því að þau eygja enga
gróðavon vegna þess að melatónín
er ódýrt efni sem ekki er hægt að
fá einkarétt á, frekar en önnur
efni sem myndast í líkamanum.
En hversu hættulegt er þetta
lyf, hvaða áhættu er fólk að taka?
Svo virðist sem bráð eituráhrif
melatóníns séu mjög lítil, taka má
mjög stóra skammta án þess að
hætta sé á ferðum. Þetta gildir þó
ekki endilega alltaf, t.d. hafa sést
fósturskemmdir hjá dýrum og ættu
konur alls ekki að nota lyfið á
meðgöngutíma. Sömuleiðis er lítið
sem ekkert vitað um áhrif melatón-
íns á börn og unglinga, fólk sem
tekur önnur lyf og fólk með sjúk-
dóma þar sem ónæmiskerfið er of
virkt (ofnæmi, sjálfsofnæmissjúk-
dómar, o.fl.). Um hugsanlega eitur-
verkun við langtímanotkun er ein-
faldlega sáralítið vitað.
Vonandi á eftir að koma í ljós
að melatónín sé gagnlegt lyf með
sem fæstum aukaverkunum. Stað-
an er einfaldlega sú að við vitum
ekki enn við hveiju við ættum að
nota lyfíð og ennþá síður vitum við
hvaða skammta við ættum að nota.
Það getur einnig átt eftir að koma
í ljós að lyfíð hafi hættulegar auka-
verkanir ef það er tekið í langan
tíma. Þeir sem taka mark á auglýs-
ingaskruminu og taka melatónín
daglega eru að nota sjálfa sig sem
tilraunadýr með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum.
við þetta hlutfall. Fyrsta vísbend-
ingin um frávik frá þessari reglu
fékkst með uppgötvun nifteinda-
bauga í útjaðri atómkjarna. Til að
byija með var gert ráð fyrir því að
baugar þessir mynduðust einungis
í stórum og óstöðugum atómkjörn-
um. Nýjustu rannsóknir vísinda-
manna benda hinsvegar til þess að
nifteindabaugar myndist einnig í
léttari og stöðugum atómkjörnum.
í rannsóknunum, sem voru
framkvæmdar í Darmstadt í
Þýskalandi, notuðu vísindamenn-
irnir mismunandi ísótópa af natr-
ium, 20Na og 32Na. Með því að rann-
saka mismunandi dreifingu einda
sem hafa rekist á ísótópana tvo
komust vísindamennirnir að þeirri
niðurstöðu að nifteindadreifingin
teygir arma sína meira út á yfir-
borð atómkjarnans en róteinda-
dreifingin.
Túlkunin á þessum niðurstöðum
er nokkuð háð því hvaða líkan af
atómkjarnanum er notast við. Til
þess að losna undan álogum mis-
munandi líkana hafa vísindamenn-
irnir í Darmstadt ákveðið að endur-
taka tilraunirnar og notast þá við
skoteindir sem hafa mismunandi
orku þegar þær víxlverka við atóm-
kjarnann. Þetta er mikilvægt þar
sem víxlverkan eindanna við kjarn-
ann er háð orku þeirra. Heildar-
mynd fæst því einungis með athug-
un á eindadreifingunni við mörg
mismunandi orkustig.
Vísindamennirnir eru nú þegar
farnir að velta því fyrir sér hvort
róteindir myndi svipaða hala innan
atómkjarnans. Eins vantar þá betri
skilning á því hvaða kraftar innan
atómkjarnans það eru sem stuðla
að þeirri aðgreiningu nifteinda og
róteinda sem leiðir til myndunar
nifteindabauganna. Eins og ævin-
lega, ein ný uppgötvun leiðir til
margra nýrra spurninga.
Asíðasta áratug 19. aldarinnar
komu fram nýir orkugjafar í
kjölfar iðnbyltingarinnar, s.s. raf-
magn, olía og tími mikillar tækni-
þróunar fór í hönd. Þróun þessi fól
í sér nýjan rytma
og breytti stöðu
þess sveitamanns-
lega; breytingar
hvað hvers kyns
framleiðslu varðar
urðu óhjákvæmi-
eftir Álfheiði Hönnu legar samfara
Friðriksdóttur aukinni sjálfvirkni
í framleiðslu.
Menn fundu upp alls kyns áburð
fyrir ýmsa ræktun, landbúnaðinn,
og krafan um lífefnisfræðilega
þekkingu jókst. Betri samgöngur
þýddu að hvers kyns hráefni barst
fljótt og örugglega á mannanna
diska og með tilkomu hinna fyrstu
tröllvöxnu ísskápa rættist draumur-
inn um margra daga geymsluþol
jafnvel viðkvæmustu fæðutegunda
og ekki þurfti lengur að drekka
spenvolga drykki frekar en maður
vildi. Það liðu hins vegar talsvert
mörg ár þar til bændur á megin-
landinu fóru að færa sér þessar
nýjungari nyt, bæði vegna þess að
rafmagn var lagt mun . seinna í
sveitum en í borgum og eins voru
bændur tortryggnir gagnvart þess-
um nýjungum. Þegar þú átt nóg
af hænum, ferskum eggjum auk
þess gnótt grænmetis og ávaxta
úr þínum eigin garði hvað ertu þá
bættari með því að fylla allt af ein-
hveijum kostnaðarsömum áhöldum,
sem engin reynsla er komin á?
Bpndinn hélt því áfram að dýfa
brauði í sína súpu og snæða sitt
fiðurfé. Svíni var slátrað einu sinni
á ári og var það snætt út árið í
formi sultu, skinku og pylsutegunda
ýmiss konar. Hann tileinkaði sér
niðursuðuaðferðina og geymdi
þannig bæði ávexti og grænmeti í
glerkrukkum og hélt áfram að
þurrka bæði perur og epli á tága-
grindum allt frá hausti fram á vor.
Hjá okkur voru það aðallega súrs-
un, reyking og söltun sem héldu
fæðu mannheldri fram á tuttugustu
öldina. Þegar .líða tók á öldina fóru
sveitungar einnig að tileinka sér
að miklu leyti breyttar aðferðir og
nýjungar. Margar þeirra eru til hins
betra, en það er eins og alltaf sé
að verða erfiðara að verða sér úti
um hreina og ómengaða fæðu og
ástæðuna má án efa rekja til afleið-
inga ýmissa gamalla „nýjunga“ sem
ijúfa hinn eðlilega þroskaferil hrá-
efnisins. Svo ég taki dæmi þá taka
öll þau eiturefni sem korn er úðað
með á framleiðsluferlinu út yfir all-
an þjófabálk. í bókinni Chemical
Children, eftir læknana Peter
Mansfield og Jean Munro, er gerð
nákvæm grein fyrir þessum eitrun-
um og skaðlegum aukaverkunum
þeirra. Eftirfarandi kornúðanir eiga
sér stað yfir uppskeruárið víðast
hvar þar sem það er ræktað.
Mars: Dicamba eða Dichloroprop
til að eyða illgresi.
Apríi: Chlormequat og Carb-
endazym til að tempra vöxt og
hamla gegn sveppasýkingum.
Maí: Flamprop-Isopropyl til að
hafa hemil á villtum höfrum.
Júní: Fyrethroid til að útrýma
skordýrum.
Ágúst: Glyphosate, nokkrum
dögum eftir uppskeru til að drepa
húsapunt í kornhánni; Organo-
phosphorus í korngeymslunni til að
koma í veg fyrir skordýraskaða í
uppskerunni.
September: Paraquat í jarðveg-
inn til að drepa illgresi áður en
korninu er sáð; Triadimercol og
Fuberidazole á útsæðið til að vernda
það gegn jarðvegssýkingum.
Október: Chlortoluron, þegar
korninu hefur verið sáð í jarðveginn
til að drepa illgresi áður en kornið
fer að spretta; Peryythroid til að
koma í veg fyrir veirusjúkdóma sem
skordýr bera með sér.
Ekki er laust við að manni verði
ómótt eftir þessa lesningu og gler-
ljóst er að eiturefnin berast víðar
en úr kattasandi í börn þessa lands.
Einnig má geta þess að bæði vodka
og viskí eru brugguð úr korni og
við neyslu þeirra fer úðunareitrið
beint út í blóðið; sem sagt ekki
hollt. Sykurreir fær hins vegar mun
mildari meðhöndlun á framleiðslu-
ferlinu þannig að romm fær aðeins
hærri einkunn hvaða úðunareitur-
innihald varðar. En hvað allri
áfengisneyslu viðkemur ber náttúr-
lega að gæta hófs og ég legg mér
enn í munn orð eldhúsheimspek-
ingsins og prófessorsins Brillat-
Savarin: „Þeir sem borða eða
drekka yfir sig, þeir kunna í raun
hvorki að drekka né borða.“ Við
þurfum greinilega að vera mjög
vakandi yfir því hvað við látum í
okkur og flagð reynist jafnvel und-
ir fögru skinni heilhveitipokans.
Best er náttúrlegaað kaupa helst
lífræktað grænmeti sé þess kostur
og borða sem minnst af aukaefnum.
Heimaframleiðsla er alltaf af hinu
góða í því tilliti svo framarlega sem
hún er ekki í formi landa. Hér á
eftir fylgir uppskrift að afar
geymsluþolinni heimaframleiðslu.
Epla-chutney
__________1 kg af eplum,____________
__________300 gr laukur,___________
200gr rúsínur,
500 gr sykur,
‘Alítri vínedik.
2 hvítlauksgeirar,_______
1 tsk. sinnepsfræ,
__________1 fersk engiferrót,______
1 ferskur rauður pipar,
2 tsk. salt
Skrælið eplin og skerið í litla bita.
Rífið laukinn og hvítlaukinn. Mýkið
rúsínurnar í ylvolgu vatni og þurrkið.
Flysjið engiferrótina og rífið hana.
Setjið allt hráefnið saman í pott og
sjóðið við miðlungshita í um það bil
klukkutíma og hrærið oft í á með-
an. Setjið maukið í glerkrukkur
meðan það er enn heitt. Þetta er
hin klassíska enska uppskrift að
epla-chutney. Það er gott sem með-
læti bæði með svína- og kalkúna-
kjöti jafnt sem öðru fuglakjöti.
21.- 25. febrúar
URGOGNE
DAGAR
Einstakt tækifæw
Matreiðslumeistarinn Lea Linster,
frá hinu þekkta Michelin veitingahúsi
Restaurant Lea Linster í Luxemborg,
mun verða hjá okkur og bjóða upp á
5 rétta matseðil ásamt eðalvínum frá
einum virtasta framleiðanda
Bourgogne, Joseph Drouhin.
með eðalvínum frá Joseph Drouhin.
Kaffi og koníak eða líkjör á eftir .
Verð kr.
Pantið tímanlega.
Borðapantanir í síma 552 5700.
Floracil augn- Hl Vigocéane raka-
hreinsir 50 ml hHH krem 15 ml
Gommage djúp-
hreinsikrem 15 ml
Dagana 19.-24. febrúar fylgir glæsilegur kaupauki
ef keyptar eru GATINEAU snyrtivörur.
S\ <*>
SNYRTIG NUDDSTOFA
Hiinnu Kristínar Pidriksen
Kringlan 3ja h, S: 588-8677
GATINEAU eingöngu
seldar af sérþjálfuðum
snyrtifræðingum á
snyrtistofum.