Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 B 5 Matur frá Linster og vín frá Drouhin Lea Linster frá Lúxemborg, einn frægasti kvenkokkur heims, verður gestakokkur á Hótel Holti síðari hluta næstu viku sam- hliða því sem kynnt verða vín frá Joseph Drouhin, einum virtasta framleiðanda Búrgundarhéraðs Frakklands. BÚRGUNDARDAGAR hefjast á Hótel Holti á miðvikudag og verður boðið upp á sjö rétta matseðil sem Lea Linster, sem rekur einn þekkt- asta veitingastað Lúxemborgar í bænum Frisange, mun sjá um. Kemur Linster hingað til lands í tengslum við dagana og verður gestakokkur á Holtinu meðan á þeim stendur. Linster var fyrsta konan sem hlaut verðlaunin Bocuse d’Or fyrir matargerð, árið 1987. Sama ár fékk hún fyrstu Michelin-stjörn- una. Linster nam lögfræði en ákvað fyrir rúmum áratug að söðla um í lífinu. Hún hafði lengi haft brenn- andi áhuga á mat og matargerð og varð úr að hún opnaði veitinga- stað í bænum Frisange, skammt frá frönsku landamærunum, en þar hafði faðir hennar áður rekið kaffi- hús, hótel og bensínstöð. Þegar faðir hennar bað hana um að taka við rekstrinum sló hún til. Staðurinn varð fijótlega vinsæll, eftir Steingrím Sigurgeirsson ekki síst meðal íbúa nágrannaríkj- anna. Matargerð Linster er í anda sígildrar franskrar matargerðar sem aðlöguð hefur verið að nútíma kröfum og aðferðum án þess þó að fara inn á léttari eða „nýfr- anska“ Iínu. Mikið er lagt upp úr gæðum hráefnis og eru þau gjarn- an keypt af bændum í nágrenninu. Hún er íslendingum að góðu kunn því þeir eru ófáir sem lagt hafa leið sína til hennar á undan- förnum árum. Flestir sem matar- gestir en einnig eru nokkrir ungir íslenskir kokkar sem hafa fengið þjálfun sína hjá henni að hluta. Á þeim matseðli sem hún mun bjóða á Búrgundardögunum er að finna eftirfarandi rétti: Gæsalifur í kjúklingahlaupi, humar í stökkri pastaumgjörð með kryddsósu, bak- aðan lambahryggsvöðva í kartöflu- hjúp, osta, „créme brúlée“, sítrónu- ís með rósmarín og konfekt. Vínin frá Drouhin En það er ekki einungis boðið upp á matargerð Leu Linster. Með matnum verða borin fram vín frá Joseph Drouhin, einum athyglis- verðasta framleiðanda Búrgund- arhéraðsins í Mið-Frakklandi. Það var árið 1880 sem Joseph Drouhin stofnaði vínfyrirtæki sitt í Beaune í Búrgundarhéraði. Það var hins vegar sonur hans, Maurice, sem tók þá stefnu er hann tók við rekstr- inum árið 1918 að einbeita sér að Búrgundarvínum einvörðungu. Hóf hann að festa kaup á vinekrum og ÚR KJALLARA Drouhin í Beaune. þeirra á meðal var hin fræga Be- aune Clos des Mouches. Að síðari heimsstyrjöldinni lok- inni fór Drouhin að sækja á heims- markað með vín sín og þegar Ro- bert Drouhin, barnabarn Josephs, tók við fyrirtækinu árið 1957 voru kvíarnar enn færðar út innan Búrg- undarhéraðs. Hann bætti fljótlega við vínekrum á mörgum af fræg- ustu stöðum héraðsins, s.s. Mu- signy, Griotte-Chambertin, Cham- bertin Clos de Bése og Grand Ec- hezeaux. Árið 1968 setti hann upp útstöð í Chablis, þar sem Drouhin á nú meðal annars hluti í Grand Cru-ekrunum Les Clos og Vaudés- ir og nokkrum Premier Cru-ekrum. í heild á fyrirtæk- ið Joseph Drouhin nú 64 hektara af vínekrum í Búrg- undarhéraði, sem þætti kannski ekki mikið alls staðar í heiminum, en er mjög stór eign í Búrgundarhéraði, þar sem ekrur eru undantekningarlítið litlar og eignarhald dreift. Stefna fyrirtæk- isins hefur frá upphafí verið sú að leyfa sérkennum hvers svæðis og hvers árgangs að njóta sín. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé þess virði að taka áhættuna af hveijum árgangi eins og hann er. Þökk sé vínfræðinni getum við haldið ókost- um náttúrunnar í lágmarki og minni árgangar geta því reynst góðir. Það eru hins vegar mistök að reyna að gera „betri" vín þegar vel árar. Þá brenglum við sérkenni hvers árgangs og það sem gerir hann einstæðan,“ hefur verið haft eftir Robert Drouhin. Drouhin hefur á undanförnum áratugum verið leiöamh í rann- sóknum og tækniþróun. Árið 1976 var hins vegar sú ákvörðun tekin innan fyrirtækisins að taka upp hefðbundnar aðferðir að nýju, þar sem Drouhin vildi sporna við þeirri þróun í átt að einsleitum vínum, sem farið var að gæta í heiminuin. Hann er til dæmis á móti þeirri þróun, sem er áberandi um allan heim, þar á meðal í Búrgundarhér- aði, að nota sérvalið vínger. Þrúg- urnar eru í stað þess látnar geijast með hinu náttúrulegu víngerli, sem er að finna á hýði þeirra. Þannig telur hann sérstöðu hverrar ekru endurspeglast best. „Ég hef eins lítil afskipti af víngerðarferlinu og hægt er og gríp nú orðið einungis inn í þegar eitthvað fer úrskeiðis hjá náttúrunni," segir Drouhin. Hann er þrátt fyrir það mikill talsmaður nútímatækni í víngerði og segir það henni að þakka að vín í heiminum séu sífellt að verða betri. Hættan sé hins vegar að þau verði jafnframt einsleitari. „Tækni- lega fullkomin vín, sem endur- spegla ekki það sem þau eru, höfða ekki til mín. Það er kannski ekki jafnmikla samkvæmni að fínna í okkar vínum, en til lengri tíma lit- ið bjóða þau upp á meiri fágun, þau eru flóknari og tryggari þeim jarðvegi sem þau eru sprottin úr.“ 10 mest seldu léttvínin í Ríkinu 1991-95 Víntegund, lítrar 1991 1992 1993 1994 1995 •1. Vin du Pays, rautt 105.720 127.476 132.627 95.625 86.814 2. Blush Chablis 41.292 47.141 76.960 80.190 84.391 3. Vin du Pays, Merlot - - - 53.416 55.341 4. Lambrusco 37.154 44.028 41.423 39.967 41.108 5. Vin du Pays, hvítt 46.971 56.681 60.027 48.337 39.129 6. Gancia 29.342 28.549 28.739 30.101 33.398 7. Valpolicella, Merlot . 20.622 32.345 8. Piat Beaujolais 47.495 39.337 36.038 37.598 28.004 9. P.M. Burgundy 32.561 34.188 30.509 26.306 26.914 10. Hochheimer 43.125 38.431 30.622 26.226 24.555 Önnur 61.598 57.302 60.095 Samtals 445.258 473.133 497.040 458.388 451.999 Hlutfatlslegt magn 1995 Nýr kostur fyrir neytendur UM SIÐUSTU mánaðamót var sú nýjung tekin upp hjá ÁTVR að gefa viðskiptavinum kost á að sérpanta áfengi frá innlendum birgjum. Pantanir eru gerðar í vínbúðum ÁTVR og er víninu, sem geymt er í vöruhúsum innflytjenda, kom- ið í vínbúðirnar eins fljótt og unnt er eftir pöntun. Sé vörunnar ekki vitjað er hún endursend fjór- um virkum dögum eftir að hún er komin í vínbúðirnar. Þjónusta þessi kostar 400 krónur óháð stærð pöntunar. Einungis tvö innflutningsfyrir- tæki hafa ákveðið að nýta sér þennann möguleika til að byija með, Lind og Eldhaka. Á sérpöntunarlistanum eru ell- efu rauðvínstegundir, átta hvít- vínstegundir, eitt koníak (Larsen VSOP), eitt viský (Dalmore Malt) og mexíkóski Corona-bjórinn. í öllum tilvikum er um at- hyglisverð vín að ræða, meðal annars úrval Búrgundarvína frá Joseph Drouhin, áströlsk vín frá Rosemount, Trapiche-vín frá Argentínu, Masi-vín frá Italíu, Hugel-vín frá Elsass og vín frá suður-afríska framleiðandanum Nederburg. Morgunbladið/Sverrir Þýsku vínin kynnt ÞÝSK vín hafa á síðustu árum átt nokkuð undir högg að sækja hér á landi jafnt sem annars staðar. Á því er hins vegar að verða breyting samhliða því sem Þjóðverjar breyta áhersl- um sínum í markaðssetningu. Það sem komið hefur slæmu orði á þýska víngerð eru ódýr og sæt vín sem gjarnan eru fjöldaframleidd undir samheit- um á borð við Liebfraumilch. Æ fleiri eru hins vegar að upp- götva hinar raunverulegu perl- ur þýskrar víngerðar og þá ekki síst vönduðu Riesling-vínin frá Mósel og Rín. Þýska sendi- ráðið var með sérstakan bás á sýningunni Vín og drykkir í síðasta mánuði og var Helmut Jung frá Þýsku vínstofnuninni fenginn hingað til lands í tilefni af því. Hélt hann fyrirlestra og námskeið um þýsk vin auk þess sem hann gaf gestum kost á að bragða á sérvöldum þýskum gæðavínum. Jung kom hingað siðast fyrir tveimur árum og hélt hann þá námskeið fyrir fólk í veitingagreinum. Hann sagðist vera ánægður með að sjá þá þróun sem átt hefði sér stað á markaðnum síðan. Mikið af athyglisverðum og vönduðum framleiðendum hefðu bætst við og gaman væri nú að sjá hér t.d. úrval vína frá Baden og jafn- vel Franken í fyrsta skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.