Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 B 21 ATVIN N M3AUGL YSINGAR Bella símamær Ætlum að ráða reyklausan starfsmann, eldri en 35 ára, í fullt starf (kl. 8.30-17.30). Starfssvið: • Símasvörun • Innheimta • Ritvinnsla • Gagnaumönnun Viðkomandi þarf að vera vel að sér í sem flestum þáttum þjóðlífsins, þjónustufús og lipur. Umsóknareyðuþlöð og upplýsingar eru á skrifstofu okkar á Suðurlandsbraut 20 mánu- dag og þriðjudag. Gula bókin. Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á hjúkrunarheimilinu Fellsenda, Dalasýslu. Staðan er veitt frá 1. apríl nk. Upplýsingar gefa læknar, Heilsugæslustöðv- arinnar í Búðardal í síma 434 1114. Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf og menntun, sendist til formanns stjórnar hjúkrunarheimilisins, Ólafs Sigurðssonar, sýslumanns í Búðardal, 370 Búðardal. Stjórn hjúkrunarheimilisins Fellsenda. Leikskólakennarar Leikskólinn Sólbrekka óskar eftir leikskóla- kennara eða starfsmanni í 50% starf eftir hádegi frá 1. mars. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 561 1961 eða leikskólafulltrúi í síma 561 2100. AVON Avon á íslandi vill ráða sölufólk Avon, sem er einn af stærstu snyrtivörufram- leiðendum í heimi leitar að áhugasömu sölu- fólki um allt land. Salan fer mest fram á heimakynningum. Námskeið fyrir sölufólk í meðferð og notkun varanna. Há sölulaun í boði. Þeir, sem áhuga hafa á frekari upplýs- ingum eru beðnir um að hafa samband í síma 567 2470 milli 9 og 15 næstu daga. Nýi 1996 sölubæklingurinn er kominn. Act ehf., Avon umboðið, Fossháls 2 7, pósthólf9160, 129 Reykja vík, sími5672470, fax567b 1952. Flugmenn óskast íslandsflug hf. óskar eftir að ráða flugmenn til starfa. Eftirfarandi skilyrði þarf viðkom- andi að uppfylla: ★ Hafa a.m.k. 1.000 flugtíma. ★ Réttindi á fjölhreyflaflugvél. ★ Atvinnuskírteini, 3. flokk. ★ Hafa lokið bóklegu námi fyrir atvinnuskír- teini 1. flokk. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 25. febrúar nk. og eldri umsóknir óskast endur- nýjaðar. Islandsflug hf., Reykjavíkurflugvelli. Apple-umboðið hf. Við hjá Apple umboðinu erum að leita að góðum starfsmanni. Við leggjum mikið upp úr því að þessi manneskja sé þægileg í um- gengni og geti sinnt fjölbreyttum verkefnum og eigi auðvelt með að vinna sjálfstætt. Sé jákvæð og tilbúin til að læra ný vinnubrögð. Þjónustulunduð og jákvæð Starfsmönnum ræstingardeildar Securitas fjölgar ört þessa dagana og því þurfum við að bæta við okkur fólki. Okkur vantar nú þegar þjónustulundaðar og samviskusamar manneskjur til að leysa af í veikindum o.þ.h. Hjá okkur starfa nú sjö konur sem sinna ein- göngu afleysingum og ervinnutími þeirra um 4-6 tímar á dag. Vegna aukinna verkefna og fjölgunar starfsmanna þurfum við að stækka þennan hóp og ráða fjórar manneskjur til viðbótar. Ef þú ert 25 ára eða eldri, hefur bíl til umráða og einhverja reynslu af ræsting- arvinnu þá gætum við haft starf fyrir þig. Vinnutími er frá kl. 13.00 eða 16.00 fimm daga vikunnar. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Guðrúnu Gísladóttur, Síðumúla 23, milli kl. 10 og 11.30 til og með 22. febrúar nk. rm SECURITAS Þjónustusvið Þjónustusvið EJS starfar á upplýsingatækni- sviði við uppsetningu og þjónustu á tölvubún- aði, hugbúnaðarkerfum og netkerfum. Vegna aukinna verkefna óskum við að ráða starfsmann á þjónustusvið okkar. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og reynslu á sviði hugbúnaðar fyrir einkatölvur og séu rafeindavirkjar eða hafi sambærilega menntun. Upplýsingar um starfið veitir Helgi Þór Guð- mundsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Umsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað á skrifstofu okkar ekki síðar en 1. mars nk. merktar: „UMSÓKN“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. EinarJ. Skúlason, Grensásvegi 10, 128 Reykjavík. Sími 563-3000. Umsjón kaffistofu Traust þjónustufyrirtæki miðsvæðis í borg- inni óskar að ráða starfsmann til að hafa umsjón með kaffistofu. Starfið felst í að hafa til léttan hádegisverð, súpu, salat, brauð o.fl. fyrir u.þ.b. 20-30 manns. Innkaup hráefna og frágangur. Mjög góð aðstaða. Leitað er að glaðlegri og snyrtilegri mann- eskju sem hefur áhuga á léttri matargerð. Vinnutími frá kl. 10.00-14.00. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: „Umsjón kaffistofu" fyrir 24. febrúar nk. RÁÐGAKÐURhf SrjÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK ‘S* 533 1800 Atvinnu- og ferðamálafulltrúi Laus er til umsóknar staða atvinnu- og ferða- málafulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Hlutverk hans er að vinna að atvinnuþróun, atvinnuráðgjöf og framgangi ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila í Vestmannaeyjum. Leitað er dugmikils einstaklings með frum- kvæði, áræði og hæfileika til samskipta. Við mat umsókna varðar mestu menntun og reynsla á sviði markaðs- og þróunarmála, auk almennrar þekkingar á atvinnumálum og ferðaþjónustu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skrifleg umsókn, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist fyrir 1. mars nk., merkt: Bæjarstjórn Vestmannaeyja, v/at- vinnu- og ferðamálafulltrúa, pósthólf 60, 902 Vestmannaeyjum. Frekari upplýsingar veitir Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri, í síma 481 1088. Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Almenn lagerstörf Starfið felur í sér að annast akstur fyrirtækis- ins og almenn lagerstörf, svo sem skipulag á lager, koma sendingum á áfangastað og fleira sem til fellur. Langi þig að ganga til liðs við okkur, þá vin- samlegast sendu okkur skriflega umsókn fyrir 26. febrúar merkta: Ólína Laxdal, b/t Apple-umboðsins hf., Skipholti 21, 105 Reykajvík. Ath. við höfum einsett okkur að svara öllum umsóknum innan 30 daga. Örtölvutækni ehf a umboðið á íslandi auglýsir eftir markaðsfulltrúa f söludeild Um er að ræða krefjandi starf við ráðgjöf og sölu á lausnum byggðum á eftirfarandi búnaði: • Alpha NT miðlurum • Alpha Unix miðlurum • Alpha Open VMS miðlurum • Cisco beinum (routers) • Cisco ISDN búnaði • Cisco staðarnetsbúnaði Starfið felst m.a. í samskiptum við samstarfs- aðila við þróun lausna og gerð tilboða. ( boði eru spennandi störf fyrir metnaðarfullt fagfólk. Skriflegar umsóknir, merktar STARFSUM- SÓKN, sendist til Örtölvutækni ehf., Skeif- unni 17, 108 Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar nk. a pkV-VHtv Örtölvutaekni ehf. er framsækið fyrirtæki með trausta eiginfjár- stöðu. Félagið er m.a. umboðsaðili fyrir Digital Equipment Corp- oration og Cisco Systems sem eru leiðandi fyrirtæki hvort á sínu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.