Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 B 13 Aðalfundur 1996 Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal félags- ins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 23. febrúrar 1996 og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. ^ 2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægilegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera slíkt skriflega. HAMPIÐJAN . ■■ Fyrirlestur um áhrif krabba- meinsvaldandi málma á frumur STEFANÍA Þorgeirsdóttir líffræð- ingur heldur fyrirlestur, „Áhrif krabbameinsvaldandi málma á band- vefsfrumur (3T3 cells)“, mánudaginn 19. febrúar kl. 20:30 á vegum Líf- fræðifélags íslands. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi háskólans. Stefanía byggir erindi sitt á verkefni sem hún vann að til doktorsgráðu við_ Boston Univer&ity á síðasta ári. í fyrirlestrinum verður aðallega fjallað um málmtegundirnar kadmí- um og nikkel, sem auk eiturverkandi áhrifa valda aukinni tíðni krabba- meins í lungum. Þessi efni eru víða notuð í iðnaði en finnast einnig í minna mæli í umhverfinu. Bæði kadmíum og nikkel er að fínna í þó nokkru magni í tóbaki. Nikkel er oft notað í ódýra skartgripi og er þekkt fyrir að valda nikkel-ofnæmi. Þrátt fyrir að áhrif þessara efna á ákveðin líffæri séu kunn er enn ekki vitað nákvæmlega hvernig virkni þeirra innan frumunnar er háttað. Sagt verður nánar frá rann- sóknum sem gerðar voru á áhrifum kadmíums og nikkels á frumugrind- ina og hugsanlegu sambandi við breytingar sem verða á magni núkle- ótíða í bandvefsfrumum. Mótefnalit- un var notuð til að meta áhrifin á byggingu tveggja helstu þátta frumugrindarinnar, örpíplanna og örþráðanna. Komið hefur í ljós að ýmis eitur- efni geta valdið breytingum á bygg- ímynd fyrirtækja í huga viðskiptavina speglast oft í símaþjónustu þeirra. Við þekkjum öll hvað það getur verið pirrandi að ná ekki sambandi og er þolinmæðin í raun lítil þegar síminn er annars vegar - oftar en ekki hrinqjum við annað ef varan eða þjónustan sem við erum að nálgast er sambærileg. Ert þú í góðu sambandi við þína viðskiptavini? Þann 25. maí býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar beint leiguflug til hinnar fornfrægu og fallegu borgar Prag. Heimflug til íslands er síðan þann 1. júní. Fjöldi hagstæðra ferðamöguleika er í boði, meðal annars getum við boðið flug og hótel í eina viku í Prag frá 46.420 krónum á mann og er þá innifalinn flugvallarakstur, morgunverður og flugvallarskattur. Einnig getum við boðið flug og bíl frá krónum 26.260 miðað við 4 fúllorðna í bil og gefst þá kostur á að skoða ýmsa staði sem ekki er hægt að heimsækja á bílum, sem leigðir eru á vestlægari slóðum. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. Ferðaskríisiofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 511 1515. ingu eða starfsemi frumugrindarinn- ar, sem auk þess að vera stoðkerfi frumunnar er mikilvæg fyrir marg- víslega frumustarfsemi, svo sem flutning inn og út úr frumunni, stað- setningu frumulíffæra og síðast en ekki síst fyrir frumuskiptinguna. 'S-Va_. • Nýherji Radiostofan býður vönduð símkerfi fyrir stofnanir og fyrirtæki í öllum greinum atvinnulífsins. Kynnið ykkur þá ótal möguleika sem við höfum að bjóða. NYHERJI RADIOSTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.