Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 B 9 FRÉTTIR F.V. Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, framkvæmdasljóri VFÍ, Þor- steinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija, Ólafur Tómas- son, póst- og símamálasljóri, og Karl Omar Jónsson, formaður VFÍ. Veitt heiðursmerki VFI Láru Stefánsdóttur og David Greenall. Og á Listahátíð á að frumflytja stórvirkið Fjárhirslur vors herra, ballett eftir þau Nönnu Ólafsdóttur og Siguijón Jóhanns- son um Guðmund biskup góða og baráttu hans við norðlenska höfð- ingja á Sturlungaöld, heillandi kafla í menningarsögu okkar. Það er því mikið ánægjuefni að núverandi menntamálaráðherra, Björn Bjamason, hefur sýnt mál- efnum flokksins skilning og áhuga, og vill af röggsemd taka á vanda hans þannig að honum séu búin þau skilyrði að hann geti kinnroða- laust sinnt skyldum sínum við áhorfendur og danslistina. Þegar litið er um öxl blasir nefnilega við hversu mjög tilkoma dansflokksins hefur breytt öllu okkar viðhorfi til danslistar og hækkað gæðamat okkar á allri hreyfilist á leiksvið- inu. Aðrar leiksýningar en ballett- sýningar hafa notið af því mikils góðs, hvað snertir dansasmíð, sem auðvitað er ríkur og sjálfsagður þáttur í ijölda venju- legra leiksýninga, svo að ekki sé minnst á óperusýningar. En þetta nær einnig til flutnings og túlkunar; meðal þátttakenda í slíkum leiksýningum á hveijum vetri eru nemendur og fyrrver- andi nemendur úr Listdansskólanum, en stundum beinlínis dansarar úr dansflokknum sjálfum. Þó að ekki hafi verið hrópað kraftaverk í hvert skipti sem Is- lenski dansflokkurinn hefur komið saman sómasamlegri sýningu, dylst þó engum sæmilega skilgóð- um og sanngjörnum manni hversu árangursríkt starf hefur þarna átt sér stað á þessum 23 ára ferli. Þó að Svanavatnið og Þyrnirós séu enn íjarlægur draumur, hefur þrátt fyrir mannfæðina tekist að koma upp frambærilegum sýning- um á sígildum verkum eins og Giselle, Oskubusku, Hnotubijótn- um og Coppelíu. í tveim þeim síð- astnefndu nutum við þess að fá að sjá Helga Tómasson, sem oft og fúslega hefur lagt flokknum lið, dansa á hátindi ferils síns sem dansara. Margir aðrir góðir gestir hafa komið að þessum sýningum, en kannski var ekki minnst um það vert þegar sjálfur Anton Dolin stýrði Asdísi Magnúsdóttur og síð- ar Maríu Gísladóttur í Giselle á móti Helga. Fijóir erlendir dansa- smiðir hafa einnig starfað með flokknum og ber þar að nefna Jochen Ulrich sem samdi dansinn við Blindingsleik Jóns Ásgeirsson- ar, fyrsta ballettinn í fullri lengd með íslensku efni og við íslenska tónlist. Annar góður gestur var Ed Wubbe, en flokkurinn vakti eftirtekt fyrir túlkun sína á verk- um hans í leikferð erlendis. Og ekki má gleyma Maijo Kuusela hinni finnsku sem færði smásögu Guðmundar Gíslasonar Hagalíns um Tófuskinnið í dansbúning. Og sjálf Birgit Cullberg kom hingað og stjórnaði Fröken Júlíu sinni með syni sínum, Niklas Ek í hlut- verki Jean, og Ásdísi Magnúsdótt- ur sem Júlíu; hún sagði Ásdísi í hópi bestu túlkenda á hlutverki Júlíu; sjálf hefur hún sett þennan fræga leikdans upp um allan heim með ótal dönsurum. Mest hefur þó kannski verið vert um að stjórnendur flokksins hafa frá upphafi gert sér grein fyrir að flutningur erlendra úrvals- verka og nýrra innlendra verka verður að haldast í hendur; sé ekki um nýsköpun að ræða staðn- ar hver listgrein eða deyr drottni sínum. Hér eru ýmis þokkafull verk, satt að segja ótrúlega mörg, þegar alls er gætt. Skemmtileg nýbreytni var þegar Ingibjörg Björnsdóttir útbjó Sæmund Klem- enzson upp á danssvið og jós úr þjóðararfi og fékk til liðs við sig Þursaflokkinn; þeirri sýningu farnaðist vel erlendis eins og oft- ar, þegar við drögum fraró sér- kenni íslenskrar menningar. Hlíf Svavarsdóttir hefur samið nokkra metnaðarfulla balletta í framúr- stefnulegum stíl og flutt okkur andblæ þess, sem er að geijast í dansheimi Evrópu; ágætt dæmi og aðgengilegt er einmitt Af mönnum, sem hún hlaut norrænu danshöfundaverðlaunin fyrir. Ýmsir fleiri íslendingar hafa sam- ið fyrir fiokkinn, þeirra á meðal núverandi listdansstjóri, María Gísladóttir, og ýmsir dansarar flokksins, og ekki síst Auður Bjarnadóttir, sem í Jörvagleðinni í fyrra sýndi, að hún er farin að glíma við menningarlegan þjóða- rauð okkar á nútímalegan en per- sónulegan hátt. Stærstur hefur þó hlutur Nönnu Ólafsdóttur verið, bæði sem dansasmiðs og stjórn- anda flokksins um 6 ára skeið. Af mörgum verkum hennar ber að nefna Dafnis og Klói, fyrsta bailettinn eftir íslenskan höfund í fullri kvöldlengd. Sú sýning varð ein helsta varðan í allri þessari sögu. Ballettar Nönnu hafa t.d. verið við tónlist Þor- kelg Sigurbjörnssonar og Atla Heimis Sveinssonar, enda hefur hlutur tónskáld- anna í danssögunni verið mikill. Eitt árið hafði flokkurinn meira að segja tón- skáld innan vébanda sinna, Áskel Másson. Lilja Hallgríms- dóttir, formaður Styrktarfélags Islenska dans- flokksins, skrifaði nýlega ágæta grein hér í blaðið um málefni fiokksins og nánustu framtíð. Ég er þó ósammála Lilju um það að æskilegt sé að breyta starfssviði listdansstjóra og gera hann einráð- ari. Þvert á móti held ég að reynsl- an hafi kennt að þá hafi listdans- stjóri mestan stuðning af stjórn- inni ef þar situr fólk með þekkingu og reynslu og góð tengsl við fag- fólkið í dansheiminum. Þetta leiðir auðvitað hugann a_ð spurningum um stefnumörkun. í listdansstjór- atíð sinni reyndi Hlíf Svavarsdótt- ir að marka flokknum nútímalega og heildstæða stefnu. Því miður naut sú ágæta tilraun ekki stuðn- ings hins almenna áhorfanda. Stefnan hefur hins vegar oftast verið að reyna að sinna sem flest- um tegundum danslistar, sígildum, nýklassískum og nútímalegum verkefnum. Lætur að líkum að það, þó að vel hafi gefist t.d. í leikhúsum í Reykjavík og víðar, gerir mikiar kröfur til þeirra fáu dansara sem flokkinn skipa. Stefn- an þarf að vera í stöðugri endur- skoðun. Það sem María Gísladóttir og sú stjórn sem nú er að láta af störfum hafa verið sammála um, er að vinna að því að draga fram sérkenni flokksins sem skapandi listhóps, sem sprottinn er úr ís- lensku umhverfi, en jafnframt opna gluggann fyrir ferskum blæ að utan. Sá sem hér heldur á penna hef- ur haft aðstæður til að fylgjast með starfi flokksins á þessum fyrsta aldarfjórðungi sem hann hefur starfað. Þar hefur ríkt andi frumheija og saga hins fyrsta hóps dansara varð að mörgu leyti talsverð hetjusaga. En flokkurinn hefur notið þess, að dansunnendur og' dansheimurinn hafa borið traust til hans og viljað vinna að framgangi hans. Ógleymanlegt er hvernig sú kynslóð dansara, sem fyrir var og ekki átti þess kost að þroskast af daglegri þjálfun í flokknum, kynslóð þeirra Eddu Scheving og hinna, lagði ómælda vinnu af mörkum við að sauma búninga og að sinna öðrum verk- um til sýningahalds, bæði til að halda sem mest niðri kostnaði og sýna samstöðu fyrstu árin, meðan framtíð flokksins var óráðin. En nú hefur hann með starfi sínu sýnt hver þörf er fyrir hann og hvílíka ánægju hann ber með sér. Honum er óskað velfarnaðar á næsta aldarfjórðungi starfs síns. Höfundur er leikhúsfræðingur. Á ÁRSHÁTÍÐ Verkfræðingafélags Islands, sem haldin var laugardag- inn 3. febrúar sl., voru Ólafur Tóm- asson, rafmagnsverkfræðingur og póst- og símamálastjóri, og Þor- steinn Már Baldvinsson, skipaverk- fræðingur og framkvæmdastjóri Samheija á Akureyri, sæmdir æðsta heiðurmerki VFÍ. Merkið er afhent þeim mönnum sem skarað hafa fram úr á sínu sviði og á þann hátt unnið til viðurkenningar. Við afhendinguna kom eftirfar- andi fram í máli Karls Ómars Jóns- sonar, formanns VFÍ: Ólafur Tóm- asson er rafmagnsverkfræðingur frá Háskólanum í Edinborg. Hon- um hefur sem póst- og símamála- stjóra tekist að nýta nútímaþekk- ingu á sviði fjarskipta, stjórnunar og viðskipta, þannig að ísland má nú teljast í fararbroddi hvað varðar símaþjónustu og önnur íjarskipti. Hann hefur einnig átt sæti í fjöl- mörgum alþjóðlegum tækninefnd- um á þessu sviði. Ólafur hefur starfað ötullega að félagsmálum innan VFÍ. Þorsteinn Már Baldvinsson er skipaverkfræðingur frá NTH í Þrándheimi. Hann hóf starfsferil sinn í íslenskum skipaiðnaði en sneri sér síðan fljótlega að útgerð- armálum þar sem hann hefur reynst áræðinn og atorkusamur frumkvöðull í útgerð frystitogara og náð þar miklum árangri. Hann hefur stuðlað að aukinni fagþekk- ingu í sjávarútvegi og er einn af forgöngumönnum þessa lands í útgerð fiskiskipa á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirlestur í norrænni kvennasögu DÖNSK kona, Jenny Jochens, prófessor í sagnfræði við Town- son State University í Baltimore, er stödd hér á landi um þessar mundir. Hún vinnur að rannsókn- um þetta ár sem danskur styrk- þegi á Árnastofnun. Prófessor Jochens hefur stund- að umfangsmiklar rannsóknir og skrifað fjölda greina og bóka um stöðu kvenna á íslandi og öðrum Norðurlöndum fyrir og eítir kristnitöku. I vetur hafa komið út eftir hana bækurnar „Women in Old Norse Society“, Cornell University Press, Ithaca NY 1995, og „Old Norse Images of Women“, University og Pensylv- ania Press, Philadelphia PA, 1996. Jochens flytur fyrirlestur á málstofu guðfræðistofnunar Há- skóla íslands í Skólabæ, Suður- götu 26, þriðjudaginn 20. febrúar kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist „For Better or Worse. The Influence of Christianity on Norse Women“. Málstofan er öllum opin. Hjartans þakkir til ykkar, sem glöddu mig meÖ gjöfum, skeytum og blómum á 100 ára afmœli mínu 29. janúar síðastliðinn. Blessun Guðs fylgi ykkur öllum. Úlfar Karlsson. Ráðstefna menntamálaráðuneytisins um ýmis málefni barna og unglinga með sérþarfir Borgartúni 6, Reykjavík, laugardaginn 2. mars 1996 kl. 9.30-17.00 Ráðstefnustjórí Ólafur H. Jóhannsson 9.00 Mæting. 9.30 Setning. Ávarp, Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. 9.45 Salamancayfirlýsingin og rammaáætlun um aðgerðir vegna nemenda með sérþarfir. Erna Árnadóttir deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. 10.00 Skólastefna ogframkvæmd'hennar frá sjónarhóli hagsmunasamtaka fatlaðra. Ingibjörg Auðunsdóttir varaformaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. 10.15 Blöndun fatlaðra og ófatlaðra í grunnskólum. (Kynning á rannsókn á vegum OECDj.Grétar Marinósson dósent við Kennaraháskóla íslands. 10.45 Kaffihlé. 11.00 Kynning á norrænum verkefnum um fátíðar fatlanir. Kolbrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, Einar Hólm skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Safamýrarskóla, Halldóra Haraldsdóttir skólastjóri Giljaskóla, Akureyri, Rannveig Lund forstöðumaður Lestrarmiðstöðvar KHÍ og Sylvía Guðmundsdóttir ritstjóri hjá Námsgagnastofnun. 12.00 Fyrirspurnir og umræður. 12.30 Hádegishlé. 13.30 Skólaganga barna með sérþarfir eftir 1. ágúst 1996. Hrólfur Kjartansson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. 13.50 Skipulagþjónustu við börn með sérþarfir. Jón Bjömsson framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykajvíkurborg, Valgarður Hilmarsson oddviti Engihlíðarhrepps í V-Húnavatnssýslu. 14.30 Nemendur með sérþarfir i grunnskólum frá sjónarhóli samtaka kennara. Anna Kristín Sigurðardóttir formaður Félags íslenskra sérkennara. 14.45 Samnýting sérfræðiþjónustu leikskóla og grunnskóla. Heiðrún Sverrisdóttir leikskólaráðgjafi í Hafnarfirði 15.00 Kaffihlé. 15.30 Með hvaða hætti getur framhaldsskólinn komið til móts vió alla nemendur? Eygló Eyjólfsdóttir skólameistari Borgarholtsskóla í Reykjavík. 15.50 Nemendur með sérþarfir íframhaldsskólum frá sjónarhóli samtaka kennara. Fjölnir Ásbjörnsson kennari i Iðnskóla Reykjavíkur. 16.05 Helios II ogýmis önnur verkefni. Kolbrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. 16.30 Fyrirspurnir og almennar umræður. Ráðstefnan er haldin í samráði við Félag íslenskra leikskólakennara, Kennarasamband íslands, Hið íslenska kennarafélag, Samband íslenskra sveitarfélaga, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið. Þátttaka tilkynnist menntamálaráðuneytinu í síma 560 9560 í síðasta lagi 29. febrúar. Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Táknmálstúlkun. Saga hins fyrsta hóps dansara varð að mörgu leyti talsverð hetjusaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.