Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 B 19 ATVINNII St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Meinatæknar Meinatæknir óskast til starfa. Um er að ræða 100% vinnu frá 1. maí 1996. í Stykkishólmi er góður leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn, einsetinn grunnskóli með framhaldsdeildum (2 ár) auk kröftugs tónlist- arskóla. Umsóknarfrestur rennur út 15. mars 1996. Hafir þú áhuga á skemmtilegu, en oft krefj- andi, starfi í okkarfallega umhverfi, þá hafðu samband við hjúkrunarforstjóra eða fram- kvæmdastjóra í síma 438 1128. Siglingasamband íslands óskar eftir að ráða starfsmann/konu í 4-6 mánuði frá 15.5.-15.10. 1996 eða eftir sam- komulagi. Um er að ræða almennt skrifstofustarf ásamt öðrum mikilvægum verkefnum t.d. aðstoð við mótahald, fjáraflanir o.fl. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, agaður, góður í mannlegum samskiptum og umfram allt heiðarlegur. Laun verða skv. samkomulagi. Umsóknareyðublöð verða afhent í móttöku íþróttamiðstöðvar ÍSÍ, Laugardal og skal skila umsóknum þangað eigi síðar en 28.02.96. Til framtíðar með Navís hf. - óskað er eftir tölvunarfræðingum og þjónustufólki til starfa hjá nýju og öflugu hugbúnaðarfyrírtæki Navís hf. óskar eftir að ráða fólk í eftirtalin störf: Tölvunarfræðingar/kerfisfræðingar Leitað er að dugmiklum kerfis- eða tölvunarfræðingum til starfa við forritun í upplýsingakerfinu Navision Financials og í viðskiptakerfinu FIÖLNI/Navision. Um er að ræða störf á íslandi og erlendis í samvinnu við aðita í Bretlandi og Danmörku. Móttöku- og þjónustufulltrúi Þá óskar Navís hf. eftir móttöku- og þjónustufulltrúa með reynslu af vinnu við tölvur og bókhald. Æskilegt er að viðkomandi hafi viðskiptafræðilega menntun - það er þó ekki skilyrði. Navís hf. er nýtt og framsækið hugbúnaðarfyrirtæki í eigu Tæknivals hf, Landsteina hf. og starfsmanna. Fyrirtækið mun fytgja ströngustu stöðlum varðandi þjónustu við viðskiptavini og við þróun hugbúnaðarlausna. Starfsemi Navís verður í nýju og glæsilegu húsnæði að Vegmúla 2 og verður kappkostað að skapa starfsmönnum fullkomið vinnuumhverfi og veita viðskiptavinum þá bestu þjónustu sem kostur er. Starfsmenn Navís eru í hópi reyndustu FDÖLNIS-forritara á ístandi en starfsmenn og eigendur hafa þróað FlÖLNIS-kerfi hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum íslands ásamt því að þróa FJÖLNIS-hugbúnað fyrir Flugmálastjórn Bretlands, Time Warner samsteypuna, Fríhöfnina í lórdaníu og fleiri aðila erlendis. Navís hf. mun sinna hugbúnaðarþróun í spennandi og krefjandi verkefnum og styðjast við ný ogfullkomin þróunarverkfæri fyrir Windows 95 auk annarra grafískra gluggakerfa. Megin áhersla verður lögð á Navision Financials, sem er nýtt grafískt upplýsingakerfi frá Navision Software A/S í Danmörku. Navision Financials hefur hlotið einróma lof sérfræðinga og notenda víða um heim en framleiðandi þessa kerfis er öflugasti útflutningsaðili viðskiptahugbúnaðar í Danmörku. Navision Financials er fyrsta viðskiptakerfið í heiminum sem fær teyfi til að bera merki Windows 95. FIÖLNIR/Navision er einn vinsælasti viðskiptahugbúnaður á íslandi og er hann notaður hjá 8 af 15 stærstu fyrirtækjum landsins. FIÖLNIR/Navision ræður yfir sveigjanlegu forritunarumhverfi sem gerir hönnuðum kleift að laga kerfið að óskum allra notenda á mjög einfaldan og skjótvirkan hátt. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verður öltum umsóknum svarað. Umsóknum skal skilað í afgreiðslu Morgunblaðsins merktum “Navís - Framtíd" fyrir 26. febrúar 1996. Navision Financials fjölnir m Navision Byggingameistari Tæplega fimmtugur byggingameistari með yfir 20 ára reynslu í mannahaldi og verk- stjórn stórra verkefna sem smárra óskar eftir framtíðarstarfi. Allt kemur til greina. Tilboð merkt: „Drífandi - 514“ sendist af- greiðslu Mbl. fyrir 24. febrúar. ERT ÞÚ HARÐJAXL? Kraftvélar ehf. er að leita eftir duglegum og ósérhlífnum mönnum tit starfa hjá véladeild fyrirtækisins, aðeins vanir menn koma til greina. Kraftvélar ehf. er öflugt og framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í viðgerðum á vinnuvélum og lyfturum ásamt ýmsum aukabúnaði því tengdu. Við leitum að manni/mönnum sem eru vanir þungavinnuvélaviðgerðum. Einnig erum við að leita að manni vönum viðgerðum á rafmagns- og diesellyfturum. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Ef þú ert rétti maðurinn þá vinsamlega sendu skriflega umsókn til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merkt ‘“Ég er harðjaxl!” fyrir 23. febrúar n.k. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir LÖGCILDINCARSTOFAN ► Prófunarmaóur Krefjandi og erilsamt starf sem felst í prófun og löggildingu mælitækja er sæta opinberu eftirliti. Við leitum að starfsmanni með: »- Þekkingu og áhuga á tæknibúnaði. »- Enskukunnáttu. Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst en í síðasta lagi fyrir hádegi 26. febrúar 1996 a b <- r^j >I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.