Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ríkissaksóknari hefur svarað ósk biskups um opinbera rannsókn Ekkí viðhlítandí gnrnd- völlur til rannsóknar * Asakanir á biskup ræddar á fundum kirkjuráðs, prófasta og vígslubiskupa næstu daga Morgunblaðið/Ásdís LEIKARARNIR Guðrún Ásmundsdóttir og Helgi Björnsson koma til félagsfundar Leikfélags Reykjavíkur sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Ályktun félagsfundar LR Leikhúsráð fjalli um uppsagnir HALLVARÐUR Einvarðsson ríkissaksóknari hefur ritað hr. Ól- afi Skúlasyni, biskupi íslands, bréf þar sem hann segir að svo komnu ekki viðhlítandi grundvöll til opin- berrar rannsóknar á ásökunum í hans garð. Biskup segist ekki ætla að láta af embætti vegna þeirra ásakana sem fram hafa komið. Hann ætlar að ræða ásakanirnar á kirkjuráðsfundi í þessari viku og á fundi með öllum próföstum og báðum vígslubiskupum í næstu viku. Biskup lýsir furðu sinni á ummælum Guðrúnar Jónsdóttur, starfskonu Stígamóta, í fjölmiðl- um en hún telur sig ekki hafa brotið trúnað og segist hafa látið ummæli falla í samráði við þær konur, sem beri biskup sökum, og með samþykki þeirra. Biskup óskaði eftir því við ríkis- saksóknara 22. febrúar sl. að hann léti fara fram opinbera rannsókn á tilurð og sannleiksgildi ásakana í sinn garð um meint refsivert athæfí. I bréfi biskups var vísað í 6. grein laga um mannréttinda- sáttmála Evrópu. Lögfræðingur biskupsstofu sendi auk þess ítar- lega greinarge'rð til ríkissaksókn- ara þar sem grundvöllur rannsókn- ar _er studdur fleiri lagarökum. í bréfi ríkissaksóknara til bisk- ups í gær segir orðrétt: „Umfjöllun fjölmiðla með ásökunum í yðar garð eða heimildir þeirra geta ekki, á þeim grundvelli sem fyrir liggur, verið tilefni til opinberrar rannsóknar, hvorki að frumkvæði ákæruvaldsins né að kröfu yðar. Hljóta hér frekar að koma til álita ákvæði laga um ærumeiðingar og málsmeðferð slíkra mála, sem eft- ir gildistöku laga nr. 71,1995 er nú öllum skipað í XXV. kafla al- mennra hegningarlaga nr. 19,1940. Með þeim tilvitnuðu lagabreytingum var dregið úr frumkvæðisrétti ákæruvaldsins til beinna aðgerða og málshöfðunar um slík brot. Ósk yðar og rök- stuðningur fyrir umbeðinni rann- sókn og sú lagastoð, sem þér til- greinið, tekur ekki til slíkrar rann- sóknar en er að svo komnu heldur ekki viðhlítandi grundvöllur til þess að mælt sé fyrir um opinbera rannsókn að frumkvæði ákæru- valds um þau efni.“ Hefur fundið fyrir miklum stuðningi í fréttaþættinum Dagsljósi í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi spurði Þorfinnur Ómarsson biskup hvort hann gæti setið áfram ef einhveijir efuðust um sakleysi hans. Biskup spurði á móti hvern- ig hann gæti losnað við þessar ásakanir, hvemig hann gæti hreinsað sig. „Ég get þá alveg eins spurt sjálfan mig: geturðu haldið áfram að vera manneskja með þessar hörmulegu ásakanir á bakinu." Hann sagði að ef hann færi úr embætti væri hann að koma þeim skilaboðum áleiðis að ef einhveij- um væri illa við einhvern mann þá væri hægt að koma sögum af stað og sá hinn sami yrði að hopa á hæl. „Ég vil ekki láta, ekki einu sinni þijár, ekki einu sinni fímm konur, ráða því hvort ég er í því embætti, sem ég er í í dag, eða ekki.“ Biskup sagðist hafa fundið fyrir gífurlegum stuðningi bæði leikmanna og presta í gær. Marg- ir hefðu sagt við sig að hann mætti ekki einu sinni láta sér koma til hugar að segja af sér. Tengt kirkjugarðamáli Aðspurður um það hvort hann kynni einhveija skýringu á því hvers vegna þessi mál koma upp núna sagðist Ólafur hvorki skilja upp né niður í því. Svo virtist sem einhver héldi um þræði og það væri kappsmál einhvers að um- ræðan hjaðnaði aldrei. Hann sagð- ist hafa heyrt sögusagnir um sjálf- an sig um árabil. Arin 1990 og 1991 hefðu miklar kviksögur kom- ist af stað í tengslum við kirkju- garðamál, sem þá var mjög brenn- andi, og útfararstjóri nokkur hefði verið duglegur að breiða það út að hann hefði angrað konur. Fyrrverandi lögreglukona hefði skrifað bréf til borgarstjóra, ráð- herra og forseta og tíundað ýmis- legt sem hægt var að finna bisk- upi til hnjóðs. Hann hefði kallað útfararstjórann á sinn fund og þá hefði hann gefíð sér skírnarnöfn tveggja kvénna sem hann sagði að biskup hefði angrað. Ólafur sagðist hafa beðið um heimilisföng og símanúmer og útfararstjórinn hefði lofað að koma með þau næsta dag en hann væri ekki kom- inn enn. Þá var biskup spurður hvort hann teldi að einhver öfl væru að þrýsta á að þessi mál kæmu upp og sagðist hann þá hafa séð þessa fyrrverandi lögreglukonu stjóma þeirri konu sem hefði skrifað bréf til siðanefndar Prestafélagsins, „þannig að mann grunar að ein- hver þessara afia séu enn að verki.“ Ósáttur við Guðrúnu Biskup er mjög ósáttur við að Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, skuli hafa talað um sig með nafni í íjölmiðlum og segist hljóta að eiga réttindi sem ein- staklingur eins og hver annar. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa spurst fyrir, bæði hjá einstaklingum og opin- berum aðilum, hvort það hefði nokkurn tíma gerst að nafn og staða manns væru tilgreind af Stígamótum fyrir það að þar væru einhveijar konur sem bæru hann sökum. Fjöldinn allur af fólki hefði tjáð sig um þetta og lýst yfir mik- illi undrun sinni. „Guðrún Jónsdóttir hefur aidrei talað við mig þótt þessar konur komi saman vikulega, að því að mér skilst, af mínum völdum. En svo kemur hún í fjölmiðla og nefn- ir ekki aðeins þessar þijár konur heldur jafnvel tvær til viðbótar. Það er ekkert verið að skafa utan af því. Það, að ég hafí heyrt að þessar konur væru með einhvern áburð er eitt. Þegar Guðrún Jóns- dóttir kemur sjálf og lýsir þessu yfír, það er allt annar handleggur. Það er bara eins og náðarstungan sé veitt. Hér er dómurinn fallinn! Mér féll þetta alveg óskaplega illa,“ segir Ólafur Skúlason. Athugasemdir Guðrúnar Guðrún Jónsdóttir sendi í gær frá sér eftirfarandi athugasemdir vegna ummæla Ijiskups í ellefu- fréttum í fyrrakvöld sem rakin voru í Morgunblaðinu í gær. „Biskup lætur að því liggja í nefndu viðtali að ég hafi brugðist trúnaði er ég staðfesti í fjölmiðlum að þijár konur, sem hafa greint stjórn Prestafélags íslands frá meintu kynferðisofbeldi er þær hafí orðið fyrir af hendi biskups, hafi leitað til Stígamóta. Staðfest- ing mín á að þær hefðu leitað til Stígamóta var gerð í samráði við og-með samþykki þeirra. Það að ég minntist á biskup sem meintan ofbeldismann lít ég ekki á sem trúnaðarbrot. Um málið hefur verið fjallað ítarlega í fjöl- miðlum undanfarnar vikur og nafn biskups verið tengt því, þannig að ekki verður séð að um trúnaðar- brot geti verið að ræða af minni hendi. í umræddu viðtali talaði biskup um íjárframlag kirkjunnar til Stígamóta á sl. árí og að næstkom- andi fímmtudag eða föstudag verði fjallað um sama efni á skrif- stofu hans varðandi árið í ár. Hið rétta í málinu er að Stígamót hafa ekki notið fjárframlaga frá þjóð- kirkjunni, hvorki í fyrra né áður og ekki sótt um slík fjárframlög til þjóðkirkjunnar. Stígamót hafa hins vegar tvisv- ar sótt um verkefnastyrki til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Fyrra sinnið var fyrir þremur árum vegna útgáfu á fræðsluriti um kynferðislegt ofbeldi og á fyrra ári styrkti Hjálparstofnun kirkj- unnar útgáfu afmælisblaðs Stíga- móta með einni auglýsingu og styrktarlínu.“ Framlög frá Hjálparstofnun kirkjunnar Ólafur Skúlason segir það orð- hengilshátt af Guðrúnu að halda því fram að Stígamót hafi ekki fengið fjárframlög frá Þjóðkirkj- unni. „Það sem ég sagði í Sjón- varpinu átti náttúrulega að vera gálgahúmor, kaldhæðni vegna þessara ásakana á mig. Stígamót hafa fengið styrk frá Hjálparstofn- un kirkjunnar á liðnum árum, Kvennaathvarfíð hefur fengið úr Kristnisjóði. Þetta eru hvort tveggja sjóðir ■ kirkjunnar, þannig að kirkjan hefur auðvitað styrkt Stígamót alveg eins og hún styrkti Kvennaathvarfið,“ sagði biskup. . Aðspurður um það til hvers hann hefði verið að vísa þegar hann hefði sagt að fjallað yrði um beiðnir um fjárstyrk á fimmtudag og föstudag sagði hann að hjá Kristnisjóði væru ýmsar beiðnir um fjárstuðning, þ.á m. frá Kvennaathvarfí. Ráðuneytið fjallar ekki um málið Biskup hitti Þorstein Pálsson kirkjumálaráðherra í gærmorgun. Þorsteinn sagði að biskup hefði rætt við sig þau alvarlegu mál, sem upp hefðu komið, til þess að upplýsa sig. „Málið er ekki með neinum hætti inni á borði kirkjumálaráðu- neytisins. Biskup tók sjálfur ákvörðun um að vísa þessu til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Ég tel að það hafi verið rétt og skyn- samleg viðbrögð af hans hálfu eins og málum var komið. Meðan mál- ið er þar til athugunar er ekki meira um það að segja,“ sagði Þorsteinn. FÉLAGSFUNDUR í Leikfélagi Reykjavíkur ályktaði í gærkvöldi að samkvæmt lögum félagsins og með hliðsjón af almennri venju beri leikhússtjóra að leggja ráðningar og uppsagnir fastráðinna starfs- manna fyrir leikhúsráð til sam- þykktar. Jafnframt segir í ályktuninni að fulltrúum félagsins í leikhúsráði sé ekki heimilt að framselja þetta vald BYGGT hefur verið yfir grylju í kringum vatnslistaverkið Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal vegna skemmdarverka sem unnin hafa verið á öryggisbúnaði í gryfjunni. Ung stúlka slasaðist nýlega þegar grýlukerti féllu af listaverkinu á andlit hennar, þar sem hún var að leik, og brotnuðu þijár tennur. Að sögn Guðmundar Þóroddssonar vatnsveitustjóra er vatnsveitan tryggð gagnvart slysum sem þess- um. Guðmundur sagðist ekki hafa talað við stúlkuna en taldi að slysið mætti rekja til þess að dregið var úr vatnsrennsli verksins vegna frosts og hvassviðrisins und- anfarna daga. Við það mynduðust grýlukerti utan á verkinu. Skemmdarverk Sagði hann að mikið hefði verið um skemmdarverk á öryggisneti í gryfju sem er í kringum verkið og að gripið hefði verið til þess að loka gryfjunni með plönkum sem lagðir voru yfir hana. Stúlkan hefði því haft greiðan aðgang að verkinu. „Öryggisnetið var sett til að grípa þá sem kynnu að detta í gryfjuna,“ sagði hann. „Það eru alltaf einhverjir sem eru að skemma netið. Við höfum hreinsað upp hrúgur af gijóti og sumir steinarnir verið svo stórir að þeir KERRA aftan í flutningabíl fauk á móts við Lækjamót í Víðidal í gær- kvöldi, en að sögn lögreglunnar á Blönduósi var þá mikið hvassviðri á þessum slóðum. sitt í hendur leikhússtjóra. Fulltrú- um Leikfélags Reykjavíkur í leik- húsráði og leikhússtjóra beri að starfa samkvæmt þessari ályktun ef til nýráðninga, uppsagna eða breytinga á ráðningarsamningum kemur. Fundurinn í gærkvöldi stóð fram yfír miðnætti og sátu hann rúmlega 60 af um 70 félögum í Leikfélagi Reykjavíkur. hafa verið aðfluttir því ekki komu þeir úr nágrenninu." Guðmundur sagði að á sunnu- dagsmorgni hefði verið brugðist við og grýlukertin brædd af verk- inu. Benti hann á að ef stúlkan ætti rétt á bótum þá væri Vatns- veitan tryggð gegn slysum. ------------»-»-♦------ Störf flytjast frá Keflavík til Hafnarfjarðar Keflavík. Morgunbladið. ÞRJÚ stöðugildi hjá íslandsbanka í Keflavík flytjast til Hafnarfjarðar í haust. Jón Ólafur Jónsson fulltrúi og trúnaðarmaður starfsfólks sagði í samtali við Morgunblaðið að um skipulagsbreytingu að ræða. Um- rædd störf væru vinna við nafna- lista og yrði viðkomandi aðilum gefinn kostur á að halda vinnunni svo framarlega sem þeir vildu vinna í Hafnarfirði. Breytingin á að taka gildi 1. sptember og hefðu viðkomandi, sem væru fjórir starfsmenn, 6 mánuði til að gera upp hug sinn um hvort þeir vildu halda störfun- um með þessum skilyrðum. Flutningabíllinn var á norðurleið með físk þegar óhappið varð. Að sögn lögreglunnar fauk kerran út af veginum en engar skemmdir urðu á bílnum og bflstjórann sakaði ekki. Mikið um skemmdar- verk við Fyssu Aftaníkerra fauk í óveðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.