Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 37 BREF TIL BLAÐSINS Hlutverk lögreglu Frá Ómari Smára Ármannssyni. . í LÖGUM um lögreglumenn segir að ríkið haldi uppi starfsemi lög- regluliðs, sem hafí það verkefni að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, stemma stigu við lögbrotum og vinna að uppljóstran brota, sem framin hafa verið. Lög- reglumenn vinna það heit að þeir ræki starf sitt af kostgæfni og vinni að því af fremsta megni að halda uppi stjórnarskránni og öðrum lögum landsins. Lögreglumönnum ber að sýna árvekni í starfi og kunna glögg skil á ábyrgðinni sem starfinu fylgir. Hlutverk iögreglumanna er fyrst og fremst að þjóna hagsmunum fólksins í landinu. Þeir þurfa iðulega að rétta fólki hjálparhönd og leysa margvíslegan vanda. Lögreglan gæt- ir reglna, sem gilda um samskipti þjóðfélagsþegnanna, reynir að vernda iíf þeirra og eignir og halda uppi eftirliti. Einnig þarf lögreglan oft að gera nauðsynlegar varúðar- ráðstafanir gagnvart þeim sem bijóta á öðrum. I starfi sínu nær lögreglan því aðeins árangri, að al- menningur beri traust til hennar og líti á hana sem vin sinn en ekki and- stæðing. Starf lögreglunnar er afar íjöl- breytilegt. Auk þess að sinna eftirliti þarf hún að sinna beiðnurri eða kær- um fólks vegna hinna ýmsu tilvika. Þá heldur hún uppi umferðareftirliti, umferðarfræðslu, annast rannsóknir brotamála og sinnir ýmiss konar þjónustustarfsemi. Hún skerst í leik- inn þar sem verið er að fremja brot, kemur í veg fyrir framhald þess og handtekur brotamenn. Hún leitar brotamanna eða þeirra, sem grunað- ir eru. Hún hefur uppi á sjónarvottum og öðrum þeim sem upplýsingar kunna að geta gefíð um málsatvik. Hún leggur hald á muni, eða varnar því að þeim sé raskað eða spillt. Hún verndar vettvang þar sem frekari rannsóknar þarf við. Hún færir grun- aða menn til töku blóð- og þvagsýna. Hún gerir rannsóknarlögreglunni viðvart og kallar til sérfræðilega aðstoð þar sem hennar þarf við. Hún aðstoðar hina ýmsu aðila við fram- kvæmd starfa þeirra, s.s. slökkvilið og tollgæslu. Lögreglumenn hafa heimild til að þröngva mönnum til hlýðni eða beita valdi til að knýja menn til hlýðni við lagaboð, úrskurði eða yfirvaldsboð. En aðgerðir lögreglunnar þurfa þá að vera nauðsynlegar og lögreglu- menn mega ekki ganga lengra en efni standa til. Þegar lögreglumenn eru að störfum reynir oft á dóm- greind þeirra og heilbrigt mat á öllum aðstæðum og þeim hagsmunum sem í húfi eru. Lögreglumenn þurfa oft á tíðum að taka skjótar ákvarðanir og framfylgja þeim og bera sr'ðan ábyrgð að lögum ef mat þeirra. reyn- ist rangt í verulegum atriðum. Lög- reglumenn gæta þess jafnan að sýna festu og ákveðni við framkvæmd handtöku, en jafnframt er þeim uppálagt að koma fram af fullri kurt- eisi og beita ekki meira harðræði en nauðsynlegt er til að vinna bug á mótþróa þess sem handtaka skal. Tilvist lögreglu ein sér eða að minnsta . kosti nærvist lögreglu- manna skapar mönnum oft nægilegt aðhald. Eins og fram hefur komið er kjarninn í hlutverki lögreglu- manna að skapa vamað um að fylgt sé viðurkenndum leikreglum og sam- búðarháttum þjóðfélagsins, eða með öðrum orðum fyrirbyggjandi starf- semi. Það er einnig hlutverk lög- reglumanna að greiða götu manna, þar sem það á við. Lögreglan stuðlar að sem greiðustum og öruggustum samskiptum manna á almennum vettvangi og er til halds og trausts þegar á bjátar. Hún veitir almenn- ingi hjálp innan hóflegra marka, þ.e. þeirra sem til hennar leita eða eru hjálparþurfi. Um margs konar aðstoð getur verið að ræða, einkum aðstoð á almannafæri, svo sem við umferð- arstjórn, björgunarstörf við slys, við náttúruhamfarir, leiðbeiningar ýmiss konar og upplýsingar, aðstoð við ökumann vegna ófærðar, varðstöðu við útifundi og göngur og ráðstafan- ir til þess, að slasaðir menn verði ekki fyrir meira hnjaski og komist sem fyrst undir læknishendur. Að- stoð er einnig veitt fólki í heimahús- um, þó sjaldnast nema heimamaður óski slíkrar aðstoðar, t.d. vegna slysa, ófriðar eða átaka. Yfirleitt er lögreglan ekki að skipta sér af hrein- um einkahagsmunum eða einkamál- um fólks, nema refsivert brot hafí verið framið eða veruleg hætta sé á því. Oft þarf að taka fólk úr umferð, þar sem það getur verið hættulegt sjálfu sér og öðrum. Þessi mannlegu samskipti geta auðveldlega boðið upp á árekstra af ýmsu tagi. A hverju ári þurfa lögreglumenn t.d. að hafa afskipti af u.þ.b. 16 þúsund öku- mönnum, sem brotið hafa umferðar- lögin, auk þess sem þeir þurfa árlega að handtaka á annan tug þúsunda manna af ýmsum ástæðum. Um er að ræða ólíkt fólk í mismunandi ástandi, oft við mjög erfiðar aðstæð- ur. Sumu er ekki sjálfrátt sökum ölvunar, lyfja- eða fíkniefnaneyslu og til er það fólk sem því miður er ekki heilt heilsu. Alloft þurfa lög- reglumenn að taka skjótar ákvarðan- ir, jafnvel í hita leiksins. Stundum getur mikið gengið á í skamman tíma og er í raun merkilegt að ekki skuli fleiri meiðast en raun ber vitni. Lög- reglumenn reyna jafnan að beita ekki meira harðræði en þörf er á á hverjum tíma. Þó hlýtur alltaf að verða til fólk sem er óánægt með afskipti lögreglunnar af sínum mál- um eðli málsins samkvæmt. Hvað sem skiptum skoðunum um þau mál líður er fyrir öllu að ekki hijótist af sár sem skammur tími getur ekki læknað. Lögregian er að jafnaði undir smásjá og þarf að vera það, þar sem henni er fengið mikið og vandmeð- farið vald. En hún á ekki síður en aðrir rétt á að njóta sannmælis þeg- ar umíjöllun um málefni hennar eru annars vegar. Lögreglan hefur kappkostað að eiga sem besta samvinnu og sam- starf við almenning. Eftir því sem samstarfið er betra því meiri líkur eru á ánægjulegri úrlausn þeirra vandamála, sem upp kunna að koma. Hagsmunir lögreglu og almennings fara saman í öllum tilfellum og þess vegna er jafnan nauðsyn á gagn- kvæmum jákvæðum skilningi þess- ara aðila. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, aðstoðaryfírlögregluþjónn í Reykjavík. RAÐAUGÍ YSINGAR Fósturheimili óskast Bamaverndarstofa leitar að heimili fyrir 14 ára dreng á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða dreng sem á við þroskaseinkun að stríða og þarf að geta stundað bæði íþróttir og skóla við sitt hæfi. Verið er að leita að fólki sem hefur gaman af unglingum, er skiln- ingsríkt, þolinmótt og er tilbúið í krefjandi en jafnframt gefandi verkefni. Nánari upplýsingar gefur Hildur Sveinsdóttir, félagsráðgjafi Barnaverndarstofu, í síma 552 4100. Jarðirtil leigu Hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins eru neðangreindar jarðir lausar til ábúðar frá komandi fardögum: 1. Framnes, Kaldrananeshreppi, Stranda- sýslu; (á jörðinni er 15 ha ræktun, íbúðar- hús b. 1968, geymsla, fjárhús, 2 refahús). 2. Selá, Árskógshreppi, Eyjafjarðarsýslu; (á jörðinni er 42 ha ræktun, íbúðarhús b. 1937, fjós, fjárhús, 2 hlöður, mjólkurhús, fjárhús). 3. Móberg, Hjaltastaðahreppi, Norður- Múlasýslu; (á jörðinni er 14,5 ha ræktun, íbúðarhús b. 1957, fjós, fjárhús m/áburð- arkjallara, hlaða, votheysgryfja, haughús, véla-/verkfærageymsla). Greiðslumark sauðfjár 186 ærg. 4. Unaós, Hjaltastaðahreppi, Norður-Múla- sýslu; (á jörðinni er 24,3 ha ræktun, íbúð- arhús b. 1960, fjós, fjárhús, 3. hlöður, votheysturn, fjárhús m/áburðarkjallara). Greiðslumark sauðfjár 196 ærg. 5. Arnhólsstaðir, Skriðdalshreppi, Suður- Múlasýslu; (á jörðinni er 49,2 ha ræktun, íbúðarhús b. 1936, 2 fjós, fjárhús, 2 hlöð- ur, votheysgryfja). Greiðslumark sauðfjár 234 ærg. 6. Kvíarhóll, Ölfushreppi, Árnessýslu; (á jörðinni er 21,1 ha ræktun, íbúðarhús b. 1960, hlaða, tvö minkahús, hesthús). Jafnframt eru til leigu eyðijarðirnar Staður og Fáxastaðir, Norður-ísafjarðarsýslu (áður Snæfjallahreppur), Brekkusel íTunguhreppi, Norður-Múlasýslu og Brimnesgerði í Fá- skrúðsfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560-9750. Grænt símanr. 800-6800. Um- sóknareyðublöð fást hjá jarðadeild. Umsóknir berist jarðadeild landbúnaðarráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyr- ir 25. mars nk. Landbúnaðarráðuneytið, 27. febrúar 1996. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur 1996 Aðalfundur Félags fasteignasala og Ábyrgð- arsjóðs Félags fasteignasala verður haldinn í þingsal IV. á Hótel Loftleiðum, fimmtudag- inn 29. febrúar 1996 kl. 17.00 síðdegis. Á dagskrá aðalfundarins verða eftirtalin mál: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar. 5. Kjör tveggja endurskoðenda úr hópi fé- lagsmanna. 6. Ákvörðun félagsgjalda. 7. Önnur mál. Stjórnin. Flugmenn - flugáhugamenn Fundur okkar um flugöryggismál verður hald- inn annað kvöld á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20. Hans Kjáll frá sænsku flugmálastjórninni er ræðumaður kvöldsins. Fundarefni: Staða flugöryggis og viðmiðanir þess. Þróun mála og samanburður milli íslands og hinna Norðurlandanna. Greining flugslysa í norrænu flugi og vanda- málasvið sem þar koma fram. Greining og samanburður við hin norrænu löndin síðustu 10 árin. Kvikmyndasýning. Allir velkomnir. Flugbjörgunarsveitin í Réykjavík. Flugmálafélag íslands. Flugmálastjórn. Öryggisnefnd FÍA. "AU- mmLr Abalfundur Aðalfundur Marel hf. verSur haldinn miSvikudaginn 6. mars 1996 kl. 16:00 í húsnæSi félagsins aS HöfSa- bakka 9, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjulega5alfundarstörfsamkvæmt4.04grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til stjórnar til aS auka hlutaféfélagsins. 4. Önnurmál, löglegauppborin. Dagskrá, endanlegartillögurog reikningarfélagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, viku fyriraSalfund. ASgöngumiSar og fundargögn verSa afhent á fundarstaS. Stjóm Marel hf. Smá auglýsingar I.O.O.F.9=1772288'/2 = M.K. 1.0.0.F. 7 = 17702288'/! = 9.0. □ GLITNIR 5996022819 III 1 D HELGAFELL 5996022819 IV/V 2 Frl. Hörgshlfð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvitasunnukirkjan Ffíadelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur í kvöld kl. 20.00. Ræðumaöur Hatliði Kristinsson. Allir hjartan- lega velkomnir. SAMBAND ÍSLENZKRA YfiiP/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður: Sigursteinn Hersveinsson. Helga Magnúsdóttir syngur ein- söng. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Góuferðtil Þórsmerkur 1.-3. mars Brottför kl. 20.00 föstudag. Gist tvær nætur í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina (gönguskíði). Þórsmörk að vetri er ævintýri likust. Upp- lýsingar og farmiðasala á skrif- stofu F.l. MörkinnL6. Ferð í Tindafjöll frestað Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.