Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANÐI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐILD AÐ SCHENGEN- SAMKOMULAGI AÐILD íslands og hinna norrænu ríkjanna að Schengen-sam- komulagi Evrópusambandsríkja um afnám vegabréfaskyldu á landamærum hefur verið til umræðu á annað ár. Línur eru nú teknar að skýrast og eru formlegar viðræður við Schengen- ríkin hafnar. í þeim viðræðum hefur enn sem komið er ekkert komið fram, sem bendir til annars en að eðlilegt sé og sjálfsagt fyrir ísland að fylgja hinum Norðurlöndunum inn í evrópskt vegabréfasamband. Samstarfssamningur við Schengen-ríkin er eina leiðin til að varðveita norræna vegabréfasambandið, sem er einn merkasti ávinningur samstarfs Norðurlandanna. Eins og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra hefur réttilega bent á, væru meiri breyting- ar fólgnar í því fyrir íslendinga að hafna aðild að Schengen og þar með vegabréfasambandinu við hin Norðurlöndin en að víkka út samstarfið frá Norðurlöndum til allrar Evrópu. Gild rök þarf því til að hafna Schengen-aðild. Þau drög að samstarfssamningum íslands og Noregs við Schengen, sem nú liggja fyrir, gera ráð fyrir að löndin tvö fái ekki neitunarvaid um ákvarðanir, sem binda Schengen-ríkin, en að ákvarðanir Schengen-ríkjanna geti heldur ekki bundið sam- starfsríkin. Lögð er áherzla á að ákvarðanir á hinu sameiginlega vegabréfasvæði verði teknar samhljóða og að samkomulag ná- ist. Þannig eru samningsdrögin „fullsæmandi hverri sjálfstæðri þjóð“ eins og aðalsamningamaður íslands, Hannes Hafstein sendiherra, orðar það. Röksemdir þeirra, sem segja að með Schengen-aðild verði auðveldara að smygla eiturlyfjum til íslands, eru ekki sannfær- andi. Fram hefur komið að farangurs- og tolleftirlit verður óbreytt þótt ísland geri samstarfssaming við Schengen. Smygl er nú þegar stundað, og það eina sem gæti breytzt með Schengen- aðild er að lögreglusamstarf og upplýsingaflæði myndi stórauk- ast, þannig að auðveldara yrði að hafa hendur í hári smyglara. Ein helzta röksemd þeirra, sem leggjast gegn Schengen-aðild, he.fur verið sú að kostnaður vegna aukins eftirlits með ytri landa- mærum Schengen-svæðisíns og vegna breytinga á Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði of mikill. Það hefur hins vegar komið fram að kostnaðarsamar breýj;ingar á flugstöðinni verða ekki umflún- ar hvort sem er vegna^ aukinnar umferðar um Keflavíkurflug- völl. Slíkar breytingar eru nauðsynlegar, til dæmis til að tryggja skjóta þjónustu og að flugfélög, sem nota stöðina, geti haldið áætlun. Með því að sameina breytingar vegna Schengen þessum breytingum, geta þær orðið mun ódýrari en ella. Ávinningur af Schengen-aðild til lengri tíma er svo mikill, að fráleitt væri að fórna honum vegna útgjalda, sem við blasir að þarf að ráðast í hvort sem er. ÓDÆÐISVERK STJÓRN Kúbu hefur verið fordæmd af ríkjum um allan heim eftir að Kúbumenn skutu niður tvær bandarískar einkaflug- vélar milli Bandaríkjanna og Kúbu á laugardag. Fiugvélarnar tilheyrðu kúbönskum útlagasamtökum og voru að kanna hvort flóttafólk væri að finna í sjónum milli ríkjanna. Kúbustjórn segir vélarnar hafa verið í kúbanskri lofthelgi en Bandaríkjastjórn fullyrðir að vélarnar hafi verið í alþjóðlegu loft- rými. Nákvæmlega hvar vélarnar voru staddar er hins vegar aukaat- riði. Það verður aldrei hægt að réttlæta það að skjóta niður óvopnaðar farþegavélar. Stjórnvöld á Kúbu hafa á síðustu misser- um reynt að mýkja ímynd sína og bæta orðstír á alþjóðavett- vangi til að efnahagslegar refsiaðgerðir verði felldar niður. Ódæð- isverkið á laugardag bendir því miður ekki til að Kúbumönnum sé alvara. SAMVISKULAUS EINRÆÐISHERRA TVEIR tengdasynir Saddams Husseins íraksforseta voru skotnir til bana í Bagdad í lok síðustu viku. Fyrr í vikunni höfðu þeir snúið aftur frá Jórdaníu, þangað sem þeir flúðu á síðasta ári, og verið heitið uppgjöf saka. Saddam er greinilega enn við sama heygarðshornið eftir að hafa verið rúmlega fimmtán ár við völd. Á þeim tíma hefur hann háð átta ára stríð við Iran, gert innrás í Kúveit og þurft að þola alþjóðlegt viðskiptabann í fimm ár. íraksforseti er samviskulaus harðstjóri. í stjórnartíð hans hefur hver sá sem sett hefur sig upp á móti honum verið tekinn af lífi og skiptir þá engu hvort um nána samstarfsmenn eða ættingja hefur verið að ræða. Hið ótrúlega er að tengdasynirn- ir, sem sjálfir voru lengi í hópi æðstu ráðamanna landsins, skuli hafa trúað loforðum tengdaföður síns um grið. N OTKUN DNA-greiningar í þágu réttvísinnar er sögð marka mestu tímamót í sögu glæparannsókna frá því að byrjað var að nota fingraför um aldamótin. DNA-greining í þessu augnamiði var fyrst uppgötvuð í Bretlandi og kynnt þar árið 1985. Síðan hefur orðið mikil þróun á þessu sviði enda mun DNA-greining vera besta rannsóknaraðferð, sem mann- kynið býr nú yfír, til að kanna ein- kenni einstaklinga að þeim sjálfum fjarstöddum. Óhætt er því að fullyrða að ýmsir hafi hrokkið við þann 1. febrúar sl., þegar Hæstiréttur sýkn- aði breskan sjómann af ákæru um að hafa nauðgað íslenskri konu um borð í togara í Reykjavíkurhöfn, í ljósi þess að sami maður hafði þá nokkru áður verið dæmdur til eins árs fangelsis í héraðsdómi. íslensk DNA-rannsókn benti til að yfirgnæfandi líkur væru á að sæði úr manninum hefði verið í vequ, sem konan framvísaði, en norsk DNA-rannsókn útilokaði að sæðið gæti verið úr honum. Niðurstöður úr norsku rannsókninni lágu ekki fyrir þegar dómur var kveðinn upp í héraðsdómi. Þær lágu á hinn bóg- inn fyrir þegar dómur Hæstaréttar var kveðinn upp. Síðar komu einnig til niðurstöður , DNA-greiningar bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem staðfesti niðurstöður Norðmann- anna. Rannsókn ólokið Gunnlaugur Geirsson, prófessor og forstöðumaður rannsóknastofu í réttarlæknisfræði, segir íslensku rannsóknina hafa verið frumathug- un, en ekki fullnaðarrannsókn í svo alvarlegu brofamáli sem nauðgun er, enda hefði sýni jafnhliða verið sent til DNA-rannsóknar í Noregi. „Sak- sóknari óskaði eftir því í gegnum Rannsóknarlögreglu ríkisins að fá skýrslu um stöðu málsins þar sem taka átti ákvörðun um hvort úr- skurða - ætti breska sjómanninn í framhaldsfarbann eður ei. Endanleg niðurstaða var aftur á móti ekki ljós þann 8. desember sl. þegar sú beiðni barst að ég léti í té þá niðurstöðu, sem talin var líklegust þá stundina, enda var enn verið að vinna að rann- sókninni úti í Noregi. Þrátt fyrir að DNA-greiningar hafi verið stundaðar hér á landi frá árinu 1994, hafa brotamál ávallt verið send utan ef lífsýni lágu á annað borð fyrir úr meintum glæpamönnum. ísland upp- fyllir ekki staðla um DNA-rannsókn- ir í brotamálum og kom aldrei neitt annað til greina en að senda þetta mál utan. Ekkert var þó óeðlilegt við að frumulíffræðideild Rannsókn- arstofu Háskólans yrði falið að kanna í samráði við erlenda aðila hvort sæði mannsins væri brúklegt til DNA-greiningar. Því er ekki að neita að smokkur sem sakargagn í nauðg- unarmáli er nokkuð sérstakt. Hitt er annað, að það var síðan alfarið í höndum saksóknara að ákveða hvort hann legði málið fyrir dóm með þá vitneskju, sem fyrir lá þá stundina án þess að bíða eftir ítar- legri rannsóknarniðurstöðum," segir Gunnlaugur. Aðspurður um vinnulag dómskerfisins svarar hann því til að það sé ekki í sínum verkahring að leggja dóm á störf saksóknara og dómara. Það væri út í hött því í öllum sakamálum lægju fyrir ____________ sönnunargögn og vitnis- burður, sem hann vissi ekkert um og bæri ekki að leggja mat á. „í okkar réttarkerfi er það yfirleitt svo að rannsókn máls er lokið áður en það er dóm- ......— tekið og verða dómarar að fara eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja. Þeg- ar þetta tiltekna mál var lagt fyrir héraðsdóm, lágu fyrir ákveðin gögn, sem dómarar tóku afstöðu til við uppkvaðningu dóms. Hið sama gilti um Hæstarétt þegar niðurstöður norsku rannsóknarinnar lágu fyrir." Tveir og sex lyklar Á rannsóknastofu Ifí var aðeins hægt að prófa tvo lykla og leiddi sú prófun sterkum líkum að því að sæð- ið væri úr umræddum manni. Ekki reyndist unnt að ganga lengra í rann- sóknum hér heima vegna ónógs DNAIÞAGU RÉTTYÍSINNAR erfðaefnis, það er sæðis. Gunnlaugur segist hafa látið rannsóknarstofunni í té pinna með erfðaefni, sem annars vegar hafi verið tekið úr leggöngum konunnar í neyðarmóttöku og hins- vegar hafi hann bætt dálitlu við úr þeim smokki, sem konan hafði af- hent lögreglu eftir að hafa fundið hann á gólfi í herberginu þar sem hún vaknaði að morgni 8. október sl. „Það erfðaefni, sem var í þessum pinna, var notað. Það tókst að beita aðeins tveimur lyklum eða þreifurum og við það fengust svokallaðar fjórar samsætur. Þegar sú spurning kom upp hvort hægt væri að sannprófa þessar niðurstöður hér, var erfðaefn- ið búið. Annar pinni með sæðissýni úr smokknum hafði þá verið sendur norsku rannsóknaraðilunum og sjálf- ur smokkurinn var kominn til banda- rísku alríkislögreglunnar FBI.“ í Noregi voru prófaðir sex lyklar auk kynlitninga- ___________ greiningar, eins og algengt er í slíkum málum, og þar kom fram alger útilokun. Til samanburðar má geta þess að stuðst er við fimm lykla í barnsfaðemismál- Vegna tveggja „misvísandi“ en í senn „sam- þýðanlegra“ DNA-rannsókna var breskur sjó- maður dæmdur í héraðsdómi fyrir nauðgun og sýknaður í Hæstarétti af sama verknaði. Gunnlaugur Geirsson, prófessor í réttarlækn- _____isfræði, segir í viðtali við Jóhönnu_ Ingvarsdóttur að rannsókn málsins hafí ekki verið lokið þegar mál Bretans var dómtekið í héraðsdómi. Það sé hinsvegar ekki í sínum verkahring að leggja mat á vinnubrögð dómskerfísins í þessu máli. DNA-rannsókn fer svona fram í stórum dráttum um. Útilokunar- möguleikar Að sögn Gunn- laugs voru sams- konar lyklar ekki notaðir hér á landi og í Noregi. Til sé geysilegur ljöldi lykla, sem unnt er að nota til að kanna sérkenni einstakl- inga, en sumir lykl- ar væru svo algeng- ir að þeir gæfu litla útilokunarmögu- leika. „Lyklarnir, sem notaðir voru hérlendis, hafa mikla útilokunar- möguleika og því kom það nokkuð á óvart að ekki skyldi nást útilokun með þeim. Aðrir lyklar voru notaðir í Nor- egi og eftir því sem fleiri lyklar eru not- aðir, aukast útilok- unarmöguleikarnir. Lyklar þreifa á vissum eigindum í DNA-mólíkúlinu og segja til um hvort þær séu til staðar eða ekki. Eftir því sem fleiri eigind- ir finnast með þessum hætti, t.d. í _________ sæði af brotavettvangi, má leiða líkum að því að það sé frá ákveðnum manni, hafi hann sömu eigindir í blóðfrumum sín- um. Hringurinn þrengist eftir því sem fleiri lyklar — eru notaðir, en ef eigindir finnast ekki, útilokast maðurinn frá því að geta átt sæðið. Með því að nota sem flesta lykla, er reynt að útiloka að hending ráði niðurstöðu, eins og gerðist í þessu tiltekna máli,“ segir Gunnlaugur. Samþýðanleg niðurstaða Aðspurður um skýringar á misvís- andi niðurstöðum, segir Gunnlaugur að þær þurfi ekkert endilega að ganga í berhögg hvor við aðra. „Álit danskra sérfræðinga, sem leitað var til að undirlagi RLR vegna þessa máls, segir að niðurstöðumar tvær að skila niðurstöðum sem fyrst, sem auðvitað er í þágu réttvísinnar, og góðs réttarfars, sé það hægt. Við megum hinsvegar ekki storka örlög- um sakborninga vegna þessa. DNA- rannsóknir taka sinn tíma, mislang- an samt eftir eðli mála og umfangi.“ Tímamót 1985 DNA-greining var fyrst kynnt í Bretlandi árið 1985 af Álec Jeffreys, prófessor í erfðafræði. Hann hafði uppgötvað að í DNA-kjarnasýmm væni svæði þar sem tilteknar raðir af erfðaefninu endurtækju sig svo og svo oft. Með því að skoða þessar raðir, mátti sjá einstaklingsbundið mynstur. Þessi vísindi gjörbyltu fyrri grein- ingaraðferðum, sem byggðust á blóð- flokkarannsóknum, sem gáfu ekki þá útilokunarmöguleika, sem við búum við í dag í brotamálum jafnt _______________ sem barnsfaðern- ismálum, að sögn Gunnlaugs. Í fyrsta lagi er DNA mjög stöðugt efni enda þrifist líf ekki á jörðinni ella. í öðru lagi er hægt að rannsaka mjög lítið magn af erfðaefninu í einu með nýlegum rannsóknaraðferð- um, svokallaðri mögnunaraðferð, öðru nafni PCR. í þriðja lagi eru vís- indin um DNA- erfðafræði á traustum fótum vegna þess hve þau hafa verið ít- arlega rannsökuð, þökk sé nútíma- tækni. Við DNA- rannsóknir skiptir auk þess engu hvort notuð eru blóð-, vefja- eða sæðissýni þar sem erfðaefnið er eins í öllum frumum sama manns þótt undantekningin sé eineggja tvíburar, sem hafa ná- kvæmlega sömu erfðaeiginleika. Barns- faðernismál Island uppfyll- ir ekki staðla um DNA-rann- sóknir í brota- málum geti verið samþýðanleg- ar. Það þýðir einfaldlega að í íslensku" rannsókn- inni náðist ekki útilok- unin, sem fram kom í norsku rannsókninni. Að vísu leiddum við töluvert sterkum líkum að því að sæðið væri úr þessum tiltekna einstaklingi, en þegar betur var að gáð reyndist svo ekki vera. Ég lít á þetta mál sem einstakt fyrirbæri sem fékk ákveðna umfjöllun. Það er ekki fordæmis- gefandi á neinn hátt. Eftir sem áður munum við leita til sérfróðra manna erlendis. Jafnframt munum við halda okkar striki hér heima og ef ástæða er til, þá hika ég ekki við að óska DNA-rannsóknar hér á líf- sýni á brotamáli ef efni eru til. Mitt hlutverk er að skoða þau sakargögn, sem ég fæ í hendur, og meta hvort ástæða er til frekari rannsókna. Ef Gunnlaugur Geirsson svo er fel ég undirverk- tökum framkvæmd til- tekinna rannsókna og nxet svo niðurstöður þeirra. Sjálfur er ég því einskonar undirverktaki RLR og sýslumanna í héraði í brotamálum. I þessu tiltekna máli átti sér stað röð atvika, sem hefur kennt okkur heilmikið. Ég vil ítreka að DNA-vísindin standa á mjög traustum grunni, en í reynd er ég þeirrar skoðunar að sú atburð- akeðja, sem þarna átti sér stað, hefði getað gerst hvar sem er í heim- inum, ekki bara á Islandi. 1 hlut átti útlendingur og pressa var lögð á að hraða málinu. Áftur á móti höfum við yfirleitt þann háttinn á að tjá okkur ekki um mál fyrr en rannsókn er að fullu lokið. Bæði erlendis og hérlendis er algengt að rannsóknar- aðilar vinni undir pressu. Þeir eiga Fyrsta sýnið, sem sent var í DNA-rannsókn frá íslandi til Bret- lands, fór utan árið 1987 og var vegna allsérstæðs barnsfaðernis- máls. Gerðar höfðu verið ^ hefðbundnar blóðflokka- greiningar, en vegna þess . að um var að ræða bræð- ur, sem báðir komu til greina við feðrun barns, var ákveðið að óska eftir DNA-prófi. Niðurstöður ——— bárust hinsvegar ekki fyrr en snemma árs 1988 og síðar á sama ári komu niðurstöður úr þremur öðr- um málum af svipuðum toga. Síðan hafa íjölmörg mál verið send utan vegna barnsfaðernismála, en frá ár- inu 1994 hafa DNA-rannsóknir í slíkum málum alfarið farið fram á íslandi. Að meðaltali þarf að beita DNA-greiningu hér á landi í um 80 barnsfaðernismálum á ári. Gunnlaugur segir að nokkuð hafi borið á því upp á síðkastið að ein- staklingar, sem hlut hafi átt að barnsfaðernismálum, hafi leitað til sín vegna „vafasamra niðurstaðna íslenskra rannsóknaraðila“, eins og það var gjarnan orðað, í kjölfar þessa tiltekna nauðgunarmáls enda hafi fjölmiðlar ýjað að því að ef til vill væru tengsl þarna á milli og áreiðan- leikinn enginn í íslenskum DNA- rannsóknum almennt. Því fer hins- vegar fjarri að sögn Gunnlaugs, enda séu DNA-rannsóknir vegna barnsf- aðernismála allt annars eðlis en í brotamálum. „í barnsfaðernismálum er það yfirleitt staðfest að kynmök hafi átt sér stað þó oft sé deilt um getnaðartíma. Spurningin snúist því oftar en ekki um það hvort einhver annar komi til greina. Þess vegna eru e.t.v. kröfur um sönnunarfærslu í barnsfaðernismálum minni en í brotamálum auk þess sem allt önnur hugmyndafræði liggur að baki brota- málum. Það gefur líka augaleið að sýni í barnsfaðérnismálum eru mun þægilegri viðfangs en sýni af brota- vettvangi." Eina sönnunargagnið DNA-erfðafræðirannsókn var í fyrsta skipti beitt hér á landi í brota- máli við uppljóstrun á hrottafenginni nauðgun, sem átti sér stað aðfara- nótt 17. nóvember 1989. Grímu- klæddur maður, vopnaður hnífi, réðst á konu og nauðgaði henni er hún var á leið heim úr vinnu í íþróttamið- stöð í Kópavogi. Konan kærði nauðg- unina strax um nóttina og var málið sett í hendur RLR. Við læknisskoðun á konunni fannst sæði árásarmanns- ins á kápu fórnarlambsins og var það varðveitt. Þar sem ummerki á staðn- um voru Iítil og aðrar vísbendingar óljósar, fór svo að sæðið var í reynd eina sönnunargagnið, sem byggjandi var á. Ákveðið var að senda fatnað- inn með sæði árásarmannsins til Bretlands ásamt blóðsýnum úr 60 karlmönnum, sem verið höfðu í næsta nágrenni við fórnarlambið þetta kvöld og kallaðir höfðu verið á fund lögreglunnar skömmu eftir verknaðinn. Hinn seki var þar á meðal og lét blóðsýni fúslega af hendi enda hefði annað getað vakið grun- semdir þar sem aðrir sýndu einstakan samstarfsvilja. Nauðgarinn játaði verknaðinn þegar niðurstöður DNA- rannsóknarinnar lágu fyrir í ágúst- mánuði 1990. Þetta sakamál mark aði tímamót í sögu rannsókna á kyn- ferðisafbrotum hér á landi. Þvi fer fjarri að mál Bretans sé eina sakamálið sem þurft hefur að glíma við með hjálp DNA-greiningar í seinni tíð. Af 27 nauðgunarmálum og sjö ránsinnbrotum, sem komu inn á borð Gunnlaugs á árinu 1995, voru samtals ellefu mál send utan til DNA-rannsókna. Þeirra viðamest var svokallað Atl antic Princess mál. DNA-sýni voru rannsökuð úr alls 17 karlmönnum í Noregi, en í því máli voru ekki gerð- ar neinar samhliða DNA-athuganir hér heima. Þess má auk þess geta að frá því að neyðarmóttaka fyrir nauðgunarþola var opnuð í Reykjavík fyrir tæpum þremur árum, hafa 195 konur leitað þangað eftir meintar nauðganir og hefur Gunnlaugur fengið til skoðunar jafnmörg sýni vegna slíkra mála. „Fingrafara“ -bankar Norðmenn undirbúa laga- frumvarp um stofnun DNA- banka Morgunblaðið/Ámi Sæberg GEFENDUM sýndur búnaður þyrlu Landhelgjsgæslunnar í flug- skýli hennar á dögunum. TF-Líf, fljúgandi bráðamóttaka Bretar voru frumkvöðlar í DNA- greiningu og nú hafa þeir tekið af skarið I réttarlæknisfræði á nýjan _________ leik og halda forystunni með stofnun svokallaðs DNA fingrafarabanka, þar sem geymd eru DNA-sýni úr meintum glæpamönn- um, smátækum sem stór- tækum. Þá munu Norð- menn vera að undirbúa lagafrumvarp um að stofna DNA- banka. Gunnlaugur telur að sú þróun muni breiðast mjög fljótt út til ann- arra landa í kjölfar staðlasetningar, sem nú sé verið að vinna að, enda sé þróunin innan læknisfræðinnar einna hröðust á sviði DNA-vísinda. „Ef slíkir bankar verða almennir í Evrópu, yrðum við að stofna til slíks banka hér á landi því við viljum að þegnar þessa lands njóti sama rétta- röryggis og gerðar eru kröfur til annars staðar. Við verðum að afla okkur þess búnaðar, sem þarf til að geta sinnt slíkum rannsóknum á full- nægjandi hátt.“ LANDHELGISGÆSLA íslands tók nýja björgunarþyrlu í notkun í ág- úst 1995, TF-Líf, af gerðinni Aero- spatiale 332L Super Puma. Fyrir er TF-SIF af Dauphin-gerð. Gríðar- legur munur er á þessum tveimur þyrlum hvað varðar burðargetu, rými og fluggetu. Þetta kom m.a. fram í máli Hafsteins Hafsteinsson- ar forstjóra Landhelgisgæzlu ís- lands, en gæzlumenn héldu boð inni fyrir lækna og Rauða kross íslands, sem gaf til kaupa á tækjabúnaði þyrlunnar. Læknavakt þyrlusveitar Land- helgisgæslunnar var rétt tæplega 10 ára þegar nýja þyrlan var tekin til notkunar. Þessi 10 ár hafa lækn- ar starfandi á þyrluvaktinni búið við þröngan tækjakost sem skapað- ist bæði vegna fjárskorts og þrengsla um borð í TF-SIF, sem eru það mikil að ekki er hægt að koma fyrir flóknum tækjabúaði til læknis- verka. Lækningabúnaður hefur því fram til þessa einkum verið „bakpoka- búnaður" mjög samþjappaður og óaðgengilegur. Læknisverk um borð í TF-SIF hafa því ekki verið unnin við „kjöraðstæður“ þessi 10 ár þótt oft hafi tekist að bjarga mannslífi við erfiðar aðstæður. Það var því öllum ljóst að með nýrri þyrlu, þar sem læknirinn og aðstoðarmenn hans hafa nánast „ótakmarkað" pláss, að það þurfti að endurskoða lækningabúnað þyrlusveitarinnar frá grunni. TF- LÍF kom til landsins án alls búnað- ar til sjúkraflutninga. Rauði kross íslands kom hér til sögunnar og gaf af miklum rausnar- skap 4 millj. króna til þessa verkefnis. Læknar frá læknavakt þyrlunnar ásamt fulltrúum flug- sveitar Landhelgisgæsl- unnar hafa valið búnað sem þykir henta í TF-LÍF og hefur mikill hluti þess- arar rausnarlegu gjafar Rauða kross Islands þegar verið notaður. Ómæld vinna hefur farið í að ákveða hvað á að kaupa og hvernig á að koma því sem best fyrir í nýju þyrlunni. Þar sem aðstæður og vegalengdir hér á landi eru um margt ólíkar því sem þekkist annars staðar í heiminum var ekki hægt að sækja staðlaðan búnað frá öðr- um. Til prufu var fengið lánað svokall- að flugstell frá RKI sem hefur ver- ið notað til sjúkraflutninga í al- mennu flugi innanlands. Það þótti taka of mikið pláss, og var því hann- að alveg nýtt sjúkrastell i TF-LÍF af læknum þyrluvaktar í samvinnu við flugdeild Landhelgisgæslunnar fyrir gjafafé RKÍ. Áliðjan hf. sá um smíðina, en allir hlutaðeigandi eru mjög ánægðir með árangurinn. Sjúkrastell þetta ber um leið sjúkra- börur og rúmast í því allur nauðsyn- legur lækningabúnaður. sem er að staðaldri um borð í TF-LÍF, en hann er einnig keyptur fyrir gjafafé RKÍ. Búnaði þyrlunnar var nákvæm- lega lýst fyrir viðstöddum í boði Gæzlunnar, öllu því helsta sem keypt var. Með honum hefur flug- rekstur Landhelgisgæslunnar færst nær nútíma læknisfræði. í TF LÍF eru endurlífgunartæki af fullkomn- ustu gerð, þar sem hægt er að fylgj- ast stöðugt með hjartslætti sjúkl- ings í flugi, gefa rafstuð í hjarta- stoppi og koma fyrir ytri gangráð við of hægum hjartslætti, öndunar- vél, til notkunar þegar meðvitundar- lausir sjúklingar eru fluttir. Við vélina eru tengdir tveir 4 lítra súr- efniskútar. Allur búnaður til svæf- inga og barkaþræðinga er í skúffum við hlið öndunarvélar. Þá má nefna svokallaðan lífvaktara af fullkomn- ustu gerð, sem gefur möguleika á að fylgjast nákvæmlega með lífs- mörkum sjúklinga í flugi. Með þessu tæki einu má samtímis fylgjast með blóðþrýstingi sem er mældur á hefð- bundinn hátt með manchettu um handlegg eða beint um slagæðanál í handlegg sjúklings. Nákvæman hitamæli má tengja beint inn á tækið. Mæla má súrefnisþéttni í blóði gegnum nema sem er klemmd- ur um fingur sjúklings á einfaldan hátt. Með þessu tæki má einnig mæla koltvísýring í útöndunarlofti sjúklinga í öndunarvél en slíkur búnaður er alger nýjung í flutningum á mikið veikum. Slíkar upp- lýsingar eru gríðarlega hjálplegar t.d. við alvar- lega höfuðáverka. Hjart- slátt, hjartalínurit og önd- unartíðni má einnig sjá á þessu tæki, svo að nokkuð sé nefnt. Bakpokalæknisfræðin er horfm og í staðinn er komin þyrla búir fullkomnustu tækjum til bráðaþjón- ustu. Það má því með sanni segja að gjöf Rauða krossins hafi gert læknum þyrluvaktarinnar kleift að breyta TF-LÍF í fljúgandi bráðamót- töku. í ljósi þessa hefur krafan um þjálfun lækna sem sinna þyrluvakt- inni aukist. Nú starfa á þyrluvakt- inni 7 læknar að staðaldri, þar af 3 með sérfræðiréttindi, 4 hinir eru unglæknar með allt að 5 ára starfs- reynslu en allir hlotið umtalsverðí starfsreynslu á svæfinga- og gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Bakpoka- læknisfræðin er horfin og í staðinn komin þyrla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.