Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 31 ASTA GUÐJÓNSDÓTTIR + Ásta Guðjóns- dóttir fæddist 17. ágúst 1917. Hún lést á vistheimilinu Kumbaravogi 17. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- ín Lára Gísladóttir, f. 11.07. 1894, d. 16.10. 1955, og Guðjón Sigurðsson, f. 15.7. 1887, d. 23.6. 1972, bóndi í Hrygg. Systkini: Guðmunda, f. 15.8. 1914, d. 30.5. 1991, húsfreyja í Hjálmholti; Sigurður, f. 27.4. 1916, d. 10.9. 1988, verkamað- ur í Reykjavík; Gísli, tvíburi Ástu, f. 17.8. 1917, bóndi í Hrygg; Guðlaug, f. 18.3. 1919, d. 1.12.1935; Ágúst, f. 1.8. 1920, bóndi í Hrygg; Pétur Mikael, f. d. 1.12. 1990, múrari í Reykjavík; Þor- björg, f. 10.6. 1931, húsfrú og bóndi, Læk, Hraungerðis- hreppi; Guðrún, f. 15.8. 1927, hús- freyja í Reykjavík. Utför Ástu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. NÚ ER hún Ásta mín farin. Alveg síðan ég man eftir mér, finnst mér Ásta hafa verið i kringum mig. Hún var mikið á heimili foreldra minna alla tíð, þegar ég var krakki og unglingur. Mæður okkar voru systur en ólust ekki upp saman en Ásta og móðir mín voru alla tíð miklar vinkonur. Ásta var hörku- dugleg að vinna, vann í mörg ár í efnalauginni á Vesturgötu 56 en síðar stofnaði hún sína eigin efna- laug við Réttarholtsveg sem hún rak í nokkur ár. Síðustu árin sem hún vann var hún hjá heimilishjálp- inni. Ásta hafði mjög gaman af ferðalögum og eftir að hún eignað- ist sinn eigin bíl, fór hún mikið um landið, einnig fór hún oft austur í Flóa en þaðan var hún ættuð. For- eldrar Ástu voru Guðjón Sigurðs- son og Lára Gísladóttir sem lengi bjuggu á Hrygg í Hraungerðis- hreppi í Flóanum. Á Hrygg búa tveir bræður Ástu, þeir Gísli og Ágúst. Ásta hafði alla tíð mjög gott samband við systkini sín og börn þeirra og hafði gaman af að segja manni fréttir af þeim. Meðan Ásta hafði heilsu hélt hún góðu sambandi við mig og fjölskyldu mína, kom í heimsókn eða hringdi, hún kom alltaf á jólunum og ef eitthvað var um að vera. Ég veit að ég og fjölskylda mín eigum eft- ir að sakna Ástu mikið og vildi ég þakka henni fyrir samfylgdina í gegnum árin og bið guð að blessa hana. Þóra Magnúsdóttir. Hún Ásta móðursystir mín er dáin, hún lést á Kumbaravogi 17. febrúar. Það er svo einkennilegt að við Lára systir vorum að ráð- gera að heimsækja hana um síð- ustu helgi. Lára þurfti hinsvegar að skreppa til Danmerkur svo ferð- inni var frestað og nú verður heim- sóknin til Ástu frænku ekki farin. Þegar ég, sem ung stúlka, fór að vinna í Reykjavík kom ég mikið til Ástu sem bjó vestur á Melum. Fyrst leigði hún á Víðimel hjá Helgu móðursystur sinni, en síðar leigði hún á Grenimel og þar var ég í fæði hjá henni heilan vetur. Þá urðum við góðar vinkonur, fórum mikið saman í leikhús og á tónleika hjá Sinfóníunni. Sem sagt, við stunduðum menninguna af fullum krafti, en Ásta var mikill listunn- andi og naut ég góðs af því þennan vetur. Seinna keypti Ásta sér íbúð í Njörvasundi 22 og einnig keypti hún bíl og keyrði yfirleitt eina ferð á sumri hér austur í sveitir. Talaði hún þá um hvað erfitt væri að keyra þessa malarvegi og hætti því að koma í heimsóknir fyrir mörgum árum, enda þá komin á efri ár. Ásta giftist ekki og eignaðist ekki börn en hún var barngóð og hændi þau að sér. Einn frændi hennar kom upp nafninu hennar. Þótti henni mjög vænt um það og talaði oft um hana nöfnu sína. Ásta frænka ólst ekki upp hjá for- oMrnm sínum heldur hjá fósturfor- eldrum, þeim Önnu og Sigurði í Sviðugörðum í Gaulverjabæjar- hreppi. Þannig átti Ásta tvær fjöl- skyldur, bæði foreldra og systkini í Hrygg og hjónin og bræðurna í Sviðugörðum. Hún dáði mjög fóstru sína sem hefur eflaust litið á hana sem dóttur sína þar _sem þau hjónin áttu ekki dóttur. Ásta flutti ung til Reykjavíkur og stund- aði ýmis störf. Lengst vann hún í fatahreinsun, en síðari árin vann hún við heimilishjálp eða eins lengi og heilsa leyfði. Því miður hittumst við Ásta ekki oft seinni árin þar sem hún átti við heilsuleysi að stríða og gat því ekki mætt er fjölskyldan kom sam- an. Við söknuðum hennar mjög þegar við héldum upp á aldaraf- mæli móður hennar og ömmu minnar Láru Gísladóttur í Hrygg sumarið 1994. Þá varð hún að láta sér nægja að vera með okkur í huganum. Systkinin í Hrygg héldu alltaf mjög vel saman og ekki síst þau sem bjuggu í Reykjavík. Fannst mér ég alltaf vera komin heim þeg- ar ég kom til þeirra því þau fylgd- ust svo vel með manni og allir vissu hvað maður var að gera. Þegar mamma sendi okkur systkinin í Hjálmholti í bæinn með Jóni í Túni vorum við sótt í rút- una, síðan var allt gert fyrir okkur sem þurfti að gera, kaupa skóla- eða fermingarföt, eða bara farið með mann í heimsóknir til frænda og vina. Það var eins og enginn hefði annað að gera en að snúast í kringum okkur krakkana. í þá daga var ekki farið til Reykjavíkur fyrir minna en eina viku, svo það var auðvitað gott að eiga marga að og þar lét Ásta frænka ekki sitt eftir liggja. Sérstaklega var hún fús að fara í bíó og vissi þá alltaf hvar bestu myndirnar voru sýndar. Að leiðarlokum kemur margt upp í hugann þegar ég kveð þriðja systkinið sem bjó í Reykjavík. Áður eru farnir bræðurnir Sigurð- ur og Pétur og þeirra góðu konur Olga og Lilja. Einnig minnist ég fyrrverandi eiginmanns Rúnu frænku hans Ragnars. Þetta góða fólk var okkur systkinunum í Hjálmholti alltaf eins og aðrir for- eldrar. Elsku Bogga, Rúna, Gísli og Gústi, ég votta ykkur samúð mína. Kæra frænka, ég veit að nú ert þú komin til ástvina sem á undan eru farnir því þannig var trú þín. Hvíl þú í Guðsfriði. Ágústa Ólafsdóttir, Úthlíð. ^ 588 3309 Ráðningarþj ónustan Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUCLEIÐIR HÓTEL LOFTLEHHR + Ástkœr eiginmaður minn, ÁMUNDI ÁMUNDASON, blikksmíðameistari, Rjúpufelli 8, Reykjavík, lést í Salgrenska sjúkrahúsinu í Gauta- borg 27. þ.m. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Herdis Jónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT M. HELGADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 44, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 8. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gyða Stefánsdóttir, Sigurður Helgason, Jakobína B. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN JÓNSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Reynimel 94, Reykjavík, sem andaðist 21. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 29. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þökkuð en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Magnea Haraldsdóttir, Jón G. Baldvinsson, Elín Möller, Baldvin Baldvinsson, Ása Hildur Baldvinsdóttir, Vagn Boysen, Sigrún Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN HÓLM JÓNSSON, Réttarholtsvegi 35, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. febrúar sl. Elín Bjarnadóttir Kristinn B. Jóhannsson, Sigrún Einarsdóttir, Hrönn Guðrún Jóhannsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Jón Aðalsteinn Jóhannsson, Ólöf Stefánsdóttir, Pétur Jakob Jóhannsson, Sigurborg I. Sigurðardóttir, og barnabörn. Okkar elskulega, + ASTRID GUÐMUNDSSON, * Hjarðarhaga 40, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Aðstandendur. + Útför sambýliskonu minnar og móður, HELGU SIGURÐARDÓTTUR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Loftsson, Esther Ragnarsdóttir. + Ástkær dóttir mín, sambýliskona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN RUT JÓNSDÓTTIR, deildarstjóri Skattstofunni i Reykjavík, Drekavogi 6, sem lést þriðjudaginn 20. febrúar, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. febrúar kl. 10.30. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Jón Sigurðsson, Guðlaug Guðjónsdóttir, Ólafur Hafsteinsson, Guðjón Ármann Guðjónsson, Hafsteinn og Arnar Freyr Ólafssynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.