Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D wgunbUMb STOFNAÐ 1913 49. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skoðanakannanir fyrír þingkosningar í Ástralíu á laugardag Forskot bandalags hægriflokkanna minnkar Sydney. Reuter. SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var í Ástralíu í gær, bendir til þess að Verkamannaflokkur Pauls Keatings forsætisráðherra hafi saxað veru- lega á forskot bandalags hægri- manna. Efnt verður til þingkosninga í landinu á laugardag. Ef marka má könnunina er banda- lag Frjálslynda flokksins og Þjóðar- flokksins með aðeins tveggja pró- sentustiga forskot á Verkamanna- flokkinn, en það hefur verið um 6-9 stig síðustu tólf mánuði. Verka- mannaflokkurinn, sem hefur verið við völd í Ástralíu í 13 ár, er nú með 40% fylgi og hægriflokkarnir 42%. „Ef þessi fylgissveifla heldur áfram verður Verkamannaflokkur- inn áfram við völd," sagði talsmaður Roy Morgan-vísindamiðstöðvarinn- ar, sem gerði könnunina. Kynþáttamál í brennidepli Forystumenn hægriflokkanna við- urkenndu í gær að deilur um kyn- þáttamál gætu kostað þá mörg at- kvæði kjósenda af asískum uppruna. Einn af frambjóðendum hægri- manna hefur valdið uppnámi vegna yfirlýsinga sem hafa verið túlkaðar sem árásir á fólk af asískum upp- runa og frumbyggja. Talsmaður stjórnarandstöðuflokkanna sagði að ummæli frambjóðandans gætu eyði- lagt margra mánaða starf flokkanna til að styrkja stöðu sína meðal þessa kjósendahóps. Keating hefur notfært sér um- mælin til að saka hægriflokkana um að ala á kynþáttafordómum. Leið- togar samtaka Víetnama og Kín- verja í Ástralíu, sem eru alls um hálf milljón, sögðu ljóst að deilan skaðaði hægriflokkana. Reuter ÖLDRUÐ kona úr röðum Bosníu-Serba í Ilijas-hverfi í Sarajevo heldur á teppi og bíður þess að verða flutt á brott í gær. Fimm borgarhverfi Serba eiga öll að vera komin undir yfirráð sambands- ríkis múslima og Króata, þ. e. ríkisstjórnarinnar í Sarajevo, fyrir 20. mars. Reuter Mannskæð- ur bruni á Tævan ÞRETTÁN manns biðu bana þeg- ar eldur blossaði upp í átta hæða byggingu í borginni Taichung á Tævan í gær. 17 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og fjórir þeirra voru í lífshættu. Á myndinni held- ur slökkviliðsmaður á barni sem bjargað var úr byggingunni. Til ryskinga hafði komið við bygginguna áður en eldurinn blossaði upp og talið var að átök- in hefðu leitt til íkveikju. Tíu dög- um áður höfðu 17 manns farist í bruna í gufubaðstofu í borginni. Mannskæðir eldsvoðar eru tíðir á Tævan vegna lélegra eidvarna. Stríðsglæpadómstóllinn sakar leiðtoga Serba í Krajina um hermdarverk Serbar í Sarajevo fá alþjóðlega neyðaraðstoð Sarajevo, Haag. Reuter. SERBAR í úthverfum Sarajevo fóru hörðum orðum um leiðtoga sína í gær og sögðu þá hafa svikið loforð um að senda bíla til að ná í þá sem vildu komast á brott áður en hverfin féllu undir yfirráð sambandsríkis múslima og Króata í vikunni. Alþjóða Rauði krossinn ákvað í gær að veita flótta- fólkinu neyðaraðstoð. Búist er við að allt að 60.000 manns muni flýja frá hverfum Serba. Þeir óttast að múslimar og Króatar muni hefna sín á Serbum sem eftir verða í Sarajevo. Umferðarteppa hefur verið á helstu vegum frá borg- inni til lýðveldis Bosníu-Serba undan- farna daga. Rauði krossinn telur að um 25.000 manns, einkum sjúklingar og gamalt fólk, hafi brýna þörf fyrir mat, lyf og önnur hjálpargögn. Sameinuðu þjóðirnar afléttu í gær efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Bosníu-Serbum. Er talið að þessi ákvörðun muni styrkja nýjan forsæt- isráðherra þeirra, Rajko Kasagic, í sessi en hann er talinn hófsamur. Kasagic átti í gær fund í Banja Luka með tveim starfsbræðrum sinum, annars vegar frá sambandsríki músl- ima og Króata og hins vegar Bosníu. Náðist samkomulag um að vatns- leiðslur til múslimaborgarinnar Gorazde, sem er umlukt svæðum Serba, yrðu opnaðar i fyrsta sinn ! fjögur ár. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hóf í gær þriggja daga vitnaleiðslur vegna máls Milans Martic, leiðtoga Serba í Krajina-héraði, sem er sak- aður um að hafa fyrirskipað klasa- sprengjuárásir á Zagreb er urðu sjö óbreyttum borgurum að bana í fyrra. Serbar hafna framsali Svíinn Eric Östberg, saksóknarinn í málinu, sagði árásirnar á Zagreb „hermdarverk" og brot á alþjóðaregl- um sem ætlað er að vernda óbreytta borgara á stríðssvæðum. Klasa- sprengjur dreifa hundruðum málm- kúlna yfir stórt svæði og geta valdið miklu manntjóni. Dómstóllinn ákærði Martic í júlí í fyrra. Martic hefur dvalist í Banja Luka í Bosníu og neita Serbar þar að fram- selja hann. Vitnaleiðslur jafngilda ekki réttarhöldum þar sem dómstóll- inn getur ekki réttað yfir meintum stríðsglæpamönnum að þeim fjar- stöddum. Verjandi eins af hershöfðingjum Bosníu-Serba, Djordje Djukic, sem stjórnvöld í Sarajevo létu handtaka ásamt öðrum liðsforingja vegna gruns um stríðsglæpi og fluttur var til Haag, krafðist þess í gær að Djukic yrði þegar látinn laus. Hann væri saklaus og hefði auk þess sætt barsmíðum af hálfu bosnískra lög- reglumanna. ¦ Þarfir fólksins/8 Kúbverjar hvika hvergi Havana. Reuter. ÞRÁTT fyrir mikla gagnrýni fyrir að hafa skotið niður tvær bandarísk- ar einkaflugvélar ítrekuðu Kúbverjar í gær rétt sinn til að verja landið og fordæmdu nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar. Bandaríkjastjórn hyggst í sam- vinnu við þingið herða á ný efnahags- legar refsiaðgerðir gegn Kúbu og er talið að draga muni úr erlendum fjár- festingum í eyríkinu. Talsmenn Kúbustjórnar sögðu að ekki yrði um mikla breytingu að ræða heldur áframhald á fjandskap stjórnvalda í Washington. Kúbverjar hræddust ekki slíkar aðgerðir. Kúbverskir útlagar í Miami sögðu í gær að tvær flugvélar og bátar yrðu á laugardag send á staðinn þar sem vélarnar tvær voru skotnar nið- ur, réttri viku eftir atburðinn. Útlag- arnir sögðu að um alþjóðlegt haf- svæði væri að ræða og enginn gæti bannað þeim að vera þar. ¦ Öryggisráðið harmar/16 ----------? ? ?---------- Clinton öflugur Washinglon. Reuter. NÝ skoðanakönnun, sem Gallup- stofnunin gerði um helgina fyrir CNN/USA Today meðal flokksbund- inna kjósenda í Bandaríkjunum og birt var í gær, gefur til kynna að Bill Clinton forseti 'muni sigra í for- setakjörinu í nóvember. Ef Bob Dole yrði frambjóðandi repúblikana myndu 40% styðja hann en 56% Clinton. Munurinn yrði enn meiri ef frambjóðandinn yrði Lamar Alexander, hann fengi 37% gegn 56%. Clinton myndi sigra Pat Buc- hanan með 59% gegn 35%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.