Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 19 ATVIN N tMAUGL YSINGAR Rannsóknarstofnun fískiðnaðarins. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið. Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að framförum í fiskiðnaði með rannsóknum á hráefni og afurðum úr sjávarfangi. Starfsmenn eru um 60, þar af 35 með háskólapróf. Stofnunin er í nýuppgerðu húsnæði og er aðstaða og búnaður með ágætum. I tengslum við breytingar á stjórnskipulagi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins óskar stofnunin eftir að ráða í eftirfarandi störf: Aðstoðarforstjóri Starfssvið: Starfið felur í sér ábyrgð á eftirfarandi þáttum: -útfærslu og framkvæmd á stefnu RF. -faglegum markmiðum starfssviða í samræmi við langtímastefnu. -daglegum rekstri, áætlanagerð og eftirliti með fæim. -starfsmannahaldi. Aðstoðarforstjóri er formaður verkefnaráðs og framkvæmdastjórnar og situr í fagráði. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði efnafræði, örverufræði, matvælafræði, verkfræði og/eða viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun ásamt staðgóðri þekkingu á sjávarútvegi. Starfsreynsla og góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Aðstoðarforstjóri þarf að vera framsækinn og hugmyndaríkur, hafa góða stjórnunarhæfileika og vera lipur í samskiptum. Þjónustustjóri. Þjónustustjóri er forstöðumaður þjónustusviðs, en þar fara fram þjónustumælingar sem unnar eru á vegum stofnunarinnar. Starfsemi útibúa í Vestmannaeyjum, á Isafirði, Akureyri og Neskaupstað heyrir einnig undir sviðið. Starfssvið: Starfið felur í sér ábyrgð á eftirfarandi þáttum: -daglegum rekstri sviðsins, þ.m.t. áætlanagerð og starfsmannamálum sviðsins -öflun verkefna og samskiptum við viðskiptavini -þróun nýrra mælinga og annarri reglubundinni þjónustu. Forstöðumaður þjónustusviðs situr í fagráði, verkefnaráði og fr amkvæmdastj órn. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði efnafræði, örverufræði, matvælafræði, verkfræði eða önnur sambærileg menntun. Starfsreynsla og góð tungumálakunnátta er æskileg. Forstöðumaður þjónustusviðs þarf að vera framsækinn og hugmyndaríkur, hafa góða stjórnunarhæfileika, * þjónustulund og vera lipur í samskiptum. Rannsóknarstjóri Rannsóknarstjóri er forstöðumaður verkefnasviðis, en þar fer fram fagleg þróunarvinna og rannsóknir stofnunarinnar, aðrar en útseldar þjónustumælingar. Verkefni eru unnin i hópum og bera hóparnir ábyrgð á einstökum verkefnum. Starfssvið: Starfið felur í sér ábyrgð á eftirfarandi þáttum: -faglegum leiðbeiningum um framgang verkefna sem unnin eru í verkefnahópum -öflun verkefna með verkefnastjórum -daglegum rekstri sviðsins, þ.m.t. áætlanagerð og starfsmannamálum. Forstöðumaður verkefnasviðs situr í fagráði, verkefnaráði og framkvæmdastjórn. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði efnafræði, örverufræði, matvælafræði, verkfræði eða önnur sambærileg menntun. Starfsreynsla og góð tungumálakunnátta er æskileg. Forstöðumaður verkefnasviðs þarf að vera framsækinn og hugmyndaríkur, hafa góða stjórnunarhæfileika og mikinn faglegan metnað. Upplýsingastjóri. Upplýsingastjóri er forstöðumaður upplýsingasviðis, en þar fer fram útgáfa kynningar- og kennsluefnis og skipulagning og umsjón með námskeiðum og ráðstefnum á vegum stofnunarinnar. Kennsla og samstarf við menntastofnanir heyra einnig undir upplýsingasvið. Starfssvið: Starfið felur í sér ábyrgð á og umsjón með eftirfarandi þáttum: -útgáfu kynningar- og kennsluefnis -upplýsingakerfum og viðhaldi upplýsinga -kennslu og samstarfi við menntastofnanir. Forstöðumaður upplýsingasviðs situr í fagráði, verkefnaráði og fr amkvæmdastj órn. Hæfniskröfur: Háskólamenntun. Starfsreynsla og góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Forstöðumaður upplýsingasviðs þarf að hafa góða skipulagshæfileika og vera hugmyndaríkur. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Einar Kristinn Jónsson og María G. Sigurðardóttir hjá Markviss ehf., Kringlunni 6, Reykjavík s. 5887474, milli kl. 9.00 og 10.00 daglega. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir kl. 16.00 föstudaginn 12. apríl 1996. * RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Verkfræðingar - tæknifræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða rafmagnsverkfræðing eða rafmagnstækni- fræðing til starfa í áætlanadeild. Áætlanadeild sér m.a. um hönnun á lág- spennu- og millispennukerfum, dreifistöðv- um og götulýsingu. Leitað er að starfsmanni með menntun á sterkstraumssviði og áhuga á ofangreindum veitukerfishlutum. Upplýsingar um starfið veitir starfsmanna- stjóri og deildarstjóri áætlanadeildar í síma 560 4600. Umsóknarfrestur er til 20. mars. Áður sendar umsóknir skulu endurnýjaðar. Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. Síðumúla 14,108 Reykjavík Óskum að ráða hagfræðing eða viðskiptafræðing. Starfsmaðurinn þarf að hafa framhaldsmenntun frá erlendum háskóla oa vera vel að sér í alþjóðafjármálum og stærðfræði en vera við því buinn að aanga í gegnum talsverða starfs- þjálfun. Skííyrði er að starfsmaðurinn tali reip- rennandi ensku en góð almenn tungumála- kunnátta er æskileg. Hann/hún þarf að eiga auðvelt með að tjá sia bæði í riti og ræðu. Goð tölvukunnátta er æskileg sem og reynsla af hagrannsóknum. Verksvið starfsmannsins verður m.a. ráðgjöf um áhættustjórnun, fjármálaráðgjöf og ntun fréttabréfs og upplýsinga á tölvukerfi Reuters. Skriflegar umsóknir sendist á ofangreint heimilisfang fyrir 1. apríl nk. Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. var stofnað árið 1993 og sérhæfir sia í óháðri fjarmálaráögjöf og ráögefandi upplýs- ingaþjónusfu um efnanagsmál og fjármálamarkaði. Anersla er lógð á ráðgjöf um áhættustjornun einkum varðandi markaðsáhættu. Fyrirtækið er fulltrúi fyrir fjármálaþjónustu REUTERS á Islandi og gefur út fréttabréfio Gjaldeyrismál. Hekla hf. Störf í varahiutaverslunum Heklu hf. Óskum eftir að ráða starfsmenn í varahluta- verslanir okkar, þ.e. bílavarahlutadeild og véladeild. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á bílum og vinnuvélum og/eða í afgreiðslu varahluta og tölvuvinnu. Áhersla er lögð á ríka þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar um störfin veita verslun- arstjórar viðkomandi deilda. Umsóknareyðublöð fást hjá símavörðum alla daga frá kl. 9-18. Umsóknum skal skila á sama stað í síðasta lagi 22. mars nk. HEKLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.