Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 D 17
KÆRI Gullfoss, ef þú færð að falla í friði og ef ég fæ að dansa við
þig einsog ég dansaði við þig um daginn, þá er heimurinn dásam-
legur samastaður handa mér og minni berdreymnu ljóðelsku þjóð.
hingað. Við leiddumst niður einstig-
ið að fossinum, úðinn steig upp til
himins og Jökull benti á það væru
andar á sveimi og Garpi leist varla
á stærðina og lætin. Við gengum
framá klettasnösina fyrir ofan aðal-
fossinn til að vera nær undrinu og
töfra svolítið. Jökull plantaði sítr-
ónugulri sítrónunni á gráa, blauta
klettana. Hún tók sig Ijómandi vel
út og kletturinn breyttist líka. Svo
fór ég með ljóðið, fyrst hvíslandi
og síðan eins hátt og röddin leyfði.
Það byijar svona: Elsku Gullfoss,
minn kæri vinur, viltu koma með
mér til Þingvalla og ég skal flagga
fána og þú skalt blása básúnu og
svo streymum við um svæðið... I
lokin segir: Kæri Gullfoss, ef þú
færð að falla í friði og ef ég fæ
að dansa við þig einsog ég dansaði
við þig um daginn, þá er heimurinn
dásamlegur samastaður handa mér
og minni berdreymnu Ijóðelsku
þjóð.
Gullfoss fossaði svoleiðis á meðan
ég þrumaði ljóðið. Þegar því var
lokið sögðu tvíburarnir einum rómi:
Fleygðu ljóðinu í fossinn. Á þessu
augnabliki vissi ég að uppeldið hafði
tekist. Stundum hef ég áhyggjur
að börnin mín séu of mötuð af tölvu-
leikjum, lesi ekki nóg, en nú vissi
ég að þeim var óhætt. Þeir kunnu
að töfra, þeir vissu að maður varð
að fórna ljóðum í fossa, þeir höfðu
meiraðsegja hlustað með andakt á
lesturinn, þó þeir hafi kannski verið
fegnir að engir fleiri voru viðstadd-
ir. Gullfoss varð að fá ljóðið á þess-
um bréfsnepli sem ég hafði borið
milli bijóstanna á Þingvöllum í hvíta
kjólnum sem fannst í íslensku eyði-
býli. Samt maldaði ég í móinn.
Nei, mér þykir svo vænt um bréfið
sem ljóðið stendur á. Það er svo
kuðlað. Tvíburarnir stóðu fast á
sínu. Þú hlýtur að eiga það inní
tölvu. Gefðu Gullfossi ljóðið. Þeir
höfðu rétt fyrir sér. Fegurðarskyn
þeirra var fullkomið á þessari
stundu. Alltílagi, sagði ég, Garpur
má henda ljóðinu í fossinn, fyrst
Jökull kom sítrónunni fyrir. Garpur
tók ljóðið og henti því í fossinn.
En því miður, vindurinn tók Ijóðið
og fleygði því á syllu. Þarna lá nú
ljóðið og hreyfðist ekki. Gullfoss
fossaðist. Við horfðum á ljóðið. Þá
fannst mér að ég gæti skotist niðrá
sylluna og náð í ljóðið. Það yrði að
fara í fossinn fyrst við vorum að
þessu á annað borð. Svo ég klifra
niðrá sylluna. í kjólnum. Til að ná
í ljóðið. Þegar ég var komin niðrá
sylluna og búin að ná í ljóðið vissi
ég alltíeinu ekki hvernig ég átti að
komast upp. Tíminn stoppaði.
Augnablik leit ég aftur fyrir mig
og sá súpandi hveljurnar, hvítfyss-
andi hringiðuna fyrir neðan mig.
Svo horfði ég á börnin mín og eitt
stysta augnablik í heimi sá ég hvað
þeir voru að hugsa. Þeir voru
hræddir. Á þessu sama augnabliki
vissi ég að synir mínir eru dýrmæt-
astir í heiminum og að ég var dýr-
mætust í heimi fyrir þá. Eg fór á
sekúndubroti inní tímann því tíminn
hafði stoppað. Frosið. Brot úr sek-
úndu vorum við öll frosin. Svo komu
þrír litlir englar og lyftu mér upp.
Ég klifraði upp af syllunni einsog
ég gerði ekki annað en að klifra
upp og niður af hálum syllum hjá
stærsta fossi landsins. Og í kjól.
Ég veit ekki hvaða samansafnaði
kraftur það var sem safnaðist sam-
an í mér á þessu örstutta og frosna
andartaki. Það varð eitthvað um
það að verða. Annars væri allt búið.
Þetta virkaði einsog leikur, hoppa
niðrá syllu, ná í ljóð og skjótast
með það upp aftur. Um leið var
þetta hættuleg svaðilför, farin af
fífldirfsku til að eitthvað gæti verið
fallegt.
Seinna sá ég hvað hefði gerst
ef mér hefði svo mikið sem skrikað
fótur, ef mér hefði skrikað hugsun,
ef englarnir hefðu ekki lyft undir
mig. En áfallið kom semsagt ekki
strax. Nú var það deginum Ijósara
að þegar ljóði er fórnað í foss verð-
ur maður að vera handviss um að
fossinn taki ljóðið. Svo ég vöðlaði
ljóðinu saman, við gengum innar í
krikann og Garpur gerði aðra til-
raun og fleygði ljóðinu á nýjan leik
en það lendir í flæðarmálinu og
hreyfist einsog fiðrildi, titrar svolít-
ið. Kannski vill Gullfoss alisekki
ljóðið, hugsa ég. En viti menn. Foss-
inn byijar að sleikja ljóðið, blaðið
flettist í sundur, fossinn er að lesa
ljóðið, sleikir það og búms. Óhugn-
anlega fallegt búms. Alveg horfið
en heldur áfram að falla í fossinum
um aldur og ævi.
Mikið vorum við fegin.
Á leiðinni frá fossinum bað ég
drengina mína fyrirgefingar á því
að hafa hrætt þá.
— Veistu hvað við hefðum gert
ef þú hefðir dottið í Gullfoss, sagði
Garpur.
— Nei, sagði ég.
— Þá hefðum við bara keyrt bíl-
inn heim, sagði Garpur.
— Hún var með bíllyklana á sér,
sagði Jökull.
— Ó, sagði ég.
— Næst þegar þú klifrar niðrí
Gullfoss mamma, mundu þá eftir
að skilja bíllyklana eftir hjá okkur,
sagði Jökull.
— Samþykkt, sagði ég.
Ferðabænin hafði virkað, eftir á
vissi ég það. Þó ég myndi ekki eft-
ir því á þessu skrítna augnabliki
niðrá syllunni. Og vissi þá að undir-
búningurinn skiptir öllu. Undirbún-
ingur fyrir ferðalag. Hvort 'sem
ferðast er í huganum, landið eða
heiminn. Ég dáðist að Gullfossi en
dáðist ennmeir að tvíburunum sem
kunnu að töfra og gátu líka sagt
eitthvað fyndið þegar mest þurfti á
að halda. Eða einsog Nóbelsskáldið
sagði: „Maðurinn kemur í ljós á
hættustundinni." Þá opnast manni
ný eða dýpri skynjun. Én fyrirsögn-
in hefði orðið á þessa leið ef verr
hefði farið. Og líf manns er leit að
góðri beitu. Það hefði þó verið
huggun harmi gegn meðan maður
væri að verða að engu á augnabliki
að uppeldið hefði tekist. En kannski
verður maður að farast, eitthvað í
manni að deyja, til að taka á móti
einhveiju nýju. Ég veit það ekki.
Ég hneigði mig fyrir Sigríði í
Brattholti og vættum hennar og við
fórum uppá útsýnispallinn og dáð-
umst að Gullfossi úr fjarlægð eftir
alla þessa nálægð.
Höfundur cr rithöfundur.
GLÆSIBÆ • LAUGALÆK • BORGARKRINGLU • ENGIHJALLA • MIÐBÆ Hafnartirði