Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 20
20 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIAN Morgan, yfirhagfræðingur markaðsskrifstofunnar í Wales, WDA, á skrifstofu sinni. Efnahags- undrið í Wales Markaðsskrifstofan í Cardiff (Wales Development Agency) hefur verið aflvaki mikilla erlendra fjárfestinga, sem gerbreytt hafa efna- hags- og atvinnulífí í Wales á skömmum tíma. Björgvin Sighvats- son ræðir við Brian Morgan, aðalhagfræðing hagfræðideildar WDA. ISLAND hefur haft þá sér- stöðu meðal Evrópuríkja, að því sem næst engin bein erlend fjárfesting hefur átt sér stað í landinu um langt árabil þar til nú, þegar hafnar eru framkvæmdir við stækkun álvers ÍSAL í Straumsvík. Sé litið til allra síðustu ára þá meira að segja rýrn- aði fjárfesting erlendra aðila á ís- landi bæði árin 1990 og 1992 um 0,15% af landsframleiðslu hvort árið og er skýringin sú, að taprekst- ur varð þessi árin á fyrirtækjum með erlendri eignaraðild, einkum í rekstri ÍSAL þannig að eigið fé erlendra fjárfesta á Islandi rýrnaði milli áranna 1990 og 1993 um 2,7 milljarða kr., en tölur fyrir 1994 eru enn ekki tiltækar. Ef horft er á erlendar fjárfestingar meðal fá- mennari Evrópuþjóða á þessum sama tíma má nefna, að erlendar fjárfestingar í Hollandi í hlutfalli af landsframleiðslu námu á árunum 1990-1992 3,91% fyrsta árið, 2,02% annað árið og 1,71% þriðja árið og í Sviss 2,01%, 1,3% og 0,45% sömu ár. Ástæður þess, hve erlend fjár- festing á íslandi hefur verið lítil, eru án efa margar. Ein þeirra er þó efalaust sú, að stór hluti þjóðar- innar var lengi þeirrar skoðunar, að slík fjárfesting væri ekki æski- leg. Því voru settar ýmsar skorður við henni auk þess sem það viðhorf hefur varla farið fram hjá útlend- ingum, sem átt hafa samskipti við íslensk stjórnvöld á liðnum árum, að tortryggni gætti hjá þjóðinni í garð erlendra fjárfesta. Þar sem flestar aðrar þjóðir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að í heimi ört vaxandi alþjóðavið- skipta sé eftirsóknarvert að fá al- þjóðlegt fjármagn til uppbyggingar atvinnulífs er ekki undarlegt þó val alþjóðlegra fjárfesta hafi fremur fallið á þau lönd, þar sem eftir þeim var sóst, fremur en að leita til Is- Iands, þar sem þjóðin leit þá hom- auga. Á allra síðustu misserum virðist hins vegar hafa orðið hugar- farsbreyting hjá íslendingum. Margir þeirra, sem áður voru ýmist andvígir erlendri fjárfestingu í ís- lensku atvinnulífi eða mjög efins hafa breytt afstöðu sinni og sækj- ast nú beinlínis eftir henni. Heilir stjórnmálaflokkar hafa skipt um skoðun. Við þær aðstæður er eðlilegt, að íslendingar afli sér upplýsinga um, hvemig þjóðir. og landshlutar hafa farið að, sem með skipulegum hætti hafa sóst eftir erlendri fjárfestingu og náð árangri. í þessu sambandi er nærtækt að beina augum til Bretlandseyja, en þar hefur sérstakt átak verið gert til þess að laða er- lenda fjárfesta til athafna á svæð- um, sem lengi höfðu átt við miklar þrengingar að búa; lág laun, mikið atvinnuleysi, samdrátt og fyrir- tækjaflótta. Þar má t.d. nefna Wal- es og Skotland, en i samvinnu stjórnvalda heima fyrir og ríkis- stjórnarinnar í Lundúnum var hmndið af stað átaki til þess að laða erlenda íjárfesta til þessara svæða og hefur það átak skilað miklum árangri. Stofnun sú í Wales, sem sér um þróunaraðstoð við innlend fyrirtæki og fyrirgreiðslu við erlenda fjár- festa, nefnist Wales Development Agency (WDA) og hefur aðalaðset- ur í Cardiff. Árið 1994 störfuðu 370 manns hjá stofnuninni og velta hennar var jafnvirði 3,5 milljarða ísl. kr. Stofnun þessi á rætur að rekja allt aftur til ársins 1974. For- stöðumaður hagfræðideildar stofn- unarinnar heitir Brian Morgan og gekk greinarhöfundur á fund hans á skrifstofu hans til þess að forvitn- ast um starfsemi WDA. Helstu viðfangsefnin „WDA er opinber stofnun, sem starfar samkvæmt lögum. Upphaf- legt verkefni hennar var þríþætt ráðgjöf. í fyrsta lagi að stuðla að efnahagslegri framþróun í Wales. í öðru lagi að draga úr umhverfis- mengun af völdum fyrirtækja- rekstrar og í þriðja lagi að gera fyrirtæki í Wales samkeppnishæf- ari. Árið 1983 var lögunum svo breytt og okkur fengið það við- fangsefni til viðbótar að laða að erlent fjármagn," sagði Brian Morgan. „Hvert er svo þitt verkefni hjá WDA?“ „Ég er aðalhagfræðingur stofn- unarinnar og stjórna hagfræðideild hennar. í hagfræðideildinni á aðal- skrifstofunni hér í Cardiff starfa 10 starfsmenn í þremur starfshóp- um. í einum starfshópnum fáumst við m.a. við þau verkefni að taka þátt í greiningu á efnahagsþróun í Wales og afla upplýsinga um efna- hagsmál, meta og skrá samkeppnis- stöðu Wales og fyrirtækja í Wales samanborið við önnur héruð í Stóra- Bretlandi og önnur lönd í Evrópu- sambandinu og að nokkru leyti aÖ spá um framþróun efnahagsmála í Wales. Við fáumst einnig við að gera yfirlit yfir aðfangakosti innan og utan héraðs svo við getum met- ið hvaða framleiðslumöguleikar bjóðast með samþættingu fram- leiðslukosta í héraðinu sjálfu og aðfangaöflun utan þess. Það mætti orða þetta starf þannig, að við reyn- um að hafa yfirlit yfir hver er að kaupa hvað af hveijum og hversu mikið. Ef t.d. stæði til að stofna eða stækka verksmiðju þá höfum við upplýsingar um hvaða aðföng má fá innan Wales og hvers þurfí að afla af aðföngum utan Wales og getum þannig metið heildaráhrif og heildarhagkvæmni af slíkri fjár- festingu. Þetta eru helstu viðfangsefni hagfræðideildarinnar,“ sagði Brian Morgan. Upplýsingasöfnun og mat á árangri Um önnur viðfangsefni deildar- innar sagði hann, að stofnunin hefði yfír að ráða umfangsmiklu upplýs- ingakerfí talnaefnis bæði innan Wales og utan þess. „Við höfum t.d. aðgang að mjög ýtarlegum upplýsingum um vinnu- markaðinn á hinum einstöku vinnu- markaðssvæðum þannig að við get- um séð í sjónhendingu hversu marg- ir eru að störfum í framleiðsluiðn- aði hvers konar vítt og breitt og hvernig því er varið í öðrum héruð- um Stóra-Bretlands. Við höfum einnig yfír að ráða fullkomnum upplýsingum pm stöðu fyrirtækja í iðnaði, t.d. hvaða iðnfyrirtæki eru í þróun og vexti og þær upplýs- ingar ná ekkert síður til smárra fyrirtækja en stórra. Þannig getum við hæglega veitt ráðgjöf um hvern- ig aðfanga má afla með samvinnu margra smárra fyrirtækja. Þetta er allt saman tiltækt á tölvutæku formi, en auk þess höfum við að sjálfsögðu miklar upplýsingar í bókasafni, einkum er varða hvers konar þróunarviðfangsefni. Sér- stakur vinnuhópur í hagfræðinga- deildinni sér um þessa þætti starf- seminnar. í þriðja lagi höfum við svo fá- mennan starfshóp hagfræðinga, sem fást fyrst og fremst við að afla upplýsinga og aðstoða við mat á fyrirtækjum og fyrirtækjaáætlun- um. Þar koma til álita spurningar eins og hvaða vandamál er verið að fást við í fyrirtækjunum, hvað er að gerast í efnahagslífinu á heild- ina Iitið, hvaða árangri aðgerðir okkar og ráðgjöf hafa skilað og hvort við höfum náð markmiðunum, sem við settum okkur. Einnig kem- ur þar til álita hvernig við getum komið árangri af starfsemi okkar á afmörkuðum sviðum til skila í markvissri uppbyggingu atvinnulífs og svo, loks, hvernig koma megi þeim árangri á framfæri í sam- starfí og samruna fyrirtækja og á stefnumörkun þeirra." Klæðskerasaumaðar lausnir „Hvað er það að þínu mati, sem erlendir fjárfestar staðnæmast einkum við þegar þeir taka ákvarð- anir um að fjárfesta í Wales?“ „Flestir eru fyrst og fremst að leita að lausnum á vandamálum, sem mæta þeim á líðandi stundu í fyritækjarekstri," svaraði Brian Morgan. „Þessi vandamál geta t.d. legið í þvi, að markaður fyrir fram- leiðsluvöru þeirra heimafyrir er mettaður svo þeir eru á höttunum eftir stærri markaði og betra mark- aðsaðgengi. Við reýnum þá að mæta þörfum þeirra með viðskipta- legri lausn á viðskiptava'nda þeirra og bendum m.a. á, að ef þeir koma til Wales hafa þeir aðgang að öllum markaði Evrópusambandsins. Allt, sem framleitt er í Wales, á greiðan aðgang að þeim markaði án hindr- ana. Þetta skiptir miklu máli. Við bjóðum hveijum og einum svo það sem kalla má klæðskera- saumaða lausn á þeim viðfangsefn- um, sem hver og einn er að fást við. Oft er um fyrirtæki að ræða, sem eru í vexti og þurfa á mjög góðu samskiptaneti að halda. Hér í Wales höfum við yfir að ráða full- komnum fjarskiptum. Síma- og fjarskiptakerfi er mjög gott og nær til alls umheimsins. Síma- og fjar- skiptagjöld eru hér til muna lægri en t.d. í Frakklandi og í Þýskalandi þannig að fyrirtæki, sem þurfa að standa í miklum samskiptum af því tagi við umheiminn, eru mjög vel sett hér. Þá höfum við einnig upp á að bjóða gott og stöðugt vinnu- afl, sem er fyrirtækjum mikils virði. Loks má ekki gleyma því, að um- hverfismál skipta stöðugt meira máli. Miðað við meginland Evrópu er umhverfismengun ekki á háu stigi í Wales, mengunareftirlit er hér mjög virkt og umhverfisstaðla- kerfí virkt og gott. Slík atriði vega stöðugt þyngra hjá viðskiptamönn- um iðnfyrirtækja, ekki síst hinum almenna neytenda, og þá um leið í staðarvali fyrirtækjanna sjálfra. Við veitum upplýsingar til er- lendra fjárfesta um öll þessi atriði og mörg fleiri, sem byggjast á þeim víðtæku gagnasöfnum og mats- gerðum, sem við ráðum yfir og reynum að sníða upplýsingagjöfína að þörfum hvers og eins,“ sagði Brian Morgan. Stöðugleiki á vinnumarkaði „Þú nefndir gott og stöðugt vinnuafl. Nú hafði Stóra-Bretland og þá ekki síst Wales orð á sér fyr- ir mikla ókyrrð á vinnumarkaði, tíð verkföll og langvarandi vinnudeilur." „Það er rétt að svo var hér á árum áður en nú hefur þetta ger- breyst. Miklar rannsóknir hafa ver- ið gerðar, bæði af Háskólanum í Cardiff og af Viðskiptaháskólanum á vinnumarkaðsmálum og á sam- skiptum aðila vinnumarkaðarins og þær hafa leitt í ljós, að engar ástæð- ur eru til þess að ætla að erfiðleik- ar í samskiptum aðila vinnumarkað- arins séu erlendum fjárfestum fjöt- • ur um fót, miklu fremur hið gagn- stæða. í upphafí áttunda áratugar- ins -voru tapaðir vinnudagar vegna verkfalla tíu sinnum fleiri hér í Wales en nam meðaltalinu í Stóra- Bretlandi. I upphafí níunda áratug- arins urðu miklar breytingar hér á, þannig að nú eru tapaðir vinnu- dagar vegna vinnudeilna í Wales talsvert færri en riemur landsmeðal- tali í Bretlandi. Á árinu 1994 námu tapaðir vinnudagar vegna vinnu- deilna í Wales aðeins 14 dögum á hveija 1.000 starfsmenn og aðeins 15% af þessum töpuðu vinnudögum urðu í framleiðsluiðnaði. Það hafa þvi orðið alger umskipti hér í vinnu- markaðsmálum þannig að fyrirtæki eins og t.d. Sony og Panasonic og önnur slík alþjóðleg stórfyrirtæki sjá af þeim ástæðum ekkert í vegi fyrir því að flytja hluta starfsemi sinnar hingað. SJÁ NÆSTUOPNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.