Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 24

Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 24
24 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur verður haldin á Hótel íslandi þann 12. apríl næstkomandi. Þar keppa 15 stúlkur um titilinn Fegursta stúlka Reykjavíkur 1996. Keppnin í ár á að fara nýjar leiðir í framsetningu og stíl miðað við fyrri ár, og er lögð áhersla á anda unga fólksins í tónlist, fatnaði og útliti keppninnar. Markmiðið er að hún verði eftirminnilega nútímaleg og skemmtileg fyrir vikið. AUÐUREDDA BIRGISDÓTTIR er 21 árs starfsmaður hjá Eimskipi. Hún þykir velupp- lýst og skynsöm en kveðst taka sig heldur of alvarlega. Hún trúir á hið góða afl. ÁSTA ANDRÉSDÓTTIR er 20 ára MR-ingur. Hún kveðst elska allt sem auðgar andann. Hún les Shakespe- are og Hallgrím Helgason og talar 7 tungumál fyrir utan latínu. ERLA BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR er 20 ára sálfræðinemi í HI. Hún vinnur mikið með skólanum, afgreiðir m.a. í apóteki og skúrar. Hún hræðist myrkrið því þá fer ímyndunaraflið af stað. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR er 20 ára hárgreiðslunemi á Salon Veh. Hún þykir í alla staði einstaklega ljúf í fasi og hvers manns yndi er hún spjallar við viðskiptavin- ina á stofunni. HARPA LIND HILMARSDÓTTIR er 19 ára nemi í Flens- borg. Hún er hæglátur píanósnillingur, trúir á guð og hið góða í fólki. Hún hef- ur ferðast mikið, meðal ann- MARÍA HELGA GUNNARSDÓTTIR er 20 ára nemi í HI. Hún lærði á blokkflautu og fiðlu en kann ekkert á hljóðfæri í dag. Hún hefur ferðast mikið, er meðvituð og segir fylgst með okkur. BERGLJÓT ÞORSTEINSDÓTTIR er 22 ára stúdent. Hún spilaði fótbolta í átta ár, lærði á píanó í sex ár en man ekki neitt að eigin sögn. Finnst gott að sofa út og er allfróð um myndlist. er 18 ára Garðbæingur. Hún er heiðarleg og skyn- söm að eigin sögn og skamm- ast sín ekkert fyrir neitt í eigin fari. Henni kemur heldur ekkert á óvart. er 23 ára orkubolti. Hún segist vera blátt áfram, lífs- glöð og hreinskilin. Sonja rekur sólbaðstofu á daginn og leikur sér á kvöldin. Hún óttast einsemd og skordýr. EDDA RÚN RAGNARSDÓTTIR er 20 ára sálfræðinemi í HI. Hún trúir á guð, geim- verur og leikarann Gary Old- man. Hún les og semur jafn- framt talsvert mikið af ljóð- um. KATRÍN GUÐLAUGSDÓTTIR er tæplega 18 ára nemi. Hún vinnur mikið með skól- anum og þykir sjálfstæður íslendingur. Hún telur stærsta afrek sitt hafa verið að flytja að heiman 16 ára. SÓLEY SIGRÚN INGÓLFSDÓTTIR er 21 árs verslunarstjóri í tískuvöruverslun. Hún er einfari að sögn og lestrar- hestur. Hún er með skírteini upp á vasann frá Svíþjóð sem stúdent í latínu. ELSA LYNG MAGNÚSDÓTTIR er 22 ára nemi í KHÍ. Hún segist vera nautnaseggur með stærðfræðiáhuga, til- finninganæm og félagslynd. Hún segist tala stundum of mikið og safna steinum. SÆ V ARSDÓTTIR er 23 ára stuðningsfulltrúi á dagheimili. Hún segist vera rómantísk og að ein rós geti gert mikið. Hún hefur farið til spákonu en neitar að trúa á drauga. ÞÓRUNN BJÖRK HELGADÓTTIR er 23 starfsmaður Eim- skipafélags Islands. Hún hefur lært sex tungumál, þar á meðal ítölsku. Hún segist vera glaðlynd, samviskusöm og heiðarleg í alla staði. HÓTEL ísland opnar dyr sínar fyrir gest- um Fegurðarsam- keppni Reykjavíkur klukkan 19 og verður þeim boð- ið upp á fordrykk áður en borð- hald hefst. Þá koma keppendur fram í fyrsta skipti, klæddar í fatnað frá Spaksmannsspjörum, en þær eru síðan kynntar í fatnaði frá O’Neill. Benedikt Elfar syngur þá gestum til skemmtunar áður FEGURÐARSAMKEPPNI REYKJAVÍKUR 1996 en boðið er upp á tískusýningu frá versluninni Kjallaranum, en keppendur sýna. Þá verður dómnefnd kynnt og sýnt myndband frá æfingum og undirbúningi fyrir keppnina, en hann fólst meðal annars í líkams- rækt, heimsókn í frystihús, snjó- sleðaferð og fyrirlestrum. Auk þess verður boðið upp á ýmis óvænt skemmtiatriði áður en Ijóst verður hver stúlknanna hreppir titilinn að þessu sinni. Stúlkurnar eru klipptar og greiddar hjá Hár-Expo með Se- bastian hársnyrtivörum og snyrt- ar með Face Stocholm lyá þeim Súsönnu Heiðars og Þórunni Högnadóttur. Einnig fá keppend- ur andlitsbað og gerfineglur frá Snyrtistofu Hönnu Kristínar. Fegursta stúlkan keppir í Feg- urðarsamkeppni íslands en auk þess fær hún ferð til Parísar frá Heimsferðum, fatnað frá O’Neill, gjafapakka frá Face Stockholm, sokkabuxur, sokka, handsnyrtisett og íþróttaundir- föt frá Oroblu, kjól frá Noi, þjálf- un í World Class, Ijósatíma frá Sólbaðstofu Grafarvogs og ýmis- legt fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.