Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 D 33 AÐSENDAR GREINAR Markaðssetj um ís- land; en hvemig? ÞESSI spurning hefur oft komið upp í huga undirritaðs og þá sér- staklega síðustu vikur. Sú umræða sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum um auðlindir landsins og nýtingu þeirra hlýtur að kalla á skilgrein- ingu stjórnvalda á því hvar Island eigi að staðsetja sig í framtíðinni. Á ísland að.vera fremst í fisk- veiðum? Á ísland að vera vænlegasti kost- urinn_ fyrir stóriðju? Á ísland að véra fremst í ferða- mannaþjónustu? Flestum þessara spurninga hljót- um við að svara játandi en það eyðist sem af er tekið og ekki er víst að íslendingar geti verið í for- ystu á öllum sviðum. Einkum á þetta við þegar rætt er um eflingu stóriðju á sama tíma og við ætlum að bjóða ferðamönnum upp á óspillta náttúru, flytja út hreinasta vatnið og besta fiskinn. Er stóriðja bjargvættur okkar íslendinga? Landsvirkjun kemur ósjálfrátt fyrst upp í hugann þegar rætt er um stóriðjur. Stjórn hennar hefur mikil áhrif á nýtingu vatnsorkuauð- linda, hvernig þær eru nýttar og hver nýtir þær. Virkjanir, há- spennulínur og stóriðjur eru meðal annars afleiðing ákvarðana hennar og stjórnvalda, sem aftur hefur áhrif á náttúru landsins og ásýnd ferðamanna á íslandi. En hvert er viðhorf Landsvirkjunar gagnvart ferðaþjónustunni? Það má ef til vill sjá í orðum Helga Bjarnasonar, yfír- verkfræðings Landsvirkjunar, sem birtust í Morgunblaðinu þann 15. mars sl. en þar segir hann: „Áhrif svona framkvæmda (þ.e. virkjana á hálendinu, innsk.höf) á ferðaþjón- ustu er flókið mál, og erlendis frá er ekki mikla reynslu að fá. Helst frá Noregi, sem sýnir að ferða- mennskan breytist og flyst annað. Hér á landi er ferðaþjónustan fyrst og fremst sumaratvinnuvegur fyrir skólafólk (breiðletrað innsk. höf).“ Vonandi lýsa þessi orð ekki almennu viðhorfi yfirmanna Lands- virkjunar á ferðaþjónustunni á ís- landi. Að halda því fram að ferða- þjónustan sé fyrst og fremst sumar- atvinnuvegur fyrir skólafólk er hrein móðgun við þann fjölda fólks sem síðustu ár hefur lagt allt sitt í það að þjónusta ferðamenn en skv. upplýsingum frá Ferðamála- ráði störfuðu rúmlega 4.000 manns við ferðaþjónustu á síðasta ári. Til upplýsingar má geta þess að árið 1995 voru gjaldeyristekjur af ferða- þjónustu 18,6 milljarðar (10 millj- arðar í eyðslu á íslandi og 8 millj- arðar í fargjöld til landsins) og höfðu þær aukist um 11% frá árinu á undan. Til samanburðar má benda á að samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun var framreiknað verð- mæti raforkukaupa ISAL um sein- ustu áramót rétt rúmir 30 milljarð- ar króna á 25 ára tímabili, á verð- lagi ársins 1995. Það má því með einfaldri margföldun sjá að ein aðal- tekjulind Landsvirkjunar eru tveggja ára gjaldeyristekjur Islend- inga af ferðaþjónustu sem Helgi telur sumaratvinnuveg skólafólks! Ef þetta er almennt viðhorf stjórn- enda Landsvirkjunar á ferðaþjón- ustu á íslandi er ekki undarlegt þó að hagsmunir hennar séu í auka- hlutverki þegar fjallað er um eflingu stóriðju hér á landi. Hér þarf því að koma til viðhorfsbreyting. Hverjir vilja stóriðjur? Mikið hefur verið lagt í það að markaðssetja ísland sem vænlegan - kjarni málsins! kost fyrir stóriðjur og hafa nokkur fyrirtæki sýnt landinu áhuga. Eitt þeirra er Kaiser aluminum. Forráða- menn fyrirtækisins komu hingað til lands árið 1992 og áttu með- al annars í viðræðum við Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðarráð- herra og einnig við Davíð Oddsson forsæt- isráðherra. í viðræðum við forráðamenn KA- ISER kom „ fram að fyrirtækið íhugaði að stofnsetja hér álver af mikilli alvöru og vildu forráðamenn þess helst kjósa að samningur um það væri tilbúinn innan eins árs svo hægt yrði að hefja framkvæmdir og skipti þá ekki máli hvort álverið yrði staðsett norðan eða sunnan heiða. Ennfrem- Stóriðja o g náttúru- paradís eru, að mati Huga Hreiðarssonar, gagnstæðir pólar. ur kom fram að KAISER væri að skoða möguleika á uppsetningu ál- versins annars staðar í heiminum og þá í Venesúela, Mósambík, Rúss- landi eða Kamerún! Var það tilviljun að þessi fjögur lönd voru nefnd? Hefðu þau allt eins getað verið Austurríki, Þýskaland, Noregur eða Svíþjóð? Undirritaður getur ekki svarað því en samt læðist að sá grunur að þau lönd sem við berum okkur venjulega saman við sýni ál- framleiðendum í heiminum ekki jafnmikinn áhuga og við. Hvers vegna ekki? Er það kannski vegna mengunar? Er það kannski vegna ímyndar? Er þetta kannski sá iðnað- ur sem flest lönd vilja hafa innan hóflegra marka? Ljóst er að þeim löndum fer fækkandi sem bjóða jafngott verð á raforku og íslending- ar og er ástæðan sú að annar og hugsan- lega minna mengunar- valdandi iðnaður vill greiða meira fyrir raf- orkuna. í þessu sam- bandi má benda á að Noregur er ekki lengur ekki samkeppnishæft fyrir ný álver því Norð- menn eru nú þegar farnir að fá betra verð með sölu á raforku til meginlandsins. __ Markaðsseijum ísland en hvernig? Jakob Björnsson orkumálastjóri sagði á ráðstefnu Verkfræðingafé- lags íslands á síðasta ári um virkj- anir norðan Vatnajökuls, að íslend- ingar þyrftu að nýta allar tiltækar auðlindir í landinu til að halda hiut sínum og dragast ekki aftur úr nágrannaþjóðunum sínum efna- hagslega. Hann sagði að tilgangur- inn væri að styrkja til frambúðar efnahagsgrundvöll okkar og búsetu í landinu, annars gæti farið fyrir okkur eins og Færeyingum og land- fiótti brysti á (Mbl. lö.mars 1996). Undir þessi orð tekur undirritaður en minnir jafnframt á að nýting auðlindanna þurfa að vera innan skýnsamlegra marka þannig að ekki sé fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. Grundvallaratriði er að hlúa að þeirri ímynd íslands sem segja má að nú sé til staðar en það er óspillt náttúra_ og hreint loft. Mikilvægt er að íslendingar hug- leiði það alvarlega hvom kostinn skal taka því stóriðja og náttúru- paradís eru gagnstæðir pólar. Það er hérna sem við verðum að staldra við og hugsa um velferð komandi kynslóða. Höfundur starfar að sölu- og markaðsmálum. NÁMSMANNASTYRKIR Umsóknarfrestur er til 1. maí. Veittir verða 12 styrkir hver að upphæð 125.000 krónur. Styrkirnir skiptast þannig: • Útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands. • Útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/sérskólanema. • Styrkir til námsmanna erlendis. Einungis aðilar í Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Umsóknareyðublöð eru afhent í öllum útibúum Búnaðarbankans og á skrifstof- um Stúdentaráðs, SÍNE og BÍSN. Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til: BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS, markaðsdeild, Austurstræti 5, 155 Reykjavík. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS NAMS ■ m LÍNAN A Hugi Hreiðarsson Núna er nýja ameríska stafaparketið frá Bruce á sérstöku tilboðsverði ÍBYKO. Sértilboð t Costa del S í sumar frá kr. 29.96 Heimsferðir fljúga vikulega til Costa del Sol í allt sumar og bjóða þér hagstæðustu sumarleyfisferðir sumarsins á þennan yndislega áfangastað, sem hefur aldrei verið vinsælli en nú, enda er hér úrval frábærra gististaða sem tryggja þér toppaðbúnað í fríinu. Nú höfum við fengið kynningarverð á nokkrum gististöðum okkar í sérstakar brottfarir í júní og júlí og ef þú bókar ferðina þína til Costa del Sol í næstu viku, tryggjum við þér 5.000 kr. aflsátt fyrir manninn. Verð kr. 29.960 Flugsæti til Costa del Sol og skattar. Gildir í brottfarimar 25. júní og 9. júlí. Verð kr. 39.432 Vikulegt flug alla þriðjudaga í sumar. Vikuferð til Costa del Sol, hjón með 2 böm, 2-11 ára, með sköttum, La Nogalera. Gildir í brottfarimar 25. júní og 9. júlí. Verð kr. 44.532 2 vikur, La Nogalera, hjón með 2 böm, 2-11 ára, með sköttum. - Gildir í brottfarimar 25. júní og 9. júlí. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.