Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 37

Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRlL 1996 D 37 m a / ir~^f VC/K/PAP JPm ■ w mwFmWPM%M/L\LJ{<j?L T O// X/v-^A\/v Hjólbarðaverkstæði Vanur maður óskast á gott hjólbarða- verkstæði í Reykjavík. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Vanur - 543“. Leikskólakennarar óskast í Hveragerði Leikskólakennara eða starfskraft vantar í hálfa stöðu eftir hádegi á leikskólann Undra- land frá og með 1. júní nk. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Allar nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í.síma 483 4234. Skandia Störf hjá Skandia Skandia er tryggingafélag og verðbréfafyr- irtæki i' eigu tryggingafélagsins Skandia í Svíþjóð, sem er langstærsta tryggingafélag á Norðurlöndum. Hjá Skandia starfa nú 55 starfsmenn. Vegna ört vaxandi umsvifa vantar okkur eftirfarandi starfsfólk: ★ Markaðsstjóri fyrir Skandia. Starfið felst í umsjón með markaðsmálum fyrirtækisins og sölustjórnun. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði við- skiptafræði. Starfsreynsla og góð tungu- málakunnátta er æskileg. ★ Sérfræðingur í verðbréfamiðlun. Starfið felst í kaupum og sölu verðbréfa. Tölulegri greiningu og ráðgjöf til viðskipta- vina. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á svíði við- skiptafræði, verkfræði eða hagfræði. ★ Starfsmaður í verðbréfamiðlun. Starfið felst í uppgjöri vegna verðbréfavið- skipta. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera ná- kvæmur og töluglöggur. Háskólamenntun eða víðtæk starfsreynsla er nauðsynleg. ★ Verkefnastjóri. Starfið felst í vöruþróun og markaðssetningu á nýrri þjónustu til viðskiptavina. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði við- skiptafræði, hagfræði eða öðru hagnýtu sviði. ★ Sjóðvarsla. Rekstur verðbréfasjóða. Starfið felst í skrán- ingu verðbréfa. Útreikningur á gengi verð- bréfasjóða. Uppgjör og afstemmingar. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera ná- kvæmur og töluglöggur. Háskólamenntun eða víðtæk starfsreynsla er nauðsynleg. Upplýsingar um ofangreind störf veitir einungis Katrín S. Óladóttir hjá Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Með allar umsóknir verður farið sem trún- aðarmál og þeim öllum svarað. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hag- vangs hf. fyrir föstudaginn 12. apríl nk. Noregur „au pair“ Við óskum eftir „au pair“ til að passa tvo stráka og sinna heimilisstörfum frá og með maí, frí í júlí. Búum í úthverfi Ósló. Þarf að hafa öku- skírteini. Umsóknir sendist til Fam. Steen, c/o Adek As, Lilleakervn. 4, 0283 Oslo, Noregi. Leikskólastjóri Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, auglýsir eftir leikskólastjóra á leikskólann Kærabæ. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga og Fél. ísl. leikskóla- kennara. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Búða- hrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfirði. Umsóknarfrestur er til 19. apríl 1996. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Búða- hrepps í síma 475 1220 eða leikskólastjóri í síma 475 1223. Sveitarstjóri. Leikskólakennarar Á Selfossi eru starfræktir fjórir leikskólar: Álfheimar, Ásheimar, Glaðheimar og Árborg. í þeim öllum blómstrar gott leikskólastarf, en okkur vantar fleiri leikskólakennara til starfa. Nánari upplýsingar gefa Eygló Aðalsteins- dóttir, leikskólastjóri Glaðheima, í síma 482 1138, Helga Geirmundsdóttir, leikskóla- stjóri Ásheima, í síma 482 1230, Ingibjörg Stefánsdóttir, leikskólastjóri Álfheima, í síma 482 2877 og Guðbjörg Þorsteinsdóttir, leik- skólastjóri Arborgar, í síma 482 2337 eða Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi, í síma 482 1408. Eftirlitsmaður Loftferðaeftirlit Flugmálastjórnar óskar'eftir að ráða eftirlitsmann til tímabundinna starfa í flugrekstrardeild. Starfið er fólgið í eftirliti með íslenskum flugrekendum og starfsemi þeirra. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu eða hafi verið handhafar skírteinis atvinnuflug- manns og hafi góða þekkingu á flugrekstri. Góð enskukunnátta áskilin. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist starfsmanna- stjóra Flugmálastjórnar fyrir 26. apríl nk. Tnq ORKUSTOFNUN r~ GRENSÁSVEGI 9 . 108 REYK|AVfK Tölvumaður Orkustofnun óskar að ráða starfsmann tíma- bundið til að annast daglegan rekstur á tölv- um stofnunarinnar. Starfið felst einkum í rekstri á nettengdum tölvum stofnunarinnar og þjónustu við notendur. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af rekstri UNIX-kerfa. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfs- manna. Skriflegar umsóknir skulu sendar Guðnýju Þórsdóttur, starfsmannastjóra, eigi síðar en 19. apríl 1996. Byggingamenn Traust íslenskt byggingarfyrirtæki óskar að ráða nokkra trésmiði, múrara, vana bygg- ingaverkamenn og kranamann til starfa í Þýskalandi. Ráðningartími er um sex mánuðir. Gerð er krafa um reynslu og góða fag- mennsku ásamt reglusemi. Kunnátta í þýsku er kostur, en ekki skilyrði. Umsóknum, með venjulegum upplýsingum, skal skila á afgreiðslu Mbl. þriðjudaginn 9/4, merktar: „Þýskaland - 4140“. Laus staða Staða flugvallarvarðar á Sauðárkróki hjá Flugmálastjórn er laus til umsóknar. Umsækjendur hafi réttindi meiraprófs bif- reiðarstjóra og réttindi í stjórnun þunga- vinnuvéla. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 19. apríl 1996. Laus staða Staða flugvallarvarðar hjá Flugmálastjórn á Þórshafnarflugvelli er laus til umsóknar. Umsækjendur hafi réttindi meiraprófs bif- reiðastjóra og réttindi í stjórnun þungavinnu- véla. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 26. apríl 1996. Pípulagningadeild Framsækin og traust byggingavöruverslun óskar eftir að ráða deildarstjóra og sölu- mann. Leitað er eftir tæknimenntuðum mönnum með þekkingu á sviði pípulagna. Umsækjendur verða að þúa yfir hæfileikum til að selja. Reynsla í sölumennsku æskileg en ekki skilyrði. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „T - 77“, fyrir 12. apríl. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍ KU R Hjúkrunarfræðingar! Loksins eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á deild A-5. Á deildinni eru tvö sérsvið við heila- og tauga- skurðlækningarog háls-, nef- og eyrnaskurð- lækningar. Deildin er ein sinnar tegundar hér á landi. Hjúkrunin er krefjandi og metnaður lagður í að veita sem besta hjúkrun. Skipulagsformið er hóphjúkrun. Upplýsingar veita Bjarnveig Pálsdóttir, deild- arstjóri, Lilja Guðmundsdóttir, aðstoðar- deildarstjóri, í síma 525 1065 eða Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525 1306.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.