Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 38
38 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIMMMMAI /r^/ Y^II\I(^AI? Æm mr ■ ■^H ■ '■ vJ7L / O// N/vJ7/v/\ Vélstjóri Vélstjóra vantar á frystitogarann Snæfell SH 740. Vélarstærð 3000 hö. Upplýsingar í símum 466 1666, 897 1540 í vinnutímum og 436 1485 yfir páskana. AKUREYRARBÆR Leikskólakennarar Leikskóladeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða leikskólastjóra við leikskólann Kiðagil. Um er að ræða heila stöðu til eins árs. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. maí eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið gefur deildar- stjóri leikskóladeildar eða leikskólaráðgjafar í síma 460 1450. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar eða Launanefndar sveit- arfélaga og Félags íslenskra leikskólakenn- ara. Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1Ó00. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9 og í leikskóla- deild Akureyrarbæjar í Glerárgötu 26 á 2. hæð. Umsóknarfrestur er til 19. apríl. Leikskóladeild Akureyrarbæjar. Sveitarstjóri/ byggingafulltrúi Laus er tii umsóknar staða sveitarstjóra Kjalaraness ásamt starfi byggingafulltrúa sém er hlutastarf. Starfssvið sveitarstjóra: 1. Sveitarstjóri hefur með höndum daglega framkvæmdastjórn sveitarfélagsins og fylgir eftir samþykktum og ákvörðunum sveitarstjórnar hverju sinni. 2. í starfinu felst m.a. gerð fjárhagsáætlana, eftirlit með framvindu rekstrar og fjárfest- inga, fjárreiðum, bókhaldi og uppgjöri. 3. Yfirumsjón með starfsmannahaldi. 4. Yfirumsjón með skipulags- og bygginga- málum. 5. Sveitarstjóri gætir hagsmuna sveitarfé- lagsins út á við og annast nauðsynleg samskipti við stofnanir, fyrirtæki og sam- tök. Við leitum að hæfum einstaklingi í þetta mikilvæga starf, sem hefur þekkingu á stjórn- unarstörfum. Þekking á málefnum sveitarfé- laga er æskileg. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og lifandi áhuga á stjórnun og starfsemi sveitarfélagsins. Vakin er athygli á þvíj að hægt er að sam- eina starf sveitarstjóra og byggingafulltrúa í eitt starf. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Sveitarstjóri/byggingafulltrúi Kjalarness" fyrir 15. apríl nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róöningarþjónusta Rekstrarróögjöf Skoöanakannanir Vélskólamenn Hefur þú lokið námi frá Vélskóla íslands með mjög góðum árangri? Hefur þú sveinspróf? Hefur þú reynslu af vélstjórastörfum til sjós? Hyggur þú á véltækninám? Ef svo er, gætir þú hugsanlega tryggt þér starf að námi loknu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig er nauðsynlegt að vera samviskusamur, skapgóður, lipur íframkomu og fær tæknimaður. Ef þú hefur áhuga á að koma til viðtals, leggðu þá inn umsókn á afgreiðslu Mbl., merkta: „S-96“, fyrir 1. maí. Lausar stöður hjá Reykjanesbæ Leikskólafulltrúi Starfssvið: • Stafar á skólamálaskrifstofu Reykjanes- bæjar. • Skólamálaskrifstofa er hluti af mennta- og menningarmálasviði sveitarfélagsins. • Skólamálaskrifstofa fer með málefni grunnskóla, leikskóla og innan tíðar mál- efni tónlistarskóla. • Starfar m.a. skv. lögum nr. 78/1994. • Yfirmaður ieikskólafulltrúa er skólamála- stjóri. • Stöðuhlutfall er 100%. Menntunarkröfur: Umsækjendur skulu hafa leikskólakennara- menntun, stjórnunarreynslu og hæfni í mannlegum samskiptum. Laun: Laun eru samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga. Ráðningartími: Ráðning er miðuð við 1. júní nk., en æskilegt er að viðkomandi geti hafið stöf nokkuð fyrr. Fjármálastjóri Starfssvið: • Starfar á skrifstofum Reykjanesbæjar. • Dagleg fjármálastjórn. • Gerð fjárhagsáætlana. • Umsjón með álagningu sveitarsjóðs- gjalda. • Umsjón með allri innheimtu. • Ber ábyrgð á og annast innra eftirlit með fjárreiðum bæjarstofnana. • Hefur frumkvæði að reglulegri endurskoð- un á skipulagi á meðferð og móttöku fjár- muna bæjarstofnana. • Annast útboð langtímalána. • Hefur umsjón með eignaskrá og aðstoðar við ársuppgjör. • Gegnir störfum bæjarritara í forföllum og sumarleyfum. • Yfirmaður er bæjarstjóri. • Stöðuhlutfall er 100%. Menntunarkröfur: Umsækjendur skulu hafa próf í viðskiptfræði eða sambærilegri menntun, þekkingu á tölvumálum, nokkurra ára reynslu á vinnu- markaði við fjármálastjórn og hæfni í mann- legum samskiptum. Laun: Laun eru samkvæmt kjarasamningum félags bæjarstarfsmanna (S.T.R.B.) og Reykjanes- bæjar. Ráðningartími: Ráðning er miðuð við 1. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur Skriflegar umsóknir um stöður leikskóla- fulltrúa og fjármálastjóra skulu berast fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 23. apríl nk. til undirritaðs, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, Ellert Eiríksson. Forritun - C Fyrirtæki, sem vinnur að spennandi þróunar- verkefni á sviði tæknibúnaðar, leitar eftir áhugasömum starfsmanni. Helstu verkefni: Starfsmaður mun aðallega vinna við forritun tæknibúnaðar á forritunarmálinu C og einnig við forritun í Windows. Kröfur um hæfni: Starfsmaður þarf að hafa viðeigandi menntun og reynslu. Viðkomandi þarf að vera skipu- lagður í vinnubrögðum og einnig að vera góður liðsmaður. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur, sem að ofan greinir, er boðið að senda umsókn til KPMG Sinnu efh., fyrir 11. apríl 1996. kpiwfe Sinna ehf. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúla 3, Sími 588-3375. 108 Reykjavík. Myndriti 533-5550. KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjórnunar- og starfsmanna- mála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting. Veitingastjóri óskast undir Jökul Við leitum að metnaðarfullum og reyndum aðila til að sinna veitingastjórn á Hótel Búð- um í sumar og næstu sumur. Menntun á sviði þjónustu ekki nauðsynleg en góð reynsla, eðlislæg gestrisni, útsjónar- semi og dugnaður nauðsynlegur. Hótel Búðir er rekið í um sex mánuði á ári frá maí og fram í október. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Vinsamlega sendið umsóknir til afgreiðslu Mbl., merktar: „Hótel Búðir 1996“, fyrir 17. apríl. Laus störf 1. Skjalabókun hjá opinberri stofnun. Starfið felst í bókun á skjölum í Lotus-Notes, einnig í símavörslu, skrifstofu- og ritara- störfum. Starf fram að áramótum, með möguleika á framtíðarstarfi. Vinnutími kl. 8.00-16.00. 2. Innheimtustarf hjá fyrirtæki í Reykjavík. Leitað er að aðila sem á auðvelt með mannleg samskipti og er vanur tölvu- vinnslu. Óreglulegur vinnutími (síðdegis- og kvöldvinna). 3. Klinikdama hjá tannlækni miðsvæðis í Reykjavík. Leitað er að snyrtilegum aðila, sem kemur vel fyrir. Vinnutími frá kl. 8.00-12.30. Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Lidsauki @ Skólavörðustíg 1 a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.