Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 39

Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1996 D 39 ATVIN N tMAUGL YSINGAR Sölumaður Við erum að leita að dugmiklum sölumanni sem þarf að vera mjög áhugasamur og gæddur mikilli lífsgleði. Hann þarf að geta unnið sjálfstætt og vera frjáls til að ferðast, vera snyrtilegur, með fágaða framkomu og góða þjónustulund auk þess að geta unnið undir álagi. Kostur væri ef viðkomandi byggi yfir kunnáttu í ensku. Handskrifuðum umsóknum skal skilað eigi síðar en 15. apríl nk. og senda í pósthólf 1297. Fyrirspurnum er ekki svarað í síma. David Pitt ehf., pósthólf 1297, 121 Reykjavík. v3 BLINDRA VINNUSTOFAN Blindravinnustofan Áhugaverð og krefjandi staða er laus til umsóknar. Um nýtt starf er að ræða og mun væntanleg- ur starfsmaður hafa tækifæri til að móta það að verulegu leyti. í starfinu felst m.a. dagleg verkstjórn, skipu- lagning og einstaklingsmiðuð starfsþjálfun í framleiðsludeild. Við leitum að þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa með starfsreynslu. Um hlutastarf er að ræða. Umsóknir skal senda til Blindravinnustofunn- ar, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, fyrir 1. maí nk. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Félagsmálastofnun Mosfellsbæjar óskar að ráða félagsráðgjafa og sálfræðing til starfa. Mosfellsbær er ört vaxandi sveitar- félag þar sem barnafjölskyldur eru í meiri- hluta. Náin samvinna er milli Félagsmála- stofnunar og grunnskóla bæjarfélagsins. í Mosfellsbæ er lögð áhersla á forvarnar- starf í málefnum barna og ungmenna. Und- anfarin ár hefur verið starfandi forvarnarhóp- ur, sem í eiga sæti þeir aðilar í bæjarfélag- inu, sem fara með málefni barna og ung- menna. Félagsráðgjafi Um er að ræða hálft starf sem býður upp á afar fjölbreytt starfssvið. Staðan er laus nú þegar. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af starfi á félagsmálastofnun og þekkingu á fjöl- skylduvinnu. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmanna- félags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveit- arfélaga. Sálfræðingur Um er að ræða hálft starf, þar sem megin áhersla er á greiningarvinnu og úrvinnslu í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Stað- an er laus nú þegar. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af gerð sálfræðiathugana og vinna með börnum. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmanna- félags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveit- arfélaga. Til greina kemur að gera verksamning við sjálfstætt starfandi aðila. Umsókn, ásamt staðfestum upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Félagsmálastofn- un Mosfellsbæjar í síðasta lagi 22. apríl 1996. Nánari upplýsingar veita yfirmaður fjölskyldu- deildar og félagsmálastjóri í síma 566 8666 frá kl. 10.00 til 11.00. Félagsmálastjóri. Kjötiðnaður Verkstjóri/framleiðslustjóri Nýtt kjötiðnaðarfyrirtæki á Austurlandi óskar að ráða kjötiðnaðarmann til að stjórna fram- leiðsludeild fyrirtækisins. Hér er um mjög krefjandi starfa að ræða. Óskað er eftir dugmiklum einstaklingi, sem hefur áhuga á að taka virkan þátt í uppbygg- ingu fyrirtækisins. Starfið er mjög fjölþætt; verkstjórn, fram- leiðslueftirlit, vöruþróun, starfamannastjórn- un, gæðamál o.fl. Umsóknarfrestur er til 14. apríl. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „AU - 67“. Viðskiptafræðingur Óskum eftir að ráða viðskiptafræðing til starfa í fjármáladeild hjá einu af stærstu og öflugustu þjónustufyrirtækjum landsins. Starfssvið: • Yfirumsjón og færsla bókhalds. • Uppgjör, afstemmingar og frágangur bók- halds. • Vinna upplýsingar fyrir virðisaukaskatts- uppgjör. • Aðstoð við mánaðaruppgjör og ársupp- gjör. Við leitum að ungum viðskiptafræðingi af endurskoðunarsviði sem tilbúinn er að tak- ast á við krefjandi starf. Æskileg starfsreynsla 2-3 ár. Fyrirtækið býður góð starfsskilyrði og starfs- umhverfi. Upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Viðskiptafræðingur 098“ fyrir 15. apríl nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir BYGGINGARVERKFRÆÐINGUR BYGGINGATÆKNIFRÆDINGUR Opinbert fyrirtæki óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing eða byggingatæknifræðing til stjórnunarstarfa. Starfið felst stjórnun á sviði verklegra framkvæmda og skyldra verkefna. Menntunar og hæfniskröfur • Byggingarverkfræðingur eða byggingatæknifræðingur. • Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda. • Góð kunnátta í ensku og Norðurlandamáli. • Sjálfstæði í starfi ásamt samstarfshæfni. Um er að ræða áhugavert stjórnunarstarf fyrir hæfan og metnaðarfullan einstakling. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: “Byggingarverkfræðingur - tæknifræðingur” fyrir 13.apríl nk. RÁÐGARÐURhf SiyígtlSOvlAR(XSREKS]EARR^Xl)Œ FURUQERÐI S 108 REYKJAVÍK SlMI 5S3-1800 netfang: radgardurflitn.lt & Félagsmálastofnun Mosfellsbæjar óskar eftir stuðningsfjölskyldum. Hlutverk stuðningsfjölskyldu felst fyrst og fremst í því að taka á móti barni til vistunar nokkra daga í mánuði í því skyni að létta álagi af barni eða fjölskyldu þess. Umsækjendur þurfa að hafa hæfni og reynslu af uppeldi barna. Nánari upplýsingar eru veittar af yfirmanni fjölskyldudeildar og félagsmálastjóra í síma 566 8666 kl. 10.00-11.00 virka daga. Yfirmaður fjölskyldudeildar. Tjónauppgjör N.H.K. International Ltd. hefur verið beðið um að auglýsa eftir framkvæmdastjóra fyrir sjálfstætt starfandi tjónauppgjörsfyrirtæki, sem annast mun uppgjör slysa- og muna- tjóna vegna væntanlegrar starfsemi erlends vátryggingafélags á íslandi. Óskað er eftir aðila sem hefur umtaisverða reynslu á þessu sviði og sem getur annast samskipti við hinn erlenda aðila á a.m.k. ensku. Allar fyrirspurnir verða meðhöndlaðar í full- um trúnaði og eru áhugasamir aðilar beðnir að hafa samband við Gísla eða Halldór í síma 588 3200 á skrifstofutíma fyrir 13. apríl nk. N.H.K. International Ltd., alþjóðleg vátryggingamiðlun, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík, sími 588 3200, fax 588 3201. Sviðsstjóri umhverfissviðs Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra um- hverfissviðs hjá Skipulagi ríkisins. Umhverfis- svið hefur umsjón með afgreiðslu og mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 63/1993. Vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnskipulagi stofnunarinnar gæti orðið um útvíkkun á starfssviði að ræða. Helstu verkefni: Starf sviðsstjóra er stjórnunarstarf og felur í sér ábyrgð á eftirfarandi þáttum: • Daglegum rekstri sviðsins, þ.m.t. áætl- anagerð og starfsmannastjórnun. • Afgreiðslu mála samkvæmt ofangreindum lögum. • Þróunarverkefnum í mati á umhverfis- áhrifum. • Ráðgjöf og samskiptum við viðskiptavini. Kröfur um hæfni: Starfið er fjölbreytt og krefjandi. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsyn- legt. Þekking og reynsla af framkvæmdum, skipulagi og/eða mati á umhverfisáhrifum er æskileg. Askilin er háskólamenntun á sviði skipulagsfræði, verkfræði, lögfræði, náttúru- fræði, arkitektúr eða önnur sambærileg menntun. I umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Frekari upplýsingar verða veittar á skrifstofu KPMG Sinnu ehf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og öllum um- sóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur, sem að ofan greinir, er boðið að senda inn umsókn til KPMG Sinnu ehf. fyrir 20. apríl 1996. kfeiwb Sinna ehf. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúla3, Sími 588-3375. 108 Reykjavík. Myndriti 533-5550. KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjórnunar- og starfsmanna- mála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMGSinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.