Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 42
42 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL1996
MORGUNBLAÐIÐ
RAÐAUGÍ YSINGAR
TILKYNNINGAR
Styrkirfrá Norrænu
Atlantsnefndinni
Norræna Atlantsnefndin (NORA) hefur það
að markmiði að hvetja til samstarfs milli
Grænlands, Færeyja, íslands og Noregs.
Sérstök áhersla er lögð á samstarf á sviði
atvinnumála; nýtingu auðlinda sjávar, ferða-
mál og samgöngur, landbúnaðarmál, um-
hverfismál, viðskipti og iðnað.
Rannsókna- og samstarfsverkefni, sem
snerta atvinnuþróun á svæðinu, hafa forgang
umfram önnur verkefni.
Stuðningur nefndarinnar við einstök verkefni
getur að hámarki verið til þriggja ára og er
háður fjármögnun verkefna að öðru leyti.
Umsóknum á dönsku, norsku eða sænsku
skulu fylgja:
★ Verkefnislýsing.
★ Fjárhagsáætlun.
★ Tilgreind þarf fjárhæð sem sótt er um.
★ Upplýsingar um fjármögnun.
★ Upplýsingar um ábyrgðarmann eða sam-
skiptaaðila.
Umsóknir skulu berast skrifstofu nefndarinn-
ar í Færeyjum fyrir 1. maí næstkomandi.
Umsóknirnar sendist til:
Nordisk Atlantsamarbejde,
Hoyvíksvegur 51,
Postboks 1287,
110 Tórshavn,
sími 00 298 14028,
fax 00 298 10459.
Húseigendur - húsfélög
- verkkaupar
Samtökum iðnaðarins berast reglulega
kvartanir vegna óprúttinna viðskiptahátta
verktaka, sem hafa hvorki fagréttindi né fag-
þekkingu, bjóða nótulaus viðskipti og leggja
ekki fram verklýsingu eða gera verksamning.
Að gefnu tilefni vilja Samtök iðnaðarins
leggja áherslu á eftirfarandi:
• Skiptið við fagmann. Samkvæmt iðnlög-
gjöfinni skulu verktakar í löggiltum iðn-
greinum hafa meistararéttindi.
• Forðist ólöglega þjónustu. Nótulaus við-
skipti eru ólögleg og gera kaupanda verks
eða þjónustu réttlausan gagnvart verktaka.
• Gerið ráð fyrir endurgreiðslu virðisauka-
skatts. Virðisaukaskattur af vinnu við ný-
byggingar, endurbætur og viðgerðir á
íbúðarhúsnæði fæst endurgreiddur hjá
skattstjórum. Eyðublöð þess efnis fást
hjá skattstjóra og á skrifstofu Samtaka
iðnaðarins sem jafnframt veita aðstoð við
útfyllingu.
• Girðið fyrir hugsanlegan ágreining við
uppgjör. Mikilvægt er að fá verklýsingu
með tilboði og gera verksamning, að öðr-
um kosti hefur kaupandi ekkert í höndun-
um yfir það sem hann er að kaupa. Stöðl-
uð verksamningsform fást á skrifstofu
Samtaka iðnaðarins.
Samtök iðnaðarins ráðleggja fólki að leita
upplýsinga um verktaka áður en samningur
er gerður. Hjá Samtökum iðnaðarins og
meistarafélögum fást upplýsingar um
hvaða meistarar og verktakar eru félags-
bundnir.
SKIPTIÐ AÐEINS VIÐ
FAGLEGA VERKTAKA!
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
IHafnarfjörður
Matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði til-
kynnist hér með að þeim ber að greiða leig-
una fyrir 20. apríl nk. ella má búast við að
garðlöndin verði leigð örðum.
Bæjarverkfræðingur.
Ferðastyrkur til rithöfundar
Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns sam-
starfs í fjárlögum 1996 verði varið 90 þús.
kr. til að styrkja rithöfund til dvalar á Norður-
löndum.
Umsókn um styrk þennan skal hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík, fyrir 30. apríl.
Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvern-
ig umsækjandi hyggst verja styrknum.
Menntamálaráðuneytið,
28. mars 1996.
Heyrnatækja-
notendur
athugið
Um páskahelgina verða rafhlöður í heyrnar-
tæki til sölu í Borgarapóteki, Álftamýri 1,
Reykjavík.
Félagið Heyrnarhjálp.
Hafnarfjarðarbær
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Heilsuhringsins
verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudag-
inn 10. apríl 1996 kl. 20.00.
Að loknum aðalfundarstörfum kl. 21.00 verða
flutt tvö erindi.
Ævar Jóhannesson talar um nýjar hugmynd-
ir um ráð við ótímabærri hrörnun heilans.
Hallgrímur Magnússon talar um fæðuóþol.
Öllum velkomið að koma og hlusta á erindin.
Heilsuhringurinn,
sími 568 9933.
Lóðir
Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir í
Mosahlíð skv. breyttu deiliskipulagi. Um er
að ræða 15 lóðir undir einnar hæðar einbýlis-
hús. Lóðirnar eru bygginarhæfar nú þegar.
Einnig er laus til úthlutunar lóð fyrir þjónustu
og íbúðir við Háholt. Um er að ræða 1.400
m2 hús á fjórum hæðum. Á annarri og þriðju
hæð má gera 4 til 8 íbúðir. Lóðin er bygging-
arhæf. í framtíðinni tengist leikskóli bygging-
unni.
Umsóknarfrestur um þessar lóðir er til 16.
apríl nk. Eldri umsóknir þarf að endurnýja
eða staðfesta.
Einnig eru lausar byggingarhæfar lóðir fyrir
sérbýli í Mosahlíð, Setbergshverfi og Hval-
eyrarholti.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu
bæjarverkfræðings, Strandgötu 6.
Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Námskeið
AUTO-CAD teikniforrit, grunnnámskeið
36 kennslustundir. Kennt miðvikudaga,
fimmtudaga og föstudaga kl. 18-21.
Námskeiðið hefst 10.4.
Námskeiðsgjald kr. 18.500.
Hlífðargassuða I. MAG
Undirstöðuatriði í hlífðargassuðu.
20 kennslustundir (5 kvöld kl. 18-21). Kenn-
ari Steinn Guðmundsson. Námskeiðið hefst
þriðjudaginn 16.4.
Námskeiðsgjald kr. 10.000.
Rennismíði II
Framhald námskeiðsins Rennismíði I. 12
kennslustundir. Haldið laugardagana 13.4.
og 20.4. kl. 8-13. Námskeiðsgjald kr. 6.000.
Rennismíði III
Undirstöðuatriði í rennismíði. 18 kennslu-
stundir. Haldið laugardagana 27.4., 11.5. og
18.5. kl. 8-13. Námskeiðsgjald kr. 10.000.
Windows 3.11
Undirstaða í notkun tölva. 10 kennslustundir
(3 kvöld). Haldið miðvikudag, fimmtudag og
föstudag kl. 20-22. Námskeiðið hefst 10.4.
Námskeiðsgjald kr. 6.000.
Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík.
Skráning og upplýsingar á skrifstofu skólans
í síma 552-6240.
iBarnaheill
Aðalfundur
Aðalfundur Reykjanesdeildar Barnaheilla verð-
ur haldinn í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði fimmtudaginn 11. apríl nk. kl. 20.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð
fram á fundinum tillaga að skiptingu deildar-
innar upp í Kópavogsdeild, Mosfellsbæjar-
deild, Seltjarnarnesdeild og deild í Hafnar-
firði, Garðabæ og Bessastaðahreppi.
Stjórnin.
Aðalfundur
Síldarvinnslunnar hf.
Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður hald-
inn laugardaginn 13. apríl 1996 kl. 14.00 í
Hótel Egilsbúð, Neskaupstað.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykkt-
um félagsins.
2) Tillaga um aukningu hlutafjár.
3) Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningur
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
þess, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Stjórn Síldarvinnslunnar hf.
Aðalfundur
Sláturfélag Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf.
verður haldinn í félagsheimilinu á Laugalandi
í Holtum föstudaginn 12. apríl og hefst
kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 24. gr. sam-
þykkta félagsins
2. Tillaga um breytingar á samþykktum
félagsins.
3. Tillaga um útboð B-deildarhlutabréfa.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.