Morgunblaðið - 05.05.1996, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Menntamálaráðherra vísar
gagnrýni Framsóknarmanna á bug
Engir afarkost-
ir og engu leynt
KAPPARNIR Cantona og Beardsley verða á Stöð 3
í dag, en ekki í Ríkissjónvarpinu.
RÚV vildi senda út
undir merki Stöðvar 3
MENNTAMÁLARÁÐHERRA segir
að sér komi ekki sérstaklega á óvart
að talsmenn Framsóknarflokksins
telji að bera hafí átt hugmyndir
starfshóps, sem ráðherra skipaði til
að vinna að endurskoðun útvarps-
laga, undir þá en önnur leið hafí
verið farin til að fá fram þau sjónar-
mið sem eru uppi í því efni.
„Vinna starfshópsins er ágæt og
hún birtist nú öllum til umræðu og
skoðunar. í mörg ár hafa legið fyr-
ir hugmyndir um að endurskoða
útvarpslög og frumvarp verið samið
um það, og þessi ríkisstjórn þarf
að taka á því efni eins og aðrar,“
segir hann.
Viðræður um málið
samþykktar
„Mér fínnst hins vegar óþarfi að
láta eins og að það sé verið að
gera eitthvað á hlut framsóknar-
manna með þessu, og engu hefur
FIMMTÍU fleiri námsmenn hafa
lagt inn umsókn hjá Atvinnumiðlun
námsmanna en á jafn mörgum
dögum á sama tíma í fyrra. Eyrún
María Rúnarsdóttir framkvæmda-
stjóri segir fjölda atvinnurekenda
hafa spurst fyrir um starfsmenn á
föstudag, sem lofí góðu, en þeir
hafí farið seint að stað í ár, líkt
og hin fyrri. Sumir leiti ekki eftir
fólki fyrr en í júní.
Það er dálítið um það að fólk
verið haldið leyndu fyrir þeim. Hug-
myndirnar voru birtar um leið og
þær komu og ég var búinn að skýra
frá því opinberlega að þessi vinna
væri í gangi og að niðurstöður
hennar yrðu kynntar þegar að þeim
kæmi. Eg get hins vegar ekki gert
að því að mönnum bregði við ein-
hveijar hugmyndir sem þar birt-
ast,“ segir ráðherra.
Bjöm segir að hann hafi lagt til
að teknar verði upp um viðræður á
milli stjómarflokka um málið, þann-
ig að hvorki sé verið að setja fram-
sóknarmönnum né öðmm afarkosti
í málinu. Hafí framsóknarmenn lýst
sig fúsa til að ganga til viðræðna
um málið.
„Mín afstaða birtist hins vegar í
verkefnaáætlun menntamálaráðu-
neytis og hún hefur legið fyrir lengi.
Margt í hugmyndum starfshópsins
er hins vegar ágætt og fellur að
mínum skoðunum,“ segir Bjöm.
hringi og vilji fá starfsmann helst
í gær,“ segir Eyrún en leggur
áherslu á að fjöldi atvinnurekenda
hafí hringt á föstudag, einkum í
hótel- og ferðamannaþjónustu auk
ýmiss konar verktaka. „Það má
segja að orðið hafi nokkurs konar
sprenging," segir hún. Atvinnumiðl-
unin er opin námsmönnum frá 16
ára og í ár bættist Iðnnemasamband
íslands í hóp námsmannahreyfmga
sem standa að starfseminni.
VIÐRÆÐUR f óru fram milli Úlf-
ars Steindórssonar, útvarpsstjóra
Stöðvar 3, og Ríkisútvarpsins á
föstudagskvöld um að hið síðar-
nefnda sendi út leik Manchester
United og Middlesborough í ensku
úrvalsdeildinni sem fram fer í dag.
Hugmyndin var sú að RÚV
sendi leikinn út í gegnum sitt
dreifikerfi en birti merki Stöðvar
3 á skjánum og greiddi helming
kostnaðar við útsendinguna að
sögn Ingólfs Hannessonar íþrótta-
stjóra. Ulfar Steindórsson segir
að menn hafi ekki orðið ásáttir
um framkvæmdina. „Við settum
fram þá kröfu að útsendingin yrði
algerlega okkar og vildum ekki
láta þeirra þul lýsa leiknum. Þeim
fannst okkar hugmyndir hins veg-
ar ekki aðgengilegar," segir Úlf-
ar. Ingólfur segir að Stöð 3 hafi
sett „slíka afarkosti" að RÚV hafi
ekki reynst unnt að samþykkja
þá. Tveir leikir fara fram í síðustu
umferð ensku úrvalsdeildarinnar
í dag en RÚV hefur aðeins rétt
til að sýna útsendingar á leikjum
sem fram fara á laugardögum.
Stöð 3 hefur sýningarrétt á leikj-
um sem háðir eru á sunnudögum.
Segist Ingólfur líta svo á að fyrir-
tækið sem samið er við, CSI, sé
að selja sama hlutinn tvisvar.
Hann segir jafnframt að TV2
í Noregi hafi rétt til útsendinga
á laugardegi líkt og RÚV en fái
að senda út samantekt á leikjun-
um tveimur sem um ræðir að
kvöldi sunnudags og því virðist
sem RÚV hljóti aðra meðferð en
sjónvarpsstöðvar annars staðar
varðandi túlkun samnings við
CSI.
750 námsmenn á skrá
Heimir Steinsson útvarpsstjóri
Tryggjíi þarf fjárhag
og sjálfstæði RÚV
HEIMIR Steinsson útvarpsstjóri
segir að sér þyki jákvætt að starfs-
hópur um endurskoðun á útvarps-
lögunum skuli líta svo á að RÚV
eigi áfram að vera stofnun í eigu
ríkisins; menningarstofnun og opin-
ber þjónustustofnun. Slík skilgrein-
ing sé í samræmi við arfleifð RÚV,
vilja Alþingis og líklega þjóðarinnar
allrar.
Heimir segir að ákaflega mörg
álitamál sé að fínna í skýrslunni,
en róttækust sé sú hugmynd, að
RÚV hverfí af auglýsingamarkaði.
„Þessi afstaða er þó álitamál innan
starfshópsins, þótt einlitur sé, því
Tómas Ingi Olrich, þingmaður og
formaður útvarpslaganefndar, skil-
ar séráliti og dregur í efa að þessi
leið sé fær. Því hlýtur manni að
verða hugsað til þess hvaða af-
greiðslu þessi hugmynd fær hjá
öðrum flokkum á þingi."
Heimir segir að RUV veiti ekki
af því ráðstöfunarfé sem stofnunin
hafi. „Ég bendi einnig á, að það
er 66 ára hefð fyrir auglýsingasölu
ríkisútvarpsins. Þar þarf ekki ein-
göngu að líta til fjárhags, heldur
einnig strjálbýlisins. Ég er sjálfur
stijálbýlisbam og mín hugmynd um
Reykjavík þegar ég var barn austur
á fjörðum tengdist í ríkum mæli
auglýsingum í ríkisútvarpinu.
Auglýsingar eru upplýsingar og
upplýsingar eru menning, svo það
er hluti af verkefni RÚV sem menn-
ingarstofnunar að flytja auglýsing-
ar um það sem efst er á baugi hveiju
sinni.“
Hlynntari nefskatti en A-hluta
Útvarpsstjóri er hlynntari hug-
myndum um nefskatt en að RÚV
verði flutt á A-hluta fjárlaga. „Að-
alatriðið er að tryggja fjárhag
stofnunarinnar og sjálfstæði og ef
RÚV verður A-hlutastofnun gæti
þetta sjálfstæði verið í hættu. Út-
varpslaganefnd mælti með því í
fyrra að afnotagjald yrði áfram, en
ef annar tveggja kosta, sem fram
koma í skýrslu þessa starfshóps
yrði tekinn, þá fínnst mér hugmynd
um nefskatt vænlegri."
Heimir segir að það sé eðlileg
niðurstaða að skipta RÚV í tvær
megindeildir. „Ég sé heldur ekkert
athugavert við þá hugmynd, að
RÚV bjóði út þáttargerð.
Lögleiðing öryggisbelta í rútum á Evrópska efnahagssvæðinu
Kemur á óvart og verð-
ur erfitt í framkvæmd
ÞORVARÐUR Guðjónsson, formaður Félags sér-
leyfíshafa, segir að íslenskum sérleyfíshöfum
komi á óvart að heyra af ákvörðun fnjmkvæmda-
stjórnar ESB um að fólksflutningabíla í löndum
ESB, eigi að útbúa með öryggisbeltum fyrir far-
þega í áföngum á árunum 1999-2001. Þorvarður
kveðst óttast að það verði dýrt og erfítt í fram-
kvæmd að fyigja ákvörðuninni eftir en segir sér-
leyfíshafa í sjálfu sér ekki andmæla ráðstöfunum
sem gripið sé til í þágu öryggis farþega.
í frétt Morgunblaðsins um ákvörðun fram-
kvæmdastjórnarinnar kom fram að nokkuð sé
um liðið frá því að ákvörðun um lögleiðingu bíl-
belta í fólksflutningabílum í löndum ESB var
tekin en síðan hafí verið deilt um tímasetningar
þar til nú að framkvæmdastjómin hafi tekið af
skarið í málinu með fyrrgreindum hætti.
Þorvarður segir að á fundi með fulltrúum ís-
lenskra stjómvalda fyrir um mánuði hafí fulltrú-
ar sérleyfís- og flutningabíla spurt hvort vænta
mætti einhvers frá Brussel sem snerti rekstrar-
umhverfi þeirra á næstunni og hafí þeim verið
svarað að næsta mál sem þá varðaði yrði líklega
reglur um flutning eiturefna.
Þess vegna kæmi það á óvart að heyra fyrst
nú af þessari stöðu málsins og því að ákvörðun
um lögleiðingu hefði verið tekin fyrir nokkru.
Þorvarður kvað það e.t.v. skýrast af því að
dómsmáiaráðuneytið væri eina íslenska fagráðu-
neytið sem ekki hefði mann á sínum snæmm í
Bmssel til að fyigjast með málum á sínu sviði
og kynna þau íslenskum hagsmunaaðilum.
Þorvarður sagðist óttast að því fylgdi óskapleg-
ur kostnaður að koma þriggja punkta öryggis-
beltum í alla eldri fólksflutningabíla á íslandi,
auk þess sem málið yrði erfitt í framkvæmd,
m.a. vegna þess að um þriðja punkt fyrir belti
væri ekki að ræða í sætum við ganga.
Þessi vandamál ættu framleiðendur yfírbygg-
inga fyrir fólksflutningabíla eftir að leysa því
að Þorvarður kvaðst ekki vita til að komnar
væru á markað yfirbyggingar með þriggja punkta
beltum fyrir farþega.
Hann sagði að þrátt fyrir kostnað og erfíð-
leika í framkvæmd væri erfitt að mótmæla
ákvörðun um að setja þriggja punkta belti í
fóiksflutningabíla enda væri ákvörðunin tekin í
því skyni að standa vörð um og efla öryggi far-
þega. Hins vegar sagði hann mega setja spurn-
ingarmerki við það sjónarmið, m.a. út frá því
að farþegum í flugvélum væru ætluð tveggja
punkta belti.
„Það er svo spurning hvort stjórnvöld ákveða
að ríkissjóður skuli hagnast á þessu aukna ör-
yggi eða hvort þau fáist til að gefa eftir eða
endurgreiða virðisaukaskatt þegar þar að kem-
ur,“ sagði Þorvarður Guðjónsson.
Rannsóknir styðja ald-
ur Vínlandskortsins
►Vínlandskortið vakti mikla at-
hygli er það var kynnt 1965. /10
Hagur Færeyinga
vænkast
►Mikil umskipti hafa átt sér stað
í færeysku efnahagslífi á skömm-
um tíma. /12
Árangursrík
lyfjameðferð
►Á læknaráðstefnu í Reykjavík
var sagt frá nýrri lyfjameðferð við
stækkun blöðruhálskirtils. /18
Á sinni syllu í fugla-
bjargi heimsviðskipta
►Rætt við Jón Sigurðsson aðal-
bankastjóra Norræna fjárfestinga-
bankans. /20
Seiðkonan í
Pottagöldrum
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Sigfríði Þór-
isdóttur í Pottagöldrum. /22
B
► l-28
Leikstjóri á ekki að
setja upp verk sem
hann trúir ekki á
► Helgi Skúlason, leikari, hefur
sett upp fjölda leiksýninga hjá LR
og Þjóðleikhúsinu. /1
Reynst best
að hætta við
►Kristleifur Þorsteinsson bóndi í
Húsafelli hefur byggt upp viða-
miklaferðaþjónustu. /4
Að fanga augnablikið
►Óskar Páll Sveinsson heldur
senn til London að vinna við tón-
listarupptökur. /8
FERÐALÖC
► 1-4
Skortur á gögnum háir
íslenskri ferðaþjón-
ustu
►Hjá Ferðamálaráði er unnið að
undirbúningi viðhorfskönnunar
meðal erlendra ferðamanna. /1
Rómantík og leyni-
stræti
►Kaupmannahöfn hefur upp á
margt að bjóða. /2
BÍLAR_____________
► 1-4
BMW 520i sportlegur
og fágaður
►B&L frumkynnir um helgina
1997 árgerð BMW 5. /1
Reynsluakstur
►Nissan Vanette vinnubíll með
dísilvél. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak
Leiðari 26
Helgispjall 26
Reykjavíkurbréf 26
Skoðun 28
Minningar 32
Myndasögur 38
Bréf til blaðsins 38
ídág 40
Brids 40
Stjömuspá 40
Skák 40
Fólk í fréttum 42
Bíó/dans 44
íþróttir 48
Útvarp/sjónvarp 49
Dagbók/veður 51
Mannllfsstr. 6b
Kvikmyndir lOb
Dægurtónlist 12b
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR;
1&6