Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 4
4 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 28/4 - 4/5
► REYKJAVÍK og Hafnar-
fjörður ætla að taka upp
samstarf til að flýta fyrir
uppbyggingu orkuiðnaðar
og þróunar iðnaðarsvæða á
höfuðborgarsvæðinu. Bæj-
arfélögin munu beita sér
fyrir sérstöku átaki til rann-
sóknar og öflunar jarðgufu
frá Krísuvíkursvæðinu og
stefna að uppbyggingu og
rekstri hafnarmannvirkja
við Straumsvík og Eiðisvík.
► BREYTTUR inflúensu-
stofn er talinn geta gert
usla hér á landi næsta vet-
ur. Bólusett verður við
þessu nýja afbrigði næsta
haust, en líkur eru á að
margir veikist. Inflúensan
sjálf er hins vegar ekki al-
varlegri en fyrri inflúensur.
► EKKI verða veitt fleiri
ný vínveitingaleyfi til veit-
ingastaða í miðborg Reylqa-
víkur að sinni. Borgarráð
telur að með tímabundnu
banni við nýjum leyfum
megi hafa áhrif á þá þróun,
að veitingastaðir verði hlut-
fallslega of margir í mið-
bænum miðað við æskilega
skiptingu þjónustufyrir-
tækja, íbúðarhúsnæðis og
veitingastaða.
► TALIÐ er að kuml, sem
fannst í hóli rétt við bæinn
Hraukbæ í Glæsibæjar-
hreppi, sé af ungum ein-
staklingi. Talið er að kuml-
búinn hafi verið um 150 sm
á hæð, en leifar hans verða
fluttar til Reykjavíkur og
rannsakaðar nánar.
► HAGNAÐUR Samskipa
hf. af reglulegri starfsemi
nam alls um 125 milþ'ónum
króna á síðasta ári, sem er
um 100 milljóna króna bati
frá árinu 1994. Þessi bætta
afkoma er rakin til mikillar
lækkunar á fjármagns-
kostnaði, sem var 44 millj-
ónir á síðasta ári, en 173
milljónir 1994.
Milljónatjón á
Eiðistorgi
TUGIR manna þurftu að flytja af heim-
ilum sínum og um 20 fyrirtækjum var
Iokað í nokkra daga, eftir að eldur kom
upp í aðalrafmagnstöflu Eiðistorgs
13-15 síðastliðna helgi. Um 250 manns
voru á skemmtistaðnum Rauða ljóninu
þegar eldurinn kom upp og reyk lagði
um stigagang, þar sem gengið er inn
í 15 íbúðir. Engan sakaði, eo tjón íbúa
og fyrirtækja við EiQistorg er talið í
milljónum.
Unglingar til
fyrirmyndar
EFTIR miklar umræður í fjölmiðlurn
um að foreldrar og lögregla yrðu að
vera á varðbergi við lok samræmdra
prófa, þar sem unglingar væru líklegir
til að hvolfa í sig áfengi til að fagna
áfanganum, reyndust þessir sömu ungl-
ingar til fyrirmyndar. Að vísu var fjöl-
mennt í miðbænum á þriðjudagskvöld,
en ekki þurfti að hafa afskipti af nema
20-30 drukknum unglingum.
RÚV af auglýsinga-
markaði?
STARFSHÓPUR á vegum mennta-
málaráðherra hefur skilað skýrslu, þar
sem lagt er til að Ríkisútvarpið hverfí
af auglýsingamarkaði fyrir 1. janúar
1999 og að RÚV verði bannað að láta
„kosta“ dagskrárgerð. Þá er lagt til
að hætt verði _ að innheimta afnota-
gjöld og að RÚV fái tekjur með inn-
heimtu nefskatts af öllum landsmönn-
um 16 ára og eldri. Annar kostur er
að RÚV verði sett á_A-hluta fjárlaga.
Miðað við umsvif RÚV nú þyrfti nef-
skattur að nema 9.000 krónum á mann
á ári. Nú nemur afnotagjald 24 þúsund
krónum á ári og er þá miðað við sjón-
varpstæki á heimili, en ekki fjölda
heimilismanna.
Formaður þingflokks Framsóknar-
flokksins sagði tillögumar hafa komið
framsóknarmönnum í -opna skjöldu og
þær samrýmdust ekki stefnu flokksins
í málefnum RÚV.
Fjöldamorð-
inginn
Fjöldamorð í Ástralíu
ÁSTRALI á þrítugsaldri myrti 34
manns og særði 19 þegar hann hóf
skothríð á ferða-
mannastaðnum
Port Arthur á eynni
Tasmaníu á sunnu-
dag. Fjöldamorð-
inginn náðist eftir
18 klukkustunda
umsátur er hann
hljóp út úr alelda
húsi þar sem hann
hafði haldið þremur gíslum. í kjölfar
þessara atburða hét John Howard,
forsætisráðherra Ástralíu, því að
herða lög um skotvopnaeign.
Enn einn ósigur
íhaldsmanna
BRESKI íhaldsflokkurinn beið mik-
inn ósigur í bæjarstjórnarkosningum
sem fram fóru á Bretlandi á fimmtu-
dag. Um fjórðungur breskra kjósenda
var á kjörskrá og hlaut flokkurinn
um 27% atkvæða og tapaði 575 sæt-
um í bæjarstjórnum. Árið 1992 hlaut
flokkurinn 42% fylgi í bæjarstjórnar-
kosningum í sömu kjördæmum. Nið-
urstaðan er talin enn ein vísbending-
in um óánægju kjósenda með stjóm
íhaldsmanna.
Jeltsín til Tsjetsjníju
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti stað-
festi á fimmudag að hann hygðist
halda til Tsjetsjníju um miðjan mán-
uðinn. Hyggst hann reyna að blása
nýju lífi í friðarviðræðurnar við upp-
reisnarmenn og útilokaði ekki að
hann myndi hitta leiðtoga þeirra að
máli.
ERLENT
►NORSKIR sjómenn lok-
uðu á fimmtudag höfninni
í Bátsfirði í Finnmörku til
að koma í veg fyrir að fimm
rússneskir togarar gætu
landað þar. Vildu sjómenn-
irnir með þessu mótmæla
því að fiskvinnslufyrirtæki
í Norður-Noregi kaupi fisk
af Rússum en ekki norsk-
um skipum.
► S AMKOMUL AG náðist á
þriðjudag um að halda
áfram viðræðum um sam-
komulag um nýja skipan
fjarskiptamála í heiminum
til 15. febrúar á næsta ári.
Upprunalegur frestur til
að ná samkomulagi rann
út á miðnætti á þriðjudag,
en Bandaríkjastjórn sætti
sig ekki við þann árangur
sem þá hafði náðst.
►SAMKVÆMT nýjustu
skoðanakönnunum sem
gerðar hafa verið í Rúss-
landi, sigrar Gennadq
Zjúganov, frambjóðandi
kommúnista, með yfirburð-
um í forsetakosningunum
sem fram fara i Rússlandi
í júní nk. Er honum spáð
um 38-47% atkvæða en
Borís Jeltsín, forseta Iands-
ins, er aðeins spáð 16-20%
fylg'-.
► SKOG ARELD AR og flóð
hafa valdið erfiðleikum
víða um Bandaríkin. Undir
lok vikunnar tókst að hefta
útbreiðslu gróðurelda í
suðvesturríkjunum en í
miðvesturríkjunum hafa
stór landsvæði farið undir
vatn.
FRÉTTIR
Skiptum að ljúka í þrotabúi Miklagarðs
HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fímmtu-
dag riftun skiptastjóra þrotabús Mik-
lagarðs á um 37 milljóna króna
greiðslum til annars vegar KEA og
hins vegar Samyinnusjóðs íslands úr
sjóðum Miklagarðs skömmu fyrir
gjaldþrot fyrirtækisins.
Mikligarður varð gjaldþrota . 10.
júní 1993. Alls var lýst kröfum fyrir
l. 778 milljónir króna í þrotabúið en
hluta þeirra var hafnað. Samþykktar
almennar kröfur námu 1.447 m.kr.
og hafa skiptastjórar greitt 10% höf-
uðstóls þeirra út.
20 riftunarmál
Við uppgjör þrotabúsins voru höfð-
uð um 20 riftunarmál. 7 gengu til
Hæstaréttar. Með dómunum er fengin
niðurstaða í öllum málunum og hafa
kröfur þrotabúsins verið teknar til
greina að nær öllu leyti.
Gagnvart Samvinnusjóði íslands
krafðist þrotabúið riftunar á 13,6
m. kr. greiðslu upp í skuld Miklagarðs
við Samvinnusjóðinn á tímabilinu frá
20. apríl til 3. júní 1993.
í dómi Hæstaréttar segir að gréið-
salan hafí farið fram með kröfum á
hendur þriðja manni. „Um þá tilhögun
höfðu Mikligarður hf. og fSamvinnu-
sjóður íslands] ekki 'samið við uppháf
viðskipta sinna og er ekki að sjá, að
hún hafl átt sér hliðstæðu á fyrri stig-
um. Verður að telja greiðsluna innta
af hendi með óvenjulegum gréiðslu-
eyri,“ segir í dómi Hæstaréttar og
jafnframt að Samvinnusjóðurinn hafí
ekki sýnt nægilega fram á að greiðsl-
unar hafl mátt virðast venjulegar eft-
ir atvikum. Því var riftunarkrafa tek-
in til greina og sjóðurinn dæmdur til
að greiða að auki 600 þús. kr. í máls-
kostnað.
í málinu gegn KEA var gerð krafa
um riftun um 25 miljóna króna
greiðslna á fyrri hluta ársins 1993
frá Miklagarði til KEA.
Skiptastjórar þrotabúsins töldu að
með því að yfirfæra kröfur frá dótt-
urfyrirtækjum sínum hafi KEA búið
til inneign hjá Miklagárði og svo-
skuldjafnað við inneign Miklagarðs
hjá KEA.
KEA greiði 23 m.kr.
Hæstiréttur féllst á að KEA hafi
verið heimilt að nota til skuldajafnað-
ar nokkra þeirra víxla sem deiít var
um en að langstærstu leyti var fallist
á kröfu skiptastjóranna og KEA
dæmt til að greiða þrotabúinu 23,1
milljón króna með dráttarvöxtum frá
1. júlí 1993 auk 900 þús. kr. í máls-
kostnað.
Ástráður Haraldsson, lögmaður,
annar skiptastjóra þrotabúsins sagði
í samtali við Morgunblaðið að nú þeg-
ar niðurstaða væri fengin í öllum
dómsmálum þrotabúsins væri útlit
fyrir að skiptum yrði lokið fyrir árslok.
Stefnír í a.m.k. 15% úthlutun
Almennum kröfuhöfum hefur þeg-
ar verið greiddur 10% höfuðstóls
krafna. Eftir að dómsmál búsins hafa
unnist bendir nú flest til, að sögn
Ástráðs, að í heildina komi a.m.k. 15%
af höfuðstóji almennra krafna til út-
hlutunar. Ástráður sagði að vegna
þess hve biðtími einkamála hefði styst
í Hæstarétti yrði unnt að ljúka skipt-
um í þessu stóra þrotabúi mun fyrr
en talið var í upphafi. Dómsmálin
hefðu aukið eignir búsins um á sjö-
unda tug milljöna króna.
ISÍSI?
Morgunblaðið/Hilmar Siguijónsson
BÖRNIN Sæmundur Óli, Vignir, Sigþór, Hjalti, Sigurður Óli, Anton og Friðrik.
Umboðsmaður barna
Vinnuskólmn
verði skoðaður
UMBOÐSMAÐUR bama hefur lagt
til við Samband íslenskra sveitarfé-
laga að settur verði á laggimar starfs-
hópur til að taka málaefni vinnuskóla
sveitarfélaganná til ítarlegrar skoðun-
ar með hagsmuni, þarfír og réttindi
bama að leiðarljósi.
Umboðsmaður telur að hlutverk
vinnuskóla sveitarfélaganna sé að
aukast og sú starfsemi, sem þar sé
rekin, verði sífellt mikilvægari ekki
síst fyrir böm á aldrinum 13 til 16
ára. Hann telur að Samband íslenskra
sveitarfélaga sé réttur vettvangur til
að sinna ofangreindu verkefni þar
sem telja megi að tengsl náms og
vinnu grunnskólanema komi til með
að verða ofarlega á baugi hjá sveitar-
félögum á næstum árum.
Minnt er á í því sambandi í frétta-
tilkynningu að sveitarfélögin taki al-
farið við rekstri grunnskólans hinn
1. ágúst næstkomandi.
Umboðsmanni bama finhst tíma-
bært að hlutverk og starfsemi vinnu-
skóla sveitarfélaganna verði tekið til
endurskoðunar og hefur m.a. lagt til
að settar verði reglur um hæfriiskröf-
ur leiðbeinenda, þ.e. hvaða skilyrði
þeir þurfí að uppfylla til að teljast
hæfir leiðbeinendur í vinnuskóla
grunnskólabama.
Þá telur umboðsmaður mikilvægt
að sveitarfélögin velti fyrir sér nýjum
leiðum í verkefnavali. I því sambandi
er iögð sérstök áhersla á að bömin
verði höfð með í ráðum, leitað verið
eftir skoðunum þeirra og hugmyndum
hvað þetta varðar.
Sumarnámskeið
Jafnframt hefur umboðsmaður
bama lagt til við Samband íslenskra
sveitarfélaga að það hafí forgöngu
um að settar verði almennar lág-
marksreglur um starfrækslu sum-
arnámskeiða sveitarfélaga fyrir ung
böm.
Umboðsmaður barna hefur lagt til
að settar verði reglur um hæfí leið-
beinenda á þessum námskeiðum, ör-
yggi bamanna og aðbúnað allan.
Hann telur rétt að kannað verði hvort
kröfur skuli gera til þess að umsækj-
andi um starf leiðbeinanda leggi fram
sakavottorð með umsókn sinni.
Slík krafa sé gerð til þeirra sem
stofni og reki sumardvalarheimili og
sumarbúðir fyrir böm sem og þeirra
sem sæki um leyfí til gæslu bama í
heimahúsi í atvinnuskyni. Allir þessir
aðilar eigi það sammerkt að bera
mikla ábyrgð á velferð bama, and-
legri sem líkamlegri.
Bömin fá
hjálma
Reyðarfirði. Morgunblaðið.
1. maí sl. var stór stund í lífi fjög-
urra ára Reyðfirðinga. Þann dag
afhenti Slysavarnadeildin Ársól á
Reyðarfirði þeim reiðhjólahjálma.
Börnin mættu í Þórðarbúð, hús
Slysavarnafélagsins, þar sem lög-
regluþjónn afhenti þeim hjálmana
og fræddi þau um ýmsar hættur
umferðarinnar. Að því Ioknu var
haldið á jeppa í söluskála Olís, þar
sem var boðið upp á vel þeginn ís.
Að sögn Fanneyjar Bóasdóttur,
formanns deildarinnar, er þetta
þriðja árið í röð sem fjögurra ára
börn fá þessa gjöf og er ætlunin
að þetta verði fastur þáttur í fé-
lagsstarfinu næstu árin. Foreldrar
voru hrifnir af þessu framtaki, en
kviðu því að illa gengi að ná hjál-
munum af þreyttum höfðum þeg-
ar sofna skyldi um kvöldið.
Messa í Vída-
línskirkju
GUÐSÞJÓNUSTA er í Vídal-
ínskirkju í Garðabæ sunnudag-
inn 5. maí kl. 11. Skólakór
Garðabæjar, eldri og yngri
deild, syngja, undir stjórn Guð-
fínnu Dóm Ölafsdóttur og Ás-
laugar Ólafsdóttur.
Héraðsprestur þjónar fyrir
altari. Organisti er Gunnsteinn
Ölafsson.
Séra Bragi Friðriksson.
)
I
í
i
:
t