Morgunblaðið - 05.05.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ______________________________________________________________________SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 7
FRÉTTIR
Sjúkra-
skrár ekki
opnaðar
ALMENNINGUR fær ekki aðgang
að sjúkraskrám einstaklinga eða
skýrslum sálfræðinga og félagsráð-
gjafa, 80 árum eftir að þær upplýs-
ingar urðu til, samkvæmt breyting-
artillögu alisheijarnefndar Alþingis
um frumvarp til upplýsingalaga sem
nú liggur fyrir þinginu.
Samkvæmt frumvarpinu fær al-
menningur aðgang að upplýsingum
um einkamálefni einstakiinga 80
árum eftir að þær upplýsingar urðu
til. Hins vegar var það mat nefndar-
innar, að sjúkraskýrslur og skýrslur
sálfræðinga væru það viðkvæmar
persónuupplýsingar að rétt væri að
undanskilja- þær óheftum aðgangi
almennings.
Þetta er eina breytingartillagan.
sem nefndin gerir við frumvarpið. I
áliti sínu áréttar hún þó ýmis atriði,
eins og að það sé skilningur nefndar-
innar að afhenda eigi samdægurs
þau gögn, sem beðið er um. En
meginregla frumvarpsins er að
stjórnvöldum sé skylt, sé þess ósk-
að, að veita aðgang að gögnum sem
varða tiltekið mál.
Nefndin segir ljóst, að um sé að
ræða mál sem þurfi að kynna ræki-
lega áður en lögin taka gildi. Því sé
mikilvægt að forsætisráðuneytið
beiti sér fyrir því að haldin verði
námskeið fyrir starfsfólk stjórnsýsl-
unnar, sem ætlað er að starfa eftir
lögunum.
-------» ♦ ♦------
Allur afli
seldur án
samþykkis
ALLUR afli um borð í litháíska tog-
aranum Vidunas var seldur án sam-
þykkis Úthafsafurða hf., sem var
með skipið á leigu og telur sig hafa
yfirráðarétt yfir aflanum.
Að söjgn Jens Albertssonar, sem
er einn Islendinganna sem voru um
borð í Vidunas þegar skipinu var
siglt til Litháens fyrir um fimm vik-
um, fjallar^ dómstóll í London um
ágreining Úthafsafurða og Búnað-
arbankans í Litháen, sem er eigandi
skipsins, en dómstóll í Litháen ijallar
um mannréttindabrot sem íslending-
arnir telja sig hafa sætt um borð í
Vidunas.
Jens segir óvíst hvenær niður-
stöðu sé að vænta frá dómstólnum
í London. Hann segir að Úthafsaf-
urðir hafi lagt mikla íjármuni í að
tækjavæða Vidunas auk þess sem
margvíslegur annar búnaður hafi
verið um borð í skipinu í eigu fyrir-
tækisins. Verðmætin skipti tugum
milljóna kr. Hann telur að eitthvað
af búnaðinum hafi verið fjarlægður
úr skipinu.
Einn íslendinganna, Alfreð Stein-
ar Rafnsson, var enn í Litháen í
gær, en hann er væntanlegur á
næstu dögum til íslands. íslending-
arnir voru í um fimm vikur í Litháen
til að reka mál sín fyrir þarlendum
dómstólum.
-------» ♦ ♦------
Mælt með
Hildi Jónsdóttur
Á FUNDI Jafnréttisnefndar Reykja-
víkurborgar í vikunni mælti meiri-
hluti nefndarinnar með Hildi Jóns-
dóttur sem jafnréttisfulltrúa borgar-
innar. Hún hlaut 3 atkvæði meiri-
hlutans, en minnihlutinn mælti með
Guðrúnu Hálfdánardóttur og fékk
hún tvö atkvæði.
Væntanlega verður gengið frá
ráðningu jafnréttisfulltrúa á fundi
borgarráðs á þriðjudag.
Útboð á hafnaframkvæmdum hjá Vita- og hafnamálastofnun undanfarið
Lægstu tilboð um
90% af áætlun
LÆGSTU tilboð hafa verið um
og rétt yfir 90% af kostnaðaráætl-
un í tveimur útboðum hjá Vita-
og hafnamálastofnun. í þriðja til-
boðinu, sem er minna, var lægsta
tilboð nokkuð innan við 80% af
áætlun.
Hagtak hf. átti lægsta tilboð í
stáltunnur í Blönduóshöfn, 17,5
milljónir kr. sem- er 89,4% af
kostnaðaráætlun.
Verkið er m.a. fólgið í því að
útbúa tvær stáltunnur með 13
metra þvermáli við enda bryggj-
unnar tii þess að skýla viðlegu-
bryggjunni fyrir haföldunni.
Tunnurnar eru myndaðar með því
að reka um 110 stálþilsplötur í
hring og tengja þær saman.
Fjögur önnur tilboð bárust í
verkið, öll yfir kostnaðaráætlun.
Fjórir verktakar buðu í stálþil
í 1. áfanga bátahafnar á ísafirði.
Eiríkur og Einar Valur hf. áttu
lægsta tilboðið, 17,6 milljónir kr.,
sem er 93,5% af kostnaðaráætlun.
Tvö önnur tilboð voru lítið eitt
hærri en eitt yfir áætlun. Verkið
er m.a. fólgið í því að steypa þekju
við nýja stálþilið sem rekið var í
bátahöfninni í fyrra.
Oll boð undir áætlun
Trésmiðja Ólafsfjarðar hf. átti
lægsta tilboð í þekju og lagnir í
höfninni á Árskógssandi, tæplega
5,6 milljónir kr. sem er 78,5% af
kostnaðaráætlun. Þar á m.a. að
steypa þekju á stálþil sem rekið
var fyrir tveimur árum.
Fjögur tilboð bárust í verkið,
öll undir kostnaðaráætlun Vita-
og hafnamálastofnunar.
//'ff /' //< f/sss//tf/fs//</'<)//' oýf /zá/f/fjoöi/f//% ées/i /f//'f/ j/f ’/'
ftf//'/ssf/e^ss ff/fffýyf/. ZZ^/f/f/f-js/fff/y//ZZýfo/Z, /e/fs/' y/ff /'f/f)
sé' -J Zf/s'f /esy). /ef'/ff/Z f'f/'f)y/'/f/f' — //t f//'y/f;/f/fss/feyf/fs.
• mestu listaslóðir Mið-Evrópu • 24. maí • 10 dagar um
hvítasunnu (aðeins 5 vinnudagar) á fegursta árstínia þegar vorið blómstrar í hinu griena
hjarta Þýskalands.
*aBg
Vppsprettur og hátindar barrokklistar, klassík, rómantík
Þtí rekur slóð J.S. Bachs í Eisenach, Obrdruf Amstadt, Weirnar, Köthen og Leipzig, kemur í
kastala Lúthers, Wartburg, sriœðir kvöldverð í Ricbard Wagner salnum og gistir á Flamberg
Elephant hótelinu í Weimar, sem var frcegur gisti- og stefnumótsstaður mestu listamanna
heimsins í tvcer aldir og býrð undir sama þaki og snillingamir Goethe, Schiller, Grillparzer, Tbotnas
Mann, Richard Wagner, Liszt, Brabms, Schumann, Strauss, Rússlandskeisari, Napoleon og forsetar
Þýskalands. Svo beldur ferðin áfram um rómantísk kastalahéruð til einnar mestu listaborgar heimsins,
DRESDEN, sem kölluð hefur verið önnur Elórens, við Saxelfl í staðAmo, og drekkur
íþigfegurð höfuðborgar barrokksins í ótal myndum, fögrum byggingum, lista-
söfnutn, óperu og tónleikum. f LEIPZIG býrðu á yndislegu hóteli, Renaissance,
rétt við eina frcegustu tónleikahöll heimsins, Gewandhaus, óperuna og kirkju
Bachs, Tómasarkirkjuna og trifjar upþ sögu og list mesta tónskálds allra tíma.
Síðan liggur leiðin um Halle, fceðingarborg Handels, Köthen og Potsdam til
f BERI.ÍNAR, eintiar mestu listaborgar Evrópu, setn pérfinnst heillandi að
" j kynnast, en hefur kannski ekki kotnið því í verk, en nú er tcekifœrið.
Ferðin erfarin í tengslum við Endurmenntunárstofnun
Háskóla fslands og Heimsklúbb Ingólfs undir leiðsögn
Ingólfs Guðbrandssonar tónlistannanns og forstjóra.
Ferðin er styrkt afVISA ÍSLAND og listasjóði Heimsklúbbs
Ingólfs, ef pantað er fyrir 6. maí. Fá sœti laus.
10 ágúst • 15 heillandi dagar
■ það besta í landi listanna, fegurstu héruð ftalíu, Garda,
Foscana, Umbria, og mestu listaborgir landsins, glcesilegasta
óperusýning ársins ÍVERONA, Nabucco, sem gerði Verdi frœgan.
MILANO - stœrsta gotneska dómkirkja í heimi, Scala-óperan og safnið,
Sfðasta kvöldmáltíðin, frœgasta tnyndverk Leonardos da Vinci.
Tvcer nœtur íVerona, borg elskendanna, Romeos ogjúlíu og hús peirra
heimsótt. Tveir dagar í stíl hertoganna í Feneyjum og búið í höll inni við sjálft Markúsartorg,
Markúsarkirkjan og Hertogahöllin, siglt á gondólutn utn síkin og Canal Grande. Ekið í lúxusvagni til
Toscanahéraðs, stansað í PISA að skoða frcegar byggingar á leið til FLÓRENS, þar sem biíið er rétt við
Ráðhústorgið í hjarta mestu listaborgar heimsins í 3 ncetur að skoða lífið og listina, áður en halclið er
áfram til SIENA að sjá torgið frcega og fegurstu gotnesku kirkju í heitni. Síðan áfram um töfrandi
landslag Toscana og Umbríu til PERUGIA og gist uppi í hinni heillandi háborg. Á leið til RÓMAR er
ógleymanlég heimsókn í borg heilags Frans, A.SSISI.
„Menning ítalfu nær suður til Rómar, síðan tekur Afríka við", segja ítalir. 4 ógleymanlegir dagar í
„Borginni eilífu" er lágmark til að kynnast undrum
hennar og töfrum.Alls staðar er búið á glcesilegum
hótelum í miðborgunum, ekki í skuggahverfi ’
járnbrdutarstöðvarinnar í Róm, heldur við sjálfa
Via Veneto. Á norðurleið er gist á heillandi hóteli
í BOLOGNA og haldin stórveísla að ítölskum hcetti
íferðalok, áður en haldið er heim á leið frá Milano.
Fá sæti laus. Pantið og staðfestið núna,
áður en verð hcekkar 6. maí.
„ Vii5 höfum áður ferðast
um Itaiíu, en ákváðum að kynnast benni betur
í fylgd Ingólfs. f stuttu máli var leiösögn bans svo
tifandi og einstök að við höfum atdrei kynnst öðru
eins, ogferðin bar af öllu, sem við þekkjum á ferða-
lögum, öll framkvæmd hennar var snilldarleg. “ A.R
pRim Tnnrn Lto.
AUSTURSTRÆTI 17 = 4. HÆÐ
BOX 140 = 121 REYKIAVÍK
SÍMI (354) 562 0400
--- , , FAX (354) 562 6564
HEIMSKLUBBUR INGOLFS KT. 540192-2279
TRAVEL AGENGY
EXCOTIC TRAVEL
SPECIAL GROUPS,
INDIVIDUIALS,
INCENTIVES