Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 9

Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 9 ___________FRÉTTIR_________ Sveitarfélög auka sam- starf við Grænlendinga VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Edward Möller, formaður Sambands græn- lenskra sveitarfélaga, undirrita samkomulagið um samstarf sam- bandanna. Á myndinni eru einnig f.v.: Unnar Stefánsson, ritari Sveitarstjórnarmála, Þórður Skúlason, framkvæmdasljóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, og Björn Brieghel, lögfræðingur grænlenska sambandsins. STJÓRN Sambands íslenskra sveit- arféiaga og stjórn Samtaka sveitar- félaganna á Grænlandi hafa sam- þykkt að auka samstarf á milli sam- bandanna og að stuðla að nánara samstarfí milli kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og starfsmanna sveitarféiaganna. í formlegum samstarfssamningi sem gerður hefur verið milli sam- bandanna er m.a. gert ráð fyrir að þau stuðli að því að stofnað verði til fleiri vinabæjartengsla milli sveitarfélaga í Grænlandi og á ís- landi en átta af 18 sveitarfélögum Grænlands eiga nú þegar vinabæ hér á landi. Þá er ákveðið að vinna að samstarfi í menningarmálum, einkum milli skóla og á sviði íþrótta. Þá samþykkja samböndin að vinna að því að betri samgöngur milli landanna efli ferðalög, verslun og viðskipti milli landanna. Loks er ákveðið að taka upp sam- starf um fræðslustarf í þágu kjör- inna sveitarstjórnarmanna og starfsfólks sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að samböndin hafi sam- starf um fyrirlestrahald á nám- skeiðum m.a. á sviði stjórnunar- og félagsmála. Formaður Grænlenska sveitarfé- lagasambandsins, Edward Möller, kom hingað til lands í síðasta mán- uði til þess að ræða um samstarf milli sambandanna og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni, hefur verið boðið að sitja ársfund græn- lenska sambandsins sem haldinn verður í Jakobshavn 7. og 8. þessa mánaðar. Topptilboð öppskórinn Öklaskór úr striga Tegund: 5000 Litur: Beige Stærðir: 28-41 Verð: 995 Ath. Mikið úrval af sumarskóm V Póstsendum samdæqurs Útsölumarkaður Austurstræti 20 sími: 552 2727 J Sértilboð til Myndin er frumsýnd á Islandi og í Bandaríkjunum á sama tíma. Sharon Stone (Casino, Basic Instinct) leikur Cindy Liggett sem bíður dauðadóms. Ungur lögfræðingur sér að öll kurl eru ekki komin til grafar. Átakanleg og vel gerð mynd. Leikstjóri: Bruce Beresford (Silent Fall, Driving Miss Dasy). Önnur hlutverk Rob Morrow (Quiz Show), Randy Quaid (The Paper) og Peter Gallagher (Sex, Lies and Videotape). BIOHÖLLIN: SYND KL. 5, 7,9 OG 11. THX DIGITAL SAMBÍÚ SAMBÍÓk Benidorm 4. júní kr. 39.930 í 2 vikur Við höfum nú fengið viðbótargistingu á Benidonn 4. júní á La Era íbúðarhótelinu, sem reyndist okkur frábærlega vel síðasta sumar. Staðsett í hjarta Benidorm, allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, eldhúsi. stofu og svölurn. Móttaka, garður með sundlaug og veitingastaður. Tryggðu þér síðustu sœtin 4. júní. 0Aðeins 8fbúðir 1 6o ðj HEIMSFERÐIR Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, La Era, 4. júní, 2 vikur. Verð kr. 49.960 M.v. 2 í íbúð, La Era Park, 4. júní, 2 vikur. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.