Morgunblaðið - 05.05.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.05.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 19 LISTIR „Lesið í ísinnu SÝNISHORN af lofti úr fortíð er varð- veitt í örlitlu holrými, sem myndast smám saman eftir *því sem snjórinn harðnar og verður að ís. Þegar menn svo sundurgreina loftið geta þeir ákvarðað innihald lofthjúpsins af ýms- um efnum m.a. CO 2 mörg hundruð þúsund ár aftur í tímann! u s r og HÖNNUN Kctilhúsið - Akur- cy ri GRÆNLANDSJÖKULL RANNSÓKNAVERKEFNI Sýningunni lauk 28. apríl. KETILHÚSIÐ á Akureyri er vett- vangur sýningar er nefnist „Lesið í ísinn“ og þótt hún skari ekki mynd- list beint get ég ekki stillt mig um að geta hennar að nokkru. Einkum fyrir það að í kjarna sínum kemur hún öllum listum við og þá ekki síst sjónlistum. Upplýsingarnar sem koma upp úr ísnum við boranir, auka ekki síður við þekkingarsvið mannsins á jörð- unni sem hann býr á, mannkynssög- unni um leið og til að mynda örtölvu- tæknin. Fortíðin er á stöðugri hreyf- ingu, nálgast okkur stórum skrefum og tíminn því afstæðari en nokkru sinni fyrr. Þetta skarar allar skap- andi athafnir því hugsanaferlið breytist, sömuleiðis viðhorf þeirra sem vilja vera virkir í sínum tíma. Rýnirinn fékk forsmekk af þessu fyrir nokkrum árum er hann kom á jarðfræðisafn í Osló þar sem gat að líta sýnishorn af jarðlögum sem upp komu við olíuboranir á sjávarbotni við Norðursjó. í þeim leyndust marg- háttaðar upplýsingar um loíMag, gróðurfar og atburði á fyrri tíma- skeiðum, sem höfðu bein áhrif á vist- kerfið og náttúruna. Skyndilega geta menn farið að lesa þetta allt úr bor- kjörnum úr iðrum jarðar líkt og á línuriti og um leið skýrist ýmislegt sem áður voru getgátur einar og það er sitthvað sem 250 þúsund ára gamall ís hefur að segja okkur. Skilvirkt dæmi þess hvernig upp- lýsingar úr iðrum íslaganna breyta mannkynssögunni og láta okkur líta löngu liðna atburði frá nýjum sjón- arhóli, er sagan af falli Rómarveldis. Meðal þess sem komið hefur í Ijós, er að gosið í Vesúvíusi árið 79, þeg- ar tvær blómlegar borgir Pompei og Herculeanum grófust í ösku og eðju, var að öllum líkindum orsök þess að myrkurskýið fræga lagðist yfir Róm. Menn hafa tengt fyrirbærið morðinu á Sesar, og Virgilius orti: „Við dauða Sesars sólin yfir Róm/ syrgir og myrkurský sitt andlit lætur/ hylja, en þeir sem óttast alvalds dóm/ engj- ast í kvíða morgunlausrar nætur“. Þá kólnaði loftsiag 300 árum eftir Krist og þurrkar sem fylgdu í kjölfar- ið í Mið-Asíu, komu hreyf- ingu á hirðingjaþjóðir svo sem Húna, er hröktust úr löndum sínum. Undir for- ystu Atla Húnakonungs fóru þeir með ófriði og komust alla leið til Ítalíu. Þá má lesa um sprengigosið í eld- fjallinu Thera á grísku eyj- unni Santonini, um 100 kíló- metra norður af Krít, sirka 1643 f. Kr. er nánast hálf eyjan sökk í sæ. Dýpi í gígn- um er 400 metrar, gjósku- fallið um austanvert Mið- jarðarhaf var að minnsta kosti -50 rúmkílómetrar. Eyjan er hringlaga og er raunar gígbarmur fjallsins. Flatarmál eyjarinnar er 82 ferkílómetrar, ferfalt meira en flatarmál gígsins í eld- fjallinu Krakatá í Indónesíu. Lýsingin á Atlantis á vel við Santon- ini. Bæir, torg, götur og hús með fögrum veggmyndum hafa komið í ljós við uppgröft, en hrikalegir jarð- skjálftar er riðu yfir fyrir gosið hafa gert það að verkum að fólk hefur haft ráðrúm til að yfirgefa eyjuna, sem nánast hálf-sökk í sæ. Þó herm- - ir sagan einnig að á einum hörmung- arinnar degi og nóttu hafi allir vopn- færir menn sokkið í jörðu niður og eyjan Atlantis horfið í djúpið. A þeim tíma var eyjan hluti hins blómlega ríkis sem kennt er við konunginn Minos og að sögn Hómers, heimsótti hinn goðumlíki Ódysseifur þetta ríki löngu síðar eða 700-800 f.Kr. Platon færði munnmælasögur um Atlantis f letur 360 f. Krist, en Grænlandsjök- ull leiðréttir svo skrásetjarann 2350 árum seinna! Þá eru yfirborðsflekar jarðar á sífelldri hreyfingu, og fyrir 230 millj- ónum ára var Grænland þannig á það um bil 30 norðlægrar breiddar pg loftslag líkt og við Persaflóa nú! í Austur-Grænlandi finnast _ merki um þurrt og hlýtt loftslag. Á fyrri skeiðum jarðsögunnar mótuðu hvassir monsúnvindar landslagið í járnríkt, rauðleitt bergið og til eru eyðimerkursetlög með fjölda af hvít- um gipslögum, og fram koma lag- skipt berg og myndbreytt vatnaset. Af þessu má ráða, að Grænlandsjök- ull og sagan sem hann geymir er engu minna spennandi en ímyndaðar geimferðir framtíðarinnar. Sýning- unni er vel fyrir komið í Ketilhúsinu, sem með nokkrum lagfæringum gæti orðið framúrskarandi sýningar- húsnæði og stolt bæjarfélagsins. Samklippur Tilvalið er að tengja heimsóknir á listasafnið og Ketilhúsið innliti á Kaffi Karólínu, þar sem iðulega eru markverðar listsýningar. Það gerði rýnirinn og sér tilefni til að minnast á sýningu Helgu Bjargar Jónas- ardóttur, er þar stendur yfir. Þetta eru samklippur sem hún límir og saumar á japanpappír á svipaðan hátt og t.d. Valgarður Gunnarsson er þekktur fyrir, en í nokkuð ann- arri útfærslu þó. Hér er um að ræða ýmsar gerðir af einstaklingum, einn með fiðlu, einn með kontrabassa, einn með lúður, einn með klarinettu og einn við píanó. Svo er einn festur upp á kross og loks fólk eitt sér í mismunandi stellingum úti og inni. Þetta er líkast stefi um innhverfa einsemd, manninn sem alltaf er einn, líf á mörkum vöku og draums. Ljúf og ljóðræn stef um manninn og umhverfi hans, og þótt ekki finnist í þeim ýkja mikil átök við liti form og efni er í þeim upprunalegur og áleitinn undirtónn. Bragi Ásgeirsson Lokatónleikar Norrænna vísnadaga NORRÆNUM vísnadögum lýkur með lokatónleikum í tónleikasal Tónlistarskóla FÍH við Rauðagerði, sunnudagskvöldið 5. maí kl. 20.30. Það er Tónlistarfélagið Vísnavinir sem stendur að baki Norrænum vísnadögum í samvinnu við Nor- ræna húsið, Norrænu félögin víðs- vegar um landið og sendiráð Dan- merkur og Noregs. Þar koma fram allir norrænu gestir hátíðarinnar, þau Jan-Olof Andersson frá Sví- þjóð, Barbara Helsingius frá Finn- landi, Pia Raug frá Danmörku og Geirr Lystrup og godtfolk frá Nor- egi. Auk þeiiTa Valgeir Guðjónsson, Hörður Torfason og Anna Pálína Ámadóttir ásamt félögum sínum Gunnari Gunnarssyni og Tómasi R. Einarssyni. í kynningu segir: „Jan-Olof Andersson er klassískur gítarleik- ari og söngvari. Hann heimsótti ísland síðast árið 1992. Barbara Helsingius á marga aðdáendur hér á landi, enda er hún einn af máttarstólpum norrænnar vísna- tónlistar eftir rúmlega þrjátíu ára feril sem vísnasöngvari. Pia Raug er fyrir löngu orðin einn hjart- fólgnasti tónlistarmaður Dana. Allt frá fyrstu tíð hefur hún verið í fremstu röð danskra vísnasöngv- ara og lagahöfunda. Geirr Lystrup er í hópi þekktustu tónlistar- manna Noregs. Hann kemur hing- að með nafna sína tvo, þá Geirr Otnæs sem leikur á harmoniku og Geir Lovold sem leikur á túbu. Þeir koma víða við í flutningi sín- um, kitla hláturtaugar og snerta hjartastrengi. Spilverksmaðurinn og Stuð- maðurinn Valgeir Guðjónsson er nú með á Norrænum vísnadögum í fyrsta sinn. En hann hefur sýnt það í laga- og textasmíðum sínum gegnum árin að í honum býr mik- ill vísnamaður. Söngvaskáldið Hörð Torfason þarf vart að kynna fyrir íslenskum áheyrendum. Hann er fyrir löngu búinn að taka sér sæti með frémstu vísnasöngv- urum landsins. Anna Pálína hefur á undanförnum árum einbeitt sér að flutningi vísnatónlistar og vak- ið athygli fyrir líflegan flutning og næma túlkun.“ Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Miðasalan á óperuna Galdra-Loft opnar 7. maí, ld. 15.00, sími 551 1475. ÍSLENSKA ÓPERAN __iiiii SAI/ÍYO LASERFAXTÆKI SANYO SPF 201 Venjulegur A4 pappír vs WÉ .980.» ^ stgr. án vsk. 99.575.- m/vsk. inter. Fulltrúi fremstu framleiöenda Sigtún 9, 105 Reykjavík Sími: 551 0230 Endurmenntun tyfjatækna Fjölbrautaskólinn við Ármúla, í samvinnu við Lyfjatæknafélag íslands, heldur námskeið í lyfhrifafræði 9.-15. maí nk. kL. 19.15 til 23.00. Fjallað verður um geðlyf og sýklalyf. Kennari: Eggert Eggertsson, lyfjafræðingur. Innritun á skrifstofu Fjölbrautaskólans við Ármúla í síma 581 4022. Skólameistari. Eggert Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.