Morgunblaðið - 05.05.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 21
vægi. íslendingar geta lært af raun-
um nágranna okkar, þar sem lands-
fólkið skiptist í tvær þjóðir, annars
vegar þeir sem eru á vinnumarkaðn-
um og hafa það gott og svo þeir sem
eru utan hans. Það er frumskylda
hvers þjóðfélags að búa svo um hnút-
ana að allir fái að njóta hæfileika
sinna og þroska þá.
Þar með komum við að miklu
stærra máli en sveigjanlegri umgjörð
um vinnumarkaðinn. Velferðarríkin
eru í kreppu, sem þarf að ráða bót
á. Lausnarorðin sem oft heyrast eru
lægri skattar á vinnu, en hærri skatt-
ar á umhverfisgæði. í þeim felast
sannleikskorn, en það væru ekki tutt-
ugu milljónir manns atvinnulausir í
Evrópu ef svarið væri svona skýrt og
einfalt."
Frumkvæðiskraftur og
sjálfsbjargarviðleitni
Bæði í Danmörku og Svíþjóð er
Evrópusambandinu haldið á lofti sem
lausn á atvinnuleysisvandanum.
Hverjum augum lítur þú þá skoðun?
„Þá er kannski fyrst að spyija
hvers vegna þessar þjóðir líta í átt
til ESB og þá komum við aftur að
þeim gjörbreytingum, sem ný tækni
og samgöngur yfír landamæri hafa
leitt til, því þær fela líka í sér að
svigrúm einstakra þjóðríkja til að
bregðast við aðsteðjandi efnahags-
vanda hefur minnkað. Áður var til
dæmis stundum gagnlegt að grípa
til gengisfellingar til að bæta efna-
hagsástandið, en nú þegar allar efna-
hagsaðgerðir eru dæmdar umsvifa-
laust á alþjóðlegum fjármagnsmark-
aði, þá getur gengisfelling verið vís-
vinnuna og einnig þetta sjónarmið
leiðir hugann að samanburði við önn-
ur lönd. Rekstrarskilyrði fyrirtækj-
anna þurfa að vera samkeppnisfær
við það sem gerist í nágrannalöndun-
um hvað varðar skattakjör, vexti og
gengisáhættu. Þá erum við enn kom-
in að EES og ESB án þess að ætla
okkur það. Þetta er veruleikinn að
baki aðildinni að EES. Það er mjög
ánægjulegt að sjá að um hana skuli
naumast lengur deilt á íslandi og líka
ánægjulegt að sjá að það hefur þegar
borið góðan árangur að opna mark-
aði og viðskiptalífið almennt og láta
gengi og vexti ráðast á mörkuðum.
Það tekur tíma að koma á stöðugleika
í efnahagslífinu og aðgerðir í þá átt
eru ekki alltaf vinsælar, en það hefur
skilað góðum árangri að fylgja slíkri
stefnu í næstum áratug.
En það sem ræður miklu um aðlög-
unarhæfni íslenska vinnumarkað-
arins er að frumkvæðiskraftur og
sjálfsbjargarviðleitni einstaklinga er
snar þáttur í atvinnulífnu úti um allt
land. I því liggur styrkur okkar og
þetta er jákvætt afl í byggðum lands-
ins. Það eru heimafyrirtæki, ekki
fjarlæg stórfyrirtæki, sem ráða hög-
um fólks. Þetta þjóðlífseinkenni er
fjarska mikilvægt, þótt það sé erfitt
að mæla á vogarskálum hagfræðinn-
ar.
Ég ætla mér ekki þá dul að fella
stóra dóma yfir íslensku efnahagslífí
úr fjarlægð, en mér finnst mörgu
hafa brugðið til betri vegar í íslensk-
um efnahagsmálum síðustu árin. Ég
þakka þetta ábyrgri afstöðu verka-
lýðshreyfingarinnar ekki síður en
skynsamlegum aðgerðum stjóm-
asta leiðin til glötunar og haft gagn-
stæð áhrif, fjármagnið streymir úr
landi og vextir hækka. Þess vegna
þarf samkomulag yfir landamæri í
mörgum mikilvægum efnahagsmál-
um.
Hvert þjóðríki er samfélag um
menningu, bæði gamlan menningar-
arf og nýsköpun, en það er líka sam-
komulag um safn af reglum, lögum,
um samskipti þegnanna á sviðum
mannlegrar tilveru. Á sumum sviðum,
til dæmis á markaðssviðinu, er ekki
vafi á að nú á dögum er oft skynsam-
legt að hafa reglusvæðið stærra en
einstök þjóðríki. ísland á aðild að
Evrópska efnahagssvæðinu, sem er í
meginatriðum efnahags- og markaðs-
þáttur Evrópusambandsins að mynt-
sambandinu slepptu. Af þessum
ástæðum er reynandi að leysa at-
vinnuleysið með samstilltri stefnu
Evrópuríkja, til dæmis með innviða-
framkvæmdum og samræmdri efna-
hagsstefnu. En hvort sem atvinnu-
aukandi aðgerðir verða beinlínis tekn-
ar með í ESB-samstarfið eða ekki þá
er þungt um stuðning almennings við
það fyrr en menn koma auga á ljósg-
lætu í því myrkri atvinnuleysis, sem
nú grúfir yfir álfunni.
Þetta er ein hlið vandans, ekki all-
ur sannleikurinn. Lausnina á atvinnu-
leysisvandanum verður ekki síður að
fínna heima fyrir í hverju landi fyrir
sig. Atvinnustig á íslandi er hátt,
meðal annars af því að vinnumarkað-
urinn er tiltölulega sveigjanlegur.
Miklu skiptir að skattar á vinnu og
launatekjur eru mun lægra hlutfall í
fjáröflun hins opinbera en annars
staðar í Evrópu. Nærri lætur að þetta
hlutfall sé tvöfalt hærra í ESB en á
íslandi. En margir sjá þó frekar rang-
hverfu á þessu, þar sem á íslandi sé
lægra velferðarstig og iaun lægri í
mörgum starfsgreinum en til dæmis
á öðrum Norðurlöndum. Það er skilj-
anlegt en kannski ekki einhlítt.
En ekki er hægt að tala um at-
vinnumál, án þess að víkja að starfs-
umhverfi fyrirtækjanna, sem veita
valda. Þetta fer ekki eftir stjórnar-
tímabilum, heldur er þetta langtíma-
þróun, þar sem forystumenn verka-
lýðshreyfíngarinnar og vinnuveit-
enda hafa gengið á undan, meðal
annars í skilningi á gildi alþjóðasam-
vinnu og þá líka á gildi EES.’“
Samkeppnisstaða er lausnarorð í
umræðum um eflingu atvinnulífs og
mikið af kröftum ESB fer í að fylgj-
ast með eðlilegum samkeppnishátt-
um innan ESB. Hvernig horfa þau
mál við á íslandi?
„Samkeppnin er auðvitað breytileg
milli starfsgreina og fjarlægðar-
verndin er mismunandi. Fjöldi fyrir-
tækja í hverri grein segir þó ekki
alla söguna, heldur skiptir mestu
máli að það sé opin leið fyrir erlenda
samkeppni inn á islenska markaðinn.
Samkeppni er hugarástand. Samfara
aðildinni að EES var sett ný sam-
keppnislöggjöf, sem tekur mið af
þessu. Samkvæmt henni geta íslend-
ingar átt málskotsrétt til evrópskra
úrskurðaraðila og í stað verðlagseft-
irlits kom samkeppniseftirlit. Eg er
ekki í vafa um að óbein áhrif af
þessum breytingum koma fram í
bættum lífskjörum."
EES hefur þannig haft aðhalds-
áhrif á íslandi. Veitti aðild að ESB
þá ekki bæði aðhald og áhrif?
„Vafalaust. Til gamans og saman-
burðar má benda á að íslendingar
taka þátt í Evrópukeppni í knatt-
spyrnu og vegna hvatningar, sem
þetta felur í sér, þjálfa íslensk fé-
lagslið sig án alls efa betur og leika
betri knattspyrnu en ella. Þrátt fyrir
aðstöðumun þá verða þau að sætta
sig við að það gilda engar sérreglur
um knattspyrnu á íslandi.
Það segir sig líka sjálft að til þess
að hafa áhrif á sameiginlegar leik-
reglur þurfa Islendingar að taka
þátt í samstarfi knattspyrnufélag-
anna í Evrópu og reyndar um allan
heim. Á þessum vettvangi hafa þeir
kannski ekki mikil áhrif en eru þó
með, geta fylgt sínum sjónarmiðum
eftir - og gera það...“
Sí
co
z
UJ
2
—>
UJ
>
Z>
z
z
5
Q
Q
Z
tz
UJ
>
Hvað heitir þú? - hverra manna ertu?
Er ættarmót i
UPPSIGLINGU?
Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn
þátttakenda í barm þeirra. í Múlalundi færð þú
barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig
fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir
Ijósmyndirnar.
Hafðu samband við sölumenn okkar
í síma 562 8501 eða 562 8502.
Múlalundur
Símar. 562 8501 og 562 8502
komnir aftur
Verd kr. 1 98.00 stgr.
Suðurlandsbraut 54 - Sími: 568 2866
EUertB.
Schram og
9 “771025^956009*