Morgunblaðið - 05.05.1996, Page 22
22 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SEJÐKONAN
íPOTTAGÖLDRUM
VEDSFQFTIAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
►Sigfríð Þórisdóttir fæddist í Reykjavík 23. apríl 1953.
Hún varð gagnfræðingur frá Yogaskóla 1969, dýrahjúkrun-
arfræðingur frá Royal College of Veterinary Surgeons,
Englandi, 1976, stúdent frá Öldungadeild MH 1982 og iðn-
rekstrarfræðingur af markaðssviði Tækniskóla íslands
1993. Hún var forstöðumaður Dýraspítala Watsons 1977-
1983, sölumaður hjá Plastprenti hf. 1983-84, stofnandi
Duus-húss 1985 og eigandi að Krákunni, Laugavegi 22,
1985-1988. Sigfríð stofnaði Pottagaldra 1. febrúar 1993.
eftir Hidi Friðriksdóttur
YRIRTÆKIÐ Pottagaldr-
ar er hvorki stórt í snið-
um né með raikla veltu,
enda ekki nema rétt
þriggja ára. Aftur á móti hefur
verið uppgangur að undanförnu,
veltan fyrstu fjóra mánuði ársins
hefur tvöfaldast miðað við árið á
undan og magnaukning rúmlega
tvöfaldast. Kveðst Sigfríð Þóris-
dóttir, eigandi Pottagaldra, vera
búin að ná 15% markaðshlutdeild
af innlendu framleiðslunni. Eins
og bjartsýnum ísiendingi sæmir
er hún einnig farin að reyna fyrir
sér erlendis og fór tilraunasending
af kryddblöndum til heilsubúða í
Kanada fyrir skömmu. „Ég veit
að blöndurnar mínar eru sérstakar
og þær höfða til þeirra sem leggja
upp úr hreinum og náttúrulegum
vörum,“ segir hún.
Söluaukninguna má aðallega
rekja tii breytinga á umbúðum,
því auk kryddpokanna, sem nú
verða aðallega notaðir til áfylling-
ar, er hún farin að selja krydd-
blöndur í glösum. Hún segist hafa
séð fram á, eftir tveggja ára starf-
semi, að hún væri að ná hámarks-
sölu með pokunum. „Það var
flöskuhálsinn, þó að ég hefði brot-
ið upp mynstrið á sínum tíma og
vakið áhuga með bréfumbúðum."
Hún segir jafnframt að meiri
kostnað þurfi við markaðssetn-
ingu á pokum en glösum. Með því
að draga úr þeim kostnaði geti
hún gefið oftar út fréttabréfið,
sem hún kallar Galdrabók Potta-
galdra.
Engar tilviyanir
Aðspurð hvort segja megi að
hún sé galdrakonan í Pottagöld-
rum kemur blik í augun og hún
svarar í senn sposk og snögg upp
á lagið: „Kannski! Ég var búin að
skrifa hjá mér að hringja í Mogg-
ann mánudaginn 29. apríl. Þú
hringdir í mig sama dag.“
í ljós kemur þegar líður á sam-
talið að Sigfríð er forlagatrúar og
telur ekkert vera tilviljunum háð.
Það hafi iðulega komið í ljós og
hún nefnir sem dæmi að þegar
erfiðlega gekk i rekstrinum brást
ekki að viðskiptavinur hringdi og
lýsti ánægju með kryddblöndurn-
ar. „Þar með fékk ég hvatningu
og hélt ótrauð áfram,“ segir hún.
Margir kannast við Sigfríði síð-
an hún barðist fyrir stofnun dýra-
spítala Watsons, þá 26 ára gömul
og nýkomin frá Bretlandi. „Það
var köllun, ég sé það nú þegar
ég lít yfir farinn veg. Öll þjónusta
og menning í sambandi við dýrin
voru á lágu plani. Þessu þurfti að
breyta og forlögin völdu mig,“
segir hún með því yfirbragði eins
og ekkert hafi verið sjálfsagðara
en að ung kona tæki að sér að
beijast gegn „heilu ráðuneyti“.
Þá hefur Sigfríð rekið tvo veit-
ingastaði, Duus-hús sem hún rak
í hálft ár og Krákuna í tæp þrjú
ár. „Þar fékk ég að gera það sem
mig langaði til, þ.e. matargerð.
Ég lærði mikið á þeim árum því
ég fór í nauðasamninga. Ég var
með of margt starfsfólk í bytjun,
var óörugg og á fyrstu sex mánuð-
uðum varð gífurlegt tap sem ég
náði mér aldrei upp úr. Síðan hef
ég farið mjög varlega. Þetta var
míkill skóli og ég lærði af mistök-
unum,“ segir hún. Bætir síðan við
eitilhress: „En ég lærði líka að
búa til pottagaldrablöndur, svo að
þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir
þessa reynslu."
Blandað í púnsskál
Tilurð fyrirtækisins segir Sig-
fríð vera nokkuð skemmtilega,
enda færist ljúft bros yfir andlitið
þegar hún lýsir aðdragandanum.
„Ég hafði fyrir löngu skráð Potta-
galdra sem vörumerki. Svo varð
ég atvinnulaus árið 1989 en um
svipað leyti var Kolaportið að
byija. Þá greip mig einhver hugs-
un, ég reiddi fram púnsskálina,
keypti lítið af kryddi í einu og
blandaði þær blöndur sem höfðu
þróast á veitingahúsinu Krákunni.
Þetta voru sex blöndur og með
þær mætti ég í Kolaportið. Þær
voru í mjög frumstæðum en fal-
legum pokum með áprentuðum
miða. Auk þess lét ég ljósrit af
uppskriftum fylgja með. Þar fyrir
utan bjó ég til alls kyns súrsætar
sósur í krukkum sem ég seldi
líka,“ segir hún.
Þar með var sjálfstraustið kom-
ið aftur, sem hún hafði verið farin
að glata á atvinnuleysistímabilinu.
Þegar hún sá auglýsingu frá
bresku sendiherrahjónunum um
stöðu matreiðslumanns sótti hún
um. „Ég fékk stöðuna og hjá þeim
var ég í tvö ár. Einn af uppáhalds-
réttum þeirra var kryddleginn
lambavöðvi með villijurtablönd-
unni eða Lamb Islandia.“
Fékk sér titil
Eftir árin tvö hjá sendiherra-
hjónunum fór hún í iðnrekstrar-
fræði í Tækniskólanum. Hún seg-
ist hafa verið mjög móðguð út í
samfélagið „að svona kjarnorku-
kona fengi ekki framkvæmda-
stjórastöðu" og fann út að það
hlyti að vera vegna menntunar-
innar. „Ég fór því og fékk mér
titil,“ segir hún kankvís. „A loka-
önninni hafði ég sent inn upp-
skriftir og kryddblöndur í sam-
keppni um besta lambakjötsrétt-
inn. Þar hlaut ég þrenn verðlaun,
sem samtals voru 140 þúsund
krónur og mér þótti mikið fé. Þar
sem ég var að útskrifast tók ég
þetta sem tákn, fann 20 fermetra
húsnæði í Sigtúni og stofnaði fyr-
irtækið 1. febrúar 1993.“
Hún hefur alla tíð haft starfs-
mann í rúmlega hálfri stöðu, sem
nú er reyndar að teygjast í fulla
stöðu. Sjálf segist hún gegna
starfi forstjóra, markaðsfræðings,
sölustjóra, dreifíngastjóra,
sendils, ritara og lagerstjóra. „Við
handpökkum og merkjum allt
sjálfar. Mér finnst ástæða til að
gera fyrst það sem ég get í hönd-
unum og að finna framleiðslulínur
áður en ég fer að fjárfesta í tækj-
um,“ segir hún um leið og hún
tekur upp eitt af nýju glösunum
og lýkur við að líma á það miða.
Henni finnst handverksfram-
leiðsla af hinu góða, því hún hafi
sérstöðu og ákveðinn sess í hugum
fólks.
Flytur inn kryddið
Fyrirtækið er ekki plássfrekt í
fermetrum og kryddilmurinn ligg-
ur í loftinu, enda fer öll starfsem-
in fram á þessum 100 fermetrum.
Skrifstofan er afstúkuð, lagerinn
er við hliðina á og í bakherbergi
fer blöndunin fram. Þarna eru
sekkir af kryddi og nokkur box,
ekki mjög stór, sem í eru tilbúnar
kryddblöndur. Sigfríð segist vera
farin að flytja sjálf inn kryddið
sem kemur frá Hollandi. „Ég
blanda aldrei mikið í einu, ef til
vill í 140 glös,“ segir hún.
Af og til í samtalinu segir hún
berum orðum eða það skín í gegn
að hún hafi innsæi og þekki krydd-
tegundirnar út og inn, enda sé
það nauðsynlegt. „Stundum
blanda ég saman þungu kryddi
við léttari laufblöndur, sem er
vandaverk. Maður þarf að passa
blöndunina, alveg eins og í lista-
verki gætir maður þess að nota
ekki of mikið af svörtum lit eða
rauðum." Hún bætir við að allar
kryddblöndurnar hafi tekist í
fyrstu tilraun, en vinkonur hennar
eru þær sem prófa kryddblöndurn-
ar áður en hún setur þær á mark-
að.
Sigfríð leggur mikið upp úr
hvorki séu notaðir kadmiumgeisl-
ar né gas við hreinsun á kryddinu
heldur sé það gert með gufu, sem
er ný aðferð. „Fyrrgreindar tvær
aðferðir drepa bæði gott og vont,“
segir hún og bætir við til útskýr-
ingar að sé þeim beitt sé ekki
hægt að nota kryddjurtir í seyði,
smyrslagerð eða sem heilsute. „Ég
legg áherslu á að líforkan haldist
í kryddjurtunum, því það er hún
sem gefur orkuna,“ segir hún.
Aðspurð um líforkuna segist
hún gera sér grein fyrir að fólk
almennt viti ekki um hvað hún
sé að tala. Hún virðist samt ekki
hafa neinar sérstakar áhyggjur
af því. „Það verða kannski tíu ár
þangað til hægt verður að mæla
hana vísindalega. Það má ef til
vill segja að líforka sé útgeislun.
Við finnum þetta þegar við borð-
um grænmeti og mat sem hefur
ekki verið meðhöndlaður mikið þá
verðum við orkumeiri. Aftur á
móti verðum við syfjuð af því að
borða þungt kjöt,“ segir hún. Sjálf
kveðst hún ekki vera grænmetis-
æta en haldi sig við lambakjöt og
kjúklinga.
Engin aukefni
Hún segir að kryddblöndur sín-
ar séu öðruvísi en gengur og ger-
*
>
>
I
I
I
í.
I
;
I
!