Morgunblaðið - 05.05.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 23
„Þá greip mig einhver hugsun,
ég reiddi fram púnsskálina,
keypti lítið af kryddi í einu og
blandaði þær blöndur sem
höfðu þróast á veitingahúsinu
Krákunni. Þetta voru sex
blöndur og með þær mætti ég
í Kolaportið.“
ist. í þeim sé til dæmis engin
aukefni né salt eða pipar. Hún
byijaði með sex kryddblöndur í
upphafi en býður nú 16 blöndur
auk 20 kryddtegunda, þar á með-
al saltkrydd. „Ég fór að bjóða
saltkrydd vegna þess að ég get
notað íslenska eðalsaltið, sem er
heilsusalt. Með því opnaðist mögu-
leiki á að koma með „season-
krydd“ og samt að halda mark-
miðum fyrirtækisins, sem eru að
hafa framleiðsluvörurnar sem
náttúrulegastar og að þær geri
matreiðsluna spennandi,“ segir
Sigfríð.
Hún tekur fram að markhópur
hennar, auk húsmæðra og veit-
ingamanna, séu hjartasjúklingar
og sá hópur sem eigi við óþol eða
exem að stríða. „Kryddjurtir hafa
lækningamátt og bara ilmurinn
virkar eins og ilmolía og fer inn
á ákveðnar heilastöðvar, þar sem
hann byijar heilunarferil sinn. Við
getum tekið dæmi sem er allt
öðru vísi. Þegar maður kemur inn
á hamborgarastað og finnur djúp-
steikingarlykt kemur hún melt-
ingastarfseminni ekki af stað. Því
finnst mér nauðsynlegt að fólk
eldi mat heima, noti góðar krydd-
jurtir, þannig að ilmurinn undirbúi
líkamann fyrir meltingu og borð-
hald. Ilmur getur einnig haft ró-
andi áhrif á taugakerfið eins og
salvia.“
I júní eykst úrvalið enn hjá
Pottagöldrum, því þijár krydd-
blöndur eru væntanlegar auk tiu
sérkrydda. „Þá verð ég komin með
50 tegundir alls,“ segir Sigfríð og
greinir frá því að hún sé komin í
samstarf við Katrínu Ásgríms-
dóttur, Lönguhlíð á Egilsstöðum,
sem er að setja á markað ís-
lenska, þurrkaða lerkisveppi. „Ég
vil bjóða fólki úti á landi, sem er
að koma fram með náttúrulegar
vörur, að framleiða vörur sínar
undir Pottagaldramerkinu en þó
merktar viðkomandi.“ Sömuleiðis
er hún að hefja samstarf við Sól
hf. í júní munu koma á markað
kryddolíur þar sem blandað er
saman víola-olíum frá Sól og
kryddblöndum frá Pottagöldrum.
Hún segir að íslendingar séu
mjög svo tilbúnir að prófa nýjar
kryddblöndur og þar sé breyting
á frá árum áður. Vinsælasta
kryddið segir hún vera Lamb Is-
landia, fiski-, villi- og ítalskt krydd
og ítalskt pastakrydd. Sjálf er hún
hrifnust af arabíska kjúklinga-
kryddinu, ítölsku hvítlauksblönd-
unni og Lamb Islandia.
Sigfríð segir að krydd eigi aldr-
ei að geyma fyrir ofan eldavél,
helst eigi að geyma það á dimm-
- kjarni málsins!
+ m ■ ■ ■
um, köldum stað. „Ég merki
geymsluþol kryddblöndunnar til
eins árs í stað þriggja eins og leyfi-
legt er, en það er hluti af gæða-
stýringu Pottagaldra. Bragðið
dofnar smám saman en kryddið
skemmist ekki,“ segir hún.
Engir sérfræðingar
Hún segir fjármagnið vera erf-
iðast í þeim rekstri sem hún stend-
ur nú í. „Ég var á markaðssviði
í iðnrekstrarfræðinni og þar var
okkur kennt hvernig hinir stóru
fara að með sérfræðingana og
aðstoðarmennina sér við hlið. Ég
BÍLSKÚRS-
& IÐNAÐAR
HURÐIR
Lindab hurðirnar eru dönsk hágæða
framleiðsla. Þær eru þéttar með
sterkar og efnismikilar brautir, sem
gerir opnun og lokun auðvelda og
tryggir langa endingu. Hurðagormar
eru sérstaidega prófaðir og spenna
reiknuð út með njálp tölvu.
Lindab hurðirnar eru einangraðar og
fást í fjölmörgum útfærslum allt eftir
óskum viðskiptavina.
Lindab hurðirnar eru fáaniegar úr áli
og stáli með plastisol yfirboroi, með
eoa án glugga og gönguhurða.
Hurðabrautir geta verið láréttar, eða
fylgjandi þakhalla. Opnun getur verið
handvirk, hálfsjálfvirk eða sjálfvirk.
Lindab hurðirnar eru fáanlegar í lit-
um að ósk viðskiptavina.
TÆKNIOEILD
I
£
í Smiöshöfða 9 • 132 Reykjavik
Simi 587 5699 • Fax 567 4699
«■■■■■■■■■■■■■■»
byijaði aftur á móti með tvær
hendur tómar og staðan var allt
önnur. Það þarf gífurlega útsjón-
arsemi við markaðssetningu, nýta
þarf nánast hveija krðnu tvisvar
og gera þarf allt eins ódýrt og
hægt er,“ segir hún og bendir á
skrifstofuhúsgögnin sem flest
voru keypt notuð.
Hún er með ýmislegt í bígerð,
eins og nýja vöru í haust sem teng-
ist matargerð, en segist ekki geta
farið nánar út í þá sálma. „Það
er öruggt að þessi vara á eftir að
vekja athygli," segir hún svo
íbyggin á svip.
„ÉG blanda
smáa skammta
af kryddblönd-
um í einu eða
kannski í 140
glös,“ segir
Sigfríð Þóris-
dóttir sem er
allt í öllu í fyr-
irtæki sínu,
Pottagöldrum.
Lindab