Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 27 JHmromSfiribito STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MINNKANDI ATVINNULEYSIEN... TÖLUR um fjölda atvinnulausra sýna, að atvinnuleysi fer minnkandi. í febrúar á þessu ári voru 7.032 einstaklingar atvinnu- lausir en í febrúar á árinu 1995 voru þeir 8.349. Þetta þýðir, að atvinnulausum hefur fækkað um rúmlega 1.300 manns á einu ári, sem er verulegur árangur. Jafn- framt kemur fram í frétt í Morgun- blaðinu í gær, að atvinnuleysi hefur stórminnkað á landsbyggðinni, sem endurspeglar auðvitað þá miklu uppsveiflu, sem nú er í sjávarút- veginum. Þótt þróunin sé í rétta átt veldur það hins vegar áhyggjum, að lang- tímaatvinnuleysi er að aukast. Þannig voru 916 einstaklingar á skrá í febrúar í ár, sem höfðu ver- ið atvinnulausir í meira en eitt ár og er það meiri fjöldi en nokkru sinni fyrr á þessum áratug. Reynsla okkar íslendinga hefur verið sú á undanförnum áratugum, að atvinnuleysi hefur gert vart við sig, þegar að hefur kreppt í sjávar- útvegi. Um leið og birt hefur til á þeim vettvangi, hefur það nánast horfið. Það er ekki víst, að svo verði nú. Atvinnufyrirtæki hér hafa endurskipulagt rekstur sinn frá grunni á undanförnum árum og fara nú mun varlegar í mannaráðn- ingar en áður tíðkaðist. Þess vegna má ætla, að þau fari sér hægt í að fjölga starfsmönnum, þótt efna- hagsbatinn sé augljós. A undanförnum mánuðum hafa farið fram lífleg skoðanaskipti á milli Bandaríkjamanna og Evr- ópubúa um ástæður þess, að störf- um hefur fjölgað gífurlega í Banda- ríkjunum en nánast ekki neitt í Evrópu. Bandaríkjamenn halda því fram, að Evrópuríkin geti mikið af'þeim lært og að það þjóðfélag- skerfi, sem byggt hefur verið upp í kringum vinnumarkaðinn í Evr- ópu, eigi mestan þátt í atvinnuleys- inu þar. Talsmenn Evrópuríkjanna hafa svarað því til, að fjölgun starfa í Bandaríkjunum væri fyrst og fremst vegna þess, að laun væru þar skammarlega lág og það væri fyrst og fremst í þeim geira, sem störfum hefði fjölgað. Róbert Reich, vinnumálaráð- herra Bandaríkjanna og einn helzti ráðgjafi Clintons Bandaríkjafor- seta, hefur mótmælt þessu harð- lega og segir, að skýrslur sýni og sanni, að fjöigun starfa í Banda- ríkjunum sé ekki sízt á því sviði, þar sem laun eru há svo sem í hátækniiðnaði. Þetta eru athyglisverðar umræð- ur og í þeim hefur t.d. komið fram, að ráði fyrirtæki í Þýzkalandi starfsmann er það í raun og veru að ráða tæplega tvo starfsmenn vegna þess, að launatengd gjöld nema hvorki meira né minnaen allt að 80%! Þá hefur það einnig komið fram í þessum umræðum, að þýzk fyrirtæki eru treg til að fjölga starfsmönnum vegna þess, að það er mjög erfitt að segja þeim upp, harðni á dalnum. Þegar við nú stöndum enn frammi fyrir umtalsverðu atvinnu- leysi þrátt fyrir batnandi ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar og uppgang við sjávarsíðuna er kannski tímabært að umræður hefjist um það , hvort áþekkar ástæður. valdi því að atvinnuleysi er enn svo mikið hér eins og aug- Ijósiega valda stöðugu atvinnuléysi -í Evrópu. Skortir sveigjánleika í atvinnulífinu hér? Er búið að hlaða alls kyns gjöldum ofan á launa- kostnað fyrirtækja, sefn valda því, að þau fara sér hægar í að fjölga stárfsfólki en élla? Það þýðir ekkert að tala um þessi vandamái með upphrópunum eins og einstaka verkalýðsleiðtogar hafa enn tilhneigingu til. Það er þvert á móti ástæða til að brjóta til mergjar þá spurningu, hvort vinnumarkaðskerfið eigi við breytt- ar aðstæður í atvinnulífinu þátt í töluverðu viðvarandi atvinnuieysi, og hvort breytingar á því séu for- senda fyrir því að störfum fjölgi enn meir en orðið er. 1 OQ ÉG HEF JL £á tJ • verið að fjalia um umhverfi æsku minnar. Það var hIýttoggott.Éghafði gaman af að tala við þetta dómgreindar- fulla og ræktaða alþýðufólk sem setti mark á samfélagið og þá ekki- sízt sjómenn sem höfðu márga fjör- una sopið. Sum þessara samtala hafa komizt alla leið á bók, önnur ekki; t.a.m. þau sem ég hef verið að vitna til undanfarna sunnudaga í þessum pistlum. Á þessum árum fannst mér þjóð- félagið einkennast af heilsteyptu fólki sem stóð undir væntingum og manni leið vel í návist þess. Þeir sem mest bar á höfðu yfirleitt taum- hald á framhleypni sinni og næga dómgreind til að átta sig á því að Palli er ekki einn í heiminum. Hæ- verska var eitt helzta einkenni sam- félagsins. Fjölmiðlahasarinn var ekki hafinn. Framtóningarnir voru á sínum stað. En nú er öldin önnur. Freistingar miklar og eina leiðin til að losna við þær að fullnægja þeim eins og Oscar Wilde sagði. Menn kvörtuðu lítið í gamla daga og sjaldnast vegna sjálfs sín. Nú kvarta margir sáran. Og ótrúlega margir virðast haldnir miklu pf- næmi fyrir samfélaginu. Ég hef spurt sjálfan mig hver ástæðan sé. Þetta er yfírleitt dómgreindargott fólk með sterka ábyrgðartilfínningu og aðhaldssamt sjálfsálit. Já, hvers vegna, hef ég spurt sjálfan mig, þolir þessi íslenzki kjarni umhverfi sitt jafn illa og raun ber vitni? Það skyldi þó ekki vera að ástæðuna sé að finna í geðlæknisfræðinni, þeim þáttum hennar sem fjalla um siðblindu eða geðvillu, eða það sem við getum kallað persónuleikabrest framtóninga sem eru hér allsráð- andi orðið og hafa ekkisízt komið ár sinni vel fyrir borð í fjölmiðlum og opinberu lífi. Ég er að tala um fólk sem útlendir fræðimenn kalla sýkópata en við gætum nefnt sið- blindingja. Margir þeirra sækjast eftir háum embættum og ná oft takmarki sínu í óþökk hæverskra áhorfenda sem hafa aðhald af dóm- greind sinni og sjálfsvirðingu. Þessi geðvilla eða persönuleikabrenglun er ýmist meðfædd eða tilkomin í HELGI spjall bernsku. Eitt helzta einkenni hennar er ófullkominn hæfileiki til að lifa sig inní til- finningar annarra. Til að skilja þetta betur hef ég að gamni mínu skoðað rit norska geðlæknisins Ein- ars Kringlen um þetta fyrirbrigði og af umfjöllun hans í ritinu Psyki- atri má ráða að helztu einkenni þessa kvilla sem hefur orðið svo mörgum til framdráttar í framapot- inu eru þessi (og getur þá hver og einn dregið sínar ályktanir): Sýkópatar eru heldur félagslynd- ir og þurfa samfélag til að spóka sig í. Þeir eru algjör andstæða fólks sem á við taugaveíklun að stríða. Það er oft heft, þjáist af sektar- kennd og ótta. Sá sem þjáist af geðvillu er gjörsamlega laus við sektartilfinningu og ótta. En Kring- len segir að sýkópatinn þurfí ekki að þjást af neinni raunveruleika- brenglun. Hann er fljótráður og getur verið árásargjarn, en þó eink- um yfirborðslegur í tilfinningasam- böndum. Hann getur verið erfiður í umgengni og öðrum vandamál; en þó stundum verið hlýr og sjar- merandi án þess að ná sterku til- finningasambandi við neinn. Hann skammast sín ekki og er sérfræð- ingur í að afla sér yfirborðslegra vinsælda hjá öðru fólki. Hann helzt sjaldnast lengi í sama starfi. Hann getur heillað aðra uppúr skónum einsog sagt er og notað þá, stundum einnig kynferðislega. Hann er fyrst og síðast drottnunargjarn og sækist eftir völdum yfir öðrum. Hann leit- ar gjarnan að veikum blettum á öðru fólki og ræðst á andstæðinginn þarsem hann er veikastur fyrir. Þannig getur hann oft drottnað yfir umhverfi sínu þvíað enginn hefur sérstakan áhuga á því að veiku blettirnir séu afhjúpaðir. Sjálfsálit sýkópatans getur verið allt að því takmarkalaust og í vald- astreði sínu notar hann annað fólk einsog hann getur og lætur sér fátt um finnast þótt tilgangurinn helgi meðalið ef það yrði til þess að tak- markinu væri náð. Hann þarf helzt alltaf að vera í sviðsljósinu. Hann þarf því á öðru fólki, en þó einkum samfélagi, að halda, en er fremur þiggjandi en veitandi. Hann getur þjáðst af tilfmningakulda og er sér- fræðingur í hagsmunavináttu. Djúp, ræktuð og fórnfús vinátta er honum framandi. Hann er öðrum fremur sjálfhverfur og hömiulaus í sjálfsdýrkun sinni þótt hann geti haft sérstakt lag á því að breiða yfir þetta dekur. Hann getur því náð vinsældum og komizt langt, einsog sagt er. Samfélagið kallar oft, þótt ótrúlegt sé, á þetta and- samfélagslega . fyrirbrigði. Enginn veit skýringuna á þessari þjóðfé- lagslegu klikkun. Stundum má rekja hana til þess að hún sér ekki við sýkópatanum þvíað hann er bæði gáfaður og útsmoginn og get- ur kjaftað sig inná hvemsem er, svo notað sé hversdagslegt tungu- tak. En stundum á skýringin rætur í sjúklegum þáttum samfélagsins. Höfundar Oxford Textbook of Psyc- hiatry tala um "anti-social persona- lity" þegar þeir fjalla um siðblindu eða geðvillu. Samfélag sem ber slík fyrirbrigði á gullstól hlýtur sjálft að þjást af einhvers konar veru- leikafirringu; blekkingu. Það virðist ekki hafa neinn áhuga á þeim fjölda fólks sem sinnir störfum sínum af dómgreindarfullri alúð og reynir að þola sitt ofnæmi möglunarlaust. Það undrast, það hneykslast en það skortir það sjálfstraust, það samvizkuleysi, sem gæti stöðvað sigurgöngu sýkópatanna. Það hefur sterkt aðhald af sjálfu sér, dóm- greind sinni og sjálfsgagnrýni, eigin ótta og öryggisleysi. En það er geðugur ótti og manneskjulegt ör- yggisleysi. „Venjulegt" fólk stendur svo á milli þessara hópa og heldur að það ráði ferðinni; myndi svonefnt al- menningsálit. En það er rangt. Framtóningarnir ráða ferðinni í þessu oddaflugi. En spyrja má að lokum hvort ofnæmi þessa ágæta íslenzka sam- félagskjarna megi ekki rekja til fyrrnefnds áreitis sem er auðvitað magnaðra í fámennu þjóðfélagi en fjölmennu, þótt sömu persónugerðir séu þar á ferð ekkisíður en í okkar litla samfélagi. Sívaxandi óþol þessa fólks er aðminnstakosti eitt helzta einkenni þess skrípaleiks sem alltaf er verið að setja upp öðru hverju á íslenzka litlasviðinu(l) M. TVÖ LANDSSVÆÐI í Bandaríkjunum hafa, eins og kunnugt er, ver- ið eins konar uppvaxtar- . svæði fyrir hátækniþró- un og hugbúnaðargerð heimsbyggðarinnar síð- asta einn og hálfan ára- tug eða svo. Þau er að finna í Kaliforníu og Boston. Þar hafa ævintýrin gerzt í bandarískum tölvu- og hátækniiðnaði. Þar varð Apple-fyrirtækið til í bílskúr eins og frægt er orðið og fjölmörg önnur heims- kunn tölvu- og hátæknifyrirtæki. Þar hafa safnast saman færustu vísindamenn • og sérfræðingar og notið þess að starfa í hvetjandi og skapandi andrúmslofti. Þessi hópur manna ásamt djörfum og stórhuga fjárfestum hafa ráðið úrslitum um, að Bandaríkjamenn eru ráðandi í hátækni- ogtölvuiðnaði. í brezka dagblaðinu Financial Times var frá því skýrt í gær, föstudag, að nú hefðu þessir hátæknikjarnar í Bandaríkjunum eignast nýjan keppihaut. Það þarf kannski engum að koma á óvart - og þó - að þessi nýi keppinautur er ísrael. A nokkrum árum hefur risið þar upp hátækniiðnaður, sem sækir óðum á hina bandarísku keppi- nauta. Hvað veldur því, að ísraelsmönnum tekst aðná slíkum árangri? Ein ástæðan er sú, að mikill fjöldi há- menntaðra Gyðinga hefur flutt til ísraels á undanförnum^ árum m.a. frá Rússlandi. Stjórnvöldum í ísrael tókst að skapa þess- um sérmenntuðu mönnum umhverfi, þar semþeir fengu tækifæri til að nýta þekk- . ingu sína til nýsköpunarverkefna, með því annars vegar að leggja fram fjármuni úr almannasjóðum til að koma þeim af stað og hins vegar með því að laða erlent áhættufjármagn að þessari nýju auðlind - hinum aðfluttu hámenntuðu Gyðingum - með þeim árangri, að hátækniiðnaður blómstrar nú í ísrael. Jafnframt hafa ísra- elsk stjórnvöld lagt mikla áherzlu & að leggja fram umtalsvert fjármagn til rann- sókna- og vísindastarfa, sem smátt og smátt hafa skilað sér í raunverulegri ný- sköpun í ísraelsku atvinnulífi. Þessi litla saga er umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga. Við höfum áratugum saman leitað að nýjum atvinnugreinum til þess að auka fjölbreytni í atvinnulífi okk- ar. Við höfum lagt fram mikla fjármuni til þess að laða erlend stóriðjufyrirtæki að landinu með því að bjóð.a raforku á hag- stæðu verði en með litlum árangri. Segja má, að fyrst nú á síðustu árum hafí það gerzt, að ferðaþjónustan hefur allt í einu komið fram á sjónarsviðið, sem umfangs- mikil atvinnugrein og höfðu þó fæstir trú á því framan af, að það gæti nokkru sinni orðið. Á hátíðisdögum tala forsvarsmenn þjóð- arinnar um það, að mesta auðlind okkar sé fólgin í velmenntuðu fólki. Hins vegar höfum við lítið gert til að virkja þá auð- lind. Landsmenn hafa sýnt rannsókna- og vísindastarfí lítínn áhuga. FjárframlÖg tíl þeirra hafa verið takmörkuð. Ein versta afleiðing þess er sú, að ungir, hámenntað- ir íslendingar, sem koma heim að námi loknu, fá ekki vinnu og verkefni við sitt hæfi. En um leið og þeir gera þau mistök að flytja heim í nokkur ár missa þeir af lestinni í öðrum löndum, þar sem sam- keppnin er gífurlega hörð. Þjóðin hefur ekki haft raunverulega trú á því, að fjárfesting í rannsókna- og vís- indastarfsemi skili sér í framtíðinni. Þess vegna hefur þetta verið gert með hang- andi hendi. Og það hefur ekki verið jarð- vegur til þess að auka skilning á þeim möguleikum, sem hér eru fyrir hendi. Til- tölulega fámennur hópur manna, fyrst og fremst í Háskóla íslands, hefur haldið uppi þrotlausri baráttu við að opna augu fólks fyrir þessum tækifærum, en þeir hafa yfirleitt talað fyrir daufum eyrum. Hugsanlegt er, að á síðustu árum og jafnvel síðustu misserum hafi andrúmið verið að breytast og skilningur að vaxa á því að virkjun þeirrar auðlindar, sem býr REYKJAVIKURBREF Laugardagur 4. maí í þekkingu og menntun ungu kynslóðarinn- ar, geti skilað mikilli ávöxtun. Það eru ekki sízt ævintýri í tölvuheiminum, sem hafa skapað hér nýjan jarðveg. Ævintýrið í Oz, tölvufyrirtæki, sem eriendir aðilar meta á milljarð króna, umsvif Friðriks Skúlasonar, sem vill litið tjá sig um þau á opinberum vettvangi, hvoru tveggja hef- ur opnað mönnum sýn inn í nýjan heim og þau tækifæri, sem við kunnum að eiga þar. Hér má líka nefna vel heppnaða starf- semi Marels, hátæknifyrirtækis, sem starf- ar á afmörkuðu sviði, en hefur náð miklum árangri. Frásagnir af þeim árangri, sem ísraels- menn hafa náð, vekja upp áleitnar spurn- ingar um það, hvort við Islendingar höfum ekki í raun og veru allar aðstæður til að skapa hér lítinn ævintýraheim hátækni- og hugbúnaðarfyrirtækja. Við eigum nýja, dugmikla kynslóð fólks, sem hefur sótt sér menntun í beztu háskóla hins vestræna heims. Við eigum unga athafnamenn, sem hafa sýnt í verki, að þeir geta ekki síður en aðrir hazlað sér völl í heimi hugbúnað- ar og hátækni. Þetta unga fólk starfar í umhverfi, sem einkennist af góðri menntun og blómlegri menningu. Hvað vantar? Hvetjandi umhverfi ÞEIM, SEM HAFA numið og starfað við fremstu háskóla á Vesturlöndum ber saman um, að það, sem fyrst og frémst skorti á sé uppörv- andi og hvetjandi umhverfí og kannski að einhverju leyti nálægð við uppsprettur nýrra hugniynda. Háskóli Islands á að geta verið slík hugmyndauppspretta, þar sem saman koma og starfa lifandi og frjóir vísinda- menn og hugsuðir, sem tengjast fslenzkum hátækni- og hugbúnaðarfyrirtækjum. En Háskóli íslands verður ekki miðpunktur slíkrar byltingar á meðan skólinn greiðir prófessorum laun, sem eru til skammar og fær ekki lengur kennara til að starfa við slík kjör. Hér skortir fjármuni eða öllu heldur vilja og skilning á því, að það skili sér síðar rheir að setja verulega fjármuni í að efla rannsókna- og vísindastarf í tengslum við Háskóla íslands og skapa hátækni- og hugbúnaðarfyrirtækjum það umhverfí, sem er nauðsynlegt til þess að slík starf- semi geti þrifizt og náð flugi. Grundvallaratriði er stefnumörkun af hálfu Alþingis. Hún þarf ekki einungis að ná til vísinda- og rannsóknastarfsemi við háskólann. Hún þarf einnig að beinast að því að tryggja starfsgrundvöll fyrir há- tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki. Og þá má spyrja: Hafa þau ekki slíkan starfs- grundvöll? Hvað stendur í vegi fyrir því, að þau geti blómstrað? Svarið er, að ís- lenzka ríkið stendur ekki sízt í vegi fyrir því. íslenzka ríkið hefur stóraukið umsvif sín í þessari grein atvinnulífsins. Eins og Morgunblaðið hefur áður sagt: Á sama tíma og ríkið hefur dregið úr umsvifum sínum á flestum sviðum atvinnulífsins hef- ur það aukið þátttöku sína í atvinnustarf- semi á nýjum sviðum, sérstaklega í fjar- skiptum og hugbúnaðargerð án þess, að nokkur hafi tekið eftir því eða tekið ákvörðun um það og áreiðanlega án þess, að Alþingi og ríkisstjórn hafi veitt því eftir- tekt eða vilji hafa það svo. Eitt af því, sem kemur í veg fyrir að íslenzk hugbúnaðarfyrirtæki nái fótfestu er sú staðreynd, að svo mikil hugbúnaðar- gerð fer fram í opinberum fyrirtækjum, stofnunum og hálfopinberum fyrirtækjum að litlu einkafyrirtækin, sem eru að reyna fyrir sér, komast hvergi að. Samkeppnis- staðan er vonlaus frá upphafi. Þessum aðstæðum þarf að breyta. Burt með ríkið úr fjarskiptastarfsemi og hugbúnaðargerð! Þegar ungir athafnamenn á þessu sviði koma alls staðar að lokuðum dyrum eða standa frammi fyrir tröllauknum ríkisfyrir- tækjum eða opinberum og hálfopinberum stofnunum eiga þeir enga möguleika nema þeir geti annars vegar fundið svið, sem hinir opinberu aðilar hafa ekki komið auga á eða starfi fyrst og fremst á erlendum vettvangi, þangað sem íslenzka ríkið hefur ekki teygt anga sína. Þetta er ekki hvetj- andi starfsumhverfi heldur letjandi. Þótt flest sé ólíkt með ísraelsríki og íslandi höfum við þó átt vissa hluti sameig- inlega á undanförnum áratugum. Bæði ríkin áttu t.d. í harðvítugri viðureign við SÓLSETUR VIÐ KOPAVOG óðaverðbólgu á nánast sama tímabili í tvo áratugi. Bæði ríkin eiga dugmikið og vel- menntað fólk. Hins vegar er auðvitað ljóst, að sú mikla hernaðarstarfsemi, sem Isra- eismenn hafa haldið uppi, hefur átt mikinn þátt í uppbyggingu á hátækniiðnaði í land- inu. Það er alkunna, að ný tækni á sviði hernaðar og geimrannsókna hefur hvað eftir annað leitt til annarrar atvinnustarf- semi, sem á ekkert skylt við hernað eða geimferðir. Þetta er áreiðanlegur þáttur í því hve langt Bandaríkjamenn hafa náð á þessu sviði. Morgunblaðið hefur yfírleitt ekki hvatt til afskipta stjórnvalda af atvinnulífi og gerir ekki. Það eru hins vegar augljós rök fyrir því, að íslenzka ríkið auki með sama hætti og ísraelsmenn hafa gert, fjárfram- Iög til rannsókna- og vísindastarfa og jafn- framt að Alþingi og ríkisstjórn geri þær ráðstafanir, sem þarf til þess að auka svig- rúm þeirra litlu einkafyrirtækja, sem eru að reyna að skapa sér rekstrargrundvöll, ekki sízt á sviði hátækni, hugbúnaðargerð- ar og fjarskipta. Ef þetta yrði gert með afdráttarlausum hætti mundi það skapa alveg nýja stöðu á þessum markaði hér. FYRSTA SKREF ið í átt til nýrrar stefnumörkunar á Toppfundur um hátækni þeVsu"ivíöT«ttí að vera það, að stjórn- málamenn og embættismenn setjist niður og hlusti á skoðanir og sjónarmið vísinda- manna og athafnamanna. Það er fullt til- efni til, að efnt verði til eins konar topp- fundar um íslenzka hátækni, þar sem sam- an komi annars vegar stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, svo og emb- ættismenn, og hins vegar vísindamenn, kennarar við háskólann og forystumenn fyrirtækja, ríkisfyrirtækja og einkafyrir- tækja, stórra og smárra, til þess að ræða viðhorfin og hvaða aðstæður þarf að skapa til að háskólamennirnir og athafnamenn- irnir fái að njóta sín. í kjölfarið á slíkum toppfundi um há- tækni þarf Alþingi að komast að niður- stöðu um almenna stefnumörkun og taka ákvarðanir um aukin fjárframlög til vís- inda- og rannsókna og hugsanlega að beina einhverju af því fjármagni, sem nú er til í atvinnuvegasjóðum, sem ríkið á hlut að, í nýjan farveg, sem gæti orðið bakhjarl nýrra fyrirtækja á þessu sviði. Það er ljóst, að reynsla ísraelsmanna er sú, að leggi þeir fram fé af sinni hálfu eru möguleikar á erlendu áhættufjármagni þeim mun meiri. Þetta er kannski að ein- hverju leyti eins og í kvikmyndagerðinni, þar sem innlent fjárframlag er forsenda fyrir því, að erlendir aðilar leggi fjármagn í íslenzkar kvikmyndir. Loks er nauðsynlegt að kynna erlendum fjárfestingarsjóðum, sem sérhæfa sig í að leggja fram áhættufjármagn í ný fyrir- tæki, þá almennu möguleika, sem hér eru fyrir hendi. Að öðru leyti á að láta vísindamennina og athafnamennina um uppbyggingu á þessari nýju atvinnugrein. Það þykir gott í öðrum löndum, ef eitt til tvö fyrirtæki rísa og eiga sér framtíð af tíu, sem stofnuð eru. Þeir, sem fara af stað með fyrirtæki, sem misheppnast, safna oft mikilli reynslu, sem nýtist þeim vel í næstu tilraun. Stundum njóta aðrir- ávaxtanna eins og Stöð 2 er glöggt dæmi um hér á landi. Við erlenda viðskiptahá- skóla er nemendum kennt að líta á at- hafnamenn, sem taka mikla áhættu, sem brautryðjendur í atvinnulífi en ekki sem misheppnaða viðskiptajöfra. Taki enginn áhættu, jafnvel þótt hún leiði til gjald- þrots, verður ekkert nýtt til. Með þessu hugarfari eigum við að skoða tilraunir nýrra manna til að ryðja nýjar brautir, þótt þeim mistakist á stundum. Á undanförnum árum og áratugum hef- ur öll starfsorka stjórnvalda farið í að leysa aðkallandi vandamál verðbólgu og at- vinnulífs. Nú er staðan gjörbreytt. Við búum við litla verðbólgu og stöðugleika í efnahagsmálum. Nú hafa Alþingi og ríkis- stjórn og raunar stjórnmálaflokkar einnig alla möguleika á að beina athygli sinni að nýjum þáttum þjóðlífsins og framtíð- inni. Það skortir mjög á, að þau málefni, sem hér hefur verið drepið á, hafi verið tekin til umræðu á vettvangi stjórnmál- anna. Það er hins vegar tímabært að stjórnmálamennirnir horfí til nýrra átta. Morgunblaðið/Róbert Fragapane „Frásagnir af þeim árangri, sem Israelsmenn hafa náð, vekja upp áleitnar spurning- ar um það, hvort við Islendingar höfum ekki í raun og veru allar að- stæður til að skapa hér lítinn ævintýraheim há- tækni- og hugbúnaðar- fyrirtælqa." •r- i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.